Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 16. sept. 1961 WORGUISBT AÐIÐ 23 — Katanga Framhald a£ bls. 1. 0 Orrustuflugvél beitt Orrustuflugvél frá Katanga lier varpaði í dag sprengjum að foústað aðalfulltrúa SÞ, Conor O’Brien og einnig í námunda við flóttamannabúðir, sem her- lið SÞ rekur í útjaðri Elisabeth- ville. Þá var. eldflaugum varp- að úr flugvélinni yfir herstöð SÞ í Kamina og loks lét hin sama flugvél sprengjum rigna yfir írsku hermennina í Jadot- ville. Fullvíst virðist að flug- vélinni hafi stjórnað hvítur maður frá Rhodesíu. O’Brien segir, að írsku her- mennirnir hafi verið sendir til Jadotville fyrir skömmu að foeiðni nokkurra evrópskra sendisveitarmanna er óskuðu verndar SÞ fyrir Evrópumenn í bænum. Virðist allt benda til, að írarnir hafi hætt mótspyrnu, en engar fregnir berast um hvernig þeim hefur reitt af. í dag setti O’Brien útgöngu- bann nokkurn tíma og skoraði jafnframt á borgarbúa að halda sig inni við. • Hörmuleg aðstaða Áreiðanlegar heimildir herma, að í Katangaher séu að minnsta kosti tólf franskir liðs- foringjar, sem flúið hafi frá Alsír eftir misheppnaðar upp- reisnartilraunir hægri manna þar. Menn þessir hafa gegnt há- um embættum í her Katanga og byggt herliðið vel upp. Er öllum erlendum starfsmönnum hersins var vikið frá á dögun- um, hurfu þessir menn, en ■hafa komið aftur fram í dags- Ijósið síðan átökin hófust í Elisabethville. Auk franskra manna eru í Katangaher nokkrir hvítir menn frá Rhodesíu. í tilkjmningu frá belgísku fréttastofunni Inbel í Brússel er aðstaða Sameinuðu þjóðanna pögð hörmuleg. Hafi herlið SÞ aðeins tögl og hagldir á fimm mikilvægum stöðum í borginni. Hinsvegar segir Inbel enga flóttamenn hverfa til Rhodesíu og stríði það gegn fregnum þaðan. • Bjóða liðsauka Upplýsingamálaráðherra Leopoldvillestjórnarinnar, Jos- eph Ileo, sagði við fréttamenn í dag, að stjórnin væri staðráð- in í að berjast gegn niðurrifs- öflunum í Katanga. Er Ileo var spurður hvort stjórnin hygðist senda herlið til Katanga, sagði hann, að ekki væri annað sýnna en herlið SÞ hefði í öll- um höndum við Katangaher. — Yfirmaður hersins í Stanley- ville, Victor Lundula, hefur boð izt til að senda herlið til Kat- anga og sömuleiðis Mobutu, yf- irmaður hersins í Leopoldville. Sænskir, indverskir og malay- fskir hermenn úr liði SÞ héldu til Katanga í dag, vel búnir þungavopnum. Ekki er vitað hversu margir þeir eru. Starfsmenn SÞ höfðu síðdegis f dag gert við útvarpsstöðina í Elisaethville og var þaðan út- varpað í kvöld, að Tshombe og O’Brien myndu ræðast við í aðalstöðvum SÞ í borginni. Hins vegar herma síðustu fregnir frá Katanga, að Thsombe hafi enn horfið frá heimili sínu í Elisa- bethville, — en ekki hafði frétzt, að hann hafi komið í leitirnar í gær. Sömu fregnir herma, að læknar I Elisabeth- Ville hafi undirritað mótmæii til SÞ sökum þess að stórskota- liði samtakanna hafi verið kom- ið fyrir uppi á sjúkrahúsi í borginni og þaðan verið skotið á sjúkrabifreiðir Katangahers, • Aðgerðirnar gagnrýndar 1 dag sendi Sir Roy Wal- ensky, forsætisráðherra ' Rhod- esíu, yfirlýsingu „til hins frjálsa heims“ og krafðist þess, eð komið yrði á vopnahléi í Katanga áður en það væri of •eint. Sennilegt að Tshombe hefði samið EFTIR því, sem fregnir herma, er ástandið í Katanga nú mjög alvarlegt. Hefur