Morgunblaðið - 17.09.1961, Side 1

Morgunblaðið - 17.09.1961, Side 1
24 síður 48. árgangur 210. tbl. — Sunnudagur 17. september 1961 Prentsmiðja MorgunblaðsiMi Hörmulegt sjóslys við Færeyjar á föstudaginn Helgi Simonarson Gunnar Ásgeirsson Hröktust tæpan sól- arhring í gúmmíbáti Tveir komust af, er Hel^i frá Hornafirði fórst SÁ hörmulegi atburður varð um hádegisbil á föstu- daginn, að vélbáturinn Helgi SF-50 frá Hornafirði fórst í ofsaveðri skammt vestur af Færeyjum og með honum sjö ungir menn, sá elzti um fertugt. Tveir af áhöfninni komust af og var þeim bjargað um borð í skozkan fiskibát eftir að bá hafði hrakið fyrir sjó og vindi í gúmmíbát í tæpan sólarhring. segir var þarna MORGUNBLAÐIÐ náði í gær sambandi við Martein Jónas- son, skipstjóra, um borð í Þor- móði goða — til þess að fá nánari fregnir af þessum l Marteinn Jónasson, skipstjóri ' á Þormóði goða hðrmulega atburðl, þvl hann fékk fyrstur fréttir af því, sem gerzt hafði. | — Verbena kallaði korter fyrir 10 í morgun, sagði Mar- teinn. Þeir sögðu okkur þá, að þeir hefðu fundið íslending- ana tvo, en fyrr vissi enginn um slysið. — Ég talaði ekki við skip- brotsmenmina, en skozki skip- stjórinn talaði við mig örstutta Stund og sagði, að Helgi hefði sokkið á Færeyjabankanum, um 70 mílur SV af Suður- ey, samkvæmt þvi, er skip- brotsmennirnir hefðu gefið upp. Skotarnir fundu þá ekkil fyrr en í morgun, um 25 mílur suður af Suðurey og sam- kvæmt þeim staðarákvörðun- um, sem skozki skipstjórinn gaf upp, þá hefur mennina rek ið um 60 mílur frá því á há- degi á föstudag þar til í morg- HELGI SF 50 — Það var alveg vitlaust veður á þessum slóðum, 12— 13 vindstig, vestan. Og það var mjög slæmt í sjóinn. — Skipbrotsmennirnir sögðu björgunarmönnum sínum, að skipinu hefði hvolft í einni svipan og ekki unnizt tími til að gera neinar ráðstafanir til að leita hjálpar. Þeir sögðu líka vonlaust, að fleiri hefðu komizt af. — Um hádegið í dag (laug- ardag) vorum við komnir á þær slóðir, sem skipbrotsmenn irnir sögðu Helga hafa sokkið á, en þar var ekkert að sjá, sagði Marteinn, enda ekki við því að búast. Ef eitthvert brak er á reki úr bátnum, þá er það komið austur fyrir Suðurey. — Veðrið er heldur skárra núna, en hann versnar með kvöldinu. Ég geri samt ráð fyrir að verða í Reykjavík að- faranótt mánudags, sagði Marteinn að lokum. Vannst ekki tími til að kalla á hjálp Það var ekki fyrr en í gær- morgun, að vitnaðist um slysið. Skozki línubáturinn Verbena, sem þá var staddur skammt suð- ur af Suðurey í Færeyjum, kall- aði laust fyrir kl. 10 f. h. og sagð ist hafa bjargað tveimur íslenzk- um skipbrotsmönnum. Togarinn Þormóður goði var á svipuðum slóðum, á leið frá Þýzkalandi, og hafði Marteinn Jónasson, skip- stjóri, þegar samband við hið skozka skip. (Sjá samtal við Mar tein hér á síðunni). Sagði sközki skipstjórinn, að skip íslendinganna hefði sokkið mjög snögglega um hádegisbil á föstudag. Hefði komið á það hnút ur, sem hvolfdi skipinu í einu vetfangi svo að ekki vannst tími til að kalla á hjálp. Hafði skozki skipstjórinn það og eftir skip- brotsmönnum, að vonlaust væri, að fleiri hefðu komizt af. Skipbrotsmennirnir töldu, að Helgi hefði verið staddur því sem næst á 60,45 gr. n. br. og 9 gr. v. 1., er slysið varð, en skozka skipið fann þá um 25 mílur suður af Suðurey og mun þá hafa rekið 60 mílur eða því sem næst þegar þeir fundust. Eins og fyrr aftakaveður. Þormóður goði sendi fréttina strax til íslands og þessi hörmu Ólafur Runólfsson, skipstjóri legu tíðindi komu eins og reið- arslag. Helgi var á heimleið frá Bretlandi, hafði siglt utan með ísaðan fisk. Áhöfnin var öll ung ir og vaskir menn, flestir frá Hornafirði. Bræðurnir Ólafur og Bjarni Runólfssynir keyptu Helga SF 50 í vor og þegar lysið varð, voru þeir að koma heim úr fyrstu siglingunni. Frh. á bls. 2 Komust á kjöl FRÉTTAMAÐUR Mbl. í Tórshavn símaði eftir- farandi skömmu áður en blaðið fór í prentun í gær: Mér tókst að ná sambandi við skipbrots- mennina tvo um borð í skozka fiskiskipinu. Þeir sögðu, að slysið hefði orðið kl. 12,30 á föstu- dag, Helga hefði hvolft ogf margir skipverjar kom izt á kjöí bátsins. Maraði Helgi hannig í hálfu kafi í 10—15 mínútur, en sökk síðan og drukkn- uðu þá þeir, sem komust ekki vegna veðurofsans í ffúmmíbátinn. — Helgi og Gunnar hrökkt- ust í 22 klukkustundir í gfúmmíbátnum án mat- ar og drykkiar, en ]ieim líður nú vel og koma til Tvöroyri kl. 8—9 í kvöld. — Arge. c *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.