Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. sept. 1961 VIÐREISNIN fjramkvœxn d Spaak von- góður eftir fund með Krúsjeff ‘MOSKVU, 19. sept. — NTB-f Reuter) — Utanríkisráðherra Belgíu, Paul-Henri Spaak (fyrrum framkvæmdastjóri NATO), sem nú er staddur í Moskvu, átti í dag þriggja stunda viðræður við Krús- jeff forsætisráðherra í Kreml. í tilkynningu Tass-fréttastof- ’unnar um fundinn segir að-' eins á þá leið, að þeir hafi rætt ástandið í alþjóðamálum og samband Belgíu og Sovét- ríkjanna. Eftir fundinn var Spaak 1 gestur Krúsjeffs við miðdeg- isverð. Talsmaður belgíska 'sendiráðsins í Moskvu sagði eftir veizluna ,að allur fund- ur þeirra Spaaks ogKrúsjeffs hefði einkennzt af „vinsam- i legu andrúmslofti“ — og að Spaak líti vonglaður til fram tíðarinnar. — Hann heldur aftur til Briissel í fyrramál- ið — og er ekki talið ólík- ’legt, að hann gefi þá út yfir- lýsingu um viðræður sínar við Krúsjeff. EINN öruggasti mælikvarðinn á traust almennings á gjald- miðlinum er auknmg spariinn- lána. Fátt sýnir því betur ár- angur viðreisnarráðstafananna en hin mikla sparifjáraukning eftir að áhrifa þeirra tók- að gæta. ir Á timabilinu apríl 1960 til júní 1961 varð mánaðarleg aukning spariinnlánanna þann ig 67% meiri en 1959, síðasta árið fyrir viðreisnarráðstaf- aniirnar. Sjálfsagt hefði þessi aukn- ing orðið jafnvel enn meiri, ef ekki hefði allt þetta tímabil verið ríkjandi mikil óvissa í launamálum og þar með óvissa um það, hvort verðlag gæti haldizt stöðugt til lengdar. „Stórmikil breyting til batnaðar" 1900 í .skýrslu Útvegsbanka ís- lands fyrir árið 1960 er gerð lw nokkur grein fyrir áhrifum viðreisnarráðstafananna á þró im peningamálanna, og þar segir m. a.: „Áhrif þessara ráðstafana á peningamarkaðinum voru mjög mikil. Mjög dró úr útlánaaukningu, jafnhliða því, sem sparifjármyndun óx. Innlánaaukning við- skiptabankanna varð meiri en útlánaaukningin, og gátu viðskiptabanikarnir í heild því bætt stöðu sína gagnvart Seðlabankanum. MÁ ÞVÍ TELJA, A» VEGNA ÞESSARA RÁO- STAFANA HAFI Á ÁR- INU 1960 f FYRST SINN UM ÁRABIL, NÁÐST JAFNVÆGI í PENINGA- MÁLUM HÉR Á LANDI. Spariinnlán bankanna juk- ust um 286,2 millj. kr. í stað 170,7 millj. kr. árið 1959. Aukningin er þó til tölulega enn meiri, ef tiliit er tekið til þess, að spari- ininlán lækkaðu fyrstu mánuði ársins meðan áhrifa efnahagsráðstafanna var enn ekki farið að gæta. ÖU aukningin skeði á tímabil- inu apríl til desember, og varð sú aukning 214 sinn- um meiri en á sömu mánuð um ársins 1959“. ★ Alkunna er, að stjórnar- andstæðingar hafa viljað gera .... 'Wi • — _ 19S9 mm 1960 / \ \ 1 I \ \ 1 1 1 .1 \ V — 1 1 \ Aukning spariinnlána í bönkum og sparisjóðum 1958—’60. Línu- ritið er úr ársskýrslu Seðla- bankans 1960. sem minnst úr þessum árangri. Hafa þeir m. a. haldið því fram, að aukning spariinnlán- anna og minni aukning útlána gefi ekkert til kynna um þró- un peningamálanna. Sparn- aðurinn, segja þeir, fer eftir breytingum samanlagðra spari innlána og veltiinnlána. Þessi fullyrðing er röng af eftirfar- andi ástæðum. 1. Innstæður fjárfesting- arsjóða hjá viðskiptabönk- unum eru taldar með veiti- innlánum. Þessar innstæð- ur eru miklum breytingum háðar, sem eru með öllu óskyldar innleiidum sparn- aði, þ. á. m. er notkun sjóð anna á erlendu lánsfé. Hér má t. d. geta þess, að inn- stæða Fiskveiðasjóðs hjá Útvegsbankanum minnkaði um hærri upphæð á árinu 1960 eni nemur samanlagðri lækkun veltiinnlána allra bankanna. 2) Skylduinnborganir inn flytjenda eru taldar með veltiinnlánum, en þessar innborganir voru lækkaðar á árinu 1960. 