það farið sí- fellt versnandi síðan tii vopn- aðra á'taka kom þar milli her- liðs Sameinuðu þjóðanna og hers og lögreglu stjórnar hér- aðsins sl. miðvikudag. SÞ hófu aðgerðir sínar í nafni samþykktar öryggisráðsins frá því febrúar sl., en með henni var herstjórn samtakanna í Kongó heimilað að beita valdi til að koma í veg fyrir borg- arastyrjöld. ★ Sjálfstæðinu lokið Barizt er nú í Elisabet- ville og á fleiri stöðum í Kat- anga og er álitið að sjálfstæði héraðsins sé lokið. Enda var það aldrei viðurkennt af nein- um. Frá því að Kongó hlaut sjálfstæði 1959 var það sam þykkt af stjórnmálamönnum bæði frá Afríku og Evrópu, að ríkið skyldi vera undir einni stjórn. Tshombe og fleiri leiðtogar báru fram kröfur um laust ríkjasamband, en þeim var ekki sinnt. Stjórn Adoula í Leopoldville hefur lýst sig samþykka hem- aðaraðgerðum SÞ í Katanga, og er nú fylkið opinberlega f undir stjórn miðstjórnarinnar. b ★ ítrekaðar aðvaranir Adoula hafði lengi aðvar- að Tshombe o.g brýnt fyrir hon um, að það kosti styrjöld, ef hann yrði ekki við kröfum miðs tj ór nar innar. Dr. O’Brian, hinn írski að- alfulltrúi SÞ í Katanga, hefur setið marga fundi með Tshom- be og reynt að sýna honum fram á að ekki væri til neins að reyna að halda í sjálfstæði Katanga. Tveim dögum áður en til vopnaviðskipta kom, gerði O’- Brian enn eina tilraun: „Eg bað Tshombe um að fara og Moise Tshombe ræða við stjórnina í Leopold- ville, og sagði honum, að hann myndi ef til vill ekki eiga kost á því aftur, ef hann neitaði", sagði aðalfulltrúinn. Svar Tshombes var neikvætt og hann kallaði úrslitakosti O’- Brians. Þegar Thombe skýrði frá svari sínu á blaðamanna- fundi, var hann þreytulegur og áhyggjufullur á svip. A Vildi sættast Embættismenn SÞ álíta að Tshombe hefði viljað sætt- ast við stjórnina í Leopold- ville, en óbilgjarnari menn innan stjórnar hans. t.d. Mun- ongo, innanríkisráðherra og Samalenge, upplýsingamála- ráðherra, hafi hindrað það. — Þessir ráðherrar vissu að þeir hefðu enga von um að halda stöðum sínum, ef til málamiðl- unar við stjórn Adoula kæmi. Margir Kongóbúar, sérstak- lega fylgismenn Gizenga, vara forsætisráðherra, líta á þessa ráðherra sem seka menn, er beri ábyngð á dauða Lum- umfoa. * Deildu á SÞ. Áður en til átaka kom, var ljóst, að stjóm Katanga óttaðist um framtíð sína. Mátti sjá það á hinum mikla áróðri, sem hún rak gegn SÞ bæði í útvarpi og blöðum. SÞ voru ásakaðar um tilraunir til að spilla velgengni Katanga og vera verkfæri í höndum aðila í Bandaríkjunum, er ágirntust auðlindir héraðsins og vonuð- ust til þess að Bel.gar kæm- ust aftur til valda þar. Einn- ig voru samtökin sökuð um að beina hinum ólíklegustu ill- vættum ínn í héraðið, t. d. kommúnisma og sárasótt. Sumir telja, að herir Roy Welenskys, forsætisráðherra Rhodesiu muni koma Katanga búum til aðstoðar við að styrkja „seinasta vígi gegn kommúnisma í Afríku“. k Erlendir málaliðar Það er sennilegt að þeir, sem hata SÞ mest séu Evrópu- menn, sem voru á launum í herliði Katangastjórnar. Fyrir tilstuðlan SÞ var þeim sagt upp í sl. mánuði og flestir þeirra yfirgáfu héraðið. Þó eru ennþá um 140 slíkir menn á launum hjá stjórnúini og halda þeir sig mest á svæðinu kringum Elísabetville. Þeir höfðu í hótunum um að svipta O’Brian og fulltrúa hans lífi, og áður en óeirðirn- ar