Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. sept 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 — Um líf og starf Dags Hammar- skjolds DAG Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld, eins og hann hét fullu nafni, var kjörinn framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hinn 31. marz árið 1953 — en hann hafði þá um nokk- urra ára skeið verið fulltrúi Svíþjóðar hjá SÞ. Hinn 7. apríl samþykkti Allsherjarþingið kjör hans með 57 atkvæðum gegn 1, en einn fulltrúi sat hjá. Og hinn 10. sama mánað- ar tók hann formlega við embætti af fyrirrennara sínum, Norðmanninum Trygve Lie. Kjörtímabil framkvæmdastjórans er fimm ár. Þegar annað kjörtímabil Hammarskjölds hófst, 1958, flutti hann ávarp, þar sem hann lýsti því yfir, að hann mundi halda stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna —- en hann mundi „leitast við að fylla allar þær glopp ur, sem kunna að reynast vera á stofnskrá SÞ og venjulegum „diplómatísk- um“ aðferðum, sem beitt er til varðveizlu friðar og öryggis“. Munu flestir sanngjarn- ir menn telja, að Hamm- geiglaus riddari friðarins' HAMMARSKJÖLD skjölds. „Við, sem þekktum hann vel, vitum hvílíkt tjón þetta er fyrir SÞ — og ekki aðeins fyrir samtök þeirra, heldur fyrir allan heiminn.“ Keiðarslag. Kubitschek, fyrrum Brasi- líuforseti, lét svipuð orð falla og lýsti Hammarskjöld sem „einum allra mesta frömuði friðarbaráttunnar í heimin-' um“. — Spellman kardínáli, erkibiskup í New York, sagði að fréttirnar kæmu sem „reið arslag yfir alla friðelskandi menn“, því að Hammarskjöld hefði verið „brimbrjótur lýð ræðisins og geiglaus riddari friðarins“. — Nelson Rocke- feller, ríkisstjóri í New York, sagði m.a.: „Ég er harmi lost- inn. Þetta er skelfilegt tjón öllu mannkyni því að hér var maður, sem flestum öðrum fremur fórnaði sér fyrir vel- ferð, frið og frelsi mannkyns- ins — án þess að hyggja hið minnsta að eigin hag.“ „Ég tel það ekki ofmælt, þótt sagt sé um Hammar- skjöld -framkvæmdastjóra, að hann hafi verið algerlega ein- stæður maður,“ sagði Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs, m.a. í gær. „Hann hafði til að bera það sambland skapandi hugmyndaflugs og nákvæmrar skynjunar raun- veruleikans, sem er svo mikil vægt fyrir þann, sem leysa þarf vandamál á hinu pólitíska sviði. Þetta kom ekki hvað sízt fram í stjórn hans á að- gerðum SÞ í Kongó. Hann- hlýddi á skoðanir þeirra, sem hlut áttu að máli, var fullkom lega trúr fyrirmælum samtak anna, en hikaði þó ekki við að axla ábyrgðina af því að taka einn hinar mikilvæg- ustu og víðtækustu ákvarðan ir, ef friðurinn og framtíð SÞ voru í veði.“ Fráfall framkvœmdastjóra Sf>; „Tjdn, sem ekki verður bætt“ arskjöld hafi starfað í þessum anda af beztu samvizku. ★ Dr. Dag Hammarskjöld var 56 ára að aldri fæddur í Jön- köping í Sviþjóð 29. júlí, 1905, yngri sonur Bo Gustav Hjalm ar Hammarskjöld, sem var forsætisráðherra Svíþjóðar á fyrri stríðsárunum (lézt 1953). — Hann lauk „Bachelor"- prófi í lögum frá Uppsalahá- skóla árið 1930, og 1933 varði hann doktorsritgerð sína í hagfræði við háskólann í Stokkhólmi, en sama ár varð hann dósent í hagfræði við háskólann. Trúnaðarstörf i Svíþjóð. Um nær tuttugu ára skeið, áður en hann tók við fram- kvæmdastjórastöðu SÞ, 1953, var Hammarskjöld lengst af starfandi á vegum sænsku rík isstjómarinnar, oftast sem sérfræðingur í fjármálum og efnahagsmálum. Árin 1949— *51 var Hammarskjöld vara- utanríkisráðherra Svíþjóðar, og næstu tvö ár þar á eftir var hann sérlegur ráðgjafi forsæt isráðuneytisins. Þá var hann um margra ára skeið C1941— •48) formaður bankaráðs Rík- isbankans sænska. Árið 1954 tók Dag Hammar •kjöld sæti föður síns í Aka- demíunni sænsku. Hann var ekki eingöngu valinn til þeirr Gr samkundu sem embættis- maður, heldur var hann mikill bókmenntamaður og bók- menntaunnandi — og þá sér I lagi Ijóðlistar. Hann lét þó •ldrei neitt frá sér fara á því sviði, frá eigin brjósti — en hins vegar hefir hann þýtt er lend ljóð á sænsku. Þýðing hans á „Chronique“ hinu erf- iða verki Nóbelsverðlauna- skáldsins franska, Saint John- Perse, er t.d. talin með mikl- um ágætum. ★ Lagði sig allan fram Nafn Dags Hammarskjölds mun þó að sjálfsögðu lengst á loft haldið vegna hins mikla starfs hans sem framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna — en flestir munu sammála um, að þar hafi hann lagt sig all- an fram til að varðveita frið og öryggi í heiminum, og oft tekizt frábærlega vel að leysa hin erfiðustu vandamál. Það var líka ekki óalgengt að sjá honum lýst í blöðum víða um heim sem hinum frábæra er- indreka friðarins, sem mesta ,,diplómat“ heimsins o.s.frv. — þótt hjáróma raddir heyrð- ust einnig, einkum úr austur átt, og þá sérstaklega nú síð- ustu mánuðina í sambandi við hið mikla verkefni SÞ í Kongó, svo sem kunnugt er og óþarft er að rekja hér frekar, Það mátti líka glögglega sjá á fréttaskeytunum, sem streymdu víðs vegar að í gær, að nú þykir mönnum stórt skarð fyrir skildi, er Dag Hammárskjöld er fallinn frá með svo sviplegum hætti. Voru þar höfð eftir ummæli ýmissa frægra manna um framkvæmdastjórann, en ekki gefst hér rúm til að greina frá nema fáu einu af þeim. ★ Fremsti starfsmaður SÞ. Fyrst barst blaðinu stutt- orð umsögn forseta norska Stórþingsins. Nils Langhelle, sem hingað kom í sumar. Hann sagði: „Hið fyrsta, sem mér kemur í hug við fréttirnar um örlög Dags Hammarskjölds, er, að hér hafi heimurinn misst mann, sem enginn geti komið í staðinn fyrir nú á þessum alvarlegu tímum. Hann var fremsti starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og gaf öðrum fordæmi með ósíngjöm um framkvæmdavilja og heil indum í starfi. Við vorum far in að líta á Hammarskjöld. sem persónugerving þeirrar viðleitni alþjóðasamtakanna að setja niður deilur og tryggja friðinn". ★ Dó fyrir hugsjónina. Kennedy Bandaríkjaforseti sagði í gær m.a., að lát Hamm arskjölds væri sem „persónu legur missir" fyrir milljónir manna um víða veröld. „Þolin mæði hans var svo einstæð,“ sagði forsetinn, að slíkt þekk ist aðeins meðal hinna fágæt ustu manna sögunnar. „Dag Hammarskjöld dó í gær fyrir þá hugsjón, sem hann hafði lif að fyrir. En Sameinuðu þjóð- irnar eru betri og öflugri sam tök — og bjartari von fyrir mannkynið — vegna þjónustu hans við þær. Ég bið þess, að hans síðasta fórn verði öllum aðilum SÞ hvöt. til þess að Ijúka því hlutverki, sem hann lét lífið fyrir,“ sagði Banda- ríkjaforseti að lokum. „Mér hrýs hugur við þess- um hörmulegu fréttum," varð Home lávarði, utanríkisráð- herra Breta, að orði, er hann frétti um afdrif Hammar- Óbætanlegt tjón. í ávarpi, sem Halvard Lange, utanríkisráðherra Nor egs, flutti í útvarp og sjón- varp í gærkvöldi, komst hann m.a. þannig að orði: „Með Dag Hammarskjöld hafa Sameinuðu þjóðirnar misst þann mann sinn, sem mests trausts naut, og Svíþjóð og öll Norðurlönd einn sinna beztu sona. — Lífsstarf hans er einstætt dæmi um óþreyt- andi starfskrafta, óbifanlega réttlætiskennd og sjálfstæði. Sem framkvæmdastjóri gætti hann þess ávallt að fara ekki út fyrir valdsvið sitt.... en jafnframt hafði hann sjaldgæf an hæfileika til að finna lausn vandans, þegar aðstæður voru slíkar, að venjur og fordæmi megnuðu lítt eða ekki að vísa til vegar. Auk þess kunni hann sérlega vel að hlýða á ráð annarra og neyta þess, sem hafði