Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept 1961 13. sprenging Rússa og eldflaugatilraun við Japansströnd Washington, 18. sept. — (AP — NTB — Reuter). RÚSSAR sprengdu í dag 13. kjarnorkusprengjuna síðan um mánaðamót, er þeir hófu slíkar tilraunir að nýju. Sprengingin fór fram í gufuhvolfinu sem hin ar fyrri — skammt frá Novaja Semlja. Að afli samsvaraði sprengja þessi einni milljón lesta af TNT sprengiefni. Hræringar af völdum spreng- ingarinnar sáust greinilega á jarð skjálftamælum í Uppsölum í fimmtán mínútur í dag. Á nokkr- um stöðum í Svíþjóð sem og í fleiri löndum áður hefur nú mælzt veruleg aukning á geisla- virkni loftsins, þótt hún sé enn töluvert minni en eftir kjamorku tilraunir Rússa haiustið 1958. Ennfremur hefur kjarnorku- málanefnd Bandaríkjanna til- kynnt að veruleg aukning geisla- virkni hafi mælzt í 13 fylkjum Norður Ameríku. • Margþrepa eldflaug f>á skutu Rússar í dag upp margþrepa eldflaug. Fór sú til- raun fram á Kyrrahafi skammt undan Japansströnd. Er þessi til- raun Rússa tekin sem svar við því er Japanir mótmæltu munn- lega 12. sept. s.l. að slíkar til- raunir væru gerðar svo nærri japönsku landi. Er hér um að ræða aðra tilraun Rússa en þeim verð'ir haldið áfram á næstunni, að því er upplýst var fyrir nokkru 1 Moskvu. Evrópufrímerkin seld- ust upp á fyrsta degi Menderes á sjúkraþeði daginn eftir sjálfsmorðstilraunina Evrópufrímerkin svokölluðu komu út í gærmorgun, og klukk- an fjögur eftir hádegi voru þau uppseld. Mun það sennilega eins dæmi í Evrópu, að ný frímerkja útgáfa gangj til þurrðar á fyrsta desgi. Kl. 7 í gærmorgun fór fólk að safnast saman við dyr pósthúss- ins, og kl. 9 var komin löng bið- röð í Pósthússtræti og Hafnar- stræti. Sérstakar ráðstafanir 'höfðu verið gerðar af Pósthúsinu í Reykjavík til að auðvelda af- igreiðslu merkjanna. Eins og alltaf hefur tíðkazt, var end út tilkynning fyrir all- nokkru um væntanlega útgáfu merkjanna, og farið að taka á móti pöntunum. Að venju var hætt að taka á móti pöntunum hálfum mánuði fyrir útgáfudag. Lýst eftir vitnum AÐFARANÓTT laugardags, þeg ar kl. var stundarfjórðung geng in í tvö, varð umferðarslys neðar lega á Laugavegi, og slasaðist þar kona. Fólkið, sem stóð á gamgstéttinmi hvarf í burtu af staðnum. Það er vinsamlegia beðið að hafa sam- band við umferðardeild rannsókn arlögreglunnar á Fríkirkjuvegi 11 —- sími 1 59 21. mest magn. Óhemju-mikið barst af pöntun- um, eins og við hafði verið búizt. Evrópumerkin í fyrra seldust fljótlega upp, og var vitað, að sú staðreynd myndi örva sölu þees ara merkja. >á hefur mótívsöfn- un svonefnd farið mjög í vöxt að undanförnu og tugþúsundir safn axa, sem kaupa annars ekki merki frá íslandi, vilja fá merk- in í söfn sín. Þá eru merkin og talin mjög falleg. Síðast en ekki sízt mun röng frétt í einu dag- blaða borgarinnar um að merkin væru uppseld hafa haft örvandi söluáhrif. Til þess að gera al- menningi kleift að eignast þessi merkj var ákveðið að skammta þau til sölu í gær. Samt munu einstaka menn hafa notað það bragð að ráða unglingaskara í þjónustu sína til þess að ná í sem mest magn. Tyrkneskir ráðh. $ £ segja af sér Ankara, 18. sept. (AP-NTB-AFP) ADNAN Menderes, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands var hengdur í gær (sunnu- dag) en áður hafði verið fullnægt dauðadómum yfir þeim Sorlu, fyrrv. utanríkis- ráðherra og Polatkan, fyrr- um fjármálaráðherra í stjórn Menderes. Ung stúlka bíður bana í bílslysi á Selfossi BANASL.YS varð austur á Sel fossi aðfaranótt sunnudags, er bíl var ekið aftan undir vöru bílspall. Valgerður Jónsdóttir, 24 ára gömul, trl heimilis á Njálsgötu 85 í Reykjavík, lét lífið. Hún ók bílnum. Valgerður hafði dvalizt aust ur í Þorlákshöfn ásamt for- eldrum sínum í heimsókn hjá móðursystur sinni. Um kl. 3 á aðfaranótt laugardags ók Valgerður Moskvits-bílnum R-5583 norður Eyrarveg á Sel fossi. Einn farþegi var með henni í bílnum, karlmaður. Þegar hún kom á móts við húsið nr. 16 lenti bíllinn aftan á palli vörubifreiðarinnar X-391. Pallurinn gekk inn um framrúðuna og mun Valgerð- ur heitin hafa dauðrotazt sam stundis. Vörubíllinn kastaðist fram og skall á aðra vöru- bifreið, X-624. Farþeginn mun < hafa fengið taugaáfall og hljóp á brott. Fólk í næsta húsi kvaddi