Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 1
24 síður wuMtitoib 48. árgangur 211. tbl. — Þriðjudagur 19. september 1961 Prentsmiðja Morrniiblaðsina |M>M*l%»*W*<WX*W^«0W<'^0" Ummœli Bjarna Benediktssonar forsœtisráðh. um frátall Hammar- skjöíds BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra sem nú er stadd ur í Norcgi komst svo að orði, við fréttamann Morgunblaðs- ins í gær um fráfall Dags' Hammarskjölds, framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna Hammarskjöld var öðrum fremur ímynd laga og réttar í heiminum. Hugsjóna haius er nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr. Við sklum vona að annar finnist í hans stað en ekki dylja okkur þess, að heimur- inn gat vart orðið fyrir meira' áfalli en fráfalli hans nú. Mál- staðurinn lii'ir þótt maðurinn falli. Mynd þessi er ein hinna síðustu er teknar voru af Hammarskjöld, framkv.stj. S.Þ. Adoula forsætisráðherra Kongó, eftir viðræður við hann og Gizenga. Hér er hann að ganga út úr húsi Hörmufegt slys, er framkvæmdastjórí Sameinuðu þjóbanna fórsf prengingar í flugvél Hammarskjölds er hann breytti um ákvðrðunarstað S Á hörmulegi atburður gerðist í fyrrinótt, að Dag Hammarskjöld, framkvæmdastj. Sameinuðu þjóðanna, fórst í flugslysi skammt frá borginni Ndola í Norð- ur Bhodesíu. Með flugvélinni voru átta aðrir farþegar og fimm manna áhöfn. Fórust allir sem í vélinni voru, utan einn bandarískur varðmaður úr liði Sameinuðu þjóðanna, Harold Julian að nafni. Liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ndola. Hammarskjöld var á leið til viðræðna við Moise Tshombe í Ndola, og skyldu þær viðræður miða að því að koma á vopnahlé í Katanga. Þykir það tákn- rænt fyrir allan feril Hammarskjölds, að hann skyldi farast í slíkri friðarför, því að hann hefur um langt skeið verið einn helzti og virkasti merkisberi friðar í heiminum. Bandaríski liðþjálfinn segir, að nokkrar sprenging- ar hafi orðið í flugvélinni, áður en hún hrapaði til jarð- ar en ekkert hefur enn komið fram sem leiði í ljós, hver sé orsök þessa óbætanlega slyss. Fregnin um lát Hammarskjölds kom eins og reiðar- slag yfir flestar þjóðir heims. Fjöldi leiðtoga þjóða hins vestræna heims og hlutlausra hafa látið í ljósi harm sinn og ugg við þær afleiðingar, sem kunna að verða vegna fráfalls Dags Hammarskjölds. armaður frá Rhodesíu, sem fyrst ur fann flak flugvélarinnar, en skömmu síðar kom þar að f lugvél frá Rhodesíu og vísaði hún leitar mömiiim á vettvang. Hafði flug- vélin strokizt við marga trjátoppa og rekist á hæð af svo mlklu afli, að tveir hreyflar hennar sem rifnuðu af voru enn ófundnir síð degis í gær. Nokkru eftir að frétt ist að flakið hefði fundizt var op inberlega staðfest að lík Hammar skjölds framkvæmdastjóra hefði fundist á slysstaðnum. # Sprengingar í flugvélinni. Svo sem fyrr segir var Hammar skjöld á leiðinni frá Leopoldville til Ndola til þess að ræða við Tshombe utm leiðir til friðar í Kat Fyrstu fregnir af slysinu bárust frá Rhodesíu í gærmorguin. — Hermdu þær, að fiugvél — sem talin var sú, er flutti Hammar- skjöld — hefði flogið yfir borg inni Ndola um miðnætti á sunnu dag «n snúið síðan við og flogið tourt, enda þótt merki hefði verið gefið um, að allt væri tilbúið til lendingar. Heyrðist ekki framar til flugvélarinnar. i>egar í stað var hafin leit og samband haft við yfirstjórn Sam einuðu þjóðanna í Leopoldville og Elisabeíhville. Voru allar flugvél ar, sem tiltækilegar voru, teknar í notkun og einnig tóku þátt í leitinni flugvélar írá Rhodesíu svo og bandarískar flugvélar. Það var afríkanskur kolagerð Myndir og frásögn af landsleiknum við Englendinga er á bls. 22. anga. Samkvæmt fregnucm brezka útvarpsins hafði Hammarskjöld sjálfur lagt til, að þeir ræddust við í Ndola og óskað aðstoðar full trúa brezku stjórnarinnar, er staddir voru í Salisbury, við und- ir búning viðræðnanna. Ranghermt var í gær, að Hamm arskjöld væri kominn til Ndola og viðræður hafnar, en þær fregnir síðan bornar til baka. Með fram kvæmdastjóranum fórust meðal annarra sérstakur ráðgjafi hans og samstarfsmaðusr um málefni Afríku, Henrich Wieschoff, banda rískur samstarfsmaður hans, William Randolo og persónulegur aðstoðarmaður Hammarskjölds á ferðalögum. Er Thsombe frétti af láti Hamm arskjölds hélt hann þegar heim til Katanga aftur. Kvaðst hann mjög harma fráfall Hammar- skjölds. Hann hefði virt fram- kvæmdastjórann mikils og vænzt góðs árangurs af þeirra viðræð- um. Bandarikjamaðurinn, sem komst lífs af, sagði í kvöld, að nokkrar sprengingar heðfu orðið í flugvélinni rétt í þann mund er Hammarskjöld hafði tekið ákvörðun um, að flug- vélinni skyldi ekki lent í Ndola og gefið upp annan á- kvörðunarstað. Evrópskur lög- regluforingi í Mufulira, sem er um 50 km frá Ndola, kveCst hafa séð nokkra ljósgeisla skera myrkrið seint á sunnu- dagskvöld. Flugmaðurinn, sem fyrstur flaug yfir flakið tilkynnti, að Framhald á bls. 23. Þýzku kosning- arnar I KOSNINGUNUM til. vest- ur-þýzka sambandsþingsins á sunnudag tapaði Kristilegi demókrataflokkurinn um 40 þingsætum, sem skiptust nær jafnt milli sósíaldemókrata og Frjálsra demókrata. Þing- sætin skiptast nú þannig: Kristilegi demókratafl. 243 3ósíaldemókratafl...... 190 Frjálsir demókratar ... 66 sjá bls. 10 .» \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.