Morgunblaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 20
MORCVTSJtLÁÐlÐ Sunnudagur 17. sept. 1961 S> to „Elskan mín góða. Því í ósköp imurn komstu ekki bakdyrameg- in að heilsa upp á mig?“ „Veiztu ekki að ég er nýslopp in út, vina,“ sagði ég við hana. „Ekki að segja þetta,“ kallaði hún. „Þú hefur verið veik" og fjarverandi, það er allt og sumt“ Síðan tók hún í hönd mér og leiddi mig til búningsherbergis síns. Eftir fyrstu sýninguna heimtaði hún að fá að bjóða mér í mat og við minntumst gömlu dagana í Hollywood, þegar hún varð að þola allskyns áreitni, þeg ar myndin „Stormy Weather" var tekin. Ethel Waters hafði leikið aðalhlutverkið. Við töluð- um um þetta allt og margt fleira. Og ég var svo hamingjusöm að ég grét. Fólk eins og Lena á auð velt með að deyfa broddinn á smámununum. Hljómleikarnir í Camegie Hall voru það stórkostlegasta, sem fyrir mig hafði komið. En erfitt var að gera betur. Á eftir kom hræðilegt lægðartímabil. Ég á- kvað loksins, hvorn umboðs- mannanna ég ætti að velja, og ákvað að halda mig að Joe Glas- er. Fishman var fúll og fór til Los Angeles. En ég komst f'ótlega að því, að nafn umboö-mannsins var ekki aðalatriðið. Þó ég hefði haft konung allra umboðsmanna, með sambönd um alla borgina, hefði hann ekkj getað ráðið við feril minn. Lögin höfðu sitt að segja. Til að vinna þar, sem áfengir drykkir eru seldir, verður maður að hafa leyfisbréf frá lögregluyf irvöldunum og Áfengismála- nefndinni. Hér er uln líf eða dauða að tefla. Eftir lagabók- stafnum, sem hlýtur að vera eins konar timburmenn frá bannárun um, má enginn sá sem er á saka skrá, fá slíkt leyfi. Þetta ákvæði var sett til að friða bindindis- hreyfinguna á þeim tíma, er lögin voru sett. Þetta átti að koma í veg fyrir að fyrrverandi leyni- kráreigendur gætu farið að setja upp lögleg veitingahús. Hinsveg ar var farið í kringum þessi á- kvæði allt frá byrjun. Þegar ég kom úr fangelsinu, fékk ég að kenna á þessu. Um- sókn minni um kabarettkort var vísað frá. Án þess myndi eng- inn veitingahúseigandi taka mig í vinnu, og ég gat hvergi unnið í New York þar, sem áfengi var selt. Ég gat sungið í leikhúsum og fyrir unglinga, sem ekki máttu fá aðgang að veitingahúsunum. Ég gat komið fram í útvarpi og sjónvarpi, í Town Hall og Carn- egie Hall. Enginn hafði neitt við það að athuga. En sama var í hvaða bar ég reyndi að syngja, ég myndi vera að brjóta lögin. Það hefði þýtt vandræði fyrir mig, og ennþá verri aðstöðu veit ingahússeigandans. Hann gæti misst leyfið og þar með atvinn- una. Svona er fyrirkomulagið íurðu legt. Rétturinn til að vinna, sem allir gala svo mikið um, hefur ekki minnstu vitund að segja. Hefði ég verið ræningi eða vasa þjófur, myndi fangahjálpin hafa tekið mig að sér, svo að ég gæti komizt á réttan kjöl og haldjð mér þannig. En úr því að ég var söngkona, gat hún ekkert gert fyr ir mig. Meðan illa stóð fyrir mér, reyndu vinir mínir að hjálpa mér. A1 Wilde kom með þá hug mynd að setja mig upp í revíu og sýna hana á Brodway. Þetta virtist afkáraleg hugmynd, en honum tókst að fá mig til þess. Og það, sem meira var, hann gat talið fjölda manna til að ger ast ábyrgðarmenn fyrir sýning- unni. Bob Sylvester, blessuð sál in, lagði frafn tvöhundruð þús- und. Margir fleiri lögðu fram pen inga. Frumsýningin var í Mansfield leikhúsinu, 27. apríl, 1948. Það var strax uppselt á „Holiday á Broadway“, og eftir viðtökurnar fyrsta kvöldið héldum við, að þetta yrði sigurganga. Tónlistar- og leikgagnrýnendur komu og fóru viðurkenningarorðum um okkur. f Með mér í revíunni voru. Bobby Tucker og hljómsveit, Wyatt og Taylor í upphafi sýn- ingar, Slam Stewart sýndi listir sínar í fyrsta þætti og