Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ ^östudagur 22. sept. 1961 Dagskrá Allsherjarþingsins undirbuin Samþykkt að ræða sérstaklega stöðvun kjarnavopna-tilrauna — þrátt fyrir kroftug mótmæli Russa — Lítt miðar í framkvæmdastjóra-málinu % New York, 21. sept. — (AP — NTB — Reuter) DAGSKRÁRNEFND Alls- herjarþings SÞ sat á rök- stólum í dag til þess að á- kveða dagskrá þingsins og fundartíma. Var ákveðið, að haustfundinum skuli ljúka í síðasta lagi 20. desember. Flest dagskrármál voru sam- þykkt án umræðu, en til all- harðra orðaskipta kom út af öðrum, svo sem Angólamál- inu og tillögu Stevensons, fulltrúa Bandaríkjanna, um að taka sérstaklega á dag- skrá stöðvun tilrauna með kjarnavopn, en rússneski fulltrúinn vildi láta það mál felast í afvopnunarmálinu í heild, sem þegar hafði verið samþykkt á dagskrá án um- ræðna. til, að stjórnmálanefnd Allsherj- arþingsins léti spurninguna um stöðvun kjarnavopnatilrauna ganga fyrir öðrum málum. Kvað hann raunhæft samkomulag um bann við slíkum tilraunum nú' vera nauðsynlegra en nokkru sinni. Hélt hann því fram, að slikt: samkomulag væri grundvöllur j þess, að takast mættu samningar um almenna afvopnun. Brezki fulltrúinn, sir Patrick Dean, studdi tillögu Stevensons ein- dregið. Valerian Zorin, fulltrúi Rússa, mótmælti mjög ákveðið Og hélt því fram, að ekki ætti að skilja þetta atriði frá afvopnunarmál- inu. Fóru nokkur orðaskipti milli þeirra Stevensons, þar sem hvor kennai öðrum um, að viðræðurn- ar í Genf um bann við kjarna- vopnatilraunum fóru út um þúf- ur. — Svo fór, að tillaga Steven- sons var samþykkt með 16 at- kvæðum gegn 3, en tveir fulltrúar sátu hjá, Frakklands og Túnis (Mongi Slin», forseti Allsherjar- þingsins). Það voru Sovétríkin, Búlgaría Og Tékkóslóvakía, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. * ic Önnur mál Tillaga frá 40 Afríku- og Asíu- ríkjum um að taka ástandið í Angóla til umræðu var samþykkt gegn kröftugum mótmælum portúgalska fulltrúans. Svo fór og um tillögu um að ræða kyn- þáttastefnu Suður-Afríku, en full trúi landsins mótmælti því einnig, að SÞ væru bærar að fjalla um það mál, sem væri „algert innan- ríkismál*. — Meðal þeirra mála, sem enn voru tekin á dagskrána, var tillaga frá Danmörku og Svíþjóð, um að rætt verði vanda- mál hinnar miklu fólksfjölgunar í heiminum, en fulltrúar hinna ýmsu kaþólsku ríkja telja, að ekki beri að grípa tii neinna ráð- stafana til þess að draga úr barn eignum — slíkt sé andstætt guð- legum vilja og forsjón. — Mörg fleiri mál voru tekin á dagskrá Allsherjarþingsins i dag. í gær 'noist Haustmánuður, og á mongun er jafndægur á hausti. Oft er talað um jafn- dægrastorma, enda láta þeir ekki á sér standa «n þessar mundir. Djúp lægð er skamimt fvrir sunnan Iandið og mun ganga norður yfir það. Storm sveipurinn Esther er skammt austur af New York, nálægt Cape Cod, og hreyfist NA á bóginn, en fremur hægt enn sem komið er. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Breiðafjarðar Og miðin: Allhvass sunnan í C nótt, kaldi eða stinningskaldi C á morgun, skúrir. « Vestfirðir: Allhvass NA Og C rigning fyrst en SA kaldi og 2 skúrir á morgun. Vestfjarðamið: Hvass NA, rigning. .' Norðurland til Austfjarða og miðin: Allhvass sunnan og sums staðar rigning í nótt, stinningskaldi og léttskýjað á < morgun. SA-land og miðin: Allhvass • sunnan og SV, skúrir. Verkfræöingum boöin 13,8% kauphækkun ir Stungiff upp á Nehrú Ekkert hefir enn gerzt ákveðið varðandi framkvæmdastjórn SÞ, en stöðugar viðræður eru bak við tjöldin um það mál. Er sagt, að ýmis ,,miðríki“ (sennilega átt við hlutlausu „blokkina") séu að reyna að koma sér saman umj ályktunartillögu til þess að leggja fyrir Allsherjarþingið.j með það fyrir augum, að það útnefni framkvæmdastjóra til bráðabirgða. Ekki