Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. sept. 1961 Þetta leiðir af sér falskar á- kærur og allskyns Ijósfælin at- hæfi. Eftir að búið var að senda mér tilkynninguna, bað hr. Ehrlich mig að koma til skrifstofu sinn- ar. Hann hafði skoðað kæruna gegn mér. Maðurinn, sem hafði stjórnað handtökunni, var hinn frægi George H. White, ofursti, sem talinn var snjallasti rann- sóknarmaður eiturlyfjalögregl- unnar. Ég hafði heyrt getið um hann. Ehrlich spurði mig, hvort ég hefði séð þann mann nokkurn tíma áður. „Ég er nú hrædd um það,“ svaraði ég. „Hvar?“ spurði hann. „Á Café Society Uptown, sitj- andi við borð ásamt John Levy.“ Ehrlich hoppaði. Ég held hann hafi ekki trúað mér í fyrstunni. Ég sagði honum, að ég gæti sann að þetta. John var einn af þeim mönnum, sem ekki geta stillt sig um að láta taka mynd af sér. með hvaða fræga manni, sem þeir komast nálægt. Ég var viss um að stelpan, sem tók myndir i klúbbnum, ætti eina af honum og White ofursta saman. Ehrlich rannsakaði málið og hún fannst. Og þarna var það svart á hvítu, White ofursti og hr. Levy sitj- andi við sama borð yfir glösum. Að sjálfsögðu færi ofurstinn ekki að eyða tímanum á Levy mema hann væri að fá upplýs- ingar. Ég býst við, að hr. Ehrlich hafi álitið, að þetta mundi koma fyrir mig vitinu hvað John Levy snerti, og þar hafði hann rétt fyrir sér. Ef Ehrlich hafði rétt fyrir sér, gaf John Levy upp- lýsingar um annað fólk og stærði sig af. Hvað átti að hindra hann í að ákæra mig? Hann hafði hlaupið til New York og ég hafði ekki heyrt meira frá honum. Þetta sannfærði mig um að Ehrlich hafði rétt fyrir sér, að ég yrði að mæta fyrir réttin- um, ganga upp í vitnastúkuna og segja frá. ■— Sjálfsagt Markús, ég skal láta það berast að mig vanti hrein dýr í dýragarðinn minn . . . En Ég varð að lifa mánuðum sam- an með öxina reidda að höfði mér og bíða eftir að hún félli. Réttarhöldin hófust 30. maí. Ehrlich hafði nóg að gera við að velja kviðdómendurna. Hann spurði hvern mann, hvort hann hefði eitthvað á móti negrum. Ein kona var send aftur, vegna þess arna. Á endanum voru í kviðdómnum sex konur og sex karlmenn og ég var einungis hraedd við einn þeirra. Ég var viss um að hann mundi leggja til að ég yrði hengd. Ég hafði enga hugmynd um, hverjir andstæðingar okkar voru, en Ehrlich sagði mér, að bæði ákærandinn og dómarinn væru þeir beztu, sem völ væri á, og hann átti að vita það. Fyrsta vitnið var White of- ursti. Hann sagði sögu sína vel og nákvæmlega. Síðan kom að mér að ganga í vitnastúkuna. Hvað skyldi ég oft hafa verið fyrir rétti á ævinni? Það byrjaði þegar ég var tíu ára, næst þegar ég var fjórtán ára og seinna hef- ur það komið tvisvar fyrir, en ég hef ekki sagt frá því enn. í annað skiptið, ég vann þá á 52. götu, kom saumakona með ódýr- an kjól, reyndi að selja mér hann dýrara en hann átti að kosta. Við rifumst. Hún kallaði mig óþverra nafni og ég reiddist svo að ég tróð hausnum á henni niður í salernisskál og skolaði niður. Málið fór fyrir rétt og hún sagði að ég hefði reynt að drekkja sér. Dómarinn hlustaði á, leit síðan á mig og spurði hana, hvort hún ætlaðist til að nokkur ' tryði að fræg söng- stjarna eins og ég mundi láta sér detta svoleiðis nokkuð í hug. Og þannig endaði það. í hitt skiptið vann ég á 52. götu rétt eftir stríðið, að sjóliðs- foringi frá Suðurríkjunum kall- aði mig þessu gamla nafni við barinn. Ég greip bjórflösku, braut hana við barinn og bauð honum upp á einvígi úti á göt- hvernig getur það orðið þér að liði við að handsama þjófinn? — Eg bíð við hreindýragirðing arnar í Týnda skógi . . . Og í unni. Út af þessu varð heilmikið þras. En ég vann. Svo komu þessi réttarhöld í Philadelphiu, sem voru í raun- inni engin réttarhöld. Nú var ég ennþá komin fyrir rétt, farin að segja ævisögu mína, og ennþá dauðhrædd. Þarna komu læknarnir frá sjúkrahúsinu í San Francisco, Ákærandinn reyndi að segja að framburður þeirra skipti engu máli, því að ekki væri verið að ræða um, hvort ég neytti