Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 3
( Föstudagur 22. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Fegurðardrottningar og sýningarstúlkur ÞÆR heita: Rigmor Trenge- reid. Margaretha Schauman, Inger Lundquist og Birgitta Heiberg, og eru hingað komn- ar til aS taka þátt í fegurðar- aamkeppninni „Ungfrú Norð- urlönd“. í þeirri keppni ganga þaer undir nöfnunum, Noreg- ur Finnland, Svíþjóð og Dan- mörk. íslenzki þátttakandinn í þessari keppni er María Guð- mundsdóttir, fegurðardrottn- ing íslands 1961, og tók hún á móti þeim á Keflavíkurflug- velli klukkan hálffimm í gær- morgun, í rigningarsudda og roki. Klukkan tvö í gær ræddu þær við blaðamenn. Báðust afsökunar á útliti sínu Finnland og Svíþjóð komu aðeins á undan hinum tveim upp í turnherbergið á Hótel Borg, þar sem blaðamenn og ljósmyndarar biðu eftir þeim. Þær báðust strax afsökunar á því, hvernig þær litu út, þær hefðu sama sem ekkert sofið síðan þær lögðu af stað frá heimalandi sínu. Finnland: — Það liðu tutt- ugu og fimm klukkutímar frá því ég lagði af stað frá Hels- ingfors þangað til ég kom til Reykjavíkur. Við biðum í marga tíma á Kastrup og sömuleiðis á Fornebu við Oslo. Blaðam.: — Er þetta í fyrsta skipti sem þið hittist? Finnland: Já, við sáumst fyrst á Kastrup-flugvelli. Ég hafði veður af að Svíþjóð myndi vera einhvers staðar nærri. Og þar sem ég beið á flugstöðinni, tók ég eftir stúlku, og fór að gefa henni hornauga. Eftir langan tíma tók ég eftir að hún var einnig að gjóta til mín augunum og þá áræddi ég loksins að kynna mig. Blaðam.: — Það hefur verið leiðinlegt að bíða svona? Þær: — Já, drepleiðinlegt. Það eina sem stytti okkur stundir voru blaðaljósmyndar- arnir. Trúlofaðar sýningarstúlkur — Eruð þið trúlofaðar? Báðar voru þær trúlofaðar. — Hvað gerið þið? Báðar voru þær sýningar- stúlkur. •— Ég er hattasýningarstúlka fyrir hádegi, sagði Finnland, túlkur eftir hádegið og sjón- varpsþulur á kvöldin í finnsk- sænska sjónvarpinu. — Það er þá ekki mikill tími aflögu? — Nei, ég hef ekki séð sól- ina í tvö ár, andvarpaði hún. — Hver eru ykkar áhuga- mál? Finnland: — Hestamennska. Svíþjóð: — Að lesa bækur. Þeir tóku kettlinginn . . . Danmörk og Noregur bætt- ust nú í hópinn. Þær eru báð- ar ólofaðar. Ungfrú Danmörk sagði að í heimalandi sínu væri börnum ekki leyft að trúlofast. Kom þá í Ijós að hún er aðeins 17 ára gömul, sýningarstúlka og hefur áhuga á leiklist. Hún var afar sorgmædd yfir því, að hafa þurft að skilja kettlinginn sinn eftir á Kefla- víkurflugvelli; sagðist vera mikill kattarvinur og hefði ekkj getað hugsað sér að skilja hann eftir í Danmörku. — En þeir tóku „Game“ frá mér á flugvellinum, sagði hún döpur í bragði. Noregur var afar fáorð um sína hagi, sagðist vera frá frá Bergen og vera sýningar- stúlka og ljósmyndafyrirsæta. Þetta er í þriðja sinn, sem hún tekur þátt í keppni erlendis, hefur áður verið í Beirút og Miami. Hún varð númer eitt í fegurðarsamkeppninni í heimalandi sínu, eins og ung- frú Finnland, en Danmörk var önnur í röðinni og Svíþjóð númer þrjú. Talið barst nú um stund að aðalstarfi fegurðardísanna, sem sé sýningarstúlknastarf- inu. Svíþjóð hefur verið sýn- ingarstúlka í þrjú ár, bæði í Stokkhólmi, París og London. Hún var um þriggja mánaða- skeið sýningarstúlka fyrir franska blaðið Elle. Hún sagð ist kunna vel við starfið og hyggðist halda því áfram. Hún tekur þátt í Miss World keppn inni í London í haust. Finn- land tók þátt í þeirri keppni í fyrra. Hún hefur og starfað erlendis og ferðazt víða, bæði til Frakklands, Spánar og Ameríku. Danmörk átti að fara til Kaliforníu í ár, en reyndist nokkrum mánuðum og ung. f staðinn fékk hún að fara til íslands og síðar fer hún til Beirút. Ekki þær fallegustu Allar stúlkurnar sögtSn sér lítast ljómandi vel á ísland,það væri „orginalt". Hvort það væri þeirra skoðun að þær væru fegurstar á Norðurlönd- um? „Nei, alls ekki“, sagði Finnland og greip um mag- ann, „helzt langar mig til að snúa við heim aftur.