brutust út, sögðust þeir mundu gera árás á lið SÞánn- an skamms. Höfðu þeir til- búnar sprengjur til að koma fyrir í stöðvum SÞ. Þessir menn voru stundum vopnaðir á gangi í Elísabet- ville og ef þeir sáu hvítan mann kölluðu þeir til hans ókvæðisorðum um SÞ. k Fer huldu höfði Herir þeir, sem nú berjast í Katanga eru nokkuð fjöl- mennir. í her Tshombes eru 10—11 þús. hermenn og lið SÞ er álíka fjölmennt. Jafn stór herstyrkur mun verða sendur til Katanga frá Leopoldville og munu SÞ ekki hindra stjóm ina í að hernema héraðið. Undanfarna mánuði hafa SÞ styrkt herlið sitt í Katanga og tekið hernaðarlega mikil- væga staði. Eftir að ófriður- inn brautst út hafa SÞ tak- markað samgöngur við borg- ina með því að taka póst- og sima Elisabetville í sínar hend ur. Aðgerðir SÞ eru til stuðn- ings stjórninni í Leopoldville, en þær hafa að undanfömu reynt allt til að hindra að ó- \ eirðir brytust út. Herlið SÞ hefur tekið nokkra ráðherra úr stjórn Tshombes til fanga, en hann fer sjálfur huldu höfði og seg- ist hafa tekið við yfirstjórn hers síns og ætli að halda á- fram að berjast gegn herjum SÞ. f —|^if —inniu..r .riLi~irifLUi Jlj-i~i.fLfLUi jTli' 1 yfirlýsingunni segir Wal- ensky meðal annars: Það er ljóst orðið, að Sameinuðu þjóð- irnar hafa aftur gert skyssu í Katanga. Það sem aðeins átti að sýna merki styrkleika sam- takanna og fella stjóm Katanga á augabragði,, hefur í þess stað orðið að biturri styrjöld milli fólksins í Katanga og hermanna Sameinuðu þjóðanna. Walensky leggur til, að kom- ið verði á fót sjálfstæðri nefnd, sem rannsaki síðustu atburði í Katanga og þegar í stað verði séð til þess, að Tshombe og stjóm hans geti tekið við störf- um sínum að nýju. Af hálfu Breta og Frakka hefur komið fram gagnrýni á að gerðum Sameinuðu þjóðanna í Katanga. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að framkvæmdastjórn SÞ hefði með aðgerðum þessum farið langt fram úr umboði sínu og bæri ábyrgð á aðgerðunum í Katanga. Sagði talsmaðurinn ástæðu til að spyrja, hvort að- gerðirnar í Katanga brytu ekki í bága við stofnskrá samtak- anna. Frá London herma fregnir, að Russel lávarður af Liverpool, sem var brezkur dómari við Niirnbergréttarhöldin á sínum tíma, hafi skrifað Macmillan, forsætisráðherra, og óskað þess að brezka stjómin geri þegar í stað ljóst, að hún sé algerlega andvíg aðgerðum SÞ í Katanga — og krefjist þess, að her sam- takanna verði vikið þaðan þeg- ar í stað. Leggur lávarðurinn til að sérstök nefnd, óháð SÞ, verði sett á laggirnar til að rannsaka hver beri ábyrgð á atburðum síðustu daga. Jafnar lávarðurinn aðgerðunum í Kat- anga við aðgerðir Hitlers í Austurríki og Súdetahéruðun- um. —. Þá hefur einn þingmaður íhaldsflokksins brezka, Anthony Fell, óskað eftir, að þingið verði kvatt saman til viðræðna um aðgerðirnar í Katanga. — Fjórtán cJæmdir Frh. af bls. I stóran skammt lyfja og fallið í væran svefn — en friðlausan, því fljótlega hafi verið dælt upp úr honum og honum gefið súrefni. Meðal annarra, sem dauða- dóm hlutu, voru fyrrum utan- ríkisráðherra, Fatim Sorlu, fyrr um fjármálaráðherra, Refik Koraltan, og yfirmaður land- vama, Ruchtu Erdelhun. Fimm konur, sem sátu á þingi fyrir flokk Menderes fengu 414 árs fangelsi. • Kosningar framundan Ekki er erinþá vitað, hvort dauðadómunum verður full- nægt. Það