hafa þessir að-| ilar þó enn komið sér saman um' neinn „frambjóðanda", en m. a. I mun hafa verið bent á NehrúJ forsætisráðherra Indlands, sem einn hinna líklegustu. Adlai Stevenson lagði eindregið I Myndin sýnir svipbrigffi Tsjombes, þegar honum voru sagffar fréttirnar um hiff hörmulcga flugslys. Hann var þá að halda hlaðamannafund í Ndola. Var hann einmitt aff úthúffa SÞ fyrir affgerffir þeirra í Katanga, þegar frétta i maffur frá Daily Telegraph í £ Lundúnum kom til fundar- / ins og flutti þangað fréttina J um flugslysiff. Tsjombe brá mjög viff, og sagffi lágt eftir stundarþögn: — Ef frétt yffar er á rökum reist, harma ég mjög þennan atburff. Hamm- arskjöld var maffur, sem ég bar mikla virffingu fyrir — og ég vonaffi einmitt, aff viff 7 mundum nú komast að sam- ) komulagi hér í Ndola .. Forseti Islands heim- sœkir bœ Stefáns G. Fréttaskeyti til Mbl. frá AP. og J.M. Á þriðjudag flaug forseti fslands og föruneyti hans frá Winnipeg til Regina, og síðan var ekið um Vatnabyggðimar til Wynyatrd. Þar fögnuðu mörg hundruð börn honum og veifuðu íslenzkuon fán um. Samkoma var í íþróttaskála mikluim, og var þar sarnan kom ið á þriðja þúsund manns. Sér stakt hátíðablað var gefið út vegna heimsóknarinnar, og mynd ir af forsetahjónunum sáust víða í gluggum. Að lokum var haldin samikoma í íslenzku kirkjunni. Síðar um daginn var haldið til Markerville og þar komið heim á bæ Stefáns G. Þar lagði forseti blómsveig á gröf skáldsins og annan við minnismerki hans, sem stjórn Kanada lét reisa. Margt manna kam á samkomu, sem hald in var forsetahjónunum til heið urs. Dætur Stefáns, afkomendur hans margir og tveir ráðherrar Alberta-fylkisins önnuðust mót- tökurnar. Þá var haldið til Edmonton, höfuðborgíir Alberta-fylkis, og hlutu forsetahjónin þar hjartan legar móttökur. Um kvöldið sátu þau veizlu hjá íslendingafélaginu þar í borg, og heilsaði forseti persónulega^ flestum hinna 120 boðsgesta. í ræðu, sem forseti flutti, rakti hann viðburði síðustu ára á íslandi og minntist á þátt Vestur-íslendinga í landnámi Kanada. Iðraðist, skilaði fénu EINS og skýrt var frá í blaðinu á fimmtudag, var stalið um 500 krónum um borð í botnvörpungn um Fylki í Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Skipverjar höfðu orð ið varir við ferðir drengs, sem þeir gátu gefið greinargóða lýs- ingu á, og töldu hann líklegan til að hafa valdið peningahvarfinu. Drengurinn iðraðist stuldarins og fór á miðvikudagskvöld um borð í togarann í því skyni að skila peningunum á sama stað, en er hann heyrði mannamál þar inni, áræddj hann ékki að fara þángað, heldur skildi seðlana eft ir á bak við salemishurð, þar sem þeir fundust. Sagan er þó ekkj þar með öll. Drengurinn, sem er 15 ára, trúði systur sinni fyrir hnuplinu. Hún, sem mun vera um tvítugt, gerði sér lítið fyrir og vatt sér í einum hvelli með bróður sinn til lögregl unnar þar sem hann játaði brot sitt. Vonandi -stígur hann ekki oftar út á þessa braut, fyrst hann sneri svo snarlega við af henni í þetta sinn. Fyrsti fundur Rusks og Gromykos NEW YORK, 81. sept. — Utan- ríkisráffherramir Dean Rusk (Bandaríkjunum) og Andrei Gromyko ('Sovétríkjunum) áttu í dag eínkaviffræffur yfir miff- degisverffi í Waldorf Astoria- hótelinu. Var þetta fyrsti fund- ur þeirra um Berlínarmáliff og önnur alþjóffleg vandamál, en taliff er aff þeir muni hittast öðru hverju næstu daiga til þess aff kanna, hvort grundvöllur sé fyr- ir samningum milli Vesturveld- anna og Sovétríkjanna um þýzku vandamálin, og þá sér í lagi Ber- lín. Einnig er taliff aff ráffherr- arnir muni ræffa um framtíð SÞ eftir lát Hammarskjölds. — ★ — Utanríkisráðherrarnir voru fremur þurrir á manninn við fréttamenn, sem biðu við hótel- ið. Þannig anzaði Gromyko ýms- um spurningum þeirra út í hött, um leið og hann gekk inn í borð- salinn. „Ég ætla að snæða mið- degisverð með utanríkisráherran um,“ sagði hann aðeins. — Eng- in tilkynning var gefin út um fundinn að honum loknum. 