Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 196) Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRJÁLS BIFREIÐAINNFL UTNING UR að mun þykja nokkrum tíðindum sæta, að inn- flutningur bifreiða hefur nú verið gefinn frjáls. Er sú ráðstöfun einn liður í við- leitni ríkisstjórnarinnar til þess að skapa viðskiptafrelsi í landinu. Innflutningur bifreiða hef- ur verið meira og minna háð ur leyfum hér á landi í sl. þrjátíu ár. Hefur af þessum höftum leitt margs konar brask með þessi nauðsynlegu samgöngutæki, sem þjóðin getur þó vissulega ekki án verið. Bifreiðin er eina sam- göngutæki íslendinga á landi. Þess vegna eru þeir háðari bifreiðainnflutningnum en flestar aðrar þjóðir, sem einnig nota járnbrautir til fólksflutninga. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar að afnema hvers konar höft og skömmtun á vörum. Hefur um 60% af heildarinnflutningi þjóðar- innar þegar verið gefinn al- gerlega frjáls frá öllum lönd- um. Annar innflutningur, þ.e. um 40% heildarinnflutnings- ins hefur einnig í raun og veru verið frjáls frá jafn- keypislöndum, en háður leyf um frá öðrum löndum. Af þessu er auðsætt, að ríkisstjórninni hefur orðið mjög mikið ágengt í sköpun verzlunar- og viðskiptafrelsis í landinu. í sambandi við hinn frjálsa innflutning bifreiða má geta þess, að á öllum Norðurlönd- unum er innflutningur bif- reiða frjáls. Norðmenn gáfu þessa grein innflutningsins síðast frjálsa, í fyrra. ★ Ekki þarf að draga í efa, að íslendingar muni fagna hinu mjög aukna viðskipta- frelsi og þá einnig frjálsum innflutningi bifreiða. Eins og áður segir hefur alls konar brask og spilling þrifizt í skjóli haftanna á undanförn- um árum. En því aðeins er hægt að viðhalda viðskipta- frelsi og heilbrigðu ástandi í verzlunarmálum þjóðarinnar að efnahagsgrundvöllur henn ar sé traustur og jafnvægi ríki í peningamálum hennar. Núverandi ríkisstjórn hefur gert víðtækar viðreísnarráð- stafanir, sem stórbætt hafa gjaldeyrisstöðuna út á við og skapað aukið traust á hinum íslenzka gjaldeyri. — Þess vegna hefur reynzt mögulegt að rýmka um viðskiptahöftin og stíga stór skref í áttina til frjálsrar verzlunar. Hafta- laus verzlun er ekki aðeins hagsmunamál þeirra, sem annast verzlun og viðskipti. Almenningur getur því að- eins búið við hagstætt vöru- verð og vöruúrval að verzl- unin sé frjáls. Afnám haft- anna og sköpun verzlunar- frelsis er því stórkostlegt hagsmunamál alþjóðar. VAXTARHÆKK- UN OG SPARN AÐUR J^ngum hugsandi manni get- ur dulizt, að íslenzkir sparifjáreigendur hafa veríð mjög hart leiknir á undan- förnum verðbólguárum. — Sparifé þeirra hefur stöðugt verið að rýrna. Gamla fólk- ið, sem sparað hefur nokkrar þúsundir króna til hinna efri ára, hefur stöðugt séð þessar krónur verða minni og minni. Núverandi ríkisstjórn steig merkilegt skref í þá átt að rétta hlut þessa fólks. Veru- leg vaxtahækkun var einn þáttur viðreisnarráðstafana hennar. Afleiðingar þeirrar ráðstöfunar létu ekki lengi standa á sér. Myndun spari- fjár stórjókst og aukin trú skapaðist á verðgildi krón- unnar. Stjórnarandstæðingar hafa haldið uppi heiftarlegum á- rásum á vaxtahækkunina og þá fyrst og fremst hækkun útlánsvaxta. Þeim er það þó ljóst, engu síður en öðrum, að vaxtahækkun er í öllum löndum eitt algengasta úr- ræði, sem gripið er til til þess að sporna gegn verð- þenslu. í tveimur nágranna- löndum okkar hafa vextir t. d. nýlega verið hækkaðir mikið til þess að sporna við áhrifum kauphækkana, sem taldar voru meiri en efna- hagslífið þoldi. Við íslendingar verð*um að gera okkur það Ijóst, að því aðeins geta lánastofnanir okkar staðið undir lánsfjár- þörf bjargræðisveganna, að almenningur í landinu vilji spara og leggja fé fyrir af tekjum sínum. Það er ekki hægt að láta verðbólguna halda áfram að ræna