Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 13
ÞriSjudagur 19. sept 1961 MORCVNBL AÐ1Ð 13 Ingólfsstyttan ¥ l JHéraðsmót SjálfstæD- afhjúpuð Virbuleg athöfn og hrifningj Hrifudal INGÓLíFSSTYTTAN var afhjúp- uS í Hrífudal í gær við hátíðlega athöfn. Hér fara á eftir tvö skeyti frá fréttaritara Mbl. í för ís- lendinga, séra Gísla Bryrrjólfs- 6yni. Hið fyrra er sent frá Hekiu á sunnudag, en hið síðara í gær. Ferðin framlengd um sólarhring Radio de HEKLA, 17. sept. VHD erum lagztir framundan Askvoll eftir erfiða sjóferð. „Þetta eru óvenjulega hörð veð- ur á þessum árstíma", sagði skip stjóri, er ég náði tali af honum. Við erum 10 tíma eftir áætlun, en allt hefur gengið slysalaust. Farþegar eru í góðu skapi og öruggir undir leiðsögn skipstjóra og skipshafnar. Við komum kl. 6.30 að eynni Hellesöy og tókum þar hafnsögumann. Síðan höfum við siglt norður með ströndinni i sæmilega kyrrum sjó innan skerja. Ferðin hefur verið fram- lengd um einn dag, og styttan verður afhjúpuð kl. 2 á morgun. Þakklæti og hrifning HOLMEDAL, 18. sept. AFHJÚPUNIN fór í alla staði ágætlega fram, og það fór heit bylgja þakklætis og hrifningar nm mannfjöldann, þegar hjúpur- inn féll af Ingólfi, og hið fagra líkneski blasti við fólkinu, um 2000 manns, sem safnazt hafði saman í skógarhlíðinni fyrir ofan veginn. Þegar 60 manna kór hóf at- höfnina með söng, hellti sólin hlýjum geislum gegnum glugga á skýjaþykkninu, og blítt veður hélzt til loka athafnarinnar, sem stóð um klukkutíma. Fylkismaðurinn í Sogni og Firðafylki, N. Schei, bauð gesti velkomna og minntist íslending- anna, sem komnir væru erfiða fei-ð yfir hafið. Síðan flutti forsætisráðherra ís lands, Bjarni Benediktsson, ræðu Og afhjúpaði styttuna við lok htnnar, en lúðrasveit lék norska þjóðsönginn. Þá veitti dómsmálaráðherra Noregs, Jens Haugland, styttunni xnóttöku fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og afhenti hana í umsjá oddvitans á Fjölum. Lúðrasveit lék íslenzka þjóðsönginn. Ráð- herrann sagði í lok ræðu sinnar: ,,Ingólfur er kominn heim. Hetju dáð hans lifir. „Ek veit einn at aldri deyr: dómr um dauðan hvern““. Hann ræddi og um menn ingararfinn, sem ísletidingar varð veittu, meðan Norðmenn bjuggu við þrælakjör. Hlutleysi og Efna- hagsbandalagið Vínarborg, 18. sept. — (AP-NTB — AFP). í DAG hófst í Vínarbörg ráð- 6tefna háttsettra embættismanna frá Svíþjóð, Sviss og Austurríki. Munu þeir ræða á hvern hátt iþessi þrjú lönd geti tekið virkan þátt í Efnahagsbandalagi Evrópu én þess að hlutleysi þeirra verði skert. % Vandamál þetta er hvað erfið- ást fyrir Austurríki því að með Ríkissamningnum frá árinu 1955 •— er sjálfstæði Austurríkis var endurreist — skuldbundu Austur- ríkismenn sig gagnvart Rússum tii þess að halda eindregið við hlutleysisstefnu. Þá talaði Havland oddviti og tók á móti gjöfinni fyrir hönd byggðarinnar, en lófatak mann- fjöldans bergmálaði milli fjall- anna. Athöfninni lauk með ávarpi frú Auðar Auðuns, forseta bæjar- stjórnar Reykjavíkur, sem flutti kveðju Ingólfsbæjar við Faxa- flóa, og þakkarávarpi Olavs Sörbö, kennara, fyrir hönd íbúa Hrífudals. í dag er fólkið á Heklu í boði hátíðarnefndar um borð og í boði Hrífudalsbyggðar í kvöld. Hér ríkir almenn