er þjóðlega einingar- nefndin, undir forsæti Gursels hershöfðingja, sem ákveður það endanlega, og áreiðanlegar heimildir herma að ágreiningur sé innan nefndarinnar um mál- ið. Bent er á að kosningar eigi að fara fram í Tyrklandi eftir mánuð og talið, að stjórnin muni setja ofan við að taka andstæðinga sína af lifi. Auk þess' verði það einimgis stuðn- ingsmönnum Menderes til styrktar, að hann verði gerður að píslarvotti rétt fyrir kosn- ingar. Réttarhöld þessi hafa staðið yfir í 11 mánuði og fjallaði her- réttur um málið. — Fundarhamar Frh. af bls. 1 menn, með talsverðu afli í borð- ið og það því fremur, sem fund- arsalur er stór og þeir vilja vera öruggir um að heyrist í þeim, þegar þeir nota hamarinn. Þessi hamar verður nú afhent- ur Sameinuðu þjóðunum og ger- um við ráð fyrir að hið nýja þing sem væntanlega verður sögulegt, verði sett með íslenzka hamrinum Ásmundar Sveinsson- ar og því síðan stjórnað með hon um, þangað til hann brotnar eða meðan hann stenzt allar raunir." Þetta sagði Kristján Alberts- son. Hann fer eins og fyrr segir með Loftleiðaflugvél til New York í kvöld. Aðrir fulltrúar Is- lands á þing Sameinuðu þjóð- anna munu fara vestur í næstu viku. Formaður íslenzku sendi- nefndarinnar verður eins og jafnan áður Thor Thors, sendi- herra íslands í Washington. — Kjarnorku- sprenging Framhald af bls. 1. vopn með sem víðtækustu eftir- liti. — Bretar hafa lýst fullum stuðn ingi við þá ákvörðun Banda- ríkjamanna að hefja að nýju kjamorkuvopnatilraunir. Tals- maður brezka utanríkisráðu- neytisins sagði í dag, að hörmu- legt væri til þess að vita, að Rússar skyldu hafna tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að gera ekki tilraunir í gufu- hvolfinu. Væri augljóst að Bandaríkjamenn gætu ekki horft aðgerðarlausir á að Sovét- ríkin sprengdu hverju sprengj- una af annarri og jafnvel fleiri en eina á sólarhring. — Verðlagsgrund- völlurinn Framh af bls. 24. Sverrir Gíslason sem fulltrúl framleiðenda. A fundi yfirnefndar í dag, föstu dag, var ákveðinn nýr verðlags- grundvöllur, sem gildir frá þessu hausti. Er hann miðaður við nokkru stærra bú en grundvöll- urinn 1960—61, eins og sjá má af því, að magn sauðfjárafurða vex um 9,5% og magn nautgripa afurða um 5,3%, en afurðaaukn- ing grundvallarins í heild er 6,6%. Meðalhækkun á afurðaverði til bænda samkvæmt hinum nýja grundvelli er 14,5%, en verð til bænda á kjöti, mjólk og kartöfl- um hækkar heldur minna, eða 13,5% að meðaltali. Ástæða þessa munar er sú, að verð á gærum og ull til útflutnings hækkar meira en á öðrum afurðum og vegur upp hluta af verðhækkun þeirra. Þessi hækkun búvöruverðs stafar sumpart af hækkun kaup- gjalds á síðastl. sumri og af ný- orðinni gengisbreytingu, en sum- part af því, að „kaup bóndans" í verðlagsgrundvelli fylgir breyt ingum á meðaltekjum verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna ,og var — samkvæmt nið- urstöðum úrtaksathugana — um að ræða verulega hækkun á með altekjum þessara stétta frá 1958 til 1960. Sex manna nefnd á eftir að fjalla um nýtt verð til bænda á einstökum afurðum og um þann vinnslu- og dreifingarkostnað, sem leggst á afurðirnar á þessu hausti. Er því ekki enn hægt að segja neitt um væntanlegt útsölu verð á einstökum landbúnaðar- vörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.