Morgunblaðið - 21.09.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 21.09.1961, Síða 1
24 sfður Mongi Slim forseti aiisherjarþingsins Frá Sameinuöu. þjóöunum, New York, 20. september. (AP — NTB — Reuter) Á FUNDI allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag fór fram kjör forseta þings- ins og varð fyrir valinu Mongi Slim frá Túnis, er var einróma kjörinn. Mongi Slim hlaut 96 atkvæði, tvö ríki sátu hjá — Frakkar og ísrael, sökum þess að miðviku- dagurinn er helgidagur með Gyð ingum. Upphaflega var annar frambjóðandi til kjörsins, Indó- nesíumaðurinn Ali Sastroamid- jojo, en hann dró sig í hlé og ihvatti þingið til þess að veita Slim einróma kosningu, því mik- ið væri nú í húfi að samstaða með þjóðum á allsherjarþinginu væri sem mest. — ★ — Slim hélt ræðu að loknu forseta kjöri og sagði m. a.: að fulltrúar á þinginu hefðu enn ekki náð sér eftir áfallið, sem fregnin af fráfalli Hammarskjölds varð þeim. Sagði hann erfiðleikum bundið fyrir sig, að setjasf í fbr- setastólinn við hliðina á auðu sæti Hammarskjölds. — Hamm- arskjöld féll á verðinum, sagði Slim — og ég mun leitast við að gera skyldur mínar sem forseti þessa þings í hans anda. Kvaðst Slim mundu reyna að stjórna þinginu með sömu þolinmæði og hlutleysi sem fyrirrennari hans Boland. Slim ræddi ýmis mál, er vænt enlega yrðu á dagskrá þessa þings. Hann vottaði hollustu sína þeim liðsmönnum S.Þ. er inntu af hendi erfið störf í Kongó og Slim lýsti því yfir, að nú yrði að binda endi á kynþáttahatur í heiminum. Rætt hefur verið um að Slim yrði jafnframt falið að aðstoða við framkvæmdastjórn samtak- anna. — (Sjá nánar um Slim í ramma á bls. 4). Formenn stjórnmálanefnda voru kjörnir beir Mario Amadeo frá Argentínu og Jordan Tsjoba- nov, frá Búlgaríu. Formaður efna 'hags- og fjármálanefndar var kjörinn ítalinn Brasco Lanza d’ Ajeta og formaður þjóðfélags nefndar Salvador Lopez frá Fil- Kommar reknir úr flokknum MOSKVU, 19. sept. — Það kom fram hér í gær, að ýmsir hátt settir embættismenn kommún- istaflokksins og stjórnarinnar í Turkmenistan hafa að undan- fömu verið reknir úr flokknum og frá störfum sínum „fyrir ýmiss konar yfirsjónir“. Samkvæmt blaðinu „Turk- menskaya Iskra“, sem berst til Moskvu í gær, eru yfirdómari við æðsta dómstólinn, Saparov að nafni, og Igdirov, innanrík- isráðherra Turkmenistan, meðal þeirra, sem vikið hefir verið til hliðar. — Áður hafði aðal- ritari deildar kommúnistaflokks ins í Turkmenistan upplýst, að sl. fjögur ár hefðu 327 meðlimir flokksdeildarinnar verið reknir. ippseyjum. Formaður eftirlits- nefndar var kjörin kona í fyrsta sinn, ungfrú Angie Brooks frá Líberíu. Hermod Lannung frá Danmörku varð formaður fram- kvæmda og fjárhagsnefndar og Cesar Quintero frá Panama for- maður laganefndar. Aðeins einn frambjóðandi var fyrir hverja formannsstöðu og fór kjör þeirra fram með lófa klappi. ★ Kennedy ávarpar þingið en Krúsjeff ekki * Haft er eftir sovézkum heim- ildum, að Krúsjeff muni ekki koma til allsherjarþingsins — hann eigi alls ekki heimangegnt vegna anna við undirbúning flokksþingsins 1 október. Hins vegar hefur fyrr verið tilkynnt, að Kennedy muni ávarpa þingið, sennilega í byrjun næstu viku. 14. spreng- ingin Washington, 20. sept. (AP-NTB—Reuter) Rússar sprengdu í dag 14. kjam- orkusprengjuna síðan um mánaða mót að þeir hófu að nýju slíkar tilraunir. Tilkynning um þetta barst frá Kjamorkunefnd Banda- ríkjanna og segir þar, að sprengj an hafi samsvarað einni milljón lesta af TNT sprengiefni. Tilraun in fór fram við Novja Semlja. Mynd þessi var tekin við afhjúpun styttu Ingólft Amarsonar í Hrífudal. Yzt til vinstri sést Bjarni Berrediktsson forsætisráðherra (Telefoto). Samiö verði um aigera afvopnun undir sterku eftirliti og friðsamlegar lyktir deilumála i # \ j Bandar'ikjamenn og Rússar leggja \ \ i sameiningu fram yfirlýsingu um j j grundvallaratriði frekari j \ afvopnunarviðræðna New York, 20. sept. — (AP) — BANDARÍKIN og Sovétrík- in hafa gefið út sameigin- lega yfirlýsingu um grund- vallaratriði, sem hyggja skuli á frekari alþjóðlegar viðræð- ur um afvopnunarmál. Yfir- lýsing ríkjanna tveggja, sem er framhald samkomulags þeirra er boðað var allsherj- arþingi SI» 30. marz sl., er í 8 liðum og kveður svo á, að öll ríki leggist á eitt um að leysa dcilumál í framtíð- inni á friðsamlegan hátt skuli unnið stig af stigi að algerri afvopnun undir al- þjóðlegu eftirliti. Stjórnmálamenn telja yfirlýs- ingu þessa mikilvægt spor, sem hafi rutt úr vegi fyrstu hindr- uninni á leið nýrra afvopnunar- viðræðna Austurs og Vesturs. Þrátt fyrir umfangsmiklar viðræður í New York, Moskvu og Washington, hefur þó ekki tekizt að ná samkomulagi um hvemig skuli haga frekari við- ræðum. Verður mál þetta nú sent allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til meðferðar. ★ Þess er skemmzt að minnast, að fulltrúar kommúnistarikjanna á ráðstefnu hinna tíu ríkja í Genf gengu af fundi 27. júní 1960 og sögðu tilgangslaust að halda við- ræðum áfram. Varð sá fundur mjög athyglisverður m. a. sökum Framh. á bls. 23 Vopnahlé í Katanga? Ndola, N.-Rhodesíu, 20. sept. — (AP — NTB — Reuter) — MOISE TSHOMBE kallaði fréttamenn á sinn fund í kvöld og skýrði frá því, að hann og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Arabinn Mahmoud Khiari, hefðu í dag orðið ásáttir um að vopnahlé Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.