Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 6

Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ ;tudagur 22. sept. 196i Við erum alltaf að draga í dilka -en það eru aðrir sauðir - Brekku, Fells- enda, og Kirkjufellsréttir heimsóttax RÉTTIR eru líklega sannastar þjóðhátíðir íslendinga, a. m. k. upp til sveita. Þar er jafnan mannfagnaður mikill, ungir sem gamlir fá tækifæri til að ræða saman um búskap- inn í sveitinni og hjá þjóð- inni almennt. Og það er skemmti- leg tilbreyting fyrir borgarbúann, sem að öðru jöfnu hefur ekkert annað fyrir augum en gráa stein- steypuna, að bregða sér í réttir. Síðdegis á mánudaginn vorum við staddir í Brekkurétt í Norð- urárdal, skammt frá Hreðavatns- skála, og þar hittum við m. a. að máli unga frú úr Reykjavík, Kolbrúnu Kristjánsdóttur, sem þar var í óða önn að draga fé. » Þetta er mitt sumarfrí — Eg var hér lengi í sveit, á Laxíossi ,segir Kolbrún okkur. — Eg kem hér alltaf á haustin í rétt- ir. Þetta er mitt sumarfrí. — Og ert hér kannske með mann og börn? — Nei, ekkert af því- — Þér hlýtur að finnast gam- an í réttum? — Það er yndislegt. Varla til betri skemmtun nema þá kannske að vera á hesti. Eg stunda hesta- mennsku í Reykjavík. — Áttu hesta þar? — Já, við eigum fjóra. — Þú ert ekki að hugsa um að kaupa kindur hér Og hafa í bæn- um? — Ekki væri ég á móti því. — Hvað mundi eiginmaðurinn segja um það? — Eg veit það eiginlega ekki. Bóndi nokkur víkur sér nú að Kolbrúnu og spyr hvort verið sé að taka hana til bæna. — Hvað sýnist þér, segir Kol- brún. — Passaðu þig á því að segja ekki of mikið. — Það er engin hætta á öðru. — Áttu kindur hér? spyrjum við Kolbrúnu að lokum. — Enga núna, en ég fer samt alltaf í þessa rétt, og á morgun ætla ég vestur í Dali. Hálsa, Skakkhyrrra og Gulbrá í Fellsendarétt í Dölum hittum við á þriðjudaginn þrjá unga sveina, sem voru að rembast við að draga stæðilegan lambhrút í dilk, Gísla Steinar Eiríksson, 10 ára úr Reykjavík og bræðurna Geir Og Gísla Guðmundssyni frá Geirshlíð í Miðdölum, átta og sex ára gamla. — Ertu í sveit hérna? spyrjum við Gísla Steinar. — Já, ég er búinn að <vera í Geirshlíð í allt sumar. — Er það fyrsta sumarið í sveit? — Nei, ég er búinn að vera hérna síðan ég var lítill. En þetta er fyrsta réttin mín. — Finnst þér gaman? — Já, óskaplega. — Fékkstu að smala? — Nei, ekki núna? — Langaði þig kannske ekkert til þ >ss? — Ekkert sérstaklega, segir Gísli Steinar. Við víkjum okkur að Gísla Guð mundssyni, sex óra. — Áttu margar kindur? — Tvær, með lambinu. — Hvað heita þær? — Ein heitir Hálsa, en ég er ekki búinn að skíra hina. — Ætlarðu að láta lambið lifa? — Ef ég má það. — Hvað ætlarðu að verða þeg- ar þú ert Orðinn stór? Fjárbóndi? — Eg veit það ekki. — Langar þig ekkert að verða fjárbóndi? — Bara svolítið. — Finnst þér gaman í réttun- um? — Soldið. — Áttu he»t? — Nei, en ég hef samt komið á hestbak, segir Gísli. — Hvað átt þú margar kind- Framhald á bls. 15. Bogi Bjarnason og Ólafur Guðmundsson með laglegan hrút á milli sín. mánudaginn í Kirkjufellsrétt í Haukadal. Myndin var tekin á (Ljósm.: Mbl.) • Niðurskurður Velvakanda Eins og fyrri daginn hefur safnazt talsvert af bréfum fyrir á borðinu hjá Velvak- anda. Þeir, sem senda honum línu, mega því stundum bú- ast við því, að bréfin liggi í salti nokkurn tíma, því að hann hefur ekki ótakmarkað rúm í blaðinu. Oft neyðist Velvakandi til þess að skera bréfin töluvert niður, vegna