Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 10. sept. 1961 Sigvaldi Indriöason frá Skarði Minning HANN ANDAÐIST í Sjúkrahús- inu í Stykkishólmi 8. þ.m. tæpra 68 ára að aldri. Fæddur var hann að Hvoli í Saurbæ hinn 30. nóv. 1892 sonur hjónanna Guðrúnar Eggertsdóttur og Indriða Indriða sonar Gíslasonar Konráðsson- ar. Að Sigvalda stóðu því sterkir stofnar í báðar ættir en ættartölur hans rnm óg ekki rekja hér enda ekki tilgangur þessara orða. Ársgamall fluta Sig valdi með foreldrum sínum að Króksfjarðarnesi en þar bjuggu þau um 6 ára skeið. Síðan að 3all ará og þar var dvalarstaður hatis til ársins 1914, að hann flutti heimili sitt að Skarði og var jafn an kenndur við þann bæ. Kristinti bróðir hans hafði þá byrjað þar búskap og fór Sigvaldi til hans og konu hans. Með þeim bræðr um var mikið ástríki og þá spilti hin ágæta kona Kristins því ekki — síður en svo. Sigvaldi var um skeið sýslu- skrifari hjá Þorsteini sýslumanni Dalamanna. Einnig starfaði hann á Alþingi sem þingvörður. í>á kom hann 1947 til Stykkishólms og vann hjá oddvita hreppsins uin skeið unz hann fór til Borgar ness. Þar festi hann ekki rætur en kom til Stykkishólms aftur og var hér jafnan síðan. Þar vann Ihann til dauðadags sem skrif- stofumaður hjá verzlun Sigurðar Ágústssonar. Það var eins og Stykkishólmur hefði það aðdrátt arafl í huga hans að undan varð að láta. Hér kunni hann vel við sig. Eignaðist marga vini og kunn ingja enda hvar sem hann kom var hann vel liðinn og aufúsugest ur á hverjum stað. Lífsgleði hans og það að láta alltaf gott af sér leiða öfluðu honum góðra vina sem nú sakna hans mjög. Eg kynntist Sigvalda fljótt eft ir að hann kom hingað og er gam að geta sagt nú er leiðum að lýkur að þar bar aldrei neinn skugga á. í skemmtanalífi kauptúnsins tókum við mikinn þátt saman. Minnist ég margra ánægjulegra stunda á heimili hans þegar við vorum að æfa hlutverkin undir ýmsar þær hátíðir sem við skemmtum á. Kona hans spilaði lengstum undir og æft var af kappi og áhuga svo til tókst eins og ætlast var. Sigvaldi hafði ágæta söngrödd og sama máli var að gegna um Kristin bróðir hans. Þeir sungu mikið saman og var að því skemmtan góð. Um tíma söng Sigvaldi bæði gaman vísur og kvað rímur víða um land og allsstaðar var honum vel fagn að. Aldrei var hann með áreitni neina í sinum kveðskap, aðeins góðlátlegt gaman. Var því skemmtan hans fagnað. Hann kunni vel að meta glaðværðina og í vinahóp var hann alltaf hinn hressilegi og góði drengur. Um skeið stundaði Sigvaldi sjó mennsku. Var hann bæði á togur um Og eins vélbátum. Þótti hann jafnan liðtækur þar sem annars- staðar enda sannast að segja að störf sín vann hann af alúð og samviskusemi og vildi jafnan gera sitt bezta. Öllum íslenzkum fróðleik unni hann mjög. Sérstaklega hafði hann yndi af fornum sögpm og að rekja ættir manna langt aftur Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér margháttaða vináttu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsáfmæli mínu 21. ágúst. Ólafur Vigfússon, Gíslholti, Vestmannaeyjum. Hjartans þakklæti til allra vina og vandamanna, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu 29. ágúst, með heim- sóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Hjörleifsdóttir, Hallveigarstíg 9. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 9. sept. síðastliðinn. Vopnafirði, 11. sept. 1961. Björn Jóhannsson. Konan mín, móðir okkar og amma PÉTRÚN SIGURBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR Langholtsvegi 101, Reykjavík andaðist í Heilsuverndarstöðinni 12. þ.m. Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn 20. þ.m. kl. 10,30 f.h. frá Foss- vogskirkju og verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn ast hennar er bent á Félag Fatlaðra og lamaðra. Óskar Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn. Konan mín og móðir okkar GUÐRÚN ÁGÚSTA ÞÓRARINSDÓTTIR Grettisgötu 40 B. andaðist í Bæjarspítaianm fimmtud. 