Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvíkudagur 20. sept. 1961 T CTtgeíandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: 4ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasöiu kr. 3.00 eintakið. ÖRLAGASTUND SAMEINUÐU ÞJÖÐANNA extánda þing Sameinuðu® ^ þjóðanna er nú hafið í New York. Fyrir löngu var vitað, að þess biðu fjölmörg mikil og vandasöm verk- efni. En nú hefur sú ógæfa bætzt við, að Dag Hammar- skjöld, aðalframkvæmda- stjóri samtakanna, er fall- inn frá. Maðurinn, sem mestar og stærstar vonir voru við tengdar í hinu mikla friðar- og sáttastarfi Sameinuðu þjóðanna. Það mikla vandamál liggur nú fyrir, hvemig skipa skuli í sæti hans. Hammarskjöld hafði sýnt hina mestu stjórn vizku, einstæða lagni og festu í framkvæmdastjóra- starfi sínu. Hann naut meira og víðtækara trausts en nokkur annar maður, sem riðinn hefur verið við starf- semi samtakanna frá upp- hafi. Á síðasta þingi Sameinuðu þjóðanna réðust Rússar og fylgiríki þeirra af mikilli heift á Hammarskjöld. — Lögðu þeir til að embætti hans yrði lagt niður og framkvæmdastjóm samtak- anna yrði síðan skipuð þremur mönnum. Engum getur dulist að þetta var gert til þess að veikja samtökin og koma í veg fyrir að þau gætu haldið uppi því lög- gæzlustarfi í heiminum, sem er kjarni hugsjónar þeirra. Dag Hammarskjöld sner- ist hart gegn þessum til- raunum til þess að lama starfsemi Sameinuðu þjóð- anna, og hann naut fylgis og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóða, sem sam- tökin fylla. Nú má búast við, að Rúss- ar hefji að nýju baráttu fyr- ir þessum tillögum sínum. En það em eins og fyrr segir fleiri vandamál sem bíða 16. þings Sameinuðu þjóðanna en kjör nýs fram- kvæmdastjóra. Afvopnunar- málin eru í hinu mesta öng- þveiti. Rússar hafa hafið kjarnorkusprengingar í stór- um stíl og Bándaríkjamenn hafa neyðzt til að svara þeim með því að byrja kjarn orkutilraunir neðanjarðar. — Ennþá hefur ekki tekizt að koma á friði í Kongó og nýja ófriðarbliku hefur dreg ið upp yfir Berlín. — Hið mikla þjóðanna þing horfist því nú í augu við mikinn vanda og margar uggvæn- legar blikur eru á lofti í al- þjóðamálum. AFKOMA SJÁVAR ÚTVEGSINS rkki eiga íslendingar eins ^ mikið undir góðri af- komu neins atvinnuvega sinna og höfuðútflutningsat- vinnuvegar síns, sjávarút- vegsins. Undanfarin ár hefur þessi atvinnuvegur þó átt við þung bæra erfiðleika að stríð«a. — Ýmsar mismunandi ástæður liggja sjálfsagt til þessara erfiðleika, en fullvíst er, að það efnahagskerfi, sem hér ríkti fyrir viðreisnarráðstaf- anirnar, bóta- og uppbóta- kerfið, átti þar ekki hvað minnstan hlut að máli. Árleg ar breytingar og óvissahöfð«u áreiðanlega mjög slæm áhrif á afkomu sjávarútvegsins. Með viðreisninni urðu hins vegar þáttaskil. Bóta- og styrkjakerfið, sem útflutn- ingsframleiðslan hafði búið, við síðan árið 1951, var af- numið, og henni skapaður heilbrigður rekstursgrund- völlur með breyttri gengis- skráningu og öðrum ráðstöf- unum. Þrátt fyrir þetta hefur af- koma sjávarútvegsins síðan þessar ráðstafanir voru fram kvæmdar, ekki orðið eins góð og stefnt var að, en þar valda mestu óhagstæðar ytri aðstæður. Kemur hér til gífurlegt verðfall á lýsi og mjöli, af- leit síldarvertíð 1960 og vetr- arvertíð 1961, aflabrestur hjá togaraflotanum, og ofan á þetta bætast svo þungar byrðir margra greina sjávar- útvegsins vegna taprekstrar uppbótaráranna, skortur á lánsfé til hæfilega langs tíma og jafnvel að nokkru leyti ógætileg fjárfesting. Ríkisstjórnin hefur leitazt við að bæta úr þessum örð- ugleikum með ýmsum ráð- stöfunum. Ber þar hæst þá löggjöf, sem sett var á síð- asta þingi um eflingu stofn- lánadeildar sjávarútvegsins, en með henni var gert kleift