Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Svanlaug- Árnadóttir með orðabókina. við björgun, en þú varst fyrst til að bjarga mannslífi á íslandi með blástursað- ferð. Reykjavík, 1. sept. 1961 Jón Sigurðsson, varaformaður, Gunnlaugur Þórðarson, ritari“. Við hittum Svanlaugu litlu skömmu eftir að henni hafði verið afhent bókin. Var hún að vonum mjög ánægð og stolt yfir bókinni, sem hún fékk til minja um afrek sitt. í samtali við dr. Gunn- laug Þórðarson kom í ljós, að blástursaðferðin er ekki kennd í skólum, en allir íþróttakennarar hafa lært hana og vonir standa til að hún verði fastur þáttur 1 kennarastarfi þeirra. Blást- ursaðferðin er einfaldasta að ferðin til að lífga menn úr dauðadái, eins og sjá má af því, að Sigrún hafði aðeins lesið um hana í blöðunum, og jafnframt sú öruggasta. Hún er þegar orðin vel þekkt og viðurkennd björg- unaraðferð í Vestur-Evrópu. Dr. Gunnlaugur sagði, að að- ferðin hefði verið þekkt af ýmsum hér á landi, áður en Rauði krossinn fór að kynna hana hér á landi. Væru mörg dæmi þess, að læknar hefðu blásið vit nýfæddra barna og sömuleiðis að bændur hefðu beitt þessari aðferð við ný- EINS og mönnum er í fersku minni, björguðu tvær vrngar stúlkur tveggja ára dreng- snáða í Hrisey frá drukkn- un. Hafði drengurinn fallið í opinn brunn og var meðvit- undarlaus, þegar þær komu að honum. Tóku þær þegar að blása í vit hans, þar til drengurinn rankaði við sér, eins og sjá má af frásögn, sem birtist í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. Rauði kross Islands hefur nú heiðrað ungu stúlkurnar tvær, Sigrúnu Hilmarsdótt- ur, Saltnesi, Hrísey, og Svan- laugu Árnadóttur, Unnar- stíg 2, Reykjavík, með því Hlutu viöurkenningu fyrir björgunaraírek að gefa þeim sitt eintakið hvorri af orðabók Sigfúsar Blöndals. Á titilblaði bók- anna eru samhljóða, svolát- andi áletranir: „Rauði kross íslands vott- ar þér þakkir og viðurkenn- ingu fyrir áræði og dugnað fædd lömb. — Allir íslendingar ættu að læra blástursaðferðina, enginn veit, hvenær hann þarf á þeirri kunnáttu að halda, sagði dr. Gunnlaugur. Svanlaug kinkaði kolli til samþykkis. wmm Bætið mannúð við slátrun Rannveíg Þorsteinsdóttir fram- sögumaður ó rdðgjaiar- þinginu í Strassbourg RÁÐGJAFARÞING Evrópuráðs- ins situr á rökstólum í Strasborg eíðari hluta þessa mánaðar. Einn íslenzkur fulltrúi mun verða á fundum þingsins að þessu sinni. Er það Rannveig Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Verð ur hún framsögumaður, þegar þingið fjallar um fiskveiðar í Evrópu. Sjálft ráðgjafarþingið mun koma til funda fimmtudaginn 21. 6eptember. Þó munu fulltrúarnir á þinginu áður sitja á sameigin- legum fundi ráðgjafarþingsins ©g Evrópuþingsins svonefnda, eem verður haldinn dagana 19. ©g 20. september. Evrópuþingið er skipað þingmönnum frá þeim sex ríkjum, sem eiga aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og hafa með sér samvinnu á öðrum 6viðum. Á þessum sameiginlega fundi verður fjallað um starf efnahags'bandalagsins og fleiri mál. Búizt er við, að þá liggi fyrir afstaða Evrópuþingsins til umsóknar Grikkja um auka- eðild að bandalaginu. Á dagskrá ráðgjafarþings Evrópuráðsins eru að þessu sinni 35 mál. Á fyrsta degi mun Kýp- ur veitt aðild að ráðinu og fáni lýðveldisins verða dreginn að Ihún framan við Evrópuhúsið í Strasbourg. Að Kýpur meðtal- inni eru aðildarríki Evrópuráðs- ins 16. Fyrstu daga þingsins verður fjallað um landbúnaðar- og sjáv- erútvegsmál, samstarf við van- þróuð lönd, ástandið í Evrópu- löndum sem ekki eru í Evrópu- ráðinu og um óhreinkun and- rúmsloftsins. Mánudaginn 25. og þriðjudag- inn 26. september mun þingið ræða almennt um samstarf Evrópuríkjanna um stjórnmál, menningarmál og efnahagsmál. Tvo næstu daga þar á eftir mun rætt um ýmis önnur mál varð- andi menningarsamskipti, um flótttmenn, fólksfjölgun og um sveitarstjórnarmál. Þá verða einnig kosnir dómarar í mann- réttindadómstól Evrópu. — Á þetta Framhald af bls. 3. um á mynd, sem gerð er úr samansoðnum skrúfum. .— Mér finnst þetta vera fantasía. Allt efni, sem form- að er með mannshöndum og huiga er skúlptúr. Meira að segja stóll og hús verka á mann. Við þurfum ekki alltaf að vera fígúratívir til þess að verka á fólkið. Þeir eiga þakk- ir skilið sem standa fyrir þess- ari sýningu, segir Ásmundur Sveinsson að lokum. Þegar við kveðjum sýning- una standa menn í dyrunum og virða fyrir sér Vindhörp- una. — Hún er of lágt frá jörðu,* segir einhver. — Krakkarnir gætu tekið upp á því að príla upp í hana. Það má ekki verða slýs af þessu. — hh. í HÖND fer nú slátrun búfjár. Samband dýraverndunarfélaga Islands leyfir sér því að vekja athygli á nokkrum meginatrið- um reglugerðar um slátrun bú- fjár. Þegar búfé er slátrað skal þess gætt, að eitt dýrið horfi eigi á slátrun annars og að þau dýr, sem til slátrunar eru leidd, sjái ekki þau, sem þegar hefur verið slátrað. í hverju sláturhúsi skal vera sérstakur banaklefi. Eigi mega aðrir deyða búfé en fullveðja og samvizkusamir menn, sem kunna að fara með þau áhöld, sem heimilt er að nota við deyðingu. Börn innan 14 ára aldurs mega ekki vera við að aðstoða við deyðingu búfjár, t.d, hræra í blóði, blóðga o. s. frv. Við slátrun skal þess ávallt gætt, að dýr sé meðvitundar- laust, áður en því er látið blæða með skurði eða hjartastungu. Ekkert dýr má deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartastungu, hvorki við heimilis slátrun eða í sláturhúsi. Hross, nautgripi og svín skal deyða með skotvopni, sauðfé og geitfé annað hvort með skot- vopni eða helgrímu. Að marggefnu tilefni skal vakin athygli á því að brynna þarf og gefa fóður þeim slátur- dýrum, sem geymá verður á sláturstað yfir nótt eða helgi. Kirkjudagur Húteigssóknar Á KIRKJUDEGI Háteigssóknar á morgun hefur kvenfélag safn- aðarins kaffisölu í Sjómanna- skólanum. Slikar kaffiveitingar til fjáröflunar hefur kvenfélagið haft einu sinni á ári að undan- förnu. Mikill fjöldi fólks hefur hverju sinni sótt hinar árlegu kaffisölur kvenfélagsins í rúm- góðum og vistlegum borðsal Sjó- mannaskólans og með því stutt félagið í fjölþættu og fórnfúsu starfi þess til eflingar safnaðar- lífinu. Kirkjubygging safnaðarins er vel á veg komin. Kirkjan er kom in undir þak og hefur verið múr- húðuð að utan. Verið er að undir búa framkvæmdir við loka- áfanga' byggingarinnar. Er þess að vænta að fjárskortur hindri ekki þær framkvæmdir, svo að ekki líði úr þessu langur tími, þar til messur geta hafizt í hinni nýju, veglegu kirkju. Hingað til hafa guðsþjónustur safnaðarins, svo sem kunnugt er, farið fram í hátíðasal Sjómannaskólans svo og mjög fjölsóttar barnasam- komur hvern sunnudagsmorguíi yfir vetrarmánuðina. Stöðugt er safnaðarfóikið að styrkja kirkju- bygginguna með gjöfum og áheit um. Er nú framlag safnaðarins samtals komið nokkuð á aðra milljón króna. Kirkjudeginum á morgun verð ur hagað þannig: Barnasamkoma verður í há- tíðasalnum kl. 10% f. h. Sóknar- presturinn, séra Jón Þorvarðsson stjórnar samkomunni. Hann og séra Bragi Friðriksson tala við börnin. Sýndar verða litskugga- myndir. Messa verður kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup predikar. Sóknarpresturinn flyt- ur ávarp. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Gunnars Sigurgeirs sonar. - Kaffiveitingar kvenfélagsins hefjast kl. 3. Á borðum verða heimabakaðar kökur og til alls vandað nú sem fyrr. Þess er vænst að fjölmenni komi í Sjómannaskólann á morg un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.