Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. sept. 1961 MORGVNBL4ÐIÐ 9 Fréttabréf frá Stykkishólmi Héraðsfundur o. fl. Stykkishólmi 10. 9. 1961 HÉRAÐSFUNDUR Snæfellsnes- prófastsdæmi.s var haldinn í Stykkishólmi dagana 2. og 3. sept. s.l. Mættir voru auk prófasts sr. Sigurðar Ó. Lárussonar þrír prest ar og 11 safnaðarfulltrúar allsstað ar úr sýslunni. Fundurinn var settur á heimili prófasts en fram haldið í kirkjunni þar sem málin voru rædd. Ýms mál lágu fyrir fundinum og hlutu afgreiðslu, þar é meðal aðalmál hans, prestkosn- ingarlögin og frumvarp til laga um kirkjuörganleikara við barna og unglingaskóla. Frumvarpið gengur út á það að kirkjuorganleikarar í smærri bæj um c-g kauptúnum verði jafn- framt ráðnir til að kenna söng við barna og unglingaskóla viðkom- andi kauptúna. Var þetta mál borið fram á kirkjuþingi af biskupi íslands og Jónasi Tómas- syni Organleikara á ísafirði. Mælti fundurinn eindregið með samþykkt frumvarpsins. Þá var málið um prestkosning- ar rætt mjög og svohljóðandi til- laga gerð í því og samþ.: „Héraðs fundurinn lýsir fylgi sínu við framkomið frumvarp biskups um veitingu prestsembætta í ísl. þjóð kirkjunni og fagnar sérstaklega möguleikum safnaða til að kalla sér prest. (sfer. 5. gr. frv.) Fundurinn telur eðlilegt að trúnaðarmenn safnaðanna, safn- aðarfulltrúar og sóknarnefndar- menn séu kjörmenn safnaðanna við prestkosningar og séu þeir kosnir til 6 ára og á sama hátt og verið hefir Og fjölgað sé í sókn arnefndum í stærri söfnuðum. Fundurinn er andvígur tillög- um kirkjuþings um skipun í prestsembætti án milligöngu kjör manna safnaðanna. Hinsvegar er fundurinn samþykkur því að þrjú prestaköll: Hólar, Skálholt Og Þingvellir séu veitt af forseta fs lands að fengnum tillögum biskups". Fundarmenn sátu á sunnudag hádegisverðarboð prófastshjón- anna en klukkan 2 var guðsþjón- usta. Séra Magnús Guðmundsson sóknarprestur í Ólafsvík predik- aði. Fundarmenn gengu einnig til altaris en síðan hófst fundur að nýju og málum lokið og fundi síðan slitið á heimili prófasts. • ♦ • Nýlátinn er í Stykkishólmi Sig- valdi Indriðason frá Skarði fyrr- um sýsluskrifari. Var hann tæp- lega 70 ára er hann lézt. Fæddur að Hvoli í Saurbæ 30. nóv. 1892. Foreldrar voru Guðrún Eggerts- dóttir og Indriði Indriðason Gísla sonar búandi þar. Að honum stóðu sterkir stofnar. Ársgamall flutti Sigvaldi með foreldrum sín um í Króksfjarðarnes og 6 ára að Ballará, en 1941 að Skarði sem var hans heimili til 1947 að hann kom til Stykkishólms. Stundaði hér skrifstofustörf til dauðadags. Þingvörður var hann um skeið. Sigvaldi var fróður, söngmaður og kvæðamaður góður glaðsinna jafnan og samvizkusamur að hvaða verki sem hann gekk. Kvæntur var hann Camillu Krist jánsdóttur frá Borgarnesi. • ♦ • Miklar breytingar hafa nú verið gerðar á rafstöðvarhúsinu í Stykkishólmi og hefir verið unn ið að þeim í sumar og er verk- inu ekki enn lokið. Vélasalurinn hefir verið stækkaður að mun. Tekið skilrúm milli gamla salar- ins og salar sem slökkvidælur og brunabíll staðarins notaði áður. Fæst út úr þessu stór stækk un og verða vinnuskilyrði allt önnur auk þess að rúm verður nú fyrir fleiri vélar. Þetta verður því til stórrar bótar. Rafmagnsveitur ríkisins keyptu fyrir nokkru rafveituna og húsið af Stykkishólmshreppi sem lét reisa það árið 1946. Er rafstöðin nú rekin af Rafmagnsveitum rík- isins. Þorkell Guðbjartsson bygg- ingarmeistari hefir séð um breyt ingar þær sem nú eru gerðar á húsnæði stofnunarinnar. Auk vélasalarins verður rúmgott skrif stofuherbergi og einnig herbergi til viðgerðar og fyrir vélstjórana. Lelkrit John Oshorne „Horfðu reiður um oxl“ hefur nú verið eýnt 80 sinnum. Eins og kunnugt er var leikritið sýnt í Þjóð- leikhúsinu veturinn 1958—’59 og urðu sýingar á leiknum 27 á því leikári. í sumar hefur leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu sýnt leikinn í fleslum samkomuhúsum landsins og urðu sýn- ingar- út á landi 53. — Ákveðið hefur verið að sýna leik- inn tvisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu á næstunni og verður fyrri sýningin n. k. iaugardag. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í hlutverkum sínum. Dansstjórinn Baldur Gunnarsson stjórnar marsi. Þar sem dansmn dunar á hverju kvöldi AF GEFNU TILEFNI hef ég spurt Karl Jónsson, afgreiðslu- mann aðgöngumiða í Þórkaffi, sem hefur starfað við húsið frá fyrstu tíð, eða meira en 15 ár, hvort umgengni fólks og prúð- mannleg framkoma fari versn- andi. Svaraði hann að hún færi þvert á móti batnandi, sérstak- lega hafi verið áberandi fram- för í þessum efnum, eftir að starfsemin kom í hin nýju og glæsilegu húsakynni í Brautar- holti 20. Verst er, segir Karl, hvað unga fólkið kemur yfirleitt seint á dansleikina, sem eru hvert kvöld frá kl. 21—01. Því fyrr sem það kemur, þeim mun lengri og meiri skemmtun að sjálfsögðu. Annars er alltaf líf og fjör í Þórscafé. En það er fleira en glæst húsa kynni, sem stuðla að bættri um- gengni fólks á þessum skemmti- stað. Tvær góðar hljómsveitir gera sitt til að halda gestum hússins við dansinn. Eftirlit 3ja —4ra þaulæfðra manna innan- húss hefur sitt að segja, að allt fari fram með röð og reglu í stóru samkomuhúsi. Þá hefur Þórscafé einnig 2 lög regluþjóna utanhúss um það leyti, er dansleikir hætta, til þess að halda reglu í umferðinni og forðast óþarfa hávaða, þegar samkomugestir halda heim á leið E. B. Malquist. Þá hefir lóð rafveitunnar verið stór endurbætt. • ♦ • Hinn 27. ágúst s.l. bauð Rotary- klúbbur Stykkishólms eldri borg- urum Stykkishólmskauptúns í skemmtiferð. Var einn langferða- bíll Og nokkrir einkabílar sem tóku þátt í ferðinni sem var fjöl menn og hin ánægjulegasta. Far- ið var suður í Borgarfjörð að Bif- röst og þar var borðaður hádegis verður. Haldið síðan um Bröttu- brekku inn Dali og í Búðardal þar sem kaffi var drukkið. Síðan um Skógarströnd og heim. Rotary- klúbburinn hefir efnt til slíkra ferða nokkur undanfarin ár Og hefir gefizt mjög vel og verið til mikillar anægju fyrir þátttakend- ur. Er Mbl. hér með beðið að færa þeim sem að þessari ferð stóðu innilegar þakkir hinna eldri borg ara fyrir þessa ágætu ferð. „Húsgögn661 félagi HINN 14. sept. s.l. komu flestir eigendur húsgagnaverzlana í Reykjavik saman í Tjarnarkaffi í því skyni að stofna félag til þess að vinna að ýmsum sameig- hdegum hagsmunamálum þeirra er með húsgögn verzla, en til þessa hefur ekki verið starfandi neinn félagsskapur þessarar grein ar verzlunarinnar, sem nú er Orð inn allfjölmenn atvinnugrein. Á fundi þessum var stofnun félags húsgagnaverzlana ákveðin með þátttöku allra fundarmanna, og bráðabirgðastjórn KOsin til þess að semja drög að lögum fyrir félagið til afgreiðslu á framhalds stofnfundi, sem væntanlega verð- ur haldinn í næstu viku. Gefst þá þeim aðilum, sem ekki hafa þegar ákveðið þátttöku sína kost- urá áð gerast stofnendur fé- lagsins. í bráðabirgðastjórn fé- lagsins voru kosnir Ásgrímur Lúð víksson, Guðmundur Guðmunds- son og Ragnar Björnsson. Á fundinum var samþykkt, að afsláttur húsgagnaverzlana af staðgreiðsluviðskiptum skuli ekki fara fram úr 5%, en af lánsvið- skiptum skuli reikna venjulega bankavexti, eins og þeir eru á hverjum tíma. Járnstoðum stolið JÁRNSTOÐUM úr fiskilest mb. Baldurs var fyrir nokkru stolið í Fossvogi þar sem þær voru geymdar, ásamt öðru tilheyrandi svo sem hlerum. Eigandinn kærði þennan þjófn að til rannsóknarlögreglunnar í fyrradag, en hafði þá ekki hugað að stoðunum nokkurn tíma, svo eitthvað lengra getur verið liðið síðan þeim var stolið. Járnstoðirnar eru „galvaniser- aðar“, og biður rannsóknarlög- reglan þá, sem kynnu að geta gef ið upplýsingar um þjófnaðinn, að snúa sér til hennar. Bílamiðstöðin VAGN Amtmarinsstíg 2C • Simar 16289 og 23757. Benz '58 mjög glæsilegur einkabíll til sýnis og sölu í dag. Bilamiftstöðin M Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. . wBLSsalarw Nú er mjög hagstætt að kaupa bíl, þar sem nýir og notaðir bílar hafa lækkað verulega. Við höfum stærsta bíla- stæðið í Miðbænum. Aðal bílasalan er aðalbílasalan í bænum. Ingólfsstræti 11. Símar 23136 og 15014. BIFREIÐM Frakkastíg 6 Símar 19092, 10966 og 19168 20*|» Verðlœkkun á mörgum teg- undum notaðra bifreiða. Einnig eru kjorin mjög hagstœð Kynnið yður úrvalið í dag Fyrirliggjandi: FGiLi mm Klapparstíg 26. Sími 1-43-10 v©f<KJAVINNUSTOFA QC VIUT4KJASAVA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.