þess hve löng þau eru. Er þá reynt eftir megni að sníða útúrdúrana af, koma aðal- efninu að og brjála ekki meininguna, en því miður hefur slíkur niðurskurður stundum valdið óánægju bréf ritara. • Óþarfar fyrirbænir fyrir mönnum? í dag verður fyrst fyrir Velvakanda stutt og laggott bréf frá gömlum kunningja, Sveini Sveinssyni frá Fossi. Pistill hans hljóðar svo: „Trúa prestarnir því virki- lega sjálfir, að bænir þeirra af prédikunarstólnum fyrir rikisstjórn, forseta og bisk- upi sér á parti hafi nokkuð að segja? Ef þessir menn eru brotlegri fyrir guði en aðrir menn svona almennt, ætli þeim bæti þá nokkuð ráð sitt vegna þessara fyrir- bæna prestanna? Ég held ekki. En ef þessir embættis- menn eru ekki brotlegri en almennt gerist, þá finnstmér það vera móðgun við þá að biðja þeim náðar og miskunn- ar, eins og þetta væru dæmdir fangelsismenn. Ég veit vel, að þeir prestar, sem halda þess- um vana, meina allt annað en hér er sagt, en þrátt fyrir það kemur þotta svona út, enda eru sumir prestar fam- ir að breyta þessu til betri vegar. Og því ætli það megi ekki breyta messusiðum í betra form, eftir því sem tímamir breytast og menn- irnir með“. • Fyrirspurn um hvítan og svartan Þá hefur Velvakanda bor- izt bréf frá Karli Halldórs- syni, sem hann nefnir „Fyrir spurn til lögreglunnar". Um- ferðarlögreglunni er hér með boðið að svara fyrirspurn- inni í þessum dálkum, þar eð hér er rætt um atriði, sem margir hafa sjálfsagt velt fyrir sér. Bréf Karls hljóðar svo: „Umferðarmálin á Islandi, og þó eðlilega fyrst og fremst í þéttbýlinu, hafa ver ið og eru öllum sæmilegum mönnum áhyggjuefni. Margt hefur verið gert til úrbóta, en betur má ef duga skal, og hlýðir þá ekki að horfa stjörfum augum á kostnað- inn. En í þetta skipti var það FERDINAND ☆ aðeins eitt atriði þessara mála, sem ég vildi fá upp- lýsingar um. Akreinar hafa verið sett- ar á allmargar götur, en bif- reiðastjórar nota þær á mjög mismunandi hátt, og er það oft að ég hygg vegna mis- munandi skilnings á gildi þeirra, en það gæti leitt til háskalegra atburða. Þess vegna spyr ég: Svört bifreið kemur vestan Hverfisgötu, að Snorrabraut og ekur á vinstri akrein. Hvít bifreið kemur sömu leið, en ekur á hægri akrein. Ber henni ekki að beygja suður Snorrabraut? Eða hefur svarta bifreiðin. leyfi til að beygja þangað? Þá kemur enn svört bifreið norðan Snorrabraut að Hverf isgötu og ekur um vinstri ak rein. Hvít bifreið kemur einnig þessa leið, en ekur hægra megin. Ber ekki svörtu bifreiðinni að beygja austur Hverfisgötu og þeirri hvítu að halda beint áfram, ef hún ætlar niður Lauga- veg, annars að fara tafar- laust yfir á vinstri akrein - milli Hverfisgötu og Lauga- vegar, sé ætlunin að halda áfram suður Snorrabraut? En hafi nú svarta bifreiðin ekki beygt inn Hverfisgötu og jafnvel aðrar fleiri á eft- ir henni, hvernig fer þá hvíta bifreiðin að komast suður Snorrabrautina? — Ég læt þessar spumingar nægja að sinni, en kemst þó ekki hjá að benda á akreinarnar á Suðurlandsbrautinni, sem að mínu viti eru af bifreiða- stjórum misnotaðar á mjög háskalegan hátt. Akreinar, þar sem þeim verður við komið, geta lagfært umferð- ina, séu þær réttilega notað- ar, en annars valdið hættu- ástandi. Ég vonast eftir glöggu svari við þessum spurningum mínum. Þær eru settar fram í fullri vinsemd, en það er áreiðanlega bezt fyrir alla að vita á þessu full skil“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.