Morgunblaðið - 22.09.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 22.09.1961, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 22. sept. 1961 SJÁVARÚTVEGUR SIGLI Nl G Nýstárleg veiði - tilraun brezkra í „Fishing News“ (25. ágúst) er skýrt frá því, að fimm brezkir togarar hafi þá nýlega iagt sam flota úr höfn í Grimsby, í til- raunaveiðiferð með það fyrir augum, að flytja sem mest og nýj ast magn af fiski heim. Veiði- ferð þessara skipa er eingöngu farin í tilraunaskyni, og ræður árangur af henni úrslitum um, hvort tilraunin verður endurtek- in eða ekki. Togaraútgerðarfélag ið Northern Trawlers Ltd. — (Associated Fisheries) á alla þessa fimm togara, fyrirmælin sem skipstjórar skipanna fengu, voru í stuttu máli þessi: „Fyllið þann fyrsta og sendið hann sem fyrst heim aftur“. Einum þessara togara er ætl- að að byrja strax að taka við afl anum frá hinum fjórum. Hafa skipin öll verið útbúin með sér- stökum tilfæringum, er á að gera þeim auðvelt að flytja aflann á milli skipa, svipað einsog þegar eldsneyti er flutt á milli skipa í hafi. Þessi fyrsta tilraunaveiðiferð er farin til íslandsmiða og áform að er að flutningstogarinn geti lagt af stað heimleiðis eftir 6 til 7 veiðidaga. Flutningurinn á fisk inum fer þannig fram, að mót- tökuskipið og veiðiskipið sigla samhliða, meðan hólfið með slægða fiskinum frá veiðiskip- inu er dregið á milli. Togarinn sem flytur fiskinn heitir „Northern Sky“ og hefir lestarrými fyrir allt að 400 tonn um af fiski. Veiðiskipin eru — „Northem Foam“, „Northem Prince", „Isenia“ og „Serron“. Þegar jflutningstogarinn leggur af stað heim, ljúka hinir fjórir veiðiferðum sínum hver fyrir sig á venjulegan hátt, en þá hef- ir túrinn lengst um þessa 6 til 7 daga á veiðisvæðinu. Um þessa tilraun segja eigendur skipanna, að hún sé gerð til þess að kom- ast að raun um, hvort mögulegt sé að flytja fisk milli skipa á hafi úti, og ef það takist tækni- lega, muni það vera mikilvægt í sambandi við verksmiðjubyggð skip. pýzkur skuttogari landar í Grimby. Fyrir stuttu síðan kom þýzki skuttogarinn „Heinrich Meins“ til Grimsby til þess að selja þar afla sinn. í frásögn af komu hans segir í brezku fiskveiðiriti á þessa leið: „Hafnaryfirvöldunum í Grimsby brá heldur í brún, þeg ar þýzkl skut-verksmigj utogar- inn „Heinrich Meins“ kom einn dag fyrir stuttu síðan, til þess að landa afla sínum í Grimsby. Búizt hafði verið við, að skipið væri af nokkurnveginn almennri stærð. Það kom hinsvegar í Ijós, þegar skipið kom, að bryggju- plássið sem hinum erlenda gesti CETEBE Verðlœkkun Pólsk viðskipti CETEBE verðlœkkun CETEBE, Lódz b ý ð u r : BÓMULLARMETRAVÖRUR, HÖRMETRAVÖRUR og RAYONMETRAVÖRUR á lækkuðu verði Afgreiðslutími 2 til 3 mánuðir. Fjölbreytt og fallegt sýnishorn ISLENZK ERLENDfl VERZLUNARFÉLAGIÐ HF, Tjarnargötu 18 — tíímar 15333 og 19698 hafði verið ætlað, var alltof lít- ið. Það varð því að fresta löndun úr skipinu heilan dag, þar til betra rými væri fyrir hendi. En þessi frestun var þó „Heinrich Meins“ til góðs, því næsta dag var hann eina skipið á markaðn- um. Brezka blaðið skýrir síðan frá því helzta sem vakið hafi at- hygli um borð í togaranum, fyrir komulagi og útbúnaði, og lýkur frásögn sinnf með stuttu viðtali við Erich Harms skipstjóra þess, sem sagði m.a. að eftir fjögurra ára reynzlu, sem skipstjóri á skut CALIFORNIA PACKING CORPORATION DEL MONTE ER HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI FYRIR ÞURRKAÐA OG NIÐURSOÐNA ÁVEXTI OG AÐRAR NIÐURSUÐUVÖRUR DEL MONTE vörumerkið er hvarvetna talið örusg trygging fyrir framúr- skarandi vörugæðum. Verðið er samkeppnisfært. Vörur afgreiddar beint til stærri kaupenda Þórður Sveinssou & Co. hf umboð fyrir California Packing Corporation Froh the Lano of Sunshine •ca tis ocf. togurum, gæti hann ekki hugsað sér að fara aftur yfir á togara með gömlu togaðferðinni (hliðar togvörpu). Hann skýrði einnig