Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 196i „Við erum hér næstum heima h|á okkur44 sagði forseti Islands í Winnipeg (Einkaskeyti til Mbl. frá AP 15. sept. og Jóni Magnússyni) 1>EGAR forseti íslands, hr. Ás- geir Ásgeirsson, forsetafrú, og fylgdarlið þeirra komu til Winni- peg var þar glampandi sólskin. og margt manna saman komið til að fagna forsetanum. í Mani-' toba-fylki mun forsetinn heim-1 saekja Gimli, vöggu íslenzks land náms í Manitoba og sækja sér-j staka hátíðasamkomu í Manitoba faáskóla, þar sem hann verðurl sæmdur nafnbótinni heiðursdokt' or í lögum. Þegar forseti kom til Winnipeg tóku á móti honum Willis fylk- isstjóri, Roblin forsætisráðherra Manitobafylkis og Stefansson þingmaður frá Selkirk, sem baf^t- ist í fylgdarlið forseta. Eftir komuna til Winnipeg var ekið til þinghússins. Við athöfn í þing- salnum bauð Roblin forsætisráð- herra forseta velkominn fyrir hönd allra þeirra, er vildu votta gestunum virðingu sína og vin- semd, en þó sérstaklega í nafni Manitobabúa af íslenzkum stofni. í ræðu, sem Roblin flutti við þetta tækifæri rifjaði hann upp, að liðin væru 86 ár síðan ís- lenzkir landnemar stofnuðu Nýja-ísland. Norrænir víkingar fundu fsland á níundu öld, sagði hann, en á nítjándu öld settust landnemar frá íslandi að í Kan- ada. Kvað Roblin Manitobabúa hafa lært að virða íslendinga, og íramlag þeirra til fylkisins væri langt umfram hlutfallstölu þeirra í íbúafjöldanum. Það væri tákn- rænt, sagði hann, að taka á móti forseta íslands í þinghúsinu, því að íslendingar væru gömul þing- ræðisþjóð. Að lokum sæmdi Roblin for- stæisuáðherra forseta vísunda- orðu Manitoba, en vísundurinn er tákn tylkisins, en forseti þakk- aði þan heiður ,sem sér væri sýndur með móttöku fylkisþings- ins. Var fjöldi manns á áheyr- endapöllum og mörg hundruð við móttöku Manitobastjórnar eftir athöfnina í þinghúsinu. Þá var sjónvarpað blaðaviðtali við for- seta íslands. Guðmund í. Guð- mundsson utanríkisráðherra og Thor Thors sendiherra. Forseti lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan þing- húsið, en þinghúsið^ í Manitoba er hið eina utan fslands, sem prýðir lóð sína með styttu Jóns Sigurðssonar. f ræðu, sem forseti flutti í þinghúsi Manitoba við athöfnina þar, sagði hann m. a.: „Við erum komin hér á mitt meginland Norður-Ameríku. Það er héðan jafnlangt til hafs, á báðar hendur næstu stranda og það er frá eylandi okkar í miðju Atlantshafinu til Kanada og Nor egs, — þeirra landa, sem örlögin Magnús Blöndal til Varsjár f G Æ R barst Morgunblaðinu svohljóðandi tilkynning frá sendiráði pólska alþýðulýðveld- isins: „Nefnd hinna alþjóðlegu tón- listarhátíða í Póllandi fyrir nú- tíma tónlist hefur boðið íslenzku tónskáldi, Magnúsi Blöndal Jó- hannssyni, sem áheyranda til tónlistarhátíðarinnar „Haust í Varsjá“, sem haldin verður dag- ana 16.—24. sept. 1961. binda okkur við sterkustu bönd- um. Frá Noregi komu flestir okk ar forfeður, og til Kanada hefir flutzt fjölmennasti hópurinn, sem leitað hefir sér bólfestu og fósturs í nýju landi. Við vitum að þeim hefir vegnað hér vel, þeir hafa fengið hér gott orð, og því er það fagnaðarfundur, að vera kominn hér í ykkar hóp. Við erum hér næstum heima hjá okkur,“ i >f MWNW í portinu hjá Eimskip er allmikið af bílum, sem bíða þar nýrra eigenda. En viðbúið er, að portið fyllist nú bráðlega — og það dugir sjálfsagt ekki til, þegar innflutningurinn hefst fyrir alvöru. — Viðbrögðín voru skjót: Fyrirspurnum og púntunum rigndi yfir bílainnflytjendur FREGNIN um að bílainnflutn ingurinn yrði gefinn frjáls var heizta umræðuefni manna á meðal í bænum í gær. Allir fögnuðu því, að enn yrði skor ið á titt innflutningshaftið, en það var ekki laust við að ýmsir ættu bágt með að trúa, að hægt yrði að ganga inn í næstu verzlun og kaupa bíl eins og hverja aðra vöru. ★ ★ ★ En fjöldinn var fljótur að átta sig. Síminn hjá bif- reiðaumboðunum byrjaði að hringja strax eftir kl. 9 og upp úr hádeginu, þegar blöð- in höfðu borizt út á land, kom landssíminn i spilið. Volkswagen-umboðið stát- aði af mestu sölunni. Um 3 