spari- fjáreigendur, en ætlast þó til þess að þeir haldi áfram að spara. Vaxtahækkunin var þess vegna sjálfsögð og vit- urleg jafnvægisráðstöfun, sem þegar hefur gert mikið gagn. 1 AÞENU, 13. sept. (NTB/ Reuter). ------ Constantin krónprins í • Grikklandi, sem fer með konungsvald, meðan aðrir úr konungs- fjölskyldunni dveljast í or- lofi í Sviss, kallaði frétta- menn á sinn fund í morg- un og tilkynnti trúlofun Sophiu Grikklandáprins- essu og spánska prinsins Don Juans Carlos, sem líklegt er talið, að komi til ríkis á Spáni eftir Franco einvaldsherra. ★ Allir ánægðir Talsmaður spænsku stjórnarinnar upplýsti og í dag, að faðir prinsins, Don Juan, sem gerir tilkall til ríkis á Spáni, hefði tilkynnt Franco og utanríkisráðherr- anum, Fernando de Castiella, urh trúlofunina. Fylgdi það með, að spænska stjórnin væri mjög ánægð yfir þess-;i um fréttum. — Fulltrúi Don| Juans lét og svo um mælt í dag, að konungssinnar á Spáni fögnuðu því, að hinn ungi Don Juan Carlos hygð- ist nú staðfesta ráð sitt. Hér eru þau nýtrúlofuðu, Sophia prlnsessa og Don Juan Carlos. Myndin var tekin í Lausanne í Sviss, skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um trúlofunina. Tilkynningin kom mörgum á óvart, því að lengi — og til skamms tíma — var Sopliia talin konuefni Haralds, prónprins Noregs. Trúlofun sem vekur athygli Oon Juan Carlos væntanlegur konungur á Spani og Sophia Grikkjaprinsessa opinbera Franco vill konung Það er vitað, að Franco kýs helzt, að konungsríki verði endurreist á Spáni, er SKATTPINING ATVINNULÍFSINS ¥ Tm það ríkir ekki ágrein- ingur, að gildandi skatta- löggjöf hér á landi hafi orð- ið til þess að lama fram- leiðslutækin og draga úr eðli legri uppbyggingu og aukn- ingu þeirra. Af þessu hlýtur sí&an að leiða minni fram- leiðslu og lakari lífskjör alls almennings. Það er á grundvelli þess- ara staðreynda, sem núver- andi ríkisstjórn hefur ákveð- ið að beita sér fyrir endur- skoðun ákvæða skattalag- anna um skattlagningu á at- vinnureksturinn. Áður hefur ríkisstjórnin framkvæmt end urskoðun á skattlagningu ein staklinga. Sú endurskoðun hafð'i í för með sér stórkost- lega skattalækkun, fyrst og fremst hjá lágtekjufólki. Er nú svo komið, að barnafjöl- skyldur með meðaltekjur eru algerlega tekjuskattsfrjálsar. Vonandi ber næsta Alþingi gæfu til þess að ljúka end- urskoðun skattalaganna. Dag ar skattpíningarstefnu Ey- steins Jónssonar og Fram- sóknarflokksins verða að vera taldir. Óhætt er að fullyrða, að enginn ma&ur hafi valdið íslenzkum bjargræðisvegum eins miklu tjóni og Eysteinn Jónsson á fjármálaráðherra- dögum sínum. Stærsta hug- sjón hans var ávallt sú að hækka skatta og viðhalda skattránsákvæðum, sem hon- um hafði tekizt að ,fá lögtek- in. Nú hefur verið breytt um stefnu. Það mun ekki aðeins verða bjargræðisvegunum til góðs, heldur öllum almenn- ingi í landinu. hann lætur af völdum eða fellur frá. Er talið, að svo hafi samizt um með honum og Don Juan ríkisarfa, að Franco útnefndi fyrst Don Juan til að taka við kon- •ungsríki — en hann afsali sér síðan völdum í hendur sonar 'síns, Don Juans Carlos. Hinn ungi prins er nú aðeins 23ja ára gamall, en má ekki taka við stjórnartaumunum fyrr en hann er orðinn þrítugur. Jarphaerð og bláeyg Sophia Grikklandsprins- essa er 22 ára og er elzta •dóttir konungshjónanná. —' Prinsessunni er lýst sem mjög aðlaðandi stúlku —' með jarpt hár, en blá augu. ÍHún er menntuð vel, talar t.d. ensku og þýzku reiprenn- “ andi. Annars er hún sér- menntuð sem hjúkrunarkona., Hún hefur undanfarið verið isérstakur verndari kven- skátafélagsskaparins í Grikk- landi. Þeir feðgar Don Juan og, Don Juan Carlos munu koma til Aþenu á morgun (fimmtu- dag), ásamt grísku konungs- fjölskyldunni. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.