Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ II Valgeir Þ. Kristjánsson F Y RI R rúmum tveim vikum bitti ég hann Geira Kristjáns, en svo var hann ætíð kallaður, á Laugaveginum. Við vorum báðir á hraðri ferð og töluðumst því stutt við. Hann var glaður og hress og viðmótið ástúðlegt að vanda. Frá þessum skamma fundi fór ég svolítið léttari í spori og lund og þeir munu margir, sem hafa sömu sögu að segja af viðkynningu sinni við þennan sérstæða manna. í dag verður hann borinn til moldar og það munu margir sakna hans. Hér á landi eigum við ekki svo ýkja marga er hafa hlotið náðargjöf glaðrar lundar og hæfileikann til að veita öðr- um hlutdeild í henni. Hið langa skammdegi hefur löngum þrúg- að okkur niður, á dimmum dögum hreykja allir erfiðleikar sér hátt. Því er það að við viljum njóta slíkra manna, sem lengst. Því miður tókst ekki þannig til með Valgeir en fyrir það, sem við nutum, ber okkur að þakka. Valgeir Þorbjörn Kristjánsson var fæddur að Dalsmynni í Eyjahreppi þann 7. ágúst árið 1900. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðný Guðnadóttir og Kristján Eggertsson. Þau bjuggu í Dalsmynni til ársins 1923, fluttust þá til Reykjavíkur og eru nú bæði dáin. Systkini Val- geirs heitins eru þau Eggert, stórkaupmaður i Reykjavík, og Lóa, gift Friðsteini Jónssyni, bryta. í Dalsmynni var mikið fyrirmyndarheimili og nutu þau systkini mikils ástrikis í uppvexti, ekki sízt Valgeir, enda átti hann við töluverða vanheilsu að stríða fram á fullorðinsár. Það fór snemma að bera á því hjá honum að hugur hans stóð ekki til búskapar eða slíkra starfa. Hann lék sér að pjötlum og saumadóti og lán hans var að foreldrar hans skildu þessa hneigð. Strax eftir fermingu var hann sendur suð- ur til Reykjavíkur og nam klæðskeraiðn hjá G. Bjarnason & Fjeldsted. Við þessa iðn starfaði hann, svo að segja ó- slitið, til æviloka og eg held að það sé á engan hallað þó eg fullyrði að fáir hafi staðið hon- um þar á sporði. Hann hafði sj álf stæðan atvinnurekstur f rá árinu 1925 og þó að hann gengi á stundum dálítið skrykkjótt gat enginn sett út á handbragð hans og margir viðskiptavinir héldu við hann órofa tryggð til eeviloka. Árið 1924 giftist Valgeir fyrri konu sinni, Kristínu Benedikts- dóttur. Með henni eignaðist hann 4 böm, Egil, Þorbjörgu, Kristján og Guðnýju. Þau hjón báru eigi gæfu til samlyndis og slitu samvistum. Árið 1942 gift- ist hann í annað sinn Unni Run ólfsdóttur og með henni eignað- ist hann einnig 4 böm, Birnu, Víði, Guðrúnu og Auði. Þessi kona reyndist honum tryggur og ástríkur lífsförunautur og öllum börnum hans, sönn móðir. Veit eg að Valgeir taldi hana sína mestu gæfu. Sjálfur var hann börnum sínum góður og holl- ráður faðir og vildi gera gæfu þeirra sem mesta. Þetta er í stórum dráttum æviferill Val- geirs, þau atriði, sem skráð hafa verið í heimildir. En þau segja ekki söguna hálfa. Hvergi er getið um góðvild þess manns er ætíð vildi greiða götu þeirra er minna máttu sín. Þau segja heldur ekki , frá æðruleysi manns, er oft átti við vanheilsu að búa og þröngan fjárhag en ftldrei flíkaði því. Ekkert orð «m fágaða framkomu, snyrti- mennsku og glaða lund. Valgeir heitinn var ætíð velkominn á vinafund, þar var hann hrókur ells fagnaðar, léttur í máli en laus við niðrandi ummæli, lagði fáum til vamms en flestum til góðs. Það mun þeim er þekktu hann minnisstæðast og því frá- klæðskerameistari sagnarvert. Milli foreldra okkar Valgeirs voru náin tengsl skyldleika og vináttu. Þar var yfir mikil birta og bar aldrei skugga á. Það er einnig bjart yfir minningu Val- geirs og hans þætti í þeirri mynd. Ég og mín skyldmenni viljum þakka honum fyrir þá birtu og vonumst til að hún eigi eftir að fylgja honum á ókunnum leiðum. Fjölskyldu hans og ættmennum viljum við votta hluttekningu okkar og samúð. Gísli frá Tröð. F. 7. ágúst 1900, d. 10 sept. 1961 HANN Valgeir er dáinn, mig setti hljóðan, er