leytið- hafði það fengið pant- anir á 36 bílum, en auk þess svarað mörg hundruð fyrir- spurnum. önnur umboð höfðu svipaða sögu að segja, flest eða öll höfðu fengið margar pantanir og auglýs- ingabæklingarnir voru rifnir út. ★ . ★ ★ Gunnar Ásgeirsson, form. félags bifreiðainnflytjenda, sagði: „Þetta er allt annað líf. Nú getur maður bara sagt við viðskiptavininn: Hvað viltu fá? Nú þarf ekki lengur að senda fólk til Péturs og Páls til þess að útvega hin og þessi gögn, skilríki og leyfi í algerri óvissu um að öll fyrir höfnin beri nokkurn árang- ur“. En sjálfsagt hefur mörgum nýja Volkswagen í Mbl. í gær orðið illa við að lesa þessa frétt, t. d. manninum, sem keypti nýjan Volkswagen fyrir 145 þúsund kr. á bíla- sölu í vikunni — og þeim mörgu, sem í fyrradag og daginn þar áður keyptu sams konar bíla fyrir 13—135 þús- und og borguðu út í hönd. — Á réttu verði kostar nýr Volks wagen hins vegar 120 þúsund og nú munu allir geta fengið hann við því verði. ★ ★ ★ Ein bílasalan auglýsti tvo morgun. Annar átti að kosta * 130 þúsund, hinn 125 þúsund. Sama bílasala auglýsti svo í útvarpinu um hádegið: Nýr Volkswagen á 115 þústvnd. — Þetta voru hin almennu við- brögð á bílasölunum. Guðmundur bílasali sagði, að nýju bílarnir, sem fólk hefði að undanförnu keypt við töluvert hærra verði en þeir kosta á innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, mundu lækka. Allir nýir bilar mundu sjáif- sagt lækka, því verðið á þeim hefði verið uppsprengt. Hins vegar sagðist hann telja, að gömlu bílarnir, 1958 árgerð- in og þar fyrir neðan, stæðu fyrir sínu. Verðið á þeim mundi ekki breytast mikið, en sennilega yrði meira um afborganir. Innflutningur nýrra bíla þýddi einfaldlega það, að fleiri gamlir bílar yrðu boðnir til sölu og það yrði auðveldara að fá þá gömlu með lítilli útborgun. Halldór Snorrason, bílasali, sagði, að eftir þetta þýddi ekki að bjóða mönnum „aust- an-tjalds“ bílana. Moskwitch hefði staðið í 115 þúsundum kominn til landsins, en hjá bílasölunum hefði aldrei feng izt meira en 90—100 þúsund fyrir þá, jafnvel þó þeir hefðu ekki verið keyrðir hænufet. — Fólk vildi fá v-þýzka, enska, franska og ítalska bíla. Þar væri eftirspurnin mest. Hann sagði, að bandarískir bílar hefðu lítið verið á mark aðnum, þeir væru orðnir það dýrir, að fáir hefðu ráð á að eignast þá. Annars voru viðskipti á bílasölunum nær óbreytt í gær nema hvað n$ju bílarnir höfðu lækkað. Þó höfðu sum- ir kippt að sér hendinnj og vildu bíða með að kaupa og sjá hver þróunin yrði, vonuðu að notuðu bílarnir mundu líka lækka. ★ ★ ★ Svo sem Mbl. greindi frá í gær verða þeir bílar, sem eru 1150 kg og þar undir á 100% yfirfærslugjaldi, en stærri fólksbílar á 135% gjaldi. — Og eftir þvi sem blaðið vissi bezt í gær munu þeir, sem njóta skattfríðinda við bílainnflutning, verða að binda sig áfram við bíla frá jafnkeypislöndunum, þ. e. A-Evrópu. Það var mikið að gera hjá Guðmundi bílasala í gær. Þarna er einn viðskiptavinurinn að skoða nýlegan bíl, sem lækkaði örlítio. — Námskeið fyrir enskukennara ÞESSA dagana stendur yfir nám skeið fyrir enskukennara í fram- haldsskólum. — Fyrri hluti nám skeiðsins fór fram í Aberdeen frá 28. ágúst til 9. september, en síðari hlutinn hefst 18. septem- ber í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti og stendur til 28. þ. m. Námskeiðið er haldið að til- hlutan fræðslumálastjórnar og British Council, og er forstöðu- maður þess Dr. W. R. Lee, kenn- ari við Uppeldisfræðistofnun Lundúnaháskóla. Auk þess kenna á námskeiðinu Donald M. Brand- er, sendikennari við Háskóla ís- lands, ungfrú Joan Hincks, kenn ari hjá British Council, og Heimir Áskelsson, dósent. Á námskeiðinu er lögð áherzla á nýjustu aðferðir við ensku kennslu, og er einn þáttur henn- ar sýnikennsla, þar sem enska verður m. a. kend 11 ára börn- um, sem ekkert hafa lært í mál- inu áður. Þau börn, sem vilja taka þátt í þessari æfingakennslu, eru beðin að koma til viðtals í Gagn- fræðaskólann í Vonarstræti (niðri) mánudaginn 18. sept kl. 3.40 e h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.