“ Hinar hlógu dátt. ★ Fegurðardrottningar frá Norðurlöndunúm fimm .sýndu sig í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi og verður sú skemmt- un endurtekin í kvöld. Á mið- nætti á laugardagskvöld verð- ur „Ungfrú Norðurlönd" krýnd á Hótel Borg. í dóm- nefnd eru fimm menn einn frá hverju Norðurlandanna, og mega þeir ekki greiða sam- landa sínum atkvæði. Stúlkunum verður sýnt það markverðasta í Reykjavík og nágrenni og er í ráði að skreppa með þær til Akureyr- ar. — Ýms fyrirtæki bæjarins gefa þeim gjafir. Þær fara aft- ur til baka með Loftleiðavél á þriðjudagsmorgun. — Hg. „Friöar- sprengja“? Sumarleikhúsið hefur nú tekið upp aftur sýningar á íslenzka gamanleiknum „Allra meina bót“, en það Ieikrit náði mikl- um vinsældum hér i Reykjavík i vor. Leikritið er nú sýnt í nágrenni Reykjavíkur, og er þriðja sýningin í Keflavík í kvöld kl. 9. — Myndin er af Gísla Ilalldórssyni og Brynjólfi Jóhannessyni. STAKSTEIIMAR Orðnir hræddir? — Framsóknarmenn eru nú ber- sýnilega farnir að finna þá megnu andúð, sem ríkjandi er meðal al mennings á hinu skefjalausa kommúnistadekri þeirra undan- farna mánuði, bæði innan þeirra eigin flokks og ekki síður meðal lýðræðissinnaðs fólks utan hans. Hafa þeir notað kjarnorkutilraun ir Ráðstjórnarríkjanna til þess að reyna að draga í land, og m.a. birtir málgagn framsóknarmanna á Akureyri, Dagur, forystugrein í fyrradag þar sem fjallað er um þessi mál, en þar segir: „Undanfarin misseri hafa menn vonað, að friðvænlegar horfði í heiminum og að ögn þokaðist til samkomulags um afvopnun. Rúss ar hafa gert þessar vonir að engu með því að ógna heiminum með æðisgenginni meðferð á mestn drápstækjum mannkynssögunn- ar. Þessar aðfarir ættu að þjappa frjálsum þjóðum saman í varnar stöðu. A 11 ii r hljóta nú að sjá, að einræð- inu fylgir meiri voði fyrir mann kyn allt en nokkruöðrn stjórnarfari og að þar sem ein- ræði er, er al- menningur gjör- samlega varnar- laus . Það er í senn sorglegt og viðbjóðslegt, að til skuli vera nokkrir menn á íslandi, sem ævin lega hrópa í fögnuði yfir hverri i kvörðun hins rússneska einræðis. Eða getur nokkur tekið undir það, að verið sé að sprengja „frið arsprengjur?“ Há útsvör í Hafnarfírði Hamar, blað sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, birtir nýlega grein um útsvörin þar í bæ undir bæjar stjórnarmeirihluta kommúnista og Alþýðuflokksins. í upphafi greinarinnar segir: „Útsvörin í Hafnarfirði eru hærri en í flestum, ef ekki öllum, kaupstöðum landsins. Að dómi meirihluta bæjarstjórnar skal það kosta dálaglegan skilding að heita og vera Hafnfirðingur. Flutningur yfir landamæri Garða hrepps væri hrein sparnaðarráð stöfun. Hvaða tilgangi slík út- svarspólitik á að þjóna, verður ekki með neinu móti skilið. Hafn arf jarðarbæ skaðar hún“. Frjáls samkeppni og verðlaffseftirliv Einnig ræðir Hamar nokkuð til slakanirnar á verðlagsákvæðun- um fyrir skömmu og segir í því sambandi: " „Frjáls samkeppni og mikið vöruframboð tryggja neytendum langtum betur hagstætt vöruverð og vandaðar vörur en rikiseftir- lit. Verzlunin getur ekki undir þeim kringumstæðum veitt þá þjónustu viðskiptamönnum sín- um, sem æskilegt væri og verzlun armenn óska. Ónóg álagning or- sakar það, að innflytjendum er enginn hagur í að gera sem hag kvæmust innkaup erlendis. Þeg ar álagning er ákveðin hundraðs hluti af kostnaðarverði getur það orsakað, tilhneigingu til að kaupa sem dýrast inn. Væri álagning gefin að öllu leyti frjáils mundi það hvetja innflytjendur til sem allra hagkvæmastra innkaupa og haft í för með sér gjaideyrisspam að og ódýrari vöru. Verðlagseftirlit er kostnaðar- samt bæði fyrir rikið og verzlun- ina. Þegar hillir Ioks undir, að það verði lagt niður ber að fagna því af heilum hug. Sósíalistisk hindurvitni, sem riðið hafa húsum i athafnalífi íslendinga eins og fornaldar draugar, verða vonandi horfin eftir fá ár öllum landslýð til blessunar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.