frétti að þú værir dáinn, kæri vinur. Og er ég ekki búinn að átta mig á því enn, að alúðlegt bros þi*t sé slokknað og horfið augum okkar, sem eftir lifum. Að við eigum nú ekki lengur að verða aðnjótandi hlýleika persónuleika þíns, né mæta elskulegri fram- komu þinni, sem þú sýndir öll- um sem þú hittir á lífsleið þinni. Ég var svo lánsamur, góði vinur, að kynnast þér árið 1936 og eignast þá vináttu þína og eiga hana óslitið síðan. En nú er hérvist þín öll, en þú ert ekki allur, heldur ertu horfinn oss um stund, farinn til bjartari heimkynna á fund frelsara vors, sem þú trúðir á af hreinleika hjarta þíns. Én góðum dreng sem þér er hans náðarfaðmur opinn, og „það er huggun harmi gegn“ að vita að þar mun þér ljúft að dvelja, og „meira að starfa Guðs um geim“. Um leið og ég kveð þig, hinztu kveðju, vil ég votta konu þinni, Unni Rimólfsdóttur, og börnum þínum fyllstu samúð mína og aðstandendum öllum. Vertu sæll og Guði falinn. Hákon Guðmundsson. Skr if stof ustú I ka óskast hálfan daginn. — Tilboð sendist atgr. Morg- unblaðsins fyrir 27. þ.m. merkt: „147“. Trípolíbíó til sölu Húseign Tónlistarfélagsins við Melaveg ('l’rípolíbíó) er til sölu og flutnings. Húsið á að flytjast fyrir áramót. Tilboð óskast send til Trípolibíós Box 186 Reykjavík. Og verða þá nánari upplýsingar gefnar. Börn vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi LYIVGHAGA KVISTHAGA Með vaxandi samskiptum við aðrar þjóðir verður málakunnátta íslendingum æ nauðsynlegri með hverju ári, sem líður. Auk þess opnar hún líka mönnum sýn inn í nýjan og framandi heim, sem býr yfir óþekktum töfrum. Þetta vita allir, sem hafa lært mál. Þeir sem kunna bara móðurmál sitt geta síður fylgst með því, sem er að gerast í viðskiptum og verklegum framkvæmdum, listum og vísindum. Ósjaldan er klifað á því hve mikil menningarþjóð við íslendingar séum, en getum við með réttu talizt það fyrr en hver fulltíða maður á landinu kann að minnsta kosti eitt erlent tungumál. ísland er ekki lengur einangrað. Það er komið í þjóð- braut. Fylgist með tímanum og lærið talmál erlendra þjóða í fámennum flokkum. Auk flokka fyrir fullorðna, eru sérstök námskeið fyrir börn. Innritun daglega frá 5—7 i síma 3-78-08. Málaskóli Halldórs Þorsteínssonar Skiilstofuheibergi á bezta stað í Miðbænum fást leigð nú begar. Her* bergin eru f jögur og fást leigð eitt eða fleiri saman. Upplýsingar í síma 2-40-49. Vélritun Verzlunarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða vélritunarstúlku á skrifstofu sína nú þegar eða 1. október n.k. — Kunnátta 1 ensku nauðsynleg. — Gott kaup. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 23. sept. n.k. merktar: „Vélritun — 5855“. Vélritunarstúlka óskast nú þegar á málflutningsskrifstofu. — Tilboð merkt: „Lögmenn — 5998“, sendist afgr. Mbl. fyrir 24. þ.m. FiskbúB á góðum stað í bænum til sölu. — Upplýsingar í fast- eignamiðstöðinni, Austurstræti 14, sími 14120. Ung hjón óska að taka á leigu 2—3fa herb. íbúð til eins árs. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 13143. 3—4 herberg'a íbúð óskast frá 1, október i ca. 8 mánuði. — Upplýs- ingar í síma 16719. 3;a herb. íbúð er til sölu á 1. hæð hússins nr. 61 við Bergþórugötu. íbúðin er í góðu standi. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Símar 14400 og 16766 Til sölu vörubíll Opel—Blitz með nýlegri vél og sturtum ásamt ýmsum verk- færum tilheyrandi bílaverkstæði. — Upplýsingar frá kl. 1 í dag að Kirkjuvegi 20, Hafnarfirði. Jóhanna Sæberg, sími 50721 Glæsileg hæð til sölu í tvíbýlishúsi í Háaleitishverfi. Á hæðinni eru 6 herb., eldhús, bað, skáli og sér þvottahús. í kjallara fylgir 1 íbúðarherbergi, geymsla o. fl. Er seld upp- steypt með járni á þaki eða lengra komin. Bílskúrs- réttur. Gott fyrirkomulag. Hagstætt verð, ef sainið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hri., Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.