Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17. Þorsteinn Hjálmarsson fimmtugur í dag UM ÞESSAR mundir eru 27 áx liðin frá því að kynning okkar iÞorsteins Hjálmarssonar hófst. 8?á var hann nýkominn frá Kaup atnannahöfn þar sem hann full- numaði sig í iðn sinni og þjálf- aði sig jafnfraimt í sundi hjá frú Elsu Jakobsen heimsmeistara. Um afrek Þorsteins á sundsvið inu hefi ég áðux getið, bæði sem sundmanns, þar sem hann varð tmargsinnis meistari og methafi, og einnig um þjálfimarstarf hans fyrir sundflokk Ármarms, sem Ihann leiddi fram til glæsilegra afreka, og kenndi samfleytt í að minnsta kosti 15 ár og endur- Igjaldslaust. Ekki vegna þess að igreiðsla stæði honum ekki til fooða, heldur af þegnskap við í- þróttalífið í landinu. Eftir að hinn alkunni dugnaðar maður Hjálmar Þorsteinsson fað- ir hans lét af störfum við fyrir- tækið hefur mjög þyngt á Þor- steini, en það segja sumir vinir foans að sé mest honum sjálfum að kenna því auk þess sem hann hefur þar alla verkstjórn með höndum bæði utan verkstæðis og innan þrælvinnur hann sjálfur við smíðarnar og leggur heldur nótt með degi en geta ekk-i stað- ið við gefin loforð. Hjá Þorsteini kvað vera gott að vinna, við sjálfan sig er hann vinnuharðastur, við aðra minna. Að einu leyti er þó vinnuharka hans mjög mikil. Hluturinn verð- lur að vera vel unninn, lélegt handbragð er svik, við viðskipta- vininn, við sjálfan sig. — Þó fleirri atvinnurekendur geri sömu kröfur, er ekki alltaf auð- velt að framfylgja þeim, til þess igetur skort nógu velvinnandi menn, en yfir slíku þarf Þorsteinn ekki að kvarta því til hans sækir jafnan hið mesta mannaval, sem á sinn stóra þátt í því hvað fyrir- tækið blómgast. Ekki væri þó rétt að mér að þakka Þorsteini alla velgengni þessa fyrirtækis, því foæði stendur það á grónum merg Og svo virðist einnig sem að ann- ar framkvæmdamaður þess, Ósk- ar Sigurðsson, sem öll fjármál og útréttingar hefur með hönd- um, sé réttur maður á réttum stað, og framúrskarandi liðleg- ur í allri samvinnu. Þorsteinn má því teljast hamingju maður í starfi. En það sem ég tel þó mesta gæfu hans er hversu mjög hann líkist gömlu góðu íslending- unum í manndáð og hjálpsemi, sem af heilum huga létu hjálp- ina af höndum til blessunar þeim sem í ógæfu höfðu ratað, og öllu höfðu stundum týnt nema aðeins lífinu. Frá bernsku minni er mér ennþá hugstætt hversu drengilega var brugðizt við undir slíkum kringumstæðum. Við hinn nauðstadda mann sagði enginn: „Þetta er sjálfum þér að kenna“. Heldur voru hestar sóttir og leit hafin, og að morgni var ferða- manninum afhent lestin, lífsbjörg in, góðhesturinn og jafnvel silf- urbúin svipa. Hann gat því ennþá foorið höfuðið hátt, fyrir konu sinni og börnum. Á götum Reykjavíkur. 1961, týna menn varla lest sinni, góðhestum eða hestasvipum. Þar er allt öðru týnt, peningum, mannorði og 6ilfurbúnum svipum sjálfstrausts ins. Þegar slíkt hefur hent ná- ungann hefi ég séð Þorstein bregðast drengilega við. Þá hef- ur fyrirhöfn hans oft verið ó- mseld, óeftirtalin og náttúrlega ó- launuð. Þá hefur komið sér vel fyrir Þorstein að hann hugsar 'jafnan lítið til ytri launa. Innri íaunin, að sjá verk sitt verða til góðs, virðist vera honum allt er máli skiptir, enda þekki ég fáa sem hafa jafnmikla ánægju af að gleðja þá sem heimurinn hefur gleymt og með engu móti igeta launað fyrir sig sjálfir hér í lífi. Þó barngæði Þorsteins séu að vísu mikil, virðist mér hann telja skyldur sínar enn meiri við þá sem slitið hafa kröftum eínum til að byggja upp þjóð- félag vort með sæmd og prýði, en hafa nú að heimsins dómi ekk ert til síns ágætis nema ef vera skyldi arfsvon í horni ásamt hrað vaxandi hæfileika til skyndilegr- ar burtkvaðningar úr þessuim heimi. Slíkir standa Þorsteini nær. Við hina siglir hann frem- ur beggja skauta byr, og þó hjálp semi hans sé mikil, lætur hann ekki ágengt fólk hafa hana að leiksoppi, til þess er hann of vit- ur maður, og telji hann sig verða að neita einhverjum um eitthvað, notar hann ekki til þess neinar kúnstir, hvorki stóryrði, móðgan- ir né hurðaskelli, eða heldur þá alþekktu neitunarlist manna, að hafa ekki lengur ráð á neinu, sökum vaxandi dýrtíðar, lækk- andi krónu, hækkandi skatta, og voðalegs stjórnarfars í landinu. Til slíkra ráða þarf hann ekki að grípa, til þess er hann of mikill skapgerðarmaður. Neitun hans er þá kurteis, án móðgun- air, án lítillækkunar, án blekk- inga, en verður þó ekki misskilin. Af því að ég minntist á skap- gerð Þorsteins hefi ég oft