eitur- lyfja eða ekki, hið eina sem máli skipti væri hvort þau hefðu fundizt á mér. En ég held að það hafi haft góð áhrif á kvið- dóminn, að ég skyldi hafa haft svona mikið fyrir að sanna að ég væri laus við eiturlyfin. En ég vissi, að þeir myndu vilja heyra það frá mér líka, svo að ég sagði þeim bara alla söguna. „Ég hef átt í erfiðleikum áður. Fyrir tveimur árum bauðst ég til að láta lækna mig af eitur- lyfjanotkun. Það var ekki ópíum. Síðan hef ég engin eiturlyf not- að. Ég kom aftur og þjóðfélagið tók við mér. Guði sé lof að ég fékk annað tækifæri." Brátt var öllu lokið nema því mikilvægasta. Kviðdómurinn fór til að ráða ráðum sínum og við urðum að bíða í um það bil klukkutíma í forsalnum. Við reyktum, töluðum við frétta- mennina og myndir voru teknar af mér. Þegar kviðdómurinn kom aft- ur, sagði formaður hans „sak- laus“. Maður skyldi hafa haldið að ég væri að Ijúka hljómleik- um. Fólk hrópaði húrra og klapp aði og hópaðist í kringum mig, rétt eins og eftir frumsýningu. Sá strákurinn í kviðdómnum, sem ég hafði verið hrædd við og haldið að vildi láta hengja mig, kom meira að segja til mín. Hann leit beint í augu mér og sagði. „Þú veizt nú ekki hvernig þetta gekk í ráun og veru, er það?“ Ég sagði nei. Við fyrstu atkvæðagreiðsluna hafði kviðdómurinn greitt níu atkvæði á móti þremur um að ég væri saklaus. Við næstu at- kvæðagreiðslu urðu þeir sam- mála. Og hver haldið þið að hafi ver ið fyrsti maðurinn, sem hringdi til mín og sagði: „Mikið er ég ánægður þín vegna, elskan“? Hr. John Levy. Ég átti ekki fyrir fargjaldinu heim, því síður fyrir launum lögfræðingsins. Hann rukkaði mig um hundrað og sextíu þús- und, að mig minnir. John Levy hafði borgað honum eitthvað sextíu þúsund áður en hann fór. John Levy bauðst til að senda mér peninga til þess að komast aftur til New York. Ég neitaði. Nokkrum árum seinna komst ég að því, að John Levy hafði enn- þá ekki borgað Ehrlich. Ehrlich sagði, að sér þætti þetta leitt mín vegna, og að ég væri kjáni, en hann vildi nú fá peningana sína. Þá var John Levy víðs fjarri og Ehrlich var aðeins einn af þetta sinn mun hann ekki sleppa! Seinna: — Mér líkar ekki að þú skul- ir vera einn að reyna að ná þjófn ótal mönnum, sem ég skuldaði, og ég samdi við hann um að borga tiuttugu þúsund á viku. Blessaður karlinn hann Joe Tenner lét mig hafa peninga til að komast aftur til New York. Hann var mér góður og hafði reynzt mér sannur vinur. Ég kom aftur til New York á sama hátt og svo oft áður, jafn fátæk og þegar ég fæddist. Lítilmótlegustu sorpblöðin mega róta í réttarhöldunum í San Francisco eins lengi og þau vilja, mér er sama. Fyrir nokkru kom eitthvert þeirra með nokkrar gamlar myndir af mér í fangelsinu í Philadelphia, Jake Ehrlich við réttarhöld í San Francisco og White ofursta að rannsaka glæpi á öðrum stað með einhverrj þingnefnd. Með þessu fylgdi löng saga. Ég las hana og sama gerðu flestir nábúa minna. Síðtn báðu þeir mig um að segja sér söguna af því sem raunveru- lega gerðist bak við tjöldin. Ég vildi að ég vissi það sjálf. 22 Ég verð að fá þennan mann Maður getur farið heiman að að morgni dags og komið heim sama kvöldið, syngjandi og blístr andi, og komizt að því að enginn er til að taka á móti honum. Þtnn ig hef ég skilið við tvo menn. En John Levy hafði tak á mér. Ég var bundin ótal böndum. Hann gat alltaf kært mig, látið henda mér inn, slegið mig eða eitthvað. Hann hafði ráðið mig á ýmsum stöðum og var búinn að undirskrifa samninga fyrir vikur og mánuði fyrirfram. Þó ég hefði getað rifið mig lausa, hefði ég fengið yfir mig skriðu af málaferlum vegna rofinna samninga og það hefði getað rið- ið listaferli mínum að fullu. Þess vegna varð ég að reyna að gæta mín og losa mig smátt og smátt, skjóta mér undan fleiri ráðningum og halda honum á- nægðum svo að hann ekki stein- dræpi mig. Ég varð að bjarga mér sjálf, enginn gat hjálpað mér. Það var mörgum vikum seinna, að ég var bæði óheppin og hepp- in senn, þegar ég var að syngja í