að breyta styttri lánum sjáv arútvegsins í löng lán. Enda þótt þessar ráðstafanir hafi komið til og þrátt fyrir góða sumarsíldveiði á þessu ári, góð aflabrögð báta á öðrum veiðum á sl. vori og sumri og hækkað verðlag þýðing- mikilla útflutningsafurða, stendur sjávarútvegurinn þó enn ekki svo traustum fót- .um sem æskilegt er. Ástæð- 1 Hvaö vakti fyrir Krúsjeff? ! London, 31. ágúst. SÚ ÁKVÖRÐUN Rússa að hefja að nýju kjarnorkutil- raunir, hefur hvarvetna vakið óskipta gremju. Framámenn í Englandi höfðu verið þeirrar skoðunar alllengi, að afstaða Sovjetríkj anna á ráðstefnunni um bann við kjarnorkutilraunum í Genf, hefði mótazt af því, að þeir hefðu enn á ný í hyggju að hefja tilraunir. Síðan tekið var að ræða þessi mál að nýju í febrúar á þessu ári, og Vest- urveldin höfðu komið með nýj ar tillögur um bann gegn kjarnorkuvopnum og stigið stórt spor í samningsátt, hafa Rússar smám saman fallið frá algeru banni, þar til svo er komið sem nú. Mönnum varð ljóst, að Rúss um var ekki lengur neitt um að banna kjarnorkutilraunir, hverju sem það nú sætti. En menn héldu, að þeir myndu enn þrjózkast við í Genf og reyna með klókindum að fá Bandaríkin til þess að hefja kjarnorkutilraunir á undan þeim og rifta þannig samning- um. Þá hefðu Rússar getað hafizt handa og það með pálm ann í höndunum og spilað sig dyggðuga í augum Allsherjar- þings Sameinuðu Þjóðanna. En Kennedy forseti hefur sýnt, að hann er sterkari og umburðarlyndari samninga- maður en Rússar höfðu búizt við. Þótt Bandaríkjaþing og Bandaríkjaher hvetti Kennedy eindregið til að hefja tilraunir, hefði hann, ef að líkum læt- ur, aldrei hafið þessar tilraun ir, nema að loknum umræð- um í Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. En spurningin, sem ásækir menn, er þessi: hversvegna gátu Rússar ekki beðið? — enda þótt sýnt sé, að þetta sé þeim mikill áróðurshnekkir og stingi illilega í stúf við hlut- leysisráðstefnuna í Belgrad og stefnu Afríku og Asíuríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hin opinbera yfirlýsing Sovjetríkjanna sýnir Ijóslega, að Rússar gera sér þetta allt ljóst. Yfirlýsingin er undarleg samsuða hernaðarhroka og undirgefinnar afsökunar. Þar er játað, að „allar tilraunir mð kjarnorkuvopn hrelli mannkynið og særi.‘* Svo að yfirlýsingin nær ekki einungis „til vina Sovétríkj- anna, sem réttilega skilja frið- elskandi stefnu Sovjetríkj- anna, hldur einnig til manna erlendis, sem ef til vill kynnu að dæma of hart ákvörðun Sovjetríkjanna um að hefja að nýju kjarnorkutilraunir." Rússar reyna að iíkindum eft ir mætti að ná hylli hlutlausu ríkjanna með því að skella skuldinni á Frakkland, sem fallið hefur í ónáð meðal Af- ríkuríkjanna, með því að gera kjarnorkutilraunir íSahara og með því að ögra nú síðast Sam einuðu þjóðunum vegna Bizerta-málsins. Þeir reyna einnig að leiða frá sér athyglina, með því að berjast fyrir því með miklum bægslagangi í Sam. þjóðun- um að koma á algerri afvopn un. Sovjezki fulltrúinn á Gen- farráðstefnunni, Tsarapkin, lýsti yfir, að nú myndu Sovjet ríkin ekki viðurkenna neins- konar eftirlit, jafnvel ekki með kjarnorkutilraunum, nema að því tilskildu, að al- gerri afvopnun yrði komið á. Það er hins vegar harla ólík- legt að hlutlausu ríkin láti blekkjast af þessu. Þessi ríki meta að verðleikum tillögur Sovjetríkjanna um afvopnun, en þeim er einnig mikið um að banna kjarnorkutilraunir. Og nú hefur Rússland kjárn- orkutilraunir að nýju og það undir því yfirskini, að verið sé að reyna „margs konar öfl- ugar kjarnorkusprengjur, sem jafnast að styrkleika á við 20, 30, 50, og 100 milljónir smá- lesta af T.N.T.