3) Á undanförnum ár- um hefur aukning veltiinn- lána að talsverðu leyti ver- ið afleiðing ofþenslu útlána og því ekki vottur heil- brigðs sparnaðar. Um leið og tekið var fyrir þessa of- þenslu hlaut aukning velti- innlána að minnka. Minnk- un veltiinnlána á árinu 1960 er því einn vottur þess árangurs, sem hér hefur náðst á sviði peningamála síðan viðreisnarráðstafan- irnar voru framkvæmdar. Um þennan árangur segir svo í ársskýrslu stjórnar Seðla bankans fyrir árið 1960: „Ef athugaðii eru reikn- ingar viðskiptabankanna f jögurra og Verzlunarspari- sjóðsins, þá hafa innlán hjá þessum stofnunum aukizt um samtals 265 millj. kr., en útlán þeirra aukizt um 254 millj. kr., og er út- lánaaukningin þannig 11 millj. kr. lægri. Árið 1959 nam útlánaaukning þessara stofnana 527 millj. kr., en innlánaaukning 228 millj. kr. ER HÉR STÓRMIKIL BREYTING TIL BATN- AÐAR“. Kaffi er kjördrykkur en reynáð einnig — JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 5 Rjómarönd með kaffibragði 1 dl. mjög sterkt lagað kaffi 2 egg 4 dl. rjómi 100 gr. sykur 6 blöð matarlím dálítið af rifnu súkkulaði Setjið matarlímið í kalt vatn og látið liggja í ca. 20 mínútur. Hrærið saman á meðan í tvennu lagi; 1) eggjarauðurnar og helming sykursins — 2) rjómann og afgang sykursins. Hrærið kaffið saman við eggjarauðurnar óg sykurinn, og bætið rjómanum (stífþeyttum) og matarlíminu (sem hefur verið uppleyst yfir gufubaði á venjulegan hátt út í Hrærið vel frá botninum, þegar matarlímið er sett út í, og setjið það allt út í í einu. Er rjómaröndin byrjar að stífna, eru stífþeyttar eggjahvíturnar settar út í. Látið í skálina eða ílátið. sem framreiða á í, og skreytið með rifnu súkkulaði. Borið fram með smákökum. Kaffibrennsla Söfnunamefnd Stúdentafélags Fjórðungs- þing Vest- fjarða ÞÚFUM, 4. sept. — Dagana 2. og 3. þ. m. var fjórðungsþing Vestfjarða haldið að Bjarkar- lundi. Þingið sóttu kjörnir full- trúar úr öllum sýslufélögum á Vestfjörðum og í ísafjarðarkaup stað, svo og allir sýslumenn á Vestfjörðum og þingmenn Vest- fjarðakjördæmis. Þingforseti var kjörinn Ari Kristinsson Patreksfirði og fund- arritarar Páll Pálsson, Þúfum og “"“jörtur Hjálmarsson, Flateyri. Á þinginu var tekin fyrir til afgreiðslu og ályktunar fjöldi mála, sem einkum snerta Vest- firði, svo sem vegamál, síma- Benjomínsson & Co. 80 óio FYRIRTÆKIÐ Magnús Benja- mínsson & Co var stofnað af Magn-úsi Benjamínssyni, úrsmíða meistara 21. sept. 1881. M.B. hóf starf sitt í steinhúsi við Hlíðar- húsveg, þar sem nú stend/ur Vest urgata 17. Árið 1887 reisti hann húsið Veltusund 3 og þar hefur verzlunin verið til húsa síðan, en á árunum 1959 og 1960 fór fram gagngjör breyting á húsakynn- um verzlunarinnar. Árið 1933 tók Magnús Benja- mínsson í félag við sig þá Hjört R. Björnsson, Ólaf Tryggvason og Sverri Sigurðsson og hafa þeir félagar starfrækt fyrirtækið frá því er M.B. lézt 1942. Á vinnustofunni eru starfandi fimm úrsmiðir, sem allir hafa lært iðngrein sína hjá fyrirtæk- mál, rafmagnsmál og fjöldi ann- arra mála er taka til þessa kjör dæmis. Meðal annarra landsmála var tillaga samþykkt í handritamál- inu. Einkum var lögð áherzla á vegamálin, sem styttra eru á veg komin í þessu kjördæmi, einkum vegurinn vestan Djúps- ins til ísafjarðar, sem á langt í land ennþá og leggja þarf meiri áherzlu á. Þingið fór vel fram og var lokið að kvöldi síðari dagsins. Sumir þingfulltrúar höfðu eigi áður farið hinn nýja veg yfir Dynjandisheiði, og þótti þeim vegurinn ágætur og fljót- farinn, allólíkur mörgum öðrum vegum og betri. — P. P. Reykjavíkur ÞAU mistök urðu hér í blaðinu, þegar birt voru nöfn þeirra manna, sem skipa Söfnunarnefnd Stúdentafélags Reykjavíkur, og taka á móti fjárframlögum í því skyni að félagið gefi Háskóla ís- lands á 50 ára afmaeli hans af- steypu af höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Sæmundi fróða á selnum, að nafns eins nefndar- manna féll niður. Verða nöfn nefndarmanna því birt hér aftur: Pétur Benediktsson, bankastj., Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri, Barði Friðriksson, hdl., Guðm. Benediktsson, hdl. og Sverrir Hermannson, frkvstj. Enginn undirbúningur Akranesi, 19. sept. ENGINN reknetabátur er farinn til að veiða héðan ennþá og eng- inn undirbúningur sjáanlegur á bátum í þessa átt. Þó var sagt frá því nýlega, að síld hefði sézt í Miðnessjó. Vonandi er þó að síld in fari að láta sjá sig fyrir alvöru. — Oddur. . JOHNSON & KAABER hA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.