Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 13

Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 13
/ Fostudagur 22. sept. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Norrænlist 1951-1961 Sixten Lundblom: Selinunte á Sikiley 'Á TVEIM stöðum hefur verið komið fyrir stærstu listsýningu, sem haldin hefur verið hérlendis. Worræna listbandalagið hefur efnt til annarrar sýningar sinn- ar hér í Reykjavík. í Listasafni íslands eru sýnd málverk og högg tnyndir, en í Listamannaskálan- um er að finna graflist og högg- •myndir. Það er ekki nokkur vafi á, að marga fýsir að sjá, hvað er að gerast í myndlist hjá ná- grönnum okkar og frændum, og •gera samanburð á þvi sem er að gerast hér heima hjá okkur. Nú höfum við gott tækifæri til þess. Sýning sem þessi hefur verið Ihaldin á tveggja ára fresti í ein- hverju af Norðurlöndunum, og Oftast eru það höíuðborgirnar, sem fyrir valinu verða, samt hafa þær einnig verið haldnar í öðrum borgum, t.d. Bergen, Odense og Gautaborg. Næsta sýning verð- ur að öllum líkindum haldin í •Finnlandi, og er ekki fullákveðið ihvort heldur í Helsingfors eða Ábæ. i Fyrir nokkrum árum var sá háttur upp tekinn við fyrirkomu- lag þessara sýninga, að hætt var við að hafa hvert land fyrir sig í sérstökum deildum, en öllu blandað saman, svo að hér koma Norðurlöndin fram sem ein heild. Með öðrum orðum: Hér hafa iandamæri verið niður brotin og norrænir liatamenn gefa hér gott fordæmi, sem sýnir greinilega, að samvinna þjóða er möguleg, ef ■viljinn er fyrir hendi. Samt held ur hver þjóð sínum séreinkenn- um í litameðferð og myndrænum viðhorfum. T. d. mála Finnar yf- irleitt í mýkri tónum en Svíar og íslendingar, svo að dæmi sé neínt. Og Danir hafa allt annan svjp en Norðmenn. Það er mjög þroskandi og skemmtilegt fyrir listamenn og listunnendur á Norðurlöndum að fá tækifæri til að sjá slíkar sam- sýningar, sem þessa og geta ikynnzt verkum listamanna í hin- um mismunandi löndum. Það er og sjálfsagður hlutur, að hvert iand vandar til vals á sýninguna eins Og hægt er, en yfirleitt eru það ekki sömu list-amenn, sem eiga verk á hverri sýningu. Þar er skipt um eins og fært þykir, svo að sem flestir geti kynnt verk sín. Þó vill stundum fara svo, að oft sjást verk eftir þá iistamenn, sem einna mest eru í metum í hverju landi, en alltaf fær maður að sjá einhverja nýja 'listamenn, sem ekki hafa verið með áður. Heildarsvipur sýning- anna er því mjög misjafn og fjölbreytilegur ár frá ári, og má lengi um það þjarka, hvaða sýn- ing hafi bezt tekizt, en þeir, sem voru viðstaddir síðustu sýningu Norræna listbandalagsins í Odense fyrir tveim árum, full- yrða að sýningin, sem nú er hér, Sé betri í heild en sú í Odense. Eitt er víst, að sýningin NORRÆN LIST 1951—’'60, er Unto Koistinen: Aune mikill aufúsugestur, ennfremur er myndlist okkar tengd hér inn í listalíf hinna Norðurlandanna. Það er því ekki svo þýðingarlítið fyrir íslendinga að þetta merki- lega Norræna samstarf haldist og geti vaxið á komandi árum. Þeg- ar fyrsta sýning Norræna list- bandalagsins var haldin hér í Reykjavík 1948, voru sýningar- skilyrði þannig, að íslendingar urðu að draga