Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. sept. 196/ l ; 1 FLUGVÉL Dags Hammar- skjölds lagði upp í síðustu ferð sína um 1500 km leið yf- ir frumskóginn til Ndola í Norður Rodesíu síðdegis á sunnudag. Allan daginn hafði sérstök flugvél beðið á flug- vellinum í Leopoldville eftir að flytja framkvæmdastjór- ann til viðræðna hans við Tsjombe, fylkisstjóra í Kat- anga, en um síðir ákvað Hammarskjöld að nota ekki þá flugvél. í staðinn kaus hann að fara með fjögurra hreyfla DC-6B flugvél, sem að jafnaði hafði verið í þjón- ustu yfirstjórnanda Samein- DC-6B farþegaflugvélin, sem fórst með Dag Hammarskjöld og fylgdarlið hans innanborðs. Hin afdrifaríka flugferð Lífvörður Hammarskjölds komst einn lífs af uðu þjóðanna í Kongó, Sean McKeown hershöfðingja. Komst í hann krappan. Þessi flugvél hershöfðingj- ans, sem tekin hafði verið á leigu hjá sænska flugfélaginu Transair, hafði daginn áður orðið fyrir vélbyssuskothríð í flugtaki af vellinum í Elísa- betville, höfuðstað Katanga- fylkis, með þeim afleiðingum, að einn hreyfill hennar varð óvirkur. Lenti hún því aðeins á þrem hreyflum í Leopold- ville, þar sem skipt var um bilaða hreyfilinn og hinir yf- irfarnir, áður en hún lagði af stað með Hammarskjöld. Að öðru leyti var flugvélin búin fullkomnum tækjum, m.a. ný- tísku ratsjá, sem átti að gera henni næturflug auðvelt og kleift að lenda án sérstakrar aðstoðar frá jörðu. Sneitt hjá Katanga. Ekki var gefið upp þegar flugvélin lagði af stað frá Leópoldville, hvenær áætlað væri að hún lenti í Ndola. — Flugvélin hafði ekkert tal- eða skeytasamband, fyrr en komið var að leiðarenda, til þess að hindra, að orrustuþota frá Katanga-stjórn, sem upp á síðkastið hafði gert nokkurn usla í liði Sameinuðu þjóð- anna, gæti fylgzt náið með ferðum hennar. Jafnframt mun flugmaðurinn hafa sneitt hjá bæði Kamina og Elísabet ville og jafnvel alveg forðast að fljúga yfir Katanga. Hefur þetta haft í för með sér nokkra lykkju á leið flugvélarinnar. Reyndir flugmenn — fullkomnustu tækl. Við stjórnvöl hinnar sænsku flugvélar voru færustu flug- menn Transair félagsins, sér- staklega valdir til þess vanda sama og ábyrgðarmikla starfs, að fljúga fyrir Sameinuðu þjóðirnar og með æðstu menn samtakanna í Kongó. Var flug stjórinn, Per Erik Hallonqvist jafnframt yfirflugmaður fé- lagsins. Flugvélin hafði verið keypt fyrir fáum mánuðum af bandaríska olíufélaginu Aramco óg ekki verið á lofti nema í u.þ.b. þriðjung þess tíma, sem flestar þeirra DC-6B flugvéla, er evrópsku flugfé- lögin nota í farþegaflugi sínu, hafa verið. Innréttingin var sérstaklega vönduð og aðeins ætluð fyrir um 40 farþega, en að jafnaði flytja vélar af þess ari tegund meira en tvöfalt fleiri. Flugvélin var óvenju- vel búin tækjum, m.a. voru loftsiglingatæki hennar sams konar og DC-8 þoturnar hafa. Flutti Adoula og Gizenga. — Strax eftir kaupin var flug vélinni í ágústbyrjun flogið um Písa tii Kongó, þar sem Lífvörðurinn Julian einn til frásagnar um flugið Transair hefur síðan í janúar sl. haft um 25 manns og tvær flugvélar til þjónustu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Var það einmitt sama áhöfnin, sem sótti vélina vestur um haf. Síðan hefur flugvélin verið mikið notuð og flutti hún t.d. Atoine Gizenga, aðstoðarfor- sætisráðherra Kongó, frá Stan leyville til Leopoldville, um það leyti sem breytingarnar áttu sér stað í kongósku stjórn inni. Og hún var einnig not- uð til að fljúga þeim Adoula, forsætisráðherra, og Gizenga til Rómar, er þeir fóru á fund „hlutlausu" ríkjanna 25 í Belg rad fyrst í þessum mánuði og sótti þá þangað aftur að hon um loknum. Fregnir frá Leo- poldville herma að síðustu 14 