lögregluna á staðinn, og kom yfirlögregluþjónninn á Selfossi, Jón I. Guðmunds- son, á vettvang innan örfárra mínútna, en þá var Valgerð- ur látin. Farþeginn kom á fund lög- reglunnar í gærmorgun, bólg- inn, skrámaður og marinn. Jón Gunnlaugsson, Iæknir, gerði að sárum hans á sjúkra- húsinu. Var hann við allsæmi lega líðan í gær. Valgerður Jónsdóttir rak verzlun hér í bæ, en áður var hún deildarstjóri hjá Silla og Valda. Hún lætur eftir sig 7 ára dóttur. ALLDJÚP en nærri kyrrstæð lægð yfir Grænlandshafi Og ný lægð að myndast út frá henni fyrir sunnan fsland. Á kortinu sést regnbelti yfir austanverðu landinu, Og færist það austur yfir. Lítur út fyrir vestlæga átt næsta sólarhring og bjart veður víða um land. Storm- sveipurinn Debbie er nú kom- inn norður á Finnmörk, en stO) msveipurinn Ester er sagð- ur á 26. gr. N og 69 gr. V og hieyfist' VNV. Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og niðin: Sunnan og SA kaldi eða stinningskaldi, skúrir en bjart aeð köflum. Vestfirðir og miðin: Sunnan g SA-kaldi, skúrir sunnan til. Norðurland til Austfjarða ->g miðin: Sunnan og SV-gola, /íðast léttskýjað. SA-land og miðin: SV-gola og síðar kaldi, skúrir á morg- un . Ráðherramir sem sögðu em« bættum sínum lausum eru sagðir bafa reynt mjög að hafa áhrif á þjóðlega einingarráðið — er hafði úrslitavald um dómsúrskurði —■ til þess að breyta dauðadómn. um í fangelsisdóm. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 Aftöku Menderes hafði verið - . frestað sökum þess, að hann tók — Ibrottir inn of stóran skammt svefnlyfja daginn sem dómarnir voru upp kveðnir og reyndi þannig að stytta sér aldur, en tókst ekki. Var komið að honum meðvitund arlausum, dælt upp úr honum og beðið með að uppfylla dauða- dóm hans þar til hann hafði náð fyrri kröftum. Císli Einarsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Ráðherrar segja af sér. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að allir þeir aðilar stjórnarinnar tyrknesku, sem ekki voru hershofðingjar hafi sagt af sér embættum í mótmæla- skyni við dauðadómana yfir ráð- herrunum fyrrverandi. Ekki hefur sú fregn fengizt staðfest — er talið að Gursel leggi fast að viðkomandi mönn- um að taka afsagnir sínar til baka. f stjórninni, sem mynduð var 5. janúar sl. eiga aðeins sæti þrír hershöfðingjar, Camel, sem er forseti, Fahri Ozdilek, sem fer með embætti varnarmálaráð- herra og Sidki Ulay, er gegnir embætti innanríkisráðherra. Framhald af bls 22. viljinn var mikill í liðinu, en það brást alltaf hlekkur þegar að markinu kom. Tækifærin voru þó mörg. Þetta var 31. landsleikur fs- lands og sá 14., sem leikinn er erlendis. Af 31 leik hefur fsland unnið 6. ísland hefur aldrei sigr* að í landsleik á erl. grund, einu sinni náð jafntefli, í Kaupmanna höfn 1959. Má af þvl telja að úrslitin séu ekki sem verst. En þar sem enska liðið fær mjög slæma dóma fyrir lélegan leik og öllum ber saman um að ísl. liðið hafi verið gersam lega heillum horfið er að mark- inu dró, er heldur klént að tapa leiknum. Englendingar voru nokkuð harðir í horn að taka. Jakob Jakobsson meiddist og yfirgaf völlinn og kom Kári Árnason í hans stað. Einnig höltruðu þeir Þórólfur og Ellert um völlinn i síðari hálfleik, en voru þó inná allan leikinn, Ellert fær bezta dóma fram- herja liðsins eins og sjá má af annarri frétt hér á siðunni. CDEftTAfM E , . , , drtUI AuLk P°ur toute la famúle Hallbjörgu fagnaö HALLBJÖRG Bjarnadóttir hélt enn eina kvöldskemmtun í Aust urbæjarbíói s.l. laugardagskvöld. Var hvert sæti skipað í húsinu og uppsellt löngu fyrirfram. Var Hallbjörgu fádæma vel tekið og skemmtu gestir sér hið bezta að gamansögum hennar og eftirherm um, svo og látbragðsleik og góð um teikninum manns hennar. Hallbjörg er nú án efa einn vinsælasti skemmtikraft- ur íslenzkur. — Hefur hún víðar en hér hlotið mikið lof fyrir eftirhermiur sínar á ýms um frægustu söngvurum heims, enda nær hún mörgum þeirra sérlega vel. Hallbjörg heldur næstu skemmt un sína annað kvöld, miðvikudag í Austurbæjarbíó. Myndin sem hér fylgir er af auglýsingaspj aldi frá Frakklandi. Þar var Hallbjörg „stjama“ kvöldsins eins og aiuglýsingin sýn ir á mikilli kaibarettsýningu þar seim m.a. var ballett og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.