Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 21. sept. 1961 Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. .Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. TILRÆÐI VIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Auðsætt er, að tillaga Rússa ** um þriggja manna fram- kvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna er hreint tilræði við samtökin. Krúsjeff flutti þessa tillögu á 15. Allsherj- arþinginu og lagði til að einn framkvæmdastjórinn væri frá kommúnistaríkjunum, annar frá hlutlausu ríkjun- um og hinn þriðji frá hinum vestrænu lýðræðisríkjum. — Var það jafnframt hugmynd hans að hver framkvæmda- stjórinn um sig hefði neit- unarvald. Auðvitað hlyti af þessu að leiða að samtökin yrðu al- gerlega óvirk. Þau yrðu alls- endis ófær um að gegna því löggæzlu- og friðarstarfi, sem stofnskrá þeirra gerir ráð fyrir. — Neitunarvald hinna þriggja framkvæmda- stjóra mundi koma í veg fyrir að hægt yrði að taka nokkra skjóta ákvörðun, þegar á riði til verndar heimsfriðnum. Tilgangur Rússa er líka auðsær. — Þeir ætla sér með tillögu sinni um þrjá framkvæmdastjóra og neit- unarvald að hafa það í hendi sinni að koma í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar geti nokkurn tíma hindrað of- beldisárásir eða komið til liðs við þann, sem ráðizt væri á. Tillaga Rússa um þrí- stjórn samtakanna er því í raun og veru tillaga um al- gera lömun þeirra. Allt bendir því til að sam- komulag muni ekki geta tek- izt um þá tillögu. Vitað er að öll hin vestrænu lýð- ræðisríki eru henni mjög andvíg og mörg hinna hlut- lausu ríkja. Það getur tekið langan tíma að koma sér saman um val framkvæmdastjóra. Þess vegna er líklegast að fram- kvæmdastjórn samtakanna verði fengin einhverjum til bráðabirgða, annað hvort núverandi aðstoðarfram- kvæmdastjórum eða fráfar- andi eða tilvonandi forseta Allsher j arþingsins. Segja má að Sameinuðu þjóðirnar standi nú á kross- götum. Sú spurning blasir við, hvort þessi víðtækustu alþjóðasamtök sögunnar eigi að halda áfram að eflast og verða færari um að vernda heimsfriðinn, eða hvort þau eigi að lamast og hjaðna nið- ur eins og verða mundi ef tillaga Rússa næði fram að ganga. Það er vissulega ærin ó- gæfa að horfa á bak Dag Hammarskjöld, hinum ó- þreytandi friðarsinna og snjalla og lipra samninga- manni, þótt eigi bætist það við að mannkynið þurfi að horfa upp á þær hugsjónir, sem hann barðist fyrir, fót- um troðnar og kaldrifjað of- beldi og einræði kommún- ismans tröllríða gervallri veröld. TENGDIR Á ÓTAL VEGU CJtyttan, sem íslenzka þjóð- ^ in gaf Norðmönnum af Ingólfi Arnarsyni, hefur ver- ið afhjúpuð í Hrífudal í Noregi. Fregnum ber saman um það, að sú athöfn hafi mótazt af fögnuði íslendinga og Norðmanna, er þar voru viðstaddir, ásamt þakklæti og hrifningu Norðmanna. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, sem afhjúpaði styttuna og flutti merka ræðu við það tækifæri, lýsti m.a. tengslum íslendinga og Norðmanna og komst þá að orði á þessa leið: „Við íslendingar erum tengdir Norðmönnum og Noregi á ótal vegu. —■ Frá Noregi komu forfeður okkar og héðan tóku þeir með sér tungu sína, sem við enn töl- um og sízt viljum glata. — Hingað sóttu þeir uppistöður í réttarskipun sína, sem við enn erum stoltir af. Til ís- lands fluttu þeir með sér forna norska menningu, sem í mynd Eddukvæða og frá- sagna Snorra Sturlusonar er enn