Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 SWw0imMaMfti 213. tbl. — Fimmtudagur 21. september 1961 Komst einn af Sjá bls. 10. Fishing News hvefur tii samvinnu íslendinga og Breta ,,FISHING News“, málgagn! brezkra togaraútgerðarmanna, ræðir í forystugrein sinni 15. september s.l. ný og breytt við- horf í samskiptum íslendinga og Breta. Kveður þar nokkuð við annan tón en oft hefur gert á undanförnum árum, en eins og kunnugt er var blaðið fslending- um mjög fjandsamlegt í landhelg isdeilunni. Þykir Morgunblaðinu rétt að gefa lesendum sínum kost á að kynnast hinum nýja anda blaðsins í garð íslendinga og birtir því nokkrar glefsur úr greininni. í upphafi hennar er nokkuð* vikið að bættri sambúð fslend- inga og Breta síðan landhelgis- deilunni lauk, og segir þá m.a.: samkomulagsins við fslendinga,J er þó ekkert við það unnið að halda hefndarráðstöfunum ennþá áfram.“ Þá ræðir blaðið nokkuð íslenzk efnahagsmál, og segir: „Fréttir frá íslandi benda til þess, að erfiðleikarnir í efnahags lífi landsins eigi einkum rót sina að rekja til þess, að fiskiðnaður- inn megni ekki lengur að standa undir hinum undragóðu lífskjör- um þjóðarinnar. Virðist svo vera sem hverri tillögu til þess að auka viðskipti, og iðnað heima fyrir, yrði mætt af skilningi. Og satt að segja, er ríkisstjórnin tal- in binda við það nokkrar vonir, að erlend fyrirtæki hafi hug á að reisa vinnsluverksmiðjur við helztu fiskveiðibæina“. bjóða. Eitt er víst. Nógir aðrir eru að búa sig undir að stíga þetta skref.“ : ★ Eyðum óvild „Fyrir okkar leyti fögnum' Samstarf við öllum aðgerðum og hverri til- raun, sem miða að því að eyða óvild milli þessara tveggja landa Enda þótt brezkur fiskiðnaður hafi beðið þungbært tjón vegna Lézt af slysför- um í Austur- Þýzkalandi ÍSLENZKUR stúdent, sem var við efnafræðinám í Leipzig í Austur-Þýzkalandi, Þorsteinn Stefán Friðjónsson, lézt af slysförum þar eystra um síð- ustu helgi, en ekki hafa bor- izt fregnir af því, hvers konar slys hér var um að ræða. Þorsteinn, sem var 25 ára gamall, var giftur austur- þýzkri stúlku, Wally Friðjóns. son, og áttu þau eitt barn, rúmlega ársgamalt. Réttir AKRANESI, 20. sept. — Svart- hamarsrétt á Hvalfjarðarströnd var réttuð í dag. Þetta er í ann- að sinn, sem réttað er í hinni nýju, myndarlegu rétt, er stend- ur fyrir ofan veginn móts við Hrafnabjörg. í gær smöluðu bændur heimalönd sín og ráku til réttar í gærkvöldi. Heimtur voru ágætar Hafnarrétt var réttuð í gær og voru heimtur i meðallagi í gær komu nokkrir réttarbændur það an hingað í bæinn. Leyndi það sér ekki, að þeir höfðu slökkt þorsta sinn á einhverju öðru en bergvatninu einu saman. Á mánudaginn var Grafarrétt sem stendur á melum sunnan undir Akrafjalli (gamla Reynis réttin) réttuð. Það er timburrétt nýmáluð úr borðum og rimlum. Ekki hófst smalamennska fyrr en stytti upp rigningunni, og þess vegna var ekki réttað fyrr en síðdegis. — Oddur. á sviði fiskiðnaðar Nokkru síðar, segir í grein Fishing News: ,,Hér hefur brýn nauðsyn valdið tilhneigingu í þá átt að auka veiðina á einingu } hverri veiðiferð. Þessu marki hefur ver- ið náð með notkun kæliskipa eða stærri flotum. f þessu sambandi er það beggja hagur, að