hugsað um hvað vel ólíkir eðlisþættir tvinnast sarnan í skapgerð hans og tekst að búa þar saman í árekstrar lausum friði. Sparsemi og örlæti, rólyndi og dugnaður, blíðlyndi og karlmennska, gam- an og alvara, léttlyndi og dulúð. Þessi friðsamlega sambúð eðlis- þátta hans, verður brátt skilj- anleg þegar vitað er um að mað- urinn er gæddur öfgalausri yfir- sýn á lífið þar sem menn og mál- efni eru vegin og mæld, án dóm- hörku. Ef um dómhörku hjá Þor- steini væri að ræða er mér ekki grunnlaust um að dómar hans séu harðastir í eigin sök. Að minnsta kosti lætur hann sjálfan sig ekki fara varhluta af gagn- rýninni og verður þá einmitt þar einna skeleggastur í „húmom- um“ meðan hann hefur sína eigin veibu bletti undir smásjánni. En það sem ég met Þorstein þó mest fyrir er hans vinsamlega afstaða til lífsins, vinsemd sem er meiri á borði en i orði. Og framúrskar- andi orðheldni sem fáir eru gædd ir, því frá honum er hálft loforð meira virði en margur vottfestur og undirskrifaður samningur hef ur reynzt. En nú vill einhver spyrja: Er Þorsteinn þá ekki trúaður maður. j Þeir sem ekki sætta sig við neitt | nema varajátninguna munu sjálf- | sagt dæma hann trúlausan. Hin- , ir sem líta á verkin og breytnina gætu hins vegar sagt hann trúað- ann. Þrátt fyrir hin löngu kynni okkar hefi ég aldrei treyst mér til að heimta af honum trúarjátning una, til þess hefi ég fundið sjálf- an mig of breyzkan. Að mínum dómi á hann þó til að fyllast sannkristnum eldmóði, en það er þegar hann sér fólk í velgengni sinni kasta peningum sínum í sjóinn eða brauði sínu í ösku- tunnuna. Þá getur hann orðið bit- uryrtur við hlutaðeigandi og eins við þá sem að allt heimta af öðtrum en ekkert af sjálfum sér. Af öllum slíkum telur hann þjóð- félaginu stafa hina mestu hættu, því þegar á móti blæs verði þeir annað hvort að sínagandi vesa- lingum, reiðum út í allt og alla, eða froðufellandi óargadýr sem allt vilja taka með ofbeldi. Þarna getur Þorsteinn ekki verið hlut- laus, enda er hlutleysi í hans aug- um, aðeins gott þegar lítið ligig- ur við. En strax þegar málefnið fer að vandast beri mönnum að taka afstöðu. Þegar ég lokq fékk mig til að hefja penna fyrir Þorstein finnst mér ég gæti skrifað um hann heila bók. „En nú skal draga nökkvann í naust“. Bókin um hann bíður mér færari manna. Sá sem sameinar karlmennsku og kvennlega blíðu mun verða eins og breitt fljót sem allar lindir renna til“, sagði speking- urinn Lao-Tse. Þessi orð finnst mér eiga vel við um Þorstein. í dag mun marga langa til að finna hann. Ekki til að biðja hann neins, heldur til að þrýsta hönd hans og þakka honum. En Þor- steinn vill ekki láta vini sína hafa of mikið fyrir sér og þar að auki er hann líka þreyttur af of miklu erfiði, hann mun því ekki verða í bænum í dag. Leið hans mun liggja eitthvað út á lands- byggðina. Kannske hann langi að finna þar heylykt úr hlöðu eða sjá mófuglinn hópa sig. Sjá lífið eins og það gekk til þegar hann á barnsskónum hóf sína 50 ára göngu. Jón Pálsson. SEMPERIT hjólbarðar G. Eigum til eftirtaldar stærðir af hinum þekktu austurrízku hjólbörðum 590x14 670x15 710x15 600x16 Hvergi hagstæðara verð Helgason & Ittielsted hf. Rauðarárstíg 1 — Sími 1-16-44 Hattar Hattar Haust- og vetrartízkan er komin Hatta og skermabúðin Bankastræti 14. LOKSmS GETA ALLIR EIGNAST BENZÍN EÐA DIESEL Um kosti Land-Rover þarf ekki að fjöl- yrða, jiví hundruð Land-Rover eigenda á- íslandi lofa á^æti hans við hinar erfiðustu og margbreytilegu aðstæður. B E N Z í N E Ð A D f E 5 E L Áætlað verð á 7 manna Land-Rover með benzínhreyfli, 220 cm. milli hjóla, með máluðu málmhúsi og hliðargluggum, sæt- um, miðstöð og rúðublásara Kr. 117,180.— Áætlað verð á 11 manna LandlRover með benzínhreyfli, 277 cm. milli hjóla, með máluðu málmhúsi og hliðargluggum, sæt- um, miðstöð og rúðublásara Kr. 137.000,— Áætlað verð á 7 manna Land-Rover með Rover-dieselvél, 220 cm. milli hjóla, með máluðu málmhúsi og hliðargluggum, sæt- um, miðstöð og rúðublásara Kr. 132,180,— Áætlað verð á 11 manna Land-Rover með Rover-dieselvél, 277 cm. milli hjóla, með máluðu málmhúsi og hliðargluggum, sæt- um, miðstöð og rúðublásara Kr. 152,000,— Laud-Rover með drifi á öllum hjólum. 8 gírar áfram og 2 afturábak, á sér engan líka. ★ Spvrjið Land-Rover eigendur um kosti hans og reksturskostnað. Allar nánari upplýsingar hjá einkaumboðsmönnum: THE ROVER COMPANY LTD. HEILDVERZLUIMIIM HEKLA HF. Hverfisgata 103 — Sími: 11275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.