sig í hlé og aðeins Listamannaskálinn notaður. Nú er völ á betri sýningarskilyrðum í salarkynnum Listasafns fslands, sem vissulega eru glæsileg, en betur má ef duga skal. Það er brýn þörf á að fá enn betri sýn- ingarsali, og það vandamál verð- ur ekki lagt að velli, fyrr en byggt hefur verið yfir Listasafn íslands og nýr Listamannaskáli risirn. Sýning sem þessi ætti því að sýna Okkur glöggt, hve þörfin er brýn og að eftir tíu ár ættum við að vera enn færari að taka á móti sýningu frá Norræna list- bandaiaginu og þar með full- veðja í norrænu menningarstarfi á sviði myndlistar. Þetta er hægt ef vilji og geta verður fyrir hendL Eg vil að lokum í þessum inn- gangsorðum hafa eftir setningu, er einn af norrænu fulltrúunum við sýninguna sagði við mig fyrir nokkrum dögum: „Reykjavík er að vísu ekki stórborg og íbúar ekki margir á Okkar mælikvarða, en hún er höfuðborg. Það sér maður strax, þegar litið er á þá menningu, sem lifir í þessari fá- mennu borg.“ Góðir Reykvíking- ar. Látum sannast að hér hafi verið rétt með farið, en ekki orð- in tóm. JÞegar maður reikar um salina í Listasafninu, ber marg't fyrir augu, og þar gefur að líta flestar hliðar málaralistar nútímans. Þar finnur maður verk mjög ólíkra listamanna frá ólíkum löndum, á mismunandi aldursskeiði og með mismunandi listaskoðanir. Eins og nafn sýningarinnar sjálfrar gef ur til kynna, þá eru þar eingöngu listaverk sköpuð á seinustu tíu árum, og svo átti að vera, að þar væru eingöngu sýnd verk eftir núlifandi listamenn, en þó mun ekki svo vera. Finnar tveir hafa látizt ,síðan ákvarðanir um þátttöku voru gerðar: Málarinn RAGNAR EKELUND, er lézt á seinasta ári, og myndhöggvarinn PEKKA AARNIO, er lézt í bíl- slysi nýlega, aðeins þrítugur að aldri. í forsal Listasafnsins eru nokkr ar höggmyndir og aðeins þrjú málverk, en í sjálfum sölunum eru bæði höggmyndir og málverk. Eins og áður er sagt, þá eru ekki sérstakar deildir fyrir hvert land, heldur gerð ein heild úr þeim listaverkum sem valin hafa verið til sýningar. í hverju landi er starfandi sýningarnefnd sem ann- ast allt val,. en seinustu hönd á upphengingu og fyrirkomulag annast einn listamaður frá hverju landi, en gestgjafar — að þessu sinni Íslendingar — annast allan annan undirbúning. Fyrst verða á vegi okkar högg- myndir frá öllum Norðurlöndun- um og verk eftir einn danskan málara, SVEND WIIG HANSEN. Hann málar í óþægilegum litum og ætlar sér að túlka angist nú- tímans, en ég verð að viðurkenna, að honum tekst ekki að sannfæra mig á neinn hátt. ARNOLD Adam Fischer: Sikileyjarkonan HAUKELAND frá Noregi kross- festir atómgoð á miskunnarlaus- an hátt, en það verk, sem er bezt frá hans hendi, er „Ameríku- menn í París“. Frá Danmörku sjáum við tvær af hinum frægu járnbrúðumyndum Roberts Jacob sens, spilandi af kátínu, en gerð- ar af öryggi og hugmyndaflugi. Hann er einn af þekktustu mynd- höggvurum, sem uppi eru í dag, og hefur lengi unnið í Frakklandi. ARNE JONES er einn af þekkt- ustu myndhöggvurum í Svíþjóð, hann á hér nokkrar myndir, sem sýna vel þann stíl, er hann hefur tileinkað sér og gert hafa hann frægrn. POUL VANDBORG frá Danmörku hefur gert skemