Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVJSBLÁÐIÐ Miðvlkudágur 20. sept. 1961 IMorræna listsýn- ingin í Reykjavík Ummæli listagagrurýnanda Berlingske Tidende Kaupmannahöfn í sept. BERLINGSKE Tidende birtir sunnudaginn 10. sept. grein um norrænu listsýninguna í Rvík. — Er það aðallistagagnrýnandi blaðsins, Jan Zibrandtsen, sem ritar hana. Fór hann til Reykja víkur og var við opnun sýning- arinnar. Fer hann fyrst nokkrum al- mennum orðum um norrænu listsýningarnar. Hann kveður þessa sýningu fara vel í hinu íslenzka Þjóðminjasafni og í Listamannaskálanum, en telur að betra hefði verið fyrir áhorf endur að átta sig á henni, ef listamenn frá hverju einstöku landi hefðu haft verk sín sam- an. Norræna listabandalagið hafi ekki vilja skipuleggja sýn- inguna þannig. Þess vegna geti að líta verk listamanna hinna Flögguðu ekki í GÆR voru fánar dregnir í hálfa stöng á Stjórnarráðinu _ og Arnarhvoli, vegna fráfalls Dags Hammarskjölds, aðalrit ara SÞ. Sömuleiðis voru fán-J ar dregnir í hálfa stöng á öll- um erlendum sendiráðum í bænum — nema rússneska sendiráðinu. Mbl. náði tali af Shikalov, 1. sendiráðsritara sendiráði Sovétríkjanna, og spurði hann faverju þetta, sætti Shikalov kvaðst ekki hafa leyfi til að svara spum- ingu blaðamannsins um þetta, itriði. Blaðamaður Mbl. ( spurði þá hvort enginn á sendi ráðinu hefði leyfi til að svara| þessari spurningu. Sagði þá 1. sendiráðsritari að sendiráðiði _yrði að hafa samband viðj »„protokol-deild“ sovézka utanl ríkisráðuneytisins um slík at- riði sem þessi. ymsu sah landa í einum og sama Þrír íslendingar fá góða dóma Jan Zibrandtsen minnist á verk nokkurra einstakra lista- manna. En þeir íslendingar, sem nefndir «ru í grein hans, eru: Jón Stefánsson, listmálari, Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari, og Jóhannes Jóhannesson, list- málarL Zibrandtsen kemst m.a. þann ig að orði, að íslenzki mynd- höggvarinn Ólöf Pálsdóttir slái á milda og mannlega strengi í Framhald á bls. 23. Veður er nú undir áhrifum frá grunnri lægð yfir Græn- landshafi, S-átt með skúrum sunnanlands Og vestan en Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-mið til Breiðafjarðar og miðin: Sunnan og SA- kaldfa skúrir en bjart með bjartviðri norðaustan lands. — köflum. — Vestfirðir til Aust Hiti var 9—11 st. Vestan við fjarða og Vestfj.mið til NA- Grænland er önnur lægð Og miða: Sunnan gola, léttskýj- tmeiri. Hún hreyfist austuir eftir. — Á meginlandinu aust an hafs er hlýtt í veðri, 24 st. í London og 27 í París. að. — SA-land, Austfjarða- mið og SA-mið: Sunnan og SV kaldi, skúrir en bjaxtmeð köflum. <*>+* Enn er barizt í Katanga En vlgstaban er óljós — SÞ fá orustujpotur til styrktar aðgerðum sínum LEOPOLDVILLE, 19. sept. — (NTB—Reuter) — Fréttum ber ekki saman um atburði og ástand í Katanga, fremur en oft áður. Herstjórn Katanga lét þau boð út ganga í dag, að gæzlusveitir SÞ í Kaminaher stöðinni (írskar, sænskar og malajiskar) hefðu gefizt upp, eftir þriggja daga látlausar árásir. Einnig var því haldið fram, að borgin Albertville væri nú á valdi Katangahers. Báðar þessar fullyrðingar hafa þó verið bornar til baka af talsmönnum SÞ. — Átök eru enn í