Brown Derby í Washington D. C. Klúbburinn fór á hausinn, meðan ég söng þar, og þegar að skiladögum kom, gátu þeir ekki borgað bæði hljómsveitinni og mér. Þetta var hart. Ég þarfnaðist þessara áttatíu þúsunda, ef til vill meira en nokkurra annarra vikulauna. Þetta var lausnar- gjald mitt. En ég gat ekki tekið við því og skilið strákana í hljóm sveitinni eftir skítblanka. Þess vegna sagði ég framkvæmda- stjóranum að borga hljómsveit- inni. Þeir létu mig svo hafa ávís- un, sem gengur milli manna enn um Markús . .. Hvers vegna færð þú ekki Berta í brunastöðinni þér til aðstoðar? þann dag í dag. Engum hefur tek izt að fá peninga út á hana. Hr. Levy hafði sagzt þurfa að fara til New York í viðskiptaer- indum og svo hafði hann farið. En ég gat ekki verið viss um að hann skyti ekki upp kollinum allt í einu í forsal Charles hót- elsins í Washington. Það var kalt og yfir höfuð- borginni lá klofdjúpur snjór. Ég átti áttatíu þúsund í peninga- skáp hótelsins niðri en ég þorði ekki að snerta við þeim. Ég var viss um, að einhver myndi til- kynna hr. Levy, ef ég gerði það. Hann hafði læst þá inni, þar sem ég gat ekki snert þá. Hann hafðí gert aðra ráðstöfun til að halda mér fanginni. Hann hafði tekið minkapclsinn minn og falið hann undir dýnunni. Hann var viss um, að ég mundi ekki fara án hans. En ég fann pelsinn, fór í hann, stakk síðustu krónunum í vesk- ið, tók hundinn undir handlegg- inn og klifraði berfætt niður brunastigann á Charles hótelinu. Ég hafði ekkert með, nema það sem ég stóð í, og svo blessaða ávísunina. Ég hraðaði mér til New York með hundinn í fang- inu. ffiíltvarpiö Fimmtudagur 21. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar - 12:25 Fréttir og tilk.)# 12:55 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfr.). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:CA Tónleikar: Tveir valsar, ,,Le3 Patineurs'* op. 183 og „Mon Réve“ op. 151, eftir Waldteufel (Philharmonia Promenade hljóm sveitin leikur; Henry Krips stj.)_ 20:20 Erindi: Borgarastyrjöldin á Spánl (Vilhjálmur í>. Gíslason útvarps stjóri). 20:45 Einsöngur: Norma Procter syng« ur brezk þjóðlög. 21:00 Ferðaþáttur: Vordagur í Vín (Anna Snorradóttir). 21:25 Tónleikar: Suite Bergmansque eftir Debussy (Rudolf Firkusny leikur á píanó). 21:40 Erlend rö(Jd: Övinurinn í okk* ar eigin herbúðum grein um aug* lýsingaveldið á Madison Avenue eftir Arnold Toynbee sagnfræð-* ing (Halldór Þorsteinsson bóka* vörður). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftií Arthur Omre; XI. (Ingólfur Krist jánsson rithöfundur), 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 40 í g-moll (K550) eftir Mozart (Sinfóníuhljómsveit su5« ur-þýzka útvarpsins leikur; Carl Schuricht stjórnar), 22:55 Dagskrárlok. Föstudagur 22. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðuirfr.). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku, 13:25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir.. 20:00 Tónleikar: Píanósónata nr. 2 eft* ir Ned Rorem (Julius Katchen leikur). 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð« mundsson og Tómas Karlsson), 20:45 Tónleikar: Lög úr óperettunnl „Friederike" eftir Lehár (Erik Köth og Rudolf Schock syngja)# 21:00 Upplestur: Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kvæðið „Stórasand" eftir Einar Bene« diktsson. 21:15 Tónleikar: „Leonora**, forleikuí nr. 3 eftir Beethoven (Hljóm* sveitin Philharmonia í Lundún-* um leikur; Herbert von Karajan •stjómar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux-* inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; XIII. (Höfundur les), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* „eftiir Arthur Omre; XII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: Eric Winstone og hljómsveit hans leika. 23:00 Dagskrárlok. (VT 4LFLUTNIN GSSTOl' A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, 111. hæO. — Næsti, gerið svo vel! m a L / u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.