Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 22
22 m o n cms ni/AÐlÐ Fimmtudagur 21. sept. 1961 Drengjamet í sleggjukasti — og hörkukeppni i mörgum greinum SÍÐARI hluti Drengjameist aramóts Reykjavíkur fór fram í gærkvöldi. Veður og kuldi spilltu nokkuð árangri, en í ýmsum greinum var um allgóð afrek að ræða. Eitt drengjamet var sett. Setti það Jón Ö. Þormóðsson ÍR í «leggjukasti, kastaði 46.79 m. Á 200 m hlaupið Hörðust, jöfnust og skemmti legust var keppnin í 200 m hlaupinu. Mátti Iengst af ekki á milli sjá hvor sigraði Þórhall ur Sigtryggsson KR eða Skafti Þorgrímsson ÍR. Skafti sem er aðeins 15 ára og eitt mesta spretthlauparaefni sem hér hef ur komið fram síðari árin hafði forystuna lengi en varð að láta í minni pokann á síð- ustu metrunum og Þórhallur tryggði sér sigurinn. Skiafti jafnaði sitt eigið sveinamet 23.9 sek. Veðrið hafði hafði mikil áhrif á þessa grein og má því árangur þeirra beggja teljast mjög góður. Skafti kann enn ekki vel að hlaupa á beygjunni, en þegar það lag- ast nær hann án efa mun betri árariigri. Ar Þrístökk í myrkri Mjög hörð var keppnin einnig f þrístökkinu. Þar stukku tveir menn jafnlangt 11.97 en keppn- in í þessari grein dróst mjög og var komið myrkur er síðustu um ferðirnar fóru fram. Háði það keppendunum mjög. Úrslit í einstökum greinum urðu annars þessi: Stanigarstökk Magnús Jóhannsson ÍR 3.00 Halldór Guðmundsson KR 2.90 Jakob Hafstein ÍR 2.70 Sleggjukast Jón Ö. Þormóðsson ÍR 46.79 dr. met Jakob Hafstein ÍR 23.08 Kjartan Guðjónsson KR 22.47 1000 m boðhlaup Sveit KR 2.16.4 Sveit ÍR 2.17.4 200 m grindahl. Þórhallur Sigtryggsson KR 28.5 Jón ö. Þormóðsson ÍR 28.3 Þorv. Björnsson KR 29.3 800 m hlaup Valur Guðmundsson ÍR 2.07.4 Stanley Pálsson KR 2.23.2 200 m hlaup Þórh. Sigtryggsson KR 23.8 Skafti Þorgrímsson ÍR 23.9 Þorv. Björnsson KR 25.9 Spjótkast Kjartan Guðjónsson KR 48.08 Stanley PálssOn KR 23.20 16.79 m í kúluvarpi norskt met í GÆRDAG setti norski kúlu- varparinn Björn Bang-Andersen nýtt norskt met í kúluvarpi. Varp aði hann 16.79 m. Þrístökk Gylfi Jónsson Á 11.97 Jón Ö. Þormóðsson ÍR 11.85 Jakob Hafstein ÍR 11.65 Þorv. Björnsson KR 11.97 5:1 DANIR og Þjóðverjar léku landsleik í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Dusseldorf. Danir biðu einn mesta ósigur er þeir hafa beðið í landsleik síðari árin. Þjóðverjar unnu með 5 mörkum gegn 1. í hálfleik var staðan 3—0 Þjóðverjum í vil. Svavar og Kristleifur farnir f DAG fara þeir utan til Þýzka- lands, hlaupararnir Svavar Mark- ússon og Kristleifur Guðbjörns- son. Munu þeir taka þátt í hinu árlega Harbig-móti. Keppir Svav ar í höfuðgrein mótsins 800 m hlaupi en Kristleifur í hindrunar hlaupi. Hér er um boð að ræða og greiðir þýzka sambandið allan kostnað. Fararstjóri er Ingi Þor- steinsson. T ottenham vann 8:1 TOTTENHAM og pólska liðið Gognik mættust í síðari leik sín- um í Evrópubikarskeppninni í gærdag. Leikurinn fór fram á velli Tottenham. Dró hann mik- inn fjölda að því Pólverjarnir unnu fyrri leik liðsins á dögun- um með 4—2. Nú hrissti Tottenham af sér slénið og sigraði með 8 mörkum gegn 1. 