Elisabethville, en sænskur foringi í liði SÞ full yrti þó í dag, að gæzlusveitirn ar hefðu þar tögl og hagldir. • SÞ fá orrustuþotur James Tomlins, fréttaritari Reuters í Elisabethville, £»igir að Katangamenn virðist nú telja, eftir lát Hammarskjölds, að SÞ hljóti að verða undir í átökunuim — og hann hefir það eftir héim ildum, sem standa nærri Tsjombe stjóminni, að gæzlusveitirnar muni hætta bardögum innan fárra daga. — E» jafnframt er nú upplýst, að herstjórn SÞ sé að fá orrustuþotur til umráða, sem virðist benda í öfuga átt. Er um að ræða fjórar þotur og fjórar flutningaflugvélar — og það var Dag Hammarskjöld sjálfur, sem bað um þessar flugvélar, en þot urnar skulu vera til verndar flutningaflugvélum SÞ. Orrustu þotur Katangastjórnar hafa gert þeim marga skráveifu — laskað a.m.k. sjö þeirra og drepið nokkra indverska hermenn í árásum sín um. — Nú er hins vegar haft eftir talsmönnum SÞ, að Tsjombe hafi fyrirskipað, að þötuárásun um skuli hætt. Það er aðallega ein Katangaþota, sem hefur ver ið sérlega athafnasöm — og sagði talsmaðurinn, að flugmaðurinn væri belgiskur þegn. í kvöld var gefin út tilkynm ing í aðalstöðvum SÞ í New York þar sem vísað var algerlega á bug þeim fréttum, að Kaminaherstöð in sé fallin í hendmr Katanga- mönnum. Hins vegar hefðu gæzlu sveitimar flutt sig til, þannig að þær verji nú aðeins mikilvægustu „punktana“ þar. — Skipt um hlutverk Frh. af bls. 1 Þjóðviljinn er þó ckkf alveg einn um hringsnún- ing í kjarnorkumálunum. Krúsjeff hefur nú einnig skipt um hlutverk og kast a3 af sér gervi friðareng- ilsins, sem honum er svo tamt að bregða yfir sig, þegar syrtir í álinn. Hann hefur nú umbúðalaust hót að lýðræðisþjóðunum tor- tímingarstyrjöld í þeirri von að geta með því knú- ið þær til undanhalds. Hann gerir sér vonir um, að á þennan hátt geti hann neytt Vesturveldin til við- ræðna, þar sem eina mál- ið á dagskrá verði: hve miklu eru lýðræðisríkin reiðubúin til að afsala sér? Einbeitt viðbrögð Vest- urveldanna að undan- förnu, og þar á meðal kjarnorkutilraunir Banda- ríkjamanna, benda þó ó- tvírætt til, að þessar von- ir muni bregðast. — Nán- ar er rætt um þessi mál í Staksteinum í dag. Yfirfara raflínur Akranesi, 19. sept. FJÖGRAMANNA rafvirkjaflokk- ur undir stjórn Lúðvígs Davíðs- sonar er nú að vinnu í Skilmanna hreppum. Eru þeir að yfirfara línur og spennistöðvar, og hafa unnið þarna Og á nálægum slóð- um í 6 vikur. — Oddur. Rusk og Gromyko ræða um Berlín New YorJc, 19. ÞAÐ er nú Dean Rusk, sept. — (AP) kunnugt, að utanríkisráð- Thor Thors um Dag Hammarskjöld: ÞEGAR kunnugt varð um fráfall Dags Hammar- skjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, leit- aði Mbl. ummæla Thors Thors, sendiherra, sem verið hefur fastafulltrúi íslands hjá samtökunum, síðan við gengum í þau árið 1946. Svohljóðandi ummæli sendiherrans bár ust Mbl. snemma í gær: Dagur er liðinn. Við frá fall Dags Hammarskjölds hvílir nótt sorgar, óvissu og öngþveitis yfir hinum Sameinuðu þjóðum. Hann fórnaði Sameinuðu þjóð- unum lífi sínu og hlaut að Iaunum að deyja eins og hetja. Mannkynssagan mun geyma með glæstu letri nafn þessa hæverska, háttprúða manns, sem helgaði hverja stund þeirri stóru