Morgunblaðið - 22.09.1961, Page 12

Morgunblaðið - 22.09.1961, Page 12
12 MORCVWTtr 4 Ð1Ð Föstudagur 22. sept. 1961 JMmttisiIftifrUt 0tgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ^ Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VIÐREISNIN OG LÍFSKJÖRIN 1 LLT frá því viðreisnar- ráðstafanir ríkisstjórnar- innar komu til framkvæmda í febrúar 1960, hefur það verið höfuðröksemd stjórnar andstöðunnar gegn_ þeim, að þær yllu stórfelldri lífskjara skerðingu almennings. — Stundum hefur jafnvel helzt verið svo á þeim að skilja, að einhverjar „sadistískar“ til- hneigingar hafi knúið stjórn arflokkana til að grípa til þessara réðstafana, en þeim áróðri hefur þó verið haldið enn meira á loft eftir viður- kenningu ríkisstjórnarinnar á gengisfellingunni, sem kommúnistar og framsóknar- menn komu til leiðar með verkfallsbaráttu sinni á sl. sumri. En hver hafa áhrif við- reisnarráðstafananna á lífs- kjörin raunverulega verið? Því verður ekki á móti mælt, að gengisbreytingin 1960 hafði í för með sér tals- verða hækkun á verðlagi innanlands, sem vafalaust hefði valdið hér verulegri lífskjaraskerðingu, ef ekkert hefði verið að gert til mót- vægis. En þar með er ekki öll sagan sögð, þótt stjórn- arandstæð’ingar strandi raun ar oftast, þegar hér er komið. Til þess að vega á móti verðlagshækkuninni beitti ríkisstjómin sér m. a. fyrir setningu löggjafar, sem fól í sér, að tekjuskattur var al- gjörlega afnuminn á almenn um launatekjum og útsvör lækkuð stórlega. Þá voru fjölskyldubætur hækkaðar til muna, sömuleiðis elli- og örorkulífeyrir og aðrar bæt- ur almannatrygginga og nið urgreiðslur hækkuðu feiki- lega á fyrsta viðreisnarár- inu. Þegar þær ráðstafanir, sem gátu valdið nokkurri lífskjara skerðingu eru bornar saman við þær ráðstafanir, sem ætlað var að vega þar á móti, kemur allt annað í ljós um áhrif viðreisnarinnar á lífskjörin en stjórnarandstæð ingar hafa haldið fram. Að vísu hækkaði framfærsluvísi talan um 5% og rýrnaði kaupmáttur tímakaupsins sem þeirri hækkun nam, en hins vegar hækkuðu meðal- tekjur verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna, þ.e. þeirra stétta, sem stjórnar- andstaðan hefur haldið fram, að færu verst út úr viðreisn inni, um 6% á árinu 1960 samkvæmt framtölum þeirra sjálfra. Þegar allt kemur til alls versnuðu því lífskjörin ekki árið 1960, heldur bein- línis bötnuðu þau. HVERS VEGNA EFTIRUT? A fvopnunarmálin eru enn einu sinni mjög á dag- skrá og nú vegna hinnar sameiginlegu yfirlýsingar Bandaríkjanna og Ráðstjórn- arríkjanna í fyrradag um grundvallaratriði frekari við- ræðna um þessi mál. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fram að þessu hafa allar viðræður um afvopn- unarmál strandað á tregðu kommúnistaríkjanna til að fallast á framkvæmanlegt eftirlit með því, að samn- ingur um allsherjarafvopnun yrði haldinn. En hvers vegna leggja Vesturveldin megináherzlu á slíkt eftirlit? Svarið við þessari spurn- ingu er einfalt. Frá valda- töku kommúnista í Ráð- stjórnarríkjunum hafa leið- togar þeirra gengið á bak meira en 700 alþjóðlegum samningum og yfir 100 gagn kvæmum samningum við önnur ríki. Getur nokkur furðað sig á því, þótt lýð- ræðisþjóðirnar vilji hafa eitthvað meira en tóm orð slíkra samningsrofa fyrir því, að svo mikilvægt sam- komulag yrði haldið? Óhugnanlegustu dæmin um brigðmælgi Ráðstjórnarleið- toganna eru tvímælalaust brot þeirra á Yalta- og Potsdam-samningunum, sem kváðu á um sjálfsákvörðun- arrétt þjóðanna í Austur- Evrópu. Hvert mannsbarn veit, hve’rnig þeir samningar hafa verið „haldnir". Nýlegra dæmi og mönnum ferskara í minni er sjálfsagt hið glæpsamlega hátterni Moskvúherranna í ungversku byltingunni 1956. 