10 mánaða fangelsi og 60 þús. í skaða- bætur NÝLEGA hefir verið kveð- inn upp í sakadómi Reykja- víkur af Þórði Björnssyni, sakadómara, dómur í máli, sem af ákæruvaldsins hálfu hefir verið höfðað gegn Reyni Erni Leóssyni, bif- reiðarstjóra, hér í bænum, fyrir svik og skjalafals svo og gegn stúlku einni fyrir skjalafals. Dómurinn taldi sannað að hinr ákærði bifreiðarstjóri hefði gerz brotlegur gegn 155. gr., 248. gr PeSiosjon Tonn Friðrik 11. UMFERÐ á Aljechin mótinu í Bled var tefld á þriðjudagskvöld ið. Úrslit urðu sem hér segir: Germek Vz — Fischer % Pachmann — Bisguir biðsk. Portisch Vz — Darga V2 Ivkov 0 — Donner 1 Tal % — Gligoric % Friðrik 0 — Petrosjan 1 Geller % — Keres % Matanovic % — Udövcic V2 Bertok % — Trifunovic V2 Parma % — Najdorf Vt Skák Friðriks og Petrosjan varð 33 leikir er Friðrik gaf. Einmennings- keppni í bridge ANNAÐ KVÖLD hefst á vegum Bridgefélags Reykjavíkur ein- m-enningskeppni í bridge. Verður keppnin 4 umferðir og verður spilað 21., 26. og 28. september og 3. október. öllum er heimil þátttaka í keppninni. Spilað verðuir öll kvöldin í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Frederiksstad ur keppni nmm NORSKA liðið Frederikstad kepp ir af hálfu Noregs í keppninni um Evrópubikarinn í knattspyrnu. í fyrstu umferð lenti norska liðið móti Standard Royal frá Liege í Belgíu. Fyrri leikinn unnu Belg- arnir með 2—1. Síðari leikurinn fór fram í Osló í gærdag og unnu Belgarnir enn, nú með 2—0. Frederikstad er því úr keppninni. Rússar unnu Engiendinga Tamara Press setti heimsmet i kringlu- kasti og Brummel var yfir 2.26 RÚSSAR og Englendingar háðu í gærkvöldi og í fyrrakvöld lands keppni í frjálsum íþróttum og fór hún fram í Lundúnum. Eitt heimsmet var sett í gær. Var það Tamara Press í kringlukasti kvenna, kastaði hún 58,98 m en gamla heimsmetið setti hún fyr ir nokkrum dögum 58.06. Eftir fyrri dag keppninnar höfðu Rússar 54 stig gegn 53 stig um Englendinga í greinum karla. í keppni kvenna höfðu Rússar 42 gegn 21 eftir fyrri daginn. • Heimsmet Heimsmet Tamöru Press og hástökk Brummels voru aðalvið burðir keppninnar. Tamara byrj aði rólega, átti tvö köst milli 51 og 52 m en í þriðju tilraun kom heimsmetið 58.98 m. Fagnaðar- látunum ætlaði aldrei að linna. Sama var er Valeri Brummel var mjög nálægt því að setja nýtt heimsmet 2.26 m. Hann hafði far ið létt 2.20 m. og hækkað var i 2.26 m. Tilraun hans var mjög góð. Hann var kominn yfir með allan skrokkinn og fagnaðarópin voru að byrja — en þá felldi hann með fætinum á niðurleið. Fagnaðaraldan breyttist í von- brigðastunu. • Aðrar greinar Af öðrum greinum imá nefna að Kreer sigraði í þrístökki stökk 15.83 m. Rudenkov vann sleggju kast 67.41. 400 m Metcalfe Eng- land 46.5, 10 km hlaup Hymann England 29.02.0. Kúluvarp Arthur Rowe England 19.11. 