14. sept. Pétur Guðmundsson og börn. Ég þakka auðsýnda samúð og hluttekningu skyldum og vandalausum við jarðarför eiginkonu minnar JÓNÍNU EIRÍKSDÓTTUR Guð blessi ykkur öll. Björn Kjartansson. í tímann. Hann miðlaði mör.gum af sínum fróðleik og sún stund gleymist ekki er setið var saman kvöld og kvöld og rabbað um bókmenntir, gamla viðburði og annað er gaman var að rifja upp. Minnið var gott og margar skemmtilegar sögur kunni hann frá viðburðaríkri æfi sem yndi var á að hlýða. Eitt atvik lýsir Sigvalda vel, trúmennsku hans og skyldu- rækni. Það var fannaveturinn 1920, þá var svo mikil fannkingi að ekki var nein beit eða sting andi strá fyrir skeppnur. Hey voru almennt þannig að gott þótti að sauðfé og kýr gætu skrimt af en um hestana gengdi öðru máli. Sigvaldi var þá á Skarði vinnumaður bróður síns. Einstöku rindar voru þó í Dag verðarneslandi og bauð bóndinn þar ísleifur Jónsson okkur að koma þangað með hesta. Hann vissi sem var að hesta okkar beið ekkert annað en byssukúlan. Við höfðum þá mjög mörg hross og hraus hugur við hvernig með þau færi ef engin beit gæfist. Langt var að fara þetta en erfiðara var þó að halda þeim í „haga“. Sigvaldi sá auðvitað að hverju stefndi. Hnn var ekki beðinn að fara þessa ferð til bjargar hross unum en hann sá auðvitað að ekki var mörgum mönnum á að skipa. Hafði fá orð þar um en tók með sér hrossin 30 talsins þarna út eftir. Var þetta nokkru eftir þrettándann og þarna stóð hann af og til og jafnan yfir hópn um í heilan mánuð og vék ekki burt. Allsstaðar þar sem ein- hverja tó var að finna var hann kominn með stóðið til að beita því. Hann hlóð stóra snjórétt til að halda þeim við yfir nóttina. Þarna hélt hann svo hópnum á ýmsum svæðurn langt fram yfir sumarmál og bjargaði þeim öll um og þótti þetta alveg einstakt þrekvirki. Kristinn bróðir hans sagði mér þessa sögu. Hún var miklu ýtar- legri en þetta er kjarninn. — Kvaðst hann seint geta launað slíka þjónustu en þannig var Sig valdi jafnan. Sigvaldi var formaður hjá Kristni mörg ár. Þá var heyjað í úteyjum. Eitt sumarið heyjaði hann í Ólafsey, sem er tvær vik ur sjávar norður frá Skarðsstöð. Heyið var flutt á stóru skipi til lands. Þetta sumar flutti hann 1500 sátur og batt víst flestar þeirra. Var svo vel bundið að ná lega fór aldrei sáta úr bandi með öllu því hnoði alla leið heim að Skarði. Þessi orð verða ekki fleiri. Þau eru aðeins lítill þakklætisvottur fyrir hina ágætustu samfylgd sem ég mun lengi minnast og á vafa laust lengi eftir að orna hug mírium og hjarta. Þeir eru ekki fáir, sem sakna Sigvalda Indriðasonar. Hann var sá persónuleiki sem seint gleym- ist og minningar um kynni við hann eru allar á eina lund svo betur verður ekki á kosið. Sigvaldi var kvæntur Camillu Kristjánsdóttur frá Borgarnesi sem lifir mann sinn. í deg verða jarðneskar leifar hans fluttar að Skarði en leg munu þær hljóta í kirkjugarðin um þar, enda löngu ákveðið að þar yrði áfangastaðurinn. Hann hafði barizt um skeið við heilsu- leysi. Var lega hans þung og erf ið. Kom sér þá vel hversu hann í upphafi var ger, hin sanna glað værð og góðvild sem hjálpaði honum til að bera hinar þungu raunir. Að honum var líka hlynnt og hjúkrað eftir föngum. Allt slíkt mat hann að verðleikum. Blessuð sé hans minning. Árni Helgason HANN andaðist í Sjúkrahúsi Stykkishólms 8. þ. m., eftir nokkurra vikna veikindi. Eins og aðrir drengir við Breiðafjörð í þá daga, vand- j ist hann við margþætt og erfið störf, bæði til lands og sjávar, kom þá brátt í ljós, að hann var bæði liðtækur og laginn við flesta vinnu, kom það sér líka vel er hann sem fulltíða maður ásamt Kristni bróður sínum, stundaði erfiðan eyjaheyskap, selveiði og hirðingu æðarvarps í hinum stóru og dreifðu Skarðs- eyjum; það er ekki nema fyrir glögga, aðgætná og röska menn að rata og stýra um hinn skerj- ótta og straumþunga Breiða- fjörð. Sigvaldi stundaði nám í hin- um ágæta unglingaskóla séra Ólafs Ólafssonar prófasts í Hjarðarholti, þar sem hann til- einkaði . sér góða,. almenna menntun. Hann tók þátt í fé- lagsmálum í sveit sinni, var í hreppsnefnd og sóknarnefnd — og hvatamaður að stofnun Lestrarfélags Skarðshrepps. Hann