raunhæfa þýðingu gagnvart viðfangsefninu hvert sinn. — Vegna þessara hæfi- leika fann hann leiðina út úr Súez-vandanum 1956 og hættu ástandinu í Líbanon og Jór- daníu tveim árum síðar. Og hann lét lífið, er hann var að reyna að finna leið út úr þeirri — að því er virðist ó- leysanlegu — flækju, sem SÞ standa nú andspænis í Kongó. Enginn veit nú, í hinu spennta ástandi alþjóðamála, sem ríkir, hvern aðildarríki SÞ geta fundið til þess að taka við starfinu eftir hann. Hið skyndilega fráfall Dags Hammarskjölds er vissulega tjón, sem ekki verður bætt.“ K i\ K S T EIW l< Vinnulögsi öf in Eftir hina herfilegu, pólitíska misnotkun kommúnista á verka- lýðsfélögunum við verkfallsbar- áttu þeirra í sumar, hafa augu margra opnazt fyrir nauðsyninni til breytinga á núgildandi vinnru- löggjöf. Þó að mikið hafi verið rætt um þessi mál öðru hverju undanfarin ár, hafa þó fram að þessu ekki verið settar fram neinar ákveðnar tillögur til úr- bóta. . Á þingi sínu, sem nú er ný- Iokið, gerðu ungir sjálfstæöis- menn samþykkt um þessi efni, og mun það vera í fyrsta skipti, sem stjórnrmálasamtök koma fram með ákveðnar hugmyndir til breytinga á þessari þýðingar- miklu, en gölluðu, löggjöf. Hafa tillögur ungra sjálfstæðismanna vakið mikla athygli, en kommún- istar búa sig að sjálfsögðu undir að slá skjaldborg um þetta van- skapaða fjöregg sitt. Lýðræðislegvi reglur í upphafi samþykktar ungra sjálfstæðismanna segir m. a.: „16. þing SUS telur brýna nauðsyn bera til, að sett verði nú þegar ný heildarlög um stéttar-. félög og viimudeilur. Við þá laga setningu ber að leggja áherzlu á eftirfaranói atriði: ★ Að tryggja samningsfrelsi at- vinnurekenda og launþega og sem jafnasta aðstöðu þeirra við samninga um kaup og kjaramál. ★ Að settar verði lýðræðislegri reglur en nú gilda um uppsögn samninga og verkfallsboðun, þar sem m. a. verði gætt eftirfarairdi atriða: ★ Ákvörðun um uppsögn samn- iirga sé því aðeins gild, að við- höfð sé allsherjaratkvæða- greiðsla, sem minnst % hlutar félagsmanna taka þátt í, og sé uppsögnin samþykkt með meiri- hluta greiddra atkvæða. ★ Ákvörðun um verkfallsboðun sé því aðeins gild, að viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla. ★ Þegar boðuð hefur verið vinnustöðvun eða verkbann, sem verulega raskar almannahags- munura eða valdið getur því, að mjög mikil verðmæti fari for- görðum, verði forseta íslands veitt vald til að fresta vinnustöðv un um tiltekinn tíma.“ Keðjuverkföll verði hindruð Nokkru síðar í ályktuninni segir: ★ „Settar verði skorður við því, að margir starfshópar geti stöðv- að sömu atvinnugrein með keðjn verkföllum. Telur þingið, að vinna beri að því, að á komist heildarsamningar launþega og atvinnurekenda um kaup og kjör. ★ Valdsvið Félagsdóms verði aukið og honum m. a. fengið vald til að dæma um ágreining milli stéttarfélaga eða heildar- samtaka þeirra, svo og um rétt- indi manna iniran stéttarfélaga". Margt er líkt með skyldum Það þarf raunar engan að undra, þótt kommúnistar reki upp öskur, þegar tillögur sem þessar eru fram bornar. Þær leggja áherzlu á verndun lýðræð isins innan stéttarfélaga, og állt tal um lýðræði er eitur í beinum kommúnista. Flestir muna sjálfsagt hin aft- urhaldssömn viðbrögð framsókn armanna gegn kjördæmabreyting unni. Ein höfuðröksemd þeirra var sú, að „skerða ætti rétt hér- aðanna“. Nú segja kommúnistar að það eigi að „skerða verkfalls- réttinn“. Báðar þessar fullyrðing ar eru auðvitað jafnhaldlausar, en miða að hinu sama: að villa dómgreind almermings. Fram- sóknarmönnum tókst það ekki, og kommúnistum mun áreiðan- lega ekki takast það heldur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.