í öðrum þætti kom Cozy Cole og hóf sýn inguna. Þeir notuðu rautt ljós á hanh, svo að tromman hans varð purpurarauð, kylfumar hans gul ar, en af honum sást ekkert, nema raðir af skjallahvítum tönn um. Ég söng heil ósköp, bæði í fyrsta og öðrum þætti. Ég var kölluð fimm sinnum fram að lok inni sýningu. Næsta morgun var gagnrýnin í TIMES undir fyrir sögninni: HOLIDAY TEKUR Á- HEYRENDUR MEÐ TROMPI — BILLIE í MANSFIELD, UM- KRINGD STJÖRNUM DJASS- HEIMSINS. Þetta var stórfengleg hug- mynd, en við urðum að hætta eftir þrjár vikur. Fyrsta klúbbvinnan mín eftir Carnegie-konsertinn var í stóru veitingahúsi í Philadelphia, borg inni, sem ég hafði verið handtek in í Þegar ég leit út í salinn fyrsta kvöldið. lejt ég aftur á Bobby Tucker, eins og ég hefði séð draug. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um, hvað var á seiði. En þarna var frú Helen Hironimus mætt, yfirfangavörð- urinn frá Alderson. Hún var hætt atvinnu sinni, var búin að fá nóg og nú var hún að skemmta sér. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hitti einhvern frá Sambands- fangelsinu. Eftir næstu endur- fundi við kandídat frá Alder- son, lærði ég að vara mig. Þegar ég söng í Detroit nokkr um árum síðar, hver haldið þið áS hafi komjð til að heilsa upp á mig önnur en stelpa, sem ég hafði unnið með í eldhúsinu í Aderson. Hún kom til leikhúss- ins dag nokkurn um sama leyti og ég var að fara í búðir. Hana langaði til að rabba við mig og sagðist skyldu aka mér um. Ég vissi, að hún hafði verið þjófur, en hélt að hún væri hætt. Ég bjóst að minnsta kosti ekki við, að hún myndi reyna neitt að mér viðstaddri. Við fórum inn í stórt vöruhús. Ég skoðaði töskur, undirföt og sokka. Sama var hvað ég skoðaði, hún sagði „Vertu elfki að kaupa þetta hérna, vinkona, ég veit um stað hérna lengra, þar sem fæst betri vara, og þar að auki ódýr- ari.“ Ég bjóst við, að hún vissi, hvað hún segði, eftir að vera bú- in að eiga heima þarna í sautján ár. Þessvegna fórum við þaðan aftur. Þegar við vorum búnar að fara gegnum þrjár verzlanir, var ég orðin leið á þessu, og sagði henni, að ég myndi kaupa það fyrsta sem ég rækist á í næstu búð, og fara síðan beint til leik- hússins aftur. Þegar þangað kom, ók hún jnn í portið, stanzaði þar og fór að afklæðast. Hugsjð ykkur, hún hafði stungið á sig hverjum ein- asta hlut, sem ég hafði skoðað í ferðinni. Allt var það geymt í heljarmiklum nærbuxum. „Heyrðu vinkona“, sagði ég. „Hleyptu mér nú út og minntu mig svo á, að fara aldrei neitt með þér framar“. Hún var særð. Hún hafði ætlað að gefa mér allt þýfið. Hún hélt sig vera að gera mér mikinn greiða. En ég áleit að hún hefði bara notað mig sem skálkaskjól, og ég var svo sjóðandi vond, að ég vissi varla hvað ég gerði. „Skepnan þín“, æpti ég, „hefði mér verið stungið inn núna, hefði ég stein drepið þig á staðnum og það hefði mátt taka mig fyrir morð- ið.“ Þessi atburður svipti mig allri löngun til að hitta aftur stelpurn ar frá Alderson. Kvenfélag Háteigssóknar Kaffisala í Sjómannaskólanum í dag. Hefst kl. 3. Safnaðarfólk og aðrir Reykvíkingar. — Drekkið síðdegiskaffið í Sjómannaskólanum í dag. Nefndin Laugavegi 33 Amerískir BARNAGALLAR miöff vandaðir, margar stærðir og: litir. Einnig stakir J A K K A R Markús, líttu á lærið á Andy . . . Það er blóðblettur á jþvíl — Láttu mig líta á það vinur. Hmmm . . . Stungusár . . . Eins og hann hafi verið stunginn með k/M oddhvössu verkfæri! — Ef til vill var smá málmodd ur á þessari ör! — Heyrið þið f . . Ég held ég viti hvernig þjófurinn hefur farið að því að taka dvrin okkar isá- andi I ÍHtltvarpiö 8:30 Létt morgunlög. 