ánægja og vellíðan. ismanna á Vestf jörðum TVÖ héraðsmót Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum voru haldin um síðustu helgi. Var hið fyrra þeirra á ísafirði á laugardags- kvöld. Frú Geirþrúður Charles setti mótið og stjórnaði því, en ræður fiuttu Gísli Jónsson, alþingismaður og Sigurður Bjarna- son, ritstjóri. Bæddu þeir stjórnmálaviðhorfið í landinu. Rita1 stuttu ávarpi, en Friðrik Sigur- Bjarni Benediktsson, Síðan var sýnd óperan eftir Donizetti. Var hún flutt af listamönnunum Þuríði Pálsdótt- ur, Guðmundi Jónssyni, Guð- mundi Guðjónssyni og Borgari Garðarssyni. Fritz Weisshapel lék undir. Bæði ræðumönnunum og lista- fólkinu var ágætlega tekið. Að lokum var dansað. Var mótið vel sótt og fór í öllu hið bezta fram. Héraðsmótið í Bolungarvík Kl. 5 síðdegis á sunnudag var svo héraðsmót Sjálfstæðismanna í Bolungarvík. Sigurður Bjarna- son, ritstjóri, setti mótið með í pílagrímsferð til Noregs Ræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðh. við afhendingu Ingólfsstyttunnar NOREGUR er stórfenglegt og fagurt land. Þess vegna koma tugþúsundir ferðalanga ár hvert til landsins, þótt þeir ella viti lítið um það Og hafi engin tengsl við hina norsku þjóð, til að skoða fegurð þess og mikilleik. Noregur er einnig söguríkt land. Það eru fleiri en Magnús konung Ólafsson, sem fýsir að sjá þann stað á Stiklastöðum, þar sem Ólafur hinn helgi féll. Minn- ingin um hugdirfð Og framsýni þingmannanna á Eiðsvelli lifir enn í hugum frjálsra manna víðs- vegar utan Noregs. Og karl- mennska Hákonar konungs á okk ar dögum hefur veitt konungdæm inu nýjan styrk, ekki einungis í Noregi heldur hvarvetna þar sem þeir stjórnarhættir eru hafð- ir. Á meðan fagrar bókmenntir og listir eru í heiðri höfð, munu nöfn Björnssons, Ibsens, Griegs og Munchs vera uppi og aðkomu- menn sækjast eftir að sjá heim- kynni þeirra eða verka. Við, þessi fámenni hópur, sem hingað er kominn í dag, höfum allt þetta og margt fleira í huga, þó að okkur gefist ekki færi á að skoða nema lítið af því, sem við vildum sjá. En við erum kom- in hingað sérstakra erinda, í píla- grímsför ef svo má segja. Við vitum, að aðrir staðir í Noregi eru fjölsóttari af erlend- um ferðalöngum. Við vitum einn- ig, að í hugum Norðmanna eru aðrir sögustaðir nafnkunnari en þessi, því að hér hefur einkum gerzt sú saga, að frá örófi vetra hefur hér búið gott og dugmikið fólk, sem hefur lifað sínu lífi, erfiðu eða auðveldu eftir því, sem högum þjóðarinnar var hátt- að, og oft er minnst sagt frá þeim, sem farsælastir eru. En hér bjó einnig fyrir 1100 ár- um Ingólfur Arnarson ásamt hús freyju sinni Hallveigu Fróðadótt- ur. Þau fluttu úr landi og gerð- ust landnámsmenn í nýju landi — íslandi. Ingólfur er frægastur allra landnámsmanna, eins og í hinni fornu Landnámabók segir, því að hann kom að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið. Hann varð sannur faðir íslenzku þjóðarinnar, því að með vissu eru allir núiifandi íslendingar af hon um komnir. Á frásögninni af landnámi ís- lands er í senn blær raunveru- leika Og helgisagnar. Þegar Land námabók er rituð, sennilega á 13. öld, hefur verið talið, að æðri máttarvöld hafi ráðið för Ingólfs til fslands. Áður en Ingólfur afréð