Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept 196\ Engiand vann island 1 - 1» A Ð var sólskin og hlýtt í veðri en nokkur gola þegar landslið íslendinga í knatt- spyrnu maetti enska áhuga- mannalandsliðinu á Lockers Park High Wycombe í Buck- hinghamshire í úthverfi Lundúna sl. laugardag. Milli 4 og 5 þúsund áhorfendur voru á leiknum og segir fréttamaður blaðsins að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum, því leikurinn var fremur leiðinlegur og daufur lengst- um. Svo fóru leikar að Eng- lendingar unnu með 1 marki gegn engu. Englendingar náðu undirtök- um í leiknum strax í byrjun. Voru framherjar ísl. liðsins feimnir og fálmandi en mjög reyndi á vörnina. Reyndist Hörð ur Felixsson og Helgi í markinu hinir traustustu, en einnig átti Árni Njálsson góðan leik. Eina mark leiksins kom þegar! eftir 8 mín. Skoraði v. útherji Englendinga Brown það nokkuð óvænt. Hann skaut að markinu’ og Helgi var í góðri aðstöðu til að verja, en knötturinn snerti varnarleikmann og breytti um' stefnu svo Helgi kom engum vörn um við. Englendingar höfðu frumkvæð ið í leiknum lengst af í fyrri há;f leik. Áttu þeir þá nokkur góð. upphlaup. Komust þó sárasjald- an í góð markfæri vegna dugnað 4:0 í öðrum leik Islendinganna í Cnglandi fSL. knattspyrnumennirnir, sem nú eru í Englandi léku fyrri aukaleik sinn í gær. Var ’ / hann gegn liði Isthmian Lea- 1 gue, sem teflir fram úrvali á- * hugamanna í einum hluta Lundúna. Leikurinn fór fram á Wimbledon vellinum í út- jaðri London og voru áhorfend ur um 5000. íslendingar töpuðu leiknum með 4 gegn engu. Fréttamaður Mbl. I Lundún um segir að fyrri hálfleikur hafi verið jafn, en enska liðinu tókst tvívegis að skora, fyrst eftir 20 mín. og hitt 10 mín. síðar. Enska liðið náði svo algerum yfirburðum í síðari hálfleik ’ og bætti tveim mörkum við. Hinu fyrra rétt í byrjun hálf- leiksins úr vítaspyrnu og því síðara um stundarf jórðungi fyrir leikslok. Ágætis veður var er Ieikur inn fór fram. íslenzka liðið virtist þreytulegt og máttlítið. Samkvæmt fyrra skeyti átti liðið að vera þannig: Heimir, Hreiðar, Árni, Garðar, Jón Stefánsson, Kári, Gunnar Fel ixson, Þórólfur, Ellert og Ingv ar Elísson. ar varnarinnar. Eitt sinn brutust þeir í gégn og áttu fast skot sem Helgi náði ekki — en knötturinn lenti í þverslánni og hættan var liðin hjá. í síðari hálfleik sóttu íslend- ingar mun meir. Áttu þeir hvert upphlaupið af öðru og komust oft æði nálægt marki Englendinga, en í hvert sinn brugðust skot- hæfileikar framherjanna ís- lenzku. Á köflum sýndi ísl. liðið mjög góðan samleik og vann hug j og hjörtu áhorfenda. Baráttu-1 Framhald á bls. 2 . Ellert Schram á hér í hörkunávígi við fyrirliða Englands, Roy Law. EHert hafðl knöttinn og Law er áhyggjufullur. En ekki varð mark úr. T. v. er v. bakvörður John Harris. Sagt eftír leikinn Fréttaritari Mbl. í Lundún- um sendi blaðinu í gær eftir- farandi ummæli ýmissa blaða og íþróttafréttamanna auk ís- lendinga um landsleik Eng- lendinga og íslendinga. BBC (brezka útvarpið) seg- ir: „íslendinga skorti skot- menn. Ef þeir væru fyrir hendi, hefðu íslendingar sigr- að. íslendingar áttu meira í leiknum". Blaðið Evenmg News segir: Ellert Schram var hættulegast ur íslendinganna. Sókn íslend inga var þung í síðari hálfleik, en enginn skotmaður fannst í liði þeirra“. Blaðið bætir við að ísl. liðið hafi verið óheppið í þessum leik. Það hrósar Þór ólfi Beck fyrir uppbyggingu leiks. Hörður Felixson miðvörður ísl. liðsins sagði: „Eg tel árang urinn góðan. Framherjarnir voru ekki í skotskónum sinum i þessum leik. Ef allt hefði ver ið með eðlilegum hætti, hefði ekki mikið verið hægt að segja við sigri íslands 3 gegn 1“. Sunday Express segir: „fsl. liðið var mun ákveðnara en hið enska. En það eyðilagði sjálft sín góðu tækifæri. IJtherjinn Brown frá Fulham var bezti leikmaður á vellinum og illa vantaði Lim Lewis, segir blað ið. News of the World segir að búast megi við mörgum breyt ingum á enska liðinu eftir þennan leik. Enska liðið hafði fyllilega unnið til tveggja marka í þessum leik og sigur enska liðsins var verðskuldað ur. Af þessum sýnishornum af blaðaummælum og ummælum leikmanna virðist það heldur skoðun manna að íslendingar hafi verið óheppnir og hefðu jafnvel án allrar heppni átt að vinna þennan leik. En það eru mörkin sem gilda — og þau skorti hjá okkar mönnum. Björgvin Schram form. KSÍ segir: Eg er ánægður með frammistöðu ísl. liðsins. En það var óheppni fremur en heppni sem var yfir liði fs- lands í þessum leik. „Hingað og ekki lengra“ — segir Helgi «g grípur inn í leikinn. Jón Stefánsson er til taks ef illa færi. Fyrirliðar hcilsast fyrir leikinn. Roy Law miðvörður t. en Helgi Jónsson t. h. í miðið er dóinari leiksins. v. Kári, hinn 17 ára nýliði, sem kom inn fyrlr Jakob, sækir að enska markinu en Mike Pinner markvörður er fyrri til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.