dagana hafi flugvélin bókstaf Iega verið í notkun dag og - nótt. Flugið lækkað — ekkert svar. Síðasta ferð flugvélarinnar með Hammarskjöld til fundar ins við.Tsjombe gekk að því er bezt verður vitað að óskum langleiðina, allt þar til hún var komin í nánd við Ndola. í dagbók flugvallarins þar er skráð, hvenær samband var haft við flugvélina. Þegar það rofnaði kl. 23.47 eftir norsk- um tíma, hafði Hallonqvist flugstjóri beðið um leyfi til að lækka flugið niður í 2000 m til undirbúnings lendingu. Það var leyft. Flugvélin var þá ekki á venjulegri flugleið milli Leópoldville og Ndola, en það var talið sprottið af þeim vilja Hammarskjölds, að síður yrði flogið yfir Katanga. Tíu mínútum eftir miðnætti var flugvélin yfir Ndola. Var henni þá gefið merki um að hún mætti lenda. En ekkert svar fékkst, þegar flugturninn spurðist fyrir um aðflugið. Benda líkur til, að þeirri fyr- irspurn hafi verið beint til flugvélarinnar rétt í það mund, er slysið varð og hún rifnaði á trjábolunum og splundraðist á jörðu niðri. Tsjombe fær fregnina. Tsjombe var kominn á und an til Ndola og stóð yfir blaðamannafundur hjá hon- um, þegar óyggjandi fregnir bárust um að Hammarskjöld Hallonqvist flugstjóri - 35 ára gamall frá Malmö hefði farizt í fárra kílómetra fjarlægð. Hafði Tsjombe hall mælt Sam. þjóðunum mjög fyrir aðgerðir þeirra gegn Katanga-stjórn, þegar blaða- maður „Daily Telegraph", Ian Colvin, sem var rétt lent ur, eftir að hafa flogið yfir slysstaðinn, kom inn á fund- inn og flutti fregnina um dauða framkvæmdastjórans. Nákvæmlega 13 ár frá morði Bernadotte HINN 17. september — sama dag og Dag Hammarskjöld fórst — en 13 árum fyrr var sáttasemjari Sameinuðu þjóð anna LPalestínu, Svíinn Folke Bernadotte greifí myrtur á götu í Jerúsal em. Þar hafði hann starfað önnum kafinn að því að reyna að koma á sátt- um milli Gyð- inga og Araba. Það er furðuleg tilviljun, ef það er þá tilviljun, að dánar- dægur þessara tveggja manna skyldi verða það sama og mcð jafnsviplegum hætti beggja. Báðir voru þeir Svíar í þjón- ustu Sameinuðu þjóðanna, sem létu lífið á vettvangi starfs sins í leit að lausn þeirra margflóknu vandamála sem þeim hafði framar öllum öðrum mönnum verið trúað fyrir að leiða til farsælla Iykta. Báðir bju’ggu þeir yfir hugrekki, þreki og viljafestu í ríkara mæli en flestir — ef ekki allir ðrir. Báðir helguðu þeir sig óskipta hinni æva- gömlu baráttu fyrir friði og frelsi þjóðanna. Fórn þeirra var stór — og glæst minning þeirra mun Iengi lifa. Lífvörðurlnn elnn til frásagnar. í fyrstu var það trú manna að allir, sem í flugvélinni voru, hefðu farizt, enda voru verksummerki slík. Þegar björgunarleiðangrar komu á vettvang uppgötvaðist hins vegar, að líf leyndist með einum af lífvörðum fram- kvæmdastjórans, Harry Juli- an, þótt hann væri milli heims og helju. Ekki hefur enn tekizt að fá meira upp úr honum en það, að Hamm arskjöld hafi á síðustu stundu gefið fyrirskipun um að lenda ekki í Ndola og að orð ið hafi sprengingar í flugvél- inni rétt áður en hún skall á jörðu. Þess er nú beðið með eftirvæntingu, að hinn banda ríski lífvörður hressist svo, að hægt sé að fá nánari frá- sögn af því, sem við bar. Þegar síðast fréttist töldu læknar líðan hans svo alvar lega, að ófært væri að kryfja hann sagna frekar. — Enn Flugið hefst. Tsjombe stóð andartak sem felmtri sleginn. Síðan sagði hann lágum rómi: — Ef fregn yðar er rétt, harma ég það mjög. Hann var maður, sem naut virðingar margra Afríkuþjóða, og ég hafði von azt til að geta náð samkomu lagi við hann um framtíð Katanga. Yfir Ndola hvílir því stór hula þessu hrapalega slysi. yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.