nánari tengsl skapist við íslendinga á sviði fiskiðnaðar. Það er auðsær hagur að hafa stöðvar nærri fiski miðunum fyrir eldsneytis- og vistageymslur o. fl. Ef til vill væri lika unnt að fá íslenzka togara til þess að veiða fyrir bre*zka frystitogara, eða hitt, að brezkir togarar veiddu fyrir ís- lenzkar verksmiðjur. Það er eins gott að fara að hyggja að þessum málum nú þeg ar. Og hvað er betur til þess fall ið að koma skrið á málin en að stofna til náinna tengsla (þ. e. í markaðsmálunum) við land, sem er svo þurfandi fyrir margt og sem hefur upp á svo mikið að, |«V»IW»»Í Á jökli ITM fyrri helgi fór Jöklar 'juií sóknafélag íslands í haustleið: angur sinn á Vatnajökul, til ' þess að setja upp maelinga-f stengur og bæta ofan á eldri; stengur, sem snjórinn hleðurf smám saman að. Hér er unniðf að því að setja upp sex metraf stöng til mælinga á snjókomu næsta vetrar norðvestur af Pálsfjalli. (Xjósm. Sig. Þórar- insson) Útför Hammarskjölds 29. sept. frá dómkirkjunni í Uppsölum StoJckhólmi, 20. september. — (AP — NTB) — OPINBERLEGA var til- kynnt í Stokkhólmi í kvöld, að útför Dags Ilanimar- skjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, yrði gerð á kostnað sænska ríkis- ins föstudaginn 29. sept. — Útförin fer fram frá dóm- kirkjunni í Uppsölum. Erling Eidem, fyrrverandi erki- biskup, jarðsyngur. Heildaraflinn 30 þús. lestum minni en í fyrra BLAÐINU barst í gær skýrsla Fiskifélags íslands um fiskafla togara- og bátaflotans frá 1. jan Eldur í lest Þorkels mána SÍÐDEGIS í gær var slökkviliðið kvatt að togaranum Þorkeli mána við togarabryggjuna. Hafði kvikn að í olíu í lest skipsins út frá ofni, en verið var að þurrka lestar þess. Talið var að hiti frá einum ofnanna hefði sprengt þéttingu í olíuröri, olian síðan streymt út og kviknað í henni. Eldurinn varð fljótlega slökktur og skemmdir urðu sáralitlar. Ölvaður ökuþór ekur á fjórar bifreiðar 1 GÆRKVÖLDI var kært til lögreglunnar vegna þess að ek- ið hafði verið á bifreið við íþróttavöllinn, en ökuþórinn hafði ekki skeytt því neinu og „stungið af“. Hóf lögreglan þeg- ar leit að sökudólgnum og náði honum vestur á Furumel, en þá hafði hann ekið á þrjár bifreið- ar, sem stóðu við þá götu, svo að alls hafði ökuþórinn lagt 4 bifreiðar að velli í þessari öku- ferð. Við rannsókn mun hafa komið í ljós, að hann var und- ir áhrifum áfengis. úar til 30. júní 1061 og saman- burður við sama tímabil 1960. Kemur þar fram, að heildarafl- inn, síldarafli meðtalinn, var á þessu tímabili 265.322.427 kg. mið að við 296.629.403 kg. árið 1960, eða um 30 þús. lestum minni. Skiptist þetta aflamagn svo milli togara- og bátaflotans, að bátaflotinn hefur fengið 225.895 455 kg., þar með talin síld, hum ar og rækja, en togaraflotinn 39.426.972 kg. Á sama tíma 1960 aflaði bátaflotinn 239.840.498 kg., en togaramir 56.788.905 kg. Seldu í Þýzkalandi TVEIR TOGARAR Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur seldu í gær og fyrradag í Cuxhaven í Þýzkalandi fyrir samtals 135 þús. mörk. í fyrradag seldi Skúli Magnús- son 143 tonn fyrir 52.500 mörk, en í gær Jón Þorláksson 139 tonn fyrir 82.500 mörk. Verð á síldarmjöli VERÐ á síldarmjöli á innlendum markaði hefur verið ákveðið