4 ára verkfræðiitgum boðin 24% kauphækkun ÞAÐ kom fram á fundi bæj- arstjórnar Reykjavíkur í gær, að verkfræðingum hef- ur nu verið boðin sama hækkun á launum og opin- berir starfsmenn hafa fengið, eða 13.8% að viðbættum 4% 1. júní 1962. Þá hafa vinnuveitendur einnig boðið, að verkfræðingar skuli nú fá hámarkslaun eftir 4 ára starf í stað 10 ára áður. — Mundi þetta hafa í för með sér u.þ.b. 24% launahækkun verkfræðinga, sem starfað hafa 4 ár eða lengur. Það var Gunnlaugur Pétursson borgarritari, settur borgastjóri, sem gaf þessa upplýsingar, er hann svaraði fyrirspurn Alfreffs Gíslasonar bæjarfulltrúa Alþýðu bandalagsins um lausn verkfræð ingadeilunnar. Þá kom það einnig fram i ræðu borgarritara að í síðasta tilboði vinnuveitenda hefði ver- ið gert ráð fyrir því, að deildar- verkfræðingar fengju. 10% hærri laun en almennir verkfræðingar, eins og samkvæmt síðasta samn- igi, en hins vegar skyldi ekki samið við Stéttarfélag verkfræð inga um kaup yfirverkfræðinga, enda yrðu þeir ekki meðlimir félagsins. Sagði borgarritari, að Reykjavíkurbær hefði getað fall- izt á þetta tilboð, sem var sett fram á síðasta fundi deiluaðila með sáttasemjara laust fyrir síð- ustu helgi, en verkfræðingar hefðu hafnað því án þess að koma fram með gagntilboð. ★ Þegar verffi samiff viff verkfræffinga. í ræðu, sem Alfreff Gíslason flutti eftir svar borgarritara við fyrirspurn hans, kvaðst hann telja, að bæjarráð og borgar- stjóri hefðu látið undir höfuð 4:4 í Bretlandi ÍSLENZKU landsliðsmennirnir kepptu annan aukaleik sinn í Bretlandi í gær við Athenian. Jafntefli varð 4:4. íslendingarnir byrjuðu vel, skoruðu þrjú fyrstu mörkin. leggjast að vinna samkvæmt sam þykkt bæjarstjórnar frá 17. ágúst sl. um þessi mál, þar sem bæjarstjórn fól þessum aðilum að stuðla að lausn deilunnar. Flutti AG síðan tillögu, þar sem þeirri skoðun var lýst, að þegar bæri að ganga til samninga við verkfræðinga á þeim grundvelli, að laun þeirra yrðu hækkuð og starfsskilyrði bætt. Björgvin Fredriksen (Sjálf- stæðisflokkur) svaraði AG og kvaðst undrast framkomu full- trúa Alþýðubandalagsins í bæjar stjórn, sem nú hvað eftir annað bæru fram harðorðar kröfur um það, að gengið yrði að kauphækk unarkröfum hæstlaunuðu stétta þjóðfélagsins. Ósamræmi í kröfugerffinm. Beindj BF þeirri spurningu til AG, hvort hann væri þeirr ar skoffunar aff ganga bærl aff öllum kröfum verkfræff- inga. Svaraffi AG þeirri spurn ingu játandi. Úr því aff svo er, sagffi BF, er ég hræddur um, aff hann Guðmundur J. Guffmundsson verffi aff fara aff breyta um tón, þegar hann talar viff hafn arverkamennina, því aff þeim segir hann, aff affeins hinir lægstlaunuffu eigi aff fá kaup- hækkun. Fullyrðingum AG um, að bæj arráð og borgarstjóri hefðu hald ið að sér höndum við lausn verk fræðingadeilunnar svaraði BF á þá lund, að þessir aðilar hefðu all an tímann fylgzt mjög vel með þróun hennar og samkomulags- möguleikum, en hins vegar væri rojög óeðlilegt, og raunar óverj- andi, að atvinnurekandi, sem fær tekjur sínar sínar með sköttum á þegnana gangi á undan öðrum vinnuveitendum í samningum um kaup og kjör, eins og bæjarfulltrú ar Alþýðubandalagsins vilja láta Reykjavíkurbæ gera í hvert sinn sem til vinnudeilu kemur. ★ Vilja þeir nýja skriffu? Að lokum sagðist BF vera þeirr ar skoðunar, að það væri ekki fyrst og fremst hagur verkfræð- inga, sem þeir Alþýðubandalaga menn bæru fyrir brjósti, heldur vekti nú aðeins fyrir þeim, að fá sem hæsta kauphækkun hjá þeim til þess að geta svo bráðlega sett fram kröfur um samræmingu launa alls hópsins síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.