100 m hlaup Jones England 10.5. í 4x100 m boðhlaupi voru sveit irnar á sama tíma. England var dæmt sjónarmun á undan en báð ar sveitir fengu 40.9. Heildarúrslit keppninnar urðu þau að Rússar unnu karlakeppn- ina með 122 stigum gegn 106 og kvennakeppnina með 75 gegn 43. og 250. gr. almennra hegniíigar- laga nr. 19, 1940 með því að: 1) að hafa árið 1959 fyrst veð- sett og síðan selt bifreið og leyna veðhafann og kaupandann því að á bifreiðinni hvíldi 80 þúsund króna víxilskuld á 1. veðrétti. 2) að hafa árið 1960 látið faisa nafn ákveðins manns sem sam- þykkjanda fjögurra víxla sam» tals að fjárhæð kr. 20.000.00 og nota víxlana síðan til að greiða með þeim hluta af verði bifreið. ar, sem hann keypti stuttu síðar, 3) að hafa árið 1960 fengið tvo menn til að rita nöfn sín sem samþykkjandi og útgefandi á tvo víxla, sem skyldu vera sam- tals að fjárhæð kr. 3.000.00 til kr, 5.000.00, en ákærði lét fjárhæðir þeirra nema samtals kr. 18.000.00 og notaði þá síðan til að greiða með þeim hluta af verði bifreið* ar, sem hann keypti. Var bifreiðarstjórlnn dæmd ur í 10 má.naða fangelsi og gert að greiða samtals kr. 60.000.00 í skaðabætur til manna þeirra, sem orðið höf'ðu fyrlr tjóni af verknaði haws. Hin ákærða stúlka, sem bif. reiðarstjórinn hafði fengið til að skrifa nafn annars manns á fjóra víxla i heimildarleysl var talin hafa gerzt sek um skjalafals samkvæmt 155. gr. hegningarlaganna, en með til liti til allra málavaxta taldl dómurinn rétt að fresta i 3 ár ákvörðun um refsingu hennar og falli refsiákvörðun niður, ef stúlkan á þeim tíma gerist ekki sek um nýtt brot. Þá var báðum hinum á. kærðu gert að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs verjanda þeirra. Rétt þykir að taka fram að sú niðurstaða að fresta ákvörðun um refsingu stúlkunnar er annað en venjulegur skilorðsbundinn dómur, þar sem refsing er ákvörð uð en kemur ekki til fram- kvæmda, ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Frestun á refsiá. kvörðun er byggð á lögum frá árinu 1955 og mun aðeins einu sinni áður hafa verið beitt hér á landi. (Fréttatilkynning frá Sakadómi Reykjavíkur). — Hagur Islendinga Framhald af bls. 3. Þá segir svo í ályktunartillög- unni: „Við athugun á fiskveiðum í Evrópu hefur athygli ráðgjafar- þingsins verið vakin sérstaklega á íslandi, en efnahagur þess er næi eingöngu háður fiskveiðum Og yfir 90% af útflutningi þess eru fiskur og fiskafurðir. Ráð- gjafaþingið er eindregið þeirrar skoðunar, að smábreytinga einna sé þörf til að bæta hag íslenzka útvegsins og viðurkennir þar með samábyrgð ríkisstjórna aðildar- ríkjanna á því, að blómlegur efna hagur þróist í öllum löndum Vestui-Evrópu. í áiyktunartillögunni er vikið að fleiri atriðum, m. a. nauðsyn þess, að Efnahagsbandalag Ev- rópu sinni útvegsmálum í ríkari mæli en verið hefur. í greinar- gerð, sem tillögunni fylgir, er rætt ítarlega um íslenzk mál ög þá hagsmuni, sem íslendingar hafa af frjálsari viðskiptum með sjávarafurðir. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðisins ( 19. september 1961. Þ. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.