var. glöggur maður og fljótur að setja sig inn í mál- efni, skrifaði ágæta rithönd — svo það var engin tilviljun að hann réðst til Þorsteins Þor- steinssonar sýslumanns senr sýsluskrifari, og hélt því starfi um 20 ára skeið. Æskuheimili Sigvalda ein- kenndist af snyrtimennsku, myndarskap og glaðværð. For- eldrarnir voru sérstaklega söng- elsk og listhneigð og erfðust þeir eiginleikar yfir til son- anna. Sigvaldi hafði ágæta söngrödd, var unun að heyra hann syngja og kveða rímur; hann kunni líka ótal rímnalög — eldri og yngri — og kom þess vegna oft fram í útvarpi og á skemmtunum. Það sem einkenndi Sigvalda mest var hans létta lund, geislandi frá sér glaðværð og græskulausu spaugi og þar með létt af sam- ferðamönnunum byrði sorga- og áhyggja. — Þessari dásam- legu lyndiseinkunn sinni hélt hann til síðustu stundar að heita mátti. Hann var trygglyndur, vinur vina sinna, hjálpsamur og vel- viljaður og lagði aðeins gott til manna og málleysingja, og vildi efla allt er til framfara horfði. 1945 kvæntist Sigvaldi frænku sinni, Kamillu Krist- jánsdóttur, Jónassonar kaup- manns í Borgarnesi; settust þau hjónin að í Stykkishólmi, eignuðust þar hús og ágætt heimili. Umgengni þar, innan- húss og utan, lýsti bezt mynd- arskap og snyrtimennsku hús- bændanna. Sigvaldi vann í Stykkishólmi við fyrirtæki hins landskunna manns, Sigurðar Ágústssonar, alþingismanns, og ávann sér þar sem annarsstaðar traust og velvild húsbænda sinna. Sigvaldi var þéttur á velli og þéttur í lund, vel meðalmaður á hæð, fríður sýnum, svipur- inn hreinn og göfugmannlegur.; Hann veiktist í vor af alvar- legum sjúkdómi, lá í nokkrar vikur í Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hann naut ágætrar læknishjálpar og hjúkrunar, og síðustu dagana lá hann í Sjúkra húsi Stykkishólms, þar sem allt var gert til að létta honum sjúkdómsbyrðina, bæði af lækn- um, hjúkrunarfólki, eiginkonu og öðrum ástvinum. Og þegar við að leikslokiím kveðjum þig, elskulegi frændi og vinur, þá þökkum við þér allar ánægju- og gleðistundir, og biðjUm alföður að leiða þig og blessa á hinum nýju, ó- kunnu leiðum ,og sendum konu sinni, bróður þínum, mágkonu og öðrum ástvinum, innilegustu samúðark veðj u. K. Sv. — Nýjar hljóm- — plötur Frh. af bls. 13. Björnsson og Gunnar Kristinsson. Þá er von bráðlega á tveimur öðrum plötum 45 sn. Er önnur með þremur negrasálmum, ein- söngvarar Kristinn Hallsson, Er- lingur Vigfússon og Gunnar Krist insson. Hin platan er með lögum eftir Jón Leifs og Jón Nordal. Báðar plöturnar eru sungnar af Fóstbræðrum. Allar þessar upp- ■tökur hafa tekizt sérstaklega vel Og söngurinn er afburðagóður, bæði kórs og einsörigvara og örugg stjórn Ragnars Björnssonar og undirleikur Carls Billich bregst ekki þarna fremur en endranær. — Þá vil ég nota þetta tækifæri til þess að geta einnar plötu 45 sn. með fiðluleik Björns Ólafssonar, er kom á markaðinn á vegum Fálkans fyrir um sjö mánuðum. Tónverkin eru þessi; Melodie (Gluck-Kréisler), Sicili- ana (Geminiani — Busch). Til brigði um stef eftir Corelli (Tart- ini-Kreisler) og Perpetuum Mobile (O. Nóvacek). Undirleik- 'ari er Fritz Weisshappel. Leikur Björn þessi tóhverk af mikilli snilli. í þessu sámbandi má geta þess, að þær hæggengnar plötur, sem gefnar eru út á umboðsmerkjum Fálkans hjá. E. M. í. sem er stærsta hljómplötusamsteypa í heiminum, eru settai á alþjóða- markað bæði vestan hafs og aust- an. Er þetta góð og mikilsverð landkynning og getur orðið ís- lenzkum tónlistarmönnum veru- leg tekjulind með tímanum. Á Fálkinn h.f. því vissulega þakkir skilið fyrir þennan merka þátt í starfsemi sinni. — S. Gr. PILTAR ef pið elqlð. imhwstuna p3 S éq .hrinqana. / Xforfán tísmt/ntfs&oriA PALL S. PALSSON Hæstaréttarlögmaður Bankastræti 7. — Sími 24-20(1 EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON Þæstaréttarlögmen Þórshamri. — Sími 11171. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Simi 13842. h&ingunum. QjigUh/rt'W VATNVERJA KÍSILL Slmi 1-55-55 Helma 3-56-36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.