hluti af uppeldi okkar og hugarheimi. — Umfram allt höfum við fengið að erfðum frá Norðmönnum seiglu, áræði og sjálfstæðis- þrá, sem fleytti þjóðinni í gegnum ótalmargar aldalang ar þrengingar og gerði henni að lokum fært að fylgja norsku fordæmi og endur- heimta sjálfstæði sitt og skipa sér í sveit frjálsra þjóða. Hvergi finnum við betur til skyldleika okkar við Norðmenn né minnumst fremur alls þess sem við eigum þeim að þakka en á þeim stað, er nú stönd- um við. Þess vegna erum við komnir hingað í pílagríms- ferð“. Allir íslendingar munu [ Nýr áhrifamaður í þýzkum stjórnmálum Dr. Erich Mende, Jeibfogi Frjálsra demókrata KOSNINGARNAR í Þýzka- landi á dögunum hafa dregið fram í sviðsljósið leiðtoga Frjálsra domókrata, sem svo nefna sig, dr. Erich Mende. — Flokkur hans var sá eini utan stórflokkanna tveggja, sem hélt velli í viðureigninni um atkvæði þeirra 37,4 millj., sem í dag hafa atkvæðisrétt í Vest ur-Þýzkalandi. Og það sem meira er — Frjálsir demókrat ar hafa nú öðlast lykilaðstöðu í þýzbu stjórnmálalífi, þótt þeir séu sem puti meðal risa í samanburði við Kristilega dem ókrata og Sósialdemókrata. Vaxandi gengi flokksins. Gengi Frjálsra demókrata treystist tvímælalaust mikið í; kosningunum 1957, þegar dr. Erich Mende, sem nú er 45 ára að aldri, varð þingleiðtogi flokksins. Að vísu hefur styrk ur flokksins fram að þessu ekki hrokkið til stórræða, en engu að síður hefur orðum dr. Mende verið gaumur gefinn og almenningur í þýzka Sam- bandslýðveldinu tekið drjúgt tillit til skoðana hans í stjórn- málum. Ferill dr. Mende Erich Mende er fæddur í Efri-Slésíu 28. oktöber 1916. Að loknu menntaskólanámi og herþjálfun var hann í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar kvaddur til vopna. Hann varð majór og síðar höfuðsmaður, hlaut járnkrossinn fyrir ötula framgöngu, en særðist og var árið 1945 tekinn höndum af bandamönnum. — Eftir að Mende var laus oiðinn, lagði hann stund á laganám fram til ársins 1948, að hann tók próf Og varð doktor í lögum. Að svo búnu helgaði hainn sig stjórnmálafræðum um eins árs skeið. Mende hafði strax á árinu 1945 gengið 1 flokk Frjálsra demókrata, varð for maður flokksins á brezka her námssvæðinu árið 1947, og óx vegur hans jafnt og þétt upp frá því. Áhugasamur um varnarmál f dag er dr. Erich Mende ekki aðeins formaður þing- flokks Frjálsra demókrata, heldur jafnframt fremsti leið- togi flokksins. Hann hefur set ið á Sambandsþinginu síðan 1949 og einnig m.a. tekið þátt í störfum Evrópuráðsins. — Sjálfur telur 'hann störf sín að varnarmálum hvað mikilvæg ust þeirra verkefna, sem hann sinnir. Vill samstarf við Kristilega Dr. Mende lýsti því marg- sinnis yfir fyrir hönd flokks síns í nýafstaðinni kosninga- baráttu, að Frjálsir demókrat ar æsktu stjórnarsamstarfs við Kristilega demókrataflökkinn að kosningunum loknum. Það væri þó nánast skilyrði fyrir slíkri samvinnu, að dr. Aden- auer settist í helgan stein og dr. Erhard tæki við stjórnar forystunni. Kosningaúrslitin hafa það í för með sér, að Kristilegir demókratar þurfa nú á samstarfi Frjálsra demó krata að halda, til þess að stjórn þeirra styðjist við meiri hluta fylgi á vestur- þýzka þinginu. Dr. Adenauer er hins vegar, þrátt fyrir ald ur sinn, alls ekki á því að hætta — og nýtur í þeirri af stöðu stuðnings a.m.k. meiri- hluta flokks síns. Hverjar verða lyktir? Það verður því fróðlegt að fylgjast með, hvort Frjálsum demókrötum með dr. Mende í broddi fylkingar tekst að fá þessari ósk sinni framgengt í samningum milli flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjóm ar. Óneitanlega verður í svip inn að teljast líklegra að Frjálsir demókratar, sem ekki hafa nema u.