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: a) ,,Flugeldasvítan“ eftir Handel (Hljómsveit óperunnar £ Monte Carlo leikur; Louis Fremaux stjórnar). b) Hollenzki karlakórinn „Mast- reechter Staar“ syngur. Stjórn andi: Martin Koekelkoren. c) Píanókonsert í a-moll op. 54 eftir Schumann (Friedrich Gulda og Fílharmoníusveit Vínarborgar leika; Volkfnar Andreae stjómar). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur; Séra Guðmundur Guðmundsson á TJtskálum. Organleikari; Dr. PáU ísólfsson). ( 12:15 Hádegisútvarp. v l 14:00 Miðdegistónleikar: a) Frá tónlistarhátíðinni í Chim ay í Belgíu í júli sl.: Fimm píanóþættir op. 118 nr. 1, 2 og 6, og op. 119 nr. 3 g 4 eftir Brahms (Ventsislav Yankoff leikur). b) Frá tónlistarhátíðinni i Salz- burg í júlí sl.t (Fílharmoníu- sveit Vínar leikur. Stjómandi; Wolfgang Sawallisch. Einsöng vari: Dietrich Fischer-Diesfc- au): 1) Þ»rír „Faust“-söngvar eftir Schumann. 2) Sinfónía nr. 7 í C-dúr efti* Schubert. 15:30 Sunnudagslögin. (16:30 Veðurfr.). 17:30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) „Afrískir skóladrengir segja fré“, síðari hluti (Guðrún Guð jónsdóttir þýðir og les). b) Stefán Sigurðsson kennari lea ævintýrið „Gamla skósmið- inn“ eftir Leo Tolstoj. c) Ölöf Jónsdóttir flytur frum- samda frásöguþætti. d) Kafli úr bókinni „Eitt er það land'* eftir Halldóru B. Bjöma son. 18:30 Miðaftantónleikar: Hollywood Bowl hljómsveitin leikur; Car- men Dragon stjórnar. 19:00 Tilkynningaf. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 „Annes og eyjar“: Stefán Jóns- son og Jón Sigbjörnsson á þing- ferð um Breiðafjörð með sýslu- manni Barðstrendinga; síðarf þáttur. 21:00 Hljómplöturabb: I>orsteInn Hann esson óperusöngvari kynnir ljóða söngvara. 21:40 Fuglar himlns: Agnar Tngólfsson dýrafræðingur talar um máva. 22:00 Fréttir og veðurfregnír. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). j# 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:0S Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tii- kynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum» 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Páll Kolko læknir)# 20:20 Einsöngur: Gunnar Pálsson og Sigurður Markan syngja. 20:40 Italíubréf frá Eggerti Stefánssynl (Andrés Björnsson les). 21:00 Tónleikar: Tónlist við brúðukvilt myndina „Bayaya prins“ efti* Caclav Trojan (Sinfóníuhljóm- sveit leikur; Otakar Parik stjóm ar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: Sigurður Bjðrni son kjötmatsmaður talar um med ferð fjársins við réttir og slátrun, 22:25 Kammertónleikar: Frá Sibeliusar-vikunnl I Helsinkf í júni s.l. „Voces Intimae" op. 5® eftir Sibelius (Parrenin-kvartt- inn leikur). 23:05 Dagskrárlok. Priðjudagur 19. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn, — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:09 Tónleikar. — 16 :00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). j 18:30 Tónleikar: Harmonikulök. 18:55 Tilkynningar# — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsertsinfónla nr. 9 fyrir flautu, óbó, hom, fagott og hljómsveit eftir Ignaz Pleyel — (Jean-Pierre Rampal, Pierre P&» erlot, Gilbert Coursier og Paul Hongne leika með franskri hljóm sveit. Stjórnandi: Louis d« Fro met). Erindi: Endalok konungsdæmis I ísrael (Hendrik Ottósson frétta- maður). „Hnotubrjóturinn“, svíta efttt* Tjaikovsky (Hollywood Bowl lesle ur; Felix Slatkin stjómar). Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). Pólskir söngvar: Þjóðlag,akórkM| „Slask* 'syngur. . Iþróttir (Sigurður Sigurðssoni* ‘4 Fréttir og veðurfregnir . Lög unga fólksins (GuðrvW mundsdóttir). Dagskrárlok. 20:20 20:45 21:10 21:30 21:45 22:00 22:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.