kr. 485.00 pr. 100 kg fob., verksmiðju höfn, miðað við, að mjölið sé greitt fyrir 1. nóvember n.k. Meðal viðstaddra við útförina verða sænsku konungshjónin auk annarra stórmenna. Sendi- mönnum erlendra ríkja í Stokk- hólmi verður sérstaklega boðið að vera viðstaddir, en slík boi verða ekki send til annarra landa. Hljóp fyrir bíl ÞAÐ SLYS vildi til um hádegis- bilið í gær, að 8 ára drengur, Pét ur Stefánsson, GHettisgötu 54, varð fyrir bifreið á Skúlagötu móts við Vatnsstíg. Meiddist drengurinn talsvert, vi-ðbeins- brotnaði, skrámaðist í andliti og hlaut áverka á brjóstkassa. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna, en síðan á Landakotsspítalann. Þegor Morgunblaðið spurðist fyr ir um líðan hans þar í gær, var almennt ástand hans talið sæmi legt eftir atvikum. Slysið bar að með þeim hætti, að bifreiðin, sem Pétur litli varð fyrir, var á leið austur Skúlagötu, en Pétur var uppi á gangstéttinni norðan megin götunnar ásamt ungri telpu. í þeim svifum, sem bílinn bar þarna að hljóp svart ur köttur, sem einnig hafði verið uppi á gangstéttinni, út á götuna. Hljóp Pétur á eftir bettinum og fyrir bílinn með þeim afleiðing um, sem fyrr segir. Hinsvegar er erlendum stjórn- máiamönnum og öðrum gestum velkomið að vera viðstaddir út- förina, sem hefst kl. 3 e.h. Tilkynnt hefur verið að Lyndon B. Johnson, varaforseti verði fyrir fulltrúum Bandaríkjaforseta við útförina. Hammarskjöld verður grafinn í grafreit Hammarskjöld fjöl- skyldunnar. • Minningarathöfn í dag Minningarathöfn um Hammar- skjöld fór fram í Ndola í dag, en þar lá kista hans á viðhafnarbör- um fyrir framan einfaldan tré- kröís. Ýmsir lögðu blómsveiga að kistunni, þeirra á meðal Knút ur frændi Hammarskjölds. Á laugardag eða sunnudag verður flogið með kistuna til Stokkhólms, og sömuleiðist kist- ur annarra þeirra, er fórust I flugslysinu. Á Bromrna flugvelli fer fram stutt athöfn, en síðan verður flogið með kistuna til til Uppsala og mun standa uppi í dómkirkjunni þar til á föstudag. • Sjóður í minningu Hammarskjölds Sænska stjórnin hcfur ábveðið að hafa forgöngu um stofnun sjóðs, er bera skal nafn Dags Hammarskjölds. Skal sjóðnum varið til athafna er miði að eflinm alþjóða sam- vinnu. Peningum borð um stolið Fylki MILLI kl. 4 og 5 í gærdag var stolið 4—500 krónum úr peninga veskí um borð í togaranum Fylki, sem liggur í Reykjavík- urhöfn. Var veskið í jakka, sem hékk inni í skáp í lúkar togar- ans. Á fyrrgreindu tímabili hitti einn skipverja ungan dreng um borð í togaranum, sem einmitt var að koma út úr lúkarnum. Þegar drengurinn var inntux eft ir því, hverra erinda hann væri um borð í skipinu gaf hann ó- skýr svör, en hraðaði sér frá borði, tók reiðhjól sitt og hjólaðl á brott. Skipverjinn, sem hitti dreng- inn, lýsir honum svo, að hann hafi verið 14—15 ára gamall, dökkhærður, dökkbrýndur, frem ur smár vexti og grannur. Var hann klæddur blárri, þunnrh blússu með V-löguðu hálsmáli og hafði svarta þykka sendisveina- tösku í ól um öxlina. Eru það tilmælj rannsóknarlög reglunnar, að piltur þessi geí sig fram við hana og aðrir þeir, sem kynnu að geta gefið einhverj' ar upplýsingar um mál þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.