“, sprengjur, ■sem hægt yrði að skjóta um gervallan him með geimflaug um. Eftir slíkar aðgerðir er erfitt að kingja blaðri Sovét- ríkjanna um afvopnun, jafnvel fyrir umburðarlyndustu hlut- leysingja. En hvers vegna gera Rússar þetta? Aðeins tvær skýringar virðast hugsanlegar. Önnur er sú, að hermálasérfræðingar Sovjetríkjanna leggi hart að valdamönnum þar í landi að reynt verði að verða ofan á í vígbúnaðarkapphláupinu, og hafi tilraunirnar verið hafnar fyrir áeggjan þeirra, hvað sem stjórnmálamenn eystra töldu ráðlegt. Hin skýringin er sú, að Krúsjeff sé þeirrar skoðunar, að Berlínarmálið og Þýzkalandsmálið skipti Sovjet ríkin svo miklu, að hann sé fús til að fóma öllu í þeirra þágu. Hann ætlar sér að réka rembihnútinn á Berlínardeil- una, og kjarnorkutilraunirnar eru þannig þáttur í hinni nýju stefnu hans. Yfirlýsing Sovjet ríkjanna lætur í veðri vaka, að þetta séu nauðsynlegar gagnráðstafanir vegna liðsefl- ingar Nato í sambandi við Berlínarmálið. En á hinn bóginn mætti allt eins segja, að Rússar hafi ýft upp Berlínardeiluna, til þess að fá sér yfirvarp, til þéss að hefja kjarnorkutilraunir að nýju. Því að raunin er sú, að Rússar voru farnir að guggna, varðandi bannið við kjarn- orkutilraunum, a.m.k. þremur mánuðum áður en Krúsjeff tókað hampa Berlínarvanda- málinu á Vínarfundinum með Kennedy forseta. Enn fremur hafði Krúsjeff stært sig mjög af hinum öfl- ugu kjarnorkuvopnum, sem hann lúrði á, löngu áður en Vesturveldin höfðu ráðizt í að efla herstyrk sinn. Þetta veldur mönnum sár- um vonbrigðum í London, vegna þess að brezka stjórnin hefur lengi lagt áherzlu á að bann við kjarnorkutilraunum sé fyrsta skrefið á áttina að algerri vígbúnaðarhömlun og geti orðið til þess að draga úr þeirri úlfúð, sem ríkir milli Austurs og Vesturs. Vonin um bann við kjarnorkutilraunum var næstum seinasta von manna um „friðsamlga sam- búð.“ Nú hefur Krúsjeff svipt menn þessarri von. urnar til þess, að svo er ekki, eru einfaldlega þær, að góð- ur afli bátaflotans á sl. vori og sumri hefur ekki megnað að vega upp á móti lélegri vetrarvertíð og aflabresti togaraflotans. Og þær verð- hækkanir sem orðið hafa er- lendis undanfarna mánuði á íslenzkum afurðum hafa heldur ekki enn bætt upp hið stórfellda verðfall lýsis og mjöls á sl. ári og raunar áframhaldandi verðfall á lýsi. SJÁVARÚTVEGUR INNÁMEST UNDIR JAFNVÆGI LMestir kannast sjálfsagt við þá kenningu stjórnarand stæðinga, að „leysa megi all- an vanda“ sjávarútvegsins „og meira en það“ með nokk urri lækkun útlánsvaxta. Á málgögnum þeirra hefur helzt verið svo að skilja, að hin aukna vaxtabyrði sjávar- útvegsins vegna vaxtahækk- unarinnar á sl. ári næmi himinháum upphæðum. Sannleikur þessa máls er á hinn bóginn sá, að eftir leng ingu lána sjávarútvegsins, nemur hinn aukni vaxta- kostnaður sjávarútvegsins um 20 millj. kr. á ári, þeg- ar það er einnig tekið með í reikninginn, að endurkaup Seðlabankans á afurðavíxlum með lægri vöxtum nema nú minni hluta framleiðsluverð mætisins en þau áður gerðu. Er hér um lægri upphæð að ræða en sem nemur 1% af heildarframleiðsluverðmæti sj ávarútvegsins. Auk þess sem hér er um tiltölulega lága upphæð að ræðö, ber svo að hafa í huga, að vaxtahækkunin miðaði fyrst og fremst að því að skapa jafnvægi í efnahags- málum. Ein meginástæðan til örðugleika sjávarútvegs- ins undanfarin ár, er einmitt hið langvarandi jafnvægis- leysi, sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum, og má af því sjá, að enginn atvinnu. vegur á eins mikið undir því, að jafnvægi sé tryggt í þess- um málum. Þegar öll kurl koma til grafar, sést því, að tíma- bundinn kostnaðarauki sjáv- arútvegsins af vaxtahækkun inni skiptir litlu samanbor- ið við ávinning hans af var- anlegu jafnvægi í efnahags- málunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.