að hverfa frá heimkynnum sínum leitaði hann sér heilla um for- lög sín að blóti miklu. Fréttin vísaði honum til fslands. Næsta vor hélt hann til fs- lands, Og er hann sá landið skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla sér. Valdi hann sér bústað, þar sem þær bar að landi, þótt þrjú ár tæki að leita þeirra. Þær fundust á þeim stað, sem Ingólfur nefndi Reykjavík, þar bjó Ingólfur og næstu af- komendur hans. Fyrr Og síðar hefur menn furð- að á, að Ingólfur, hinn fyrsti landsnámsmaður, skyldi velja sér bústað í Reykjavík. í hinni þurru, stuttaralegu frásögn Landnámu heyrist undrunin í þessum orð- um Karla, annars þess, sem fann öndvegissúlurnar: Til ills höfum vér farið um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta. Þessi ummæli eru skráð fjór- um öldum eftir að þau eiga að hafa verið sögð. Við vitum ekki, hver þá bjó í Reykjavík, og er Okkur þó enginn tími fyrri alda sögu íslands betur kunnur af samtíma-heimildum en sá. Það sýnir, að þá var Reykjavík ekki sérstakt höfðingjasetur. Þeir bjuggu þá og lengi síðar í hinum „góðu héruðum“, er Ingólfur.fór um og valdi ekki. Þegar menn þá spurðu sjálfa sig af hverju Ingólfur hefði hafn- að hinum „góðu héruðum" og valið „útnesið" var svarið, að þar fann hann öndvegissúlurnar. Til sannindamerkis var það, að á tímum sagnritarans stóðu önd- vegissúlurnar enn í eldhúsi í Reykjavík. Höfðinginn, sem allra kosta átti völ, vaidi sér eftir æðri handleiðslu bústað, sem hinn skammsýni nöldurseggur sá fáa kosti við. Þessi frásaga er ekki einungis merkileg helgisögn beldur felst í henni furðulegur spádómur um framtíðina. Hún er rituð á þrett- ándu öld. Þá hafði verið hljótt um Reykjavík eftir frásagnir af þriðja eða fjórða ættlið frá Ing- ólfi. Síðan má segja, að Reykja- vík hafi enga þýðingu í sögu ís- lands fyrr en á miðri átjándu öld. Þá hefst vegur Reykjavíkur á ný, jafnsnemma og endurreisn landsins alls. Síðan hefur þetta tvennt fylgzt að. Nú er Reykja- vík staðurinn, þar scm öndvegis- súlur Ingólfs flutu að landi, höf- uðstaður sjálfstæðrar íslenzkrar þjóðar. Enn þykjumst við vita, hvar bær Ingólfs hafi staðið. Þegar við förum um Aðalstræti höfuðborg ar okkar, þá göngum við sama stíginn og Ingólfur og menn hans fyrstir tróðu frá bæ sínum til sjávar. Enn leika reykvísk börn sér á sama hólnum, þar sem börn Ingólfs hófu fyrstu barnaleik- ina á íslandi. Sömu oörnin og áð- ur léku sér á vellinum þar sem nú stöndum við. Leikvangur þeirra á íslandi var einmitt á hólnum, þar sem mynd föður þeirra, Ingólfs, hefur nú staðið einn mannsaldur, eins og hún mun héðan í frá horfa yfir hinn fyrsta leikvang þeirra og hans sjálfs hér í Rivedal. En það var ekki einungis, að Ingólfur, hinn fyrsti og frægasti landnámsmaður íslands, sliti hér barnsskóm og léki sér um völl, heldur var það og héz sem frétt- in vísaði honum til fslands. Hann leitaði hennar sér til heilla og hún varð til þess, að hann gerðist ættfaðir heillar þjóðar. Hvort sem við trúum bókstaf- lega hinum gömlu sögum, sem í Landnámabók eru skráðar eða ekki, þá höfum við öll það fyrir satt, að einmitt hér í Rivedal hafi fyrst af öllum stöðum verið mælt fyrir heill fslands og hér var með vissu tekin sú ákvörðun, sem saga