þ.b. fjórðung þingsæta á við Kristilega demókrata, verði að hvika frá þessari kröfu sinni, en vera má að þeir öðlist þá í staðinn einhverjar „sárabætur" sem um munar. taka undir þessi ummæli forsætisráðherra síns. STEINAR FYRIR BRAUÐ Fhnn af harðsoðnustu Moskvukommúnistum hér á íslandi, Björn Bjarná- son, sem einu sinni var for- maður Iðju, ritar í gær grein í Þjóðviljann, þar sem hann lofar hið kommúníska skipulag á hvert reipi. — Kemst hann þar m.a. þannig að orði, að „hagkerfi sósíal- ismans hefur sannað ótví- ræða yfirburði sína“. Enn- fremur: „Sósíalisminn hefur skapað nýtt samfélag, sam- félag frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar samhjálpar. — Hann hefur skapað ný skil- yrði til efnahags- og menn- ingarlegra framfara“. Hvernig samræmast nú þessar staðhæfingar Moskvu kommúnistans staðreyndun- um? Þær ganga algerlega í ber- högg við sannleikann. — Reynslan sannar nefnilega í fyrsta lagi, að kommúnismi og frelsi eru fullkomnar andstæður. — í hverju því landi, sem kommúnisminn hefur komizt til valda hef-1 ur allt frelsi einstaklingsins verið afnumið. Almennum kosningarétti hefur verið út- rýmt, ritfrelsi og skoðana- frelsi afnumið. En hvað um yfirburði „hagkerfis sósíalismans?“ Þeir felast í því að lífs- kjör fólksins eru margfalt verri, bæði í Rússlandi, Kína og öðrum kommúnistalönd- um en í þjóðfélögum séreign arskipulagsins. — Rússar og Kínverjar eru t. d. meðal mestu akuryrkjuþjóða heims. Hvað eftir annað hefur þó orðið hungursneyð í þessum löndum vegna skorts á korni og brauði, síðan kommúnist- ar komust þar til valda. — Hagfræðilegar upplýsingar sanna, að rússneskur verka- maður er margfalt lengur að vinna fyrir potti af mjólk og öðrum nauðsynlegustu matvælum en verkamaður á íslandi, eða í öðrum lýð- ræðislöndum. En Moskvukommúnistarn- ir á íslandi eins og annars staðar halda áfram að lemja hausnum við steininn. Allur hinn frjálsi heimur veit hins vegar að kommúnistar hafa gefið þeim þjóðum, sem þeir stjórna með harðstjórn og einræði steina fyrir brauð. „Tveir heimar“ Ný bók eftir Cunnar Dal ÚT ER koimin önnur bók í bóka flokknum „Úr sögu heimspekinn ar“, er nefnist „Tveir heimar“, indversk heimspeki eftir Gunnar Dal rithöfund. Fyrri bókin nefnd ist „Leitin að Aditi“ og kom einn ig út á þessu ári. Þessi nýja bók fjallar um „Karma“-heimspekina 0g „Maya“-heimspekina en þriðji og síðasti kafli bókarinnar fjallar um „nirvana" — „Hvað er nirvana?“ Þétta er tíunda bókin, sem Gunnar Dal lætur frá sér fara. Fyrsta bók hans, „Vera“, Ijóð, kom út árið 1949, „Sfinxinn og hamingjan, 2. útg., 1954, — „Sókrates“, 1957, „Spámaðurinn“ þýdd Ijóð, 1958, „Októberljóð“, úr val Ijóða hans, 1959 og „Leitin að Aditi, eins og áður segir, 1961. —. „Tveir heimar“ er prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar, 61 bls. að stærð í litlu snotru broti. Herskyldan lengd Boon ,20. september. — (NTB—Reuter) Vestur-Þýzka stjórnin ákvað í dag að framlengja herskyldu tíma þrjátíuþúsund nýliða í hern urn, sem að öllu eðlilegu hefðu átt að fá leyfi um mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.