frá því, að um hálf klukkustund sparaðist við að taka inn vörp- una, fást við trollið og láta það út að nýju, með skuttogaðferð- inni. Togarasmíði greidd með kaffi. Ríkisstjórn Brasilíu hefir gert samkomulag við austur-þýzl: yf irvöld um kaup á 30 stórum fiski skipum, sem byggð verði í A- Þýzkalandi fyrir Brasilíu, and- virði skipanna verði skipanna verði greitt með kaffi frá Brasi- líu. Frakkar kynna sér þýzkan fiskiðnað. í V-þýzka fiskveiðiritinu A F Z, er skýrt frá því að nýlega hafi verið á kynningarferð fjög- urra manna sendinefnd frá Frakk landi, fulltrúar frá verzlun og fiskiðnaði Frakklands, til þess að afla upplýsinga um skipulag fiskisölumála í Þýskalandi. Eink um átti sendinefndin að athuga hvernig stæði á hinni öru þróun hraðfrystiiðnaðar í Þýzkalandi, en í Frakklandi er framþróun þeirrar vinnsluaðferðar svo treg, að áhyggjum veldur ef til sam- eiginlegra markaðssamtaka kem ur. En einsog stendur er mikið selt af hraðfrystum fiskj í smá- söluverzlunum í París, en hann kemur framleiddur og pakkaður frá Þýzkalandi. Hinir frönsku fulltrúar létu í Ijósi mikla hrifningu er þeim voru sýndar hinar nýju löndun araðferðir á fiski hraðfrystum á sjó, og voru mjög áhugasamir að kyna sér útbúnað og vinnslu aðferðir um borð nýju hraðfrysti vinnslutogurunum. Á ýmsan hátt er skilsmunur á frönskum og þýzkum fiskiðn- aði. Frönsk djúphafsveiðiskip geta td. ekki notfært sér karfa veiði, vegna þess að hann selst ekki á heimamörkuðum. Svipað einsog var fyrir nokkrum ára- tugum í Þýzkalandi. Hinsvegíir eru franskar húsmæður snilling ar í þvi, að matreiða markríl á svo margbreytilegan hátt, að hann er mikil verzlunarvara hjá frönsk um fiskimönnum, andstætt því sem ennþá er í Þýzkalandi, að hann er nær óseljanlegur. Miklir möguleikar virðast hins vegar vera til sölu á þýzkri síld arniðursöðuvöru í Frakklandi. Enda þótt niðursuðuiðnaður sé raunverulega frönsk uppfinning, má segja að síldarniðursuða hafi verið þar vanrækt og sé þar enn á tilraunastigi. Að lokum segir blaðið: Heim sókn hinna frönsku fulltrúa, sann ar okkur þrátt fyrir allt, að þýzkur fiskiðnaður er vel á vegi staddur, en hinn sameiginlegi nýi markaður gæti þó orðið til þess að létta verulega undir fram leiðslunni auka hana og auðvelda ef jafnhliða því sem vörurnar væru sendar á hinn nýja mark- að, væri hafin hnitmiðuð auglýs- ingastarfsemi til þess að ryðja þem braut og viðhalda vaxandi sölumöguleikum. H. J. Kirkjudagur óháða safnaðaráns HINN árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins hér í bæ, verður hald inn hátíðlegur í Kirkju Og félags- heimili safnaðarins á sunnudag- inn kemur, 24. sept. Prestur safn- aðarins, séra Emil Björnsson, sem dvalizt hefir erlendis um eins árs skeið, er nýkominn heim og messar á kirkjudaginn, guðsþjón ustan hefst kl. 2 e.h. Við kirkju- dyr gefst kirkjugestum kostur á að láta nú eitthvað af hendi rakna til orgelsjóðs safnaðarins, en það er nú eitt hið mesta áhuga mál prests og safnaðar að kirkjan eighist sem fyrst pípuorgel. Þyk- ir hin nýja kirkja safnaðarins hafa reynzt afbragðsvel til tón- listarflutnings og kirkjubygging- in hefir þegar vakið óskipta at- hygli fyrir það hversu stílhrein og nýtízkuleg hún er. Kirkjuna teiknaði Gunnar Hansson arki- tekt. Að lokinni guðsþjónustu á Kirkjudaginn hafa konur úr kvenfélagi Óháða safnaðarins kaffiveitingar í tveimur sölum x félagsheimilinu, sem er áfast kirkjunni. Félagskonur hafa ávallt séð um kaffiveitingar þenn an dag, síðan söfnuðurinn fór að hafa Kirkjudag fyrir 10 árum, og getið sér sérstakt orð fyrir framúrskarandi myndarbrag á allri framreiðslu. Um kvöldið verður samkoma i kirkjunni. Þar verður flutt er- indi, sýndar kvikmyndir og skuggamyndir frá Dómkirkjunni í Kantaraborg og erkibiskups- vígslunni þar í sumar. Ennfremur syngur kirkjukórinn undir stjórn Jóns ísleifssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.