30. októ- ber 1956 lýsti stjórn Ráð- stjórnarríkjanna yfir: „Með hliðsjón af því, að frekari dvöl herafla Ráðstjómarríkj- anna á höfuðborg okkar í þjónað sem átylla til þess að gera ástandið enn alvarlegra, hafa Ráðstjórnarríkin gefið hernaðaryfirvöldum sínum í Ungverjalandi skipun um að flytja herafla sinn frá Búda- pest svo skjótt s’em ung- verska ríkisstjórnin telur nauðsynlegt“. Fjórum dögum síðar lýsti svo Imre Nagy, forsætisráð- herra Ungverjalands, því, hvernig „staðið var við“ þessa yfirlýsingu: „Snemma Fulltrúar á þingi SÞ heiðra minningu Hammarskjölds í morgun (4. nóvember) réð ust herfylki Ráðstjómarríkj- anna á höfuðborg okkar í þeim augljósa tilgangi að steypa löglegri og lýðræðis- legri stjórn Ungverjalands“. Og það leið ekki á löngu áð- ur en Imre Nagy fékk að reyna það í annað skipti, hvers virði drengskaparorð kommúnista eru. — Hinn 22. nóvember hét Kadarstjómin því, að hann skyldi óáreitt- ur fá að yfirgefa sendiráð Júgóslavíu í Belgrad, þar sem hann hafði leitað hælis, og fara frjáls allra sinna ferða. í þeirri sömu andrá og hann steig út á götuna fyrir utan sendiráðið var hann handtekinn, fluttur til Rúmeníu og síðan tekinn af lífi. Öll þessi reynsla hefur fært lýðræðisþjóðunum heim sanninn um, að drengskapar orð Ráðstjórnarleiðtoganna ein eru verri en engin trygg- ing fyrir því, að þeir hygg- ist halda orð sín. Það gefur því ekkert tilefni til bjart- sýni, þótt Ráðstjórnarríkin hafi enn einu sinni lýst sig reiðubúin til samningavið- ræðna. Engu að síður verð- um við að vera undir það versta búin. Hver fyllir skarð Hammarskjölds? sætum og standa í eina mínútu í þögn til minningar um Hammarskjöld og aðra þá starfsmenn S.Þ. er fórust með honum í flugslysinu. Skyldi fundi síðan frestað. Allir fulltrúar risu úr sæt- um og stóðu þöglir — margir drúptu höfði, en ýmsum varð litið til sovézku fulltrúanna, er stóðu stífir og störðu fram fyrir sig. Var þeim einnig ALLSHERJARÞING Samein- uðu Þjóðanna var, sem kunn- ugt er, sett sl. þriðjudag og fyrsti fundur þingsins á haust- inu hinn stytzti í sögu samtak- anna — stóð aðeins örfáar mín útur. Frederick Boland var í for- sæti, en við hlið hans stóð auð ur stóll Dags Hammarskjölds framkvæmdastjóra. Öllum við stöddum var ljóst, að framtíð samtakanna er undir því kom- in, hvort tekst að finna ein- hvern, er fyllt geti það skarð. Fundurinn hófst með harmur 1 huga? tveggja mínútna þögn svo sem ■—★— venja er. Síðan sagði Boland: Örlög Sameinuðu Þjóðanna — Við komum hér saman í eru undir því komin, að ein- skugga mikils harmleiks, í hver finnist, er fyllt geti skarð djúpri og sárri sorg, er nær Hammarskjölds. Þessi stgjð- til milljóna manna og kvenna reynd er efst í huga fulltrúa um allan heim. Nú er ekki allsherjarþingsins þessa daga stund til þess að ræða um það og þeir ræða saman af kappi, tjón, er við höfðum orðið fyrir bera fram tillögur, vega og eða telja fram hina frábæru meta. Langflestir virðast þeirr eiginleika, sem veittu hinum ar skoðunar að fina beri einn látna svo óskoraða aðdáun mann, er taki við embættinu okkar, tnaust og virðingu. —- þótt slíkur maður verði aug- Bað Boland fulltrúa að rísa úr Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.