Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 1961 Yfirfangavörðurinn hætti rétt áð ur en ég fór, hún var komin á sextugsaldur og hafði stundað starfið síðan 1929 og var farin að þreytast. Hana langaði til þess að kaupa búgarð og eiga ein- hvers staðar heimili, þar sem hún gæti fengið að sjá eitthvað til eiginmanns síns. Gleymið því ekki, að fangaverðirnir verða að lifa í fangelsi líka, jafnvel þó þeir fái borgað fyrir það. Það erfiðasta var í lokin, þá er föngunum boðin öll þau eitur lyf sem þeir vilja. Þetta á að sýna, hvort þeim er í raun og veru batnað. Mér voru líka boð in þau, og ég komst að því, að ég hafði enga löngun í þau. Og þá var mér skemmt. En þrátt fyrir alla læknana, hjúkrunarkon urnar og tækin reyna þeir aldrei að komast að því, af hverju sjúkl ingarnir hneigjast til eiturlyfja. Allan tímann, sem ég sat inni, reyndi listamannaumboðsmaður- inn Ed Fishman að tala við mig í síma frá Los Angeles. Fishman lofaði mér gulli og grænum skóg um, þegar ég kæmi út. Ég komst seinna að því, að hann var ein- ungis að reyna að fá mig til að vinna fyrir sig, en það var gott fyrir hugrekki mitt að hafa ein hvern aðdáanda, meðan ég sat inni, þó að það væri einungis á viðskiptasviðinu. Þegar kom að þeim tíma að ég átti að sleppa sagði Fishmann mér, að hann hefði á prjónunum stóra hljómleika í Carnegie Hall. Og hann tók að sér allan undir- búninginn undir frelsishátíð mína. Fishmann sagði mér, að blaðamenn myndu bíða mín í New York, og stakk þess vegna upp á að ég færi úr léstinni í Newark, en þar skyldu hann og Bobby Tucker taka á móti mér Ég vildi komast hjá umtali eins og mögulegt var. í Alderson í Vestur-Virginíu er ekkert annað en fangelsið. Það er sama, hverju sá klæðist, sem stígur þar upp í lest, enginn læt ur blekkjast af því. Þeir mundu vita að hann væri nýkominn úr fangelsi. Mér var nú reyndar sama, hvað margir vissu, að ég væri nýsloppin út: Mér hafði allt af verið sama um hvað fólk hugs aði og fangelsið hafði ekki breytt því. Ferðin var lengi að líða, en loksins var þó kallað Newark. Þegar ég kom úr lestinni, beið hinn tryggi Bobby Tucker þaf, ásamt Mister. Ég vissi, að hvorki Mister né aðrir myndu þekkja mig. Ég hafði þyngzt og var ekk ert lík stúlkunni, sem hafði farið úr borginni 10 mánuðum áður. Ég var að reyna að láta sem ekk ert væri, svo að enginn tæki eft ir mér, jafnvel þótt einhverjir væru að snuðra um. Hvað ég gat vanmetið þennan hund. Hann þekkti mig ekki að eins heldur stökk á mig eins og byssubrenndur, sló af mér hatt- inn og ég datt aftur yfir mig á miðjum brautarpallinum. Svo fór hann að sleikja mig og dilla rófunni, eins og hann vseri viti sínu fjær. Einhver kvensnift æpti, aðrar urðu hræddar og byrjuðu að kalla á lögregluna sér til hjálpar. Einhver æpti, að óður hundur hefði bitið konu. Brátt var kom inn fjöldi af Ijósmyndurum og lögreglumönnum. Brátt hafði mannfjöldi safnazt að, og hin hljóðláta heimkoma mín sprung- ið eins og sápukúla. Ég hefði al- veg eins getað farið beint á Penn stöðina og rabbað þar við Asso- ciated Press, United Press og International News Service. ★ Bobby Tucker bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í vinalegum, litlum búgarði við Morristown. Móðir hans hafði geymt það sem var eftir af fötuum mínum og öðrum eigum, svo og hundinn minn. Jafnskjótt og við sluppum úr gauraganginum í Newark-stöð- inni, fór Bobby með mig beint heim til sín. Hljómleikarnir voru í vændum, og hann vildi byrja strax á að æfa. Ég var dauðhrædd. Ég sagði honum, að ég hefði ekki opnað munninn til að syngja í tíu mán- uði og ég vissi ekki, hvernig mér myndi takast. Hann var mér góður. Hann vissi, hvað skelfdi mig, og einnig að það mundi versna því lengur sem ég biði. Þess vegna lét hann mig engan frið hafa. Þegar við komum heim til hans, var verið að mála húsið að innan, og píanóið hafði verið day“. Og 3500 manns biðu flutt fram á svalirnar. Bobby frammi. Guðs sé lof að ég var í svörtum kjól, svo að ekki bar settist við það sfrax og við kom um. „Night and Day“ er erfiðasta lag, sem ég tekst á hendur að syngja. Þess vegna sagði ég, að við skyldum reyna það fyrst og sjá hvernig færi. Ég gleymi aldrei fyrstu tveim tónunum, og því síður þeim þriðja, þa.