hugsjón allra alda, að mannkynið megi búa í friði og allt fólk um all- an heim lifa við sæmileg kjör. Ég kynntist Dag Hamm arskjöld fyrst fyrir 15 árum, er hann var í sér- stökum erindisrekstri fyr- ir ríkisstjórn sína hér í Washington. Við vorum aðeins fimm í kvöldverðar boði á heimili sendiherra Svíþjóðar. Það var því tækifæri til að ræðast við. Þótt Dag Hammarskjöld væri sérlega hæverskur, vegna háttprýði sinnar, ljómaði af honum birta stórkostlegra gáfna, djúps fróðleiks og gnægrar þekk ingar. Sömu hæfileikar voru einkenni hans alla tíð. Hann var ekki mjög þekktur maður, þegar hann var kjörinn fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en að góðu einu var hann reyndur og miklar vonir voru tengd- ar við andlegt atgjörvi hans. Brátt náði hann þeim tökum á stjórn Sam- Dagsljós SÞ, hamar þeirra og skjöldur einuðu þjóðanna, að hann vissi allt og réð sjálfur öllu um rekstur þeirra. Stjórnendum veraldarinn- ar kynnti hann sig á þann veg, að nær allan starfs- tíma sinn var honum þakkað af öllum og lof hans var á hvers manns vörnum. Eftir fyrstu fimm starfsárin var hann ein- róma og í alheims þökk endurkjörinn framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóð- anna. Nú átti hann eftir rúmlega eitt ár til næsta kjörs. Dag Hammarskjöld verð ur ekki aftur í kjöri. 111 sköp ráða því. Dag Hamm arskjöld hagaði lífi sínu á þann veg, að hann virtist eiga eitt og aðeins eitt á- hugamál — og það var að efla starfsemi og styrk- leika Sameinuðu þjóð- anna og tryggja framtíð þeirra. Það var hollt og göfugt líf að mega helga sig heill og velferð alls mannkynsins. 1 því starfi fannst Dag Hammarskjöld engin fórn of stór, jafn- vel ekki sú síðasta. íslendingar hafa ástæðu til að þakka Dag Hamm- arskjöld velvild og skiln- ing á öllum stundum. Við syrgjum hann og söknum hans og biðjum þess, að merki hans verði haldið á lofti — svo að treysta megi framtíð Sameinuðu þjóðanna og þar með . vernda frið á jörðu. Starf hans og þrek og hugsjón skal verða dagsljós allri starfsemi Sameinuðu þjóð anna, hamar þeirra og skjöldur. herra Bandaríkjanna, og hinn sovézki „mótpartur14 hans, Andrei Gromyko, hafa í huga að hittast á fimmtudaginn til þess að ræða Berlínarvanda- málið. Það voru þelr Charles E. Bohlen og Valerian Zorin, sovézki varautanríkisráðherr ann, sem undirbjuggu fund- inn í dag. Þeir miðuðu að því í viðræðum sínum, að fundur þeirra Rusks og Gromykos gæti orðið á fimmtudag. Forsetinn heiðursdoktor FORSETI Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, var í gær gerður heiðursdoktor í lögum við há- skólann í Manitoba. Við þessa at höfn afhentí forsetinn háskólan- um að gjöf ljósprentað eintak af Skarðsbók, sem er eitt þekktasta handrit Jónsbókar, er varðveitzt hefur. (Frá utanríkisráðuneytinu, 19. sept. 1961) Nýr bátur NÝR bátur bætist enn í flota Akurnesinga. Hann heitir Anna, frá Siglufirði, 130—140 tonna. Báturinn er tæplega eins árs gam all. Eigandi er Þráinn Sigurðsson, útgerðarmaður. Skipstjóri á önnu í haust og vetrarvertíð verður kunnur afla- maður hér í bæ: Þórður Guðjóna son. Hann er þegar byrjaður að ráða menn á bátinn. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.