byggðar á íslandi verður rakin til. Við íslendingar erum tengdir Norðmönnum og Noregi á ótal vegu. Frá Noregi komu forfeður okkar og héðan tóku þeir með sér tungu sína sem við enn tölum og sízt viljum glata. Hingað sóttu þeir uppistöðu í réttarskipun sína, sem við enn erum stoltir af. Til íslands fluttu þeir með sér forna norska menningu, sem í mynd Eddu-kvæða og frásagna Snorra Sturlusonar er enn hluti af uppeldi okkar og hugarheimi. Um fram allt höfuui við fengið björnsson, lögreglustjóri, formað ur Sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs stjórnaði því. Ræður fluttu Ingólf ur Jónsson, landbúnaðarráðherra, og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð isflokksins. Ræddi ráðherrann fyrst og fremst, þau vandamál, sem við væri að etja í íslenzkum stjórnmálum um þessar mundir og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til efnahagslegrar viðreisnar í landinu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson ræddi einnig stjórnmálaviðhorfið en minntist einnig á nokkur hags munamál Bolvíkinga og annarra Vestfirðinga. Síðan var flutt sama ópera og á ísafirði en um kvöldið var dans leikur. Var ræðumönnum og lista fólkinu ágætlega fagnað. Mikill fjöldi fólks sótti héraðsmótið. Spíramálið SPÍRAMÁLIÐ svokallaða, sem upp kom á Suðurnesjum fyrir nokkru, er enn í rannsókn, eftir því sem Gunnar Sæmundsson, fulltrúi í Hafnarfirði, tjáði Mbl. í gær. Skammt mun þess þó að bíða, að endanlegar niðurstöður liggi fyrir í málinu. að erfðum frá Norðmönnum seiglu, áræði og sjálfstæðisþrá, sem fleytti þjóðinni í gegnum ótal margar aldalangar þreng- ingar og gerði henni að lokum fært að fylgja norsku fordæmi og endurheimta sjálfstæði sitt og skipa sér í sveit frjálsra þjóða. Hvergi finnum við betur til skyldleika okkar við Norðmenn né minnumst fremur alls þess, sem við eigum þeim að þakka, en á þeim stað er nú stöndum við. Þessvegna erum við komnir hingað í pílagrímsferð. Við erum fáir, en við erum fulltrúar heillar þjóðar, þótt lítil sé. Því að við erum hér staddir til að fullnægja þessari ákvörðun Alþingis íslend inga: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að afsteypa af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni verði reist í Rivedal, Dalsfirði í Noregi og afhent Norð mönnum að gjöf frá íslendingum sem tákn óbrotgjarnar vináttu þjóðanna." í greinargerð þessarar álykt- unar Alþingis segir: „Víða í Nor- egi verður vart einlægrar vin- áttu til íslendinga og hvergi þó fremur en í hinum fornu heim- kynnum Ingólfs Arnarsonar. ís- lendingar finna og hvergi betur ttír hinna nánu banda ætternis og vináttu, er tengja þá norsku þjóð inni. Þykir fara vel á því, að hin sama myndastytta af Ingólfi Arnarsyni, sem gnæfir yfir bæj- arstæði hans í Reykjavík, verði einnig reist í Rivedal til merkis um og staðfestingar á vinarhug fslendinga til sinnar norsku frændþjóðar." Að svo mæltu afhendi ég þessa gjöf, eins og mér hefur verið falið. Megi ímynd Ingólfs Arnarson- ar, í steini hér í Rivedai og Reykjavík, en þó einkum r huga alinna og óborinna, að eilífu minna íslendinga á upphaf sitt Og standa öruggan vörð um ó- brigðula vináttu þeirra og Norð- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.