- sem ég þurfti að þruma „day“. Tónninn var lang- ur og hljómaði betur en nokkru sinni fyrr. Bobby var næstum dottinn af stólnum af ánægju. Mamma hans kom hlaupandi út úr húsinu og faðmaði mig að sér. Allar æfingarnar undir hljóm- leikana fóru fram þarna. Við komum ekkj nálægt New York eða Carnegie Hall. Bobby og móður hans tókst að láta mér finnast ég vera heima hjá mér, og allt var rólegt. 19. Ég fæ góðar móttökur. Það hefur aðeins liðið einu sinni yfir mig á ævinni, eftir miðnæturhljómleikana í Carn- egie Hall, tíu dögum eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Allir leikhúsmenn geta sagt ykkur, að laugardagskvöldið fyr ir páska er versta kvöld ársins. Engu máli skiptir, hvort það er fyrir bar á götuhorni eða leikrit á Broadway. Þetta kvöld ársins eru allir vanir að búast ekki við neinum viðskiptum. Og einmitt þetta kvöld áttu hljómleikarnir mínir að vera. Ed Fishman hafði orðið að ákveða daginn í flýti. Það var varla nokk ur tími til auglýsinga. En varla var búið að koma upp auglýs- ingaspjöldunum, þegar þeir urðu að setja upp „uppselt". Á leiksviðinu var komið fyrir nokkur hundruð manns, bæði í sætum og stæðum. Þá voru kom- in þrjú þúsund og fimm hundruð í húsið. Þá sagðf slökkviliðið pass. Tveim eða þrem þúsundum manna varð að úthýsa. Að sviðsbaki var auðvitað meiri æsingur og spenna en ég hafði nokkurn tíma kynnzt áð- ur. Fishman og Glaser rifust um mig. Ég hafði hvorugan samið við ennþá. Samningur minn við Glaser var útrunninn, og ég hafði ekki endurnýjað hann, og ég vissi ekki nógu mikið um Fishman til að vilja bindast hon um strax. Aðeins nokkrum vikum áður hafði mér verið sagt, að ég væri búin að vera í Bandaríkjunum, að áheyrendur myndu aldrei vilja taka við mér aftur. Múgur- inn úti á götunni svaraði því. Fishman hafði komið til mín áður en uppselt var á hljómleik- ana, satt var það. Glaser hafði ekki sýnt sig áður. En þrátt fyr ir allt var eitthvað gruggugt við eftirsókn Fishmans Báðir um- boðsmennirnir hótuðu að fara fyrir samtökin og sanna þetta eða hitt. En öll þessi einkavand- ræði að tjaldbaki hurfu, þegar ég sá áhorfendurnar. Enginn hafði sagt mér, að þeir mundu sitja bak við mig líka. Það fyrsta, sem mér datt í hug var; „Hvað vilja þeir með þennan kór þarna uppi?“ Ég var óvön þessu. Það voru eins margir sitj andi bak við mig á sviðinu og voru á Apollo-leikhúsinu við kvöldverðarsýningu. Jafnvel áður en ég opnaði munninn til að syngja var ég bú in að fá svarið handa fólkinu í Evrópu sem hafði sagt mér að Ameríkumenn myndu aldrei taka við mér úr fangelsinu. Ég var glöð yfir að ég hafði ekkj trúað án nokkurs frekara og hlaupizt burtu. Eftir fyrsta kafla söngskrárinn ar var ég svo glöð og hamingju- söm, að ég vissi varla hvað ég var að gera. Rétt áður en ég átti að fara aftur á sviðið, hafði stór vöndur af gardeníum komið til leikhússins. Gamla merkið mitt. Einhver hafði munað eftir því og sent þær til að gleðja mig. Ég tók þær úr kassanum og festi þær beint á vanga minn, án þess einu sinni að líta nánar á þær. Ég hafði ekki tekið eftir því, að risastór hattprjópn var með og hann stakkst inn í höfuð mitt. Ég var svo dofin af æsingi að ég fann ekki neitt fyrr en blóðið fór að renna niður í augu mín og eyru. Blessunin hann Bobby Tucker sá blóðið og ætlaði af göflunum að ganga. Ég reyndi að þvo það af mér, en aumingja Bobby Tucker æpti: „Lady, þú getur ekki farið upp þú hlýtur að vera að dauða komin.“ Og sviðsstjór- inn var að kalla „Ungfrú Holli- day“. Og 3500 manns biðu frammi. Guði sé lof að ég var í svörtum kjól, svo að ekki bar mikið á blóðinu. Ég þurkaði það af mér eins vel og ég gat og reyndi að laga á mér andlitið. Ég söng alls þrjátíu og fjögur lög. Þegar komið var að því þrítug- asta og þriðja, benti ég Bobby að sleppa „Night and Day“. Og hryllilegt var að sjá mig þegar ég byrjaði á „Strange Fruit“, sveitt og blóðug. Einhvern veginn komst ég af sviðinu. En þegar kom að því að fara fram í þriðja skiptið, sagði ág: „Bobby nú get ég ekkí meir.“ Og svo slokknaði ég eins og ljós. ★ Vera mín í New York fyrstu dagana eftir að ég slapp úr fang elsinu sýndi geinilega, hverjir voru raunverulega vinir mínir. Ég mun aldrei gleyma móttökum þeirra og ekkert getur breytt eða látið mig gleyma, hvernig þeir fóru með mig. Vinir eins og Bobby Tucker voru alltaf að reyna að fara með mig um borgina, koma mér í sam band við manneskjurnar og létu sem ég hefði einungis verið fjar- verandi. Þeir höfðu áhyggjur af að ég yrði ekki nógu hressileg. Þeir vissu að móttökur almenn ings nægja engum, og enginn stúlka getur lifað á þess konar ást einni saman. Ég varð að ná sambandi við fólkið, sem ég hafði þekkt vel, unnið með og hjálpað. Fyrstu vikuna, sem ég var á ferli heimtaði Bobby að við skyldum heimsækja Söru Vaug- han. Hún var að halda hljóm- leika og Bobby fór með mig sviðs megin. Fólkið, sem þarna var á ferli, var dásamlegt, allir kölluðu til mín og allir sögðu mér, hversu vel ég liti út. Við biðum eftir að Sara kæmf niður á milli þátta. Ég hlakkaði til þess að sjá hana. Ég bjóst ekki við öðru en smáheilsun því hún var að vinna. Þegar hún kom af sviðinu, horfði hún beint upp í loftið og gekk fram hjá mér til búningsherbergis síns, án þess að líta á mig. Það var hart að fá svona meðferð hjá manneskju, sem ég hafði haft áhyggjur af og reynt að hjálpa. Mér féll allur ketill í eld og hágrét. Framkoma Söru varð til' þess að ég óskaði, að ég hefði ald rei komið aftur úr fangelsinu. Seinna reyndi hún að segja mér, að maður hennar George Treadwell, hefði sagt henni, að þess að ég óskaði að ég hefði aldrei komið aftur úr fangelsinu. ★ » Öðru vísi var fólk eins og Lena Horne. Hún tók á móti mér eins og ég hefði aldrei farið neitt Einn daginn var ég á ferli með John Simmons úr Ellington- hljómsveitinni. John vissi, hvern ig mér leið og reyndi að hressa mig upp. Hann heimtaði a.m.k. þennan morgun að fá að fylgja mér nið- ur á Strand, þar sem Lena söng. Eg var skömmustuleg. Eftir reynslu mína af ungfrú Vaughan var ég að sjálfsögðu dálítið hvekkt. Mig langaði ekki til þess að fá annað spark í magann. Ég heimtaði að við sætum aftast I leikhúsinu, þar sem dimmt var og hlustuðum bara á æfingu. Ég hefði átt að vita betur. Einhvér sagði við Lenu. „Lady Day er þarna frammi.“ „Lady Day?“ spurði Lena. ' Og þessi fallega litla stúlka tókst á loft á sviðinu eins og fallegur söngfugl. Hún kom hlaup andi fram á milli sætanna og kallaði til min. Þegar hún sá mig, kom hún þjótandi, vafði mig örmum og hló ’og grét í senn. íillltvarpiö Laugardagur 16. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fcéttir. — 8:35 Tóa leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kl, 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:39 Tómstundaþáttur bama og ungl« inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Flautukonsert eftir Peter Tanner (Joanne Dickinson og Eastman-Rochester hljómsveit in leika. Stjórnandi: Howard Hanson). 20:20 Upplestur: „I>að er margt strí® ið“, smásaga eftir Coru Sandel, þýdd af Margréti Jónsdóttur skáldkonu (Svala HannesdóttirX. 20:50 Kvöldtónleikar: a) John Charles Thomas syngur, b) Shura Cherkassky leikur Boogie-Woogie-etýðu fyrir pí- anó eftir Morton Gould. c) Cor de Groot og Residentie* hljómsveitin í Haag leika -t’ „Interplay", píanó- og hljóm* sveitarverk eftir Morton Gould. 21:20 Leikrit: „Mislita bandið"; Alf Due samdi upp úr samnefndrf sögu Arthurs Conans Doyle. Jjýðandi: Hulda Valtýsd6ttir. "■* Leikstjóri: Ævar R. Kvaran, 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlolc* — Hvað kom fyrir í nótt Markús? — Andy fann þjófinn okkar .. >. En einhvernveginn tókst hon- um að rota Andy og komast und- anH Náunginn hlýtur að nota boga, því ég fann þessa bromu ör hjá Andy! — Hvað er að vinur .... Kom ég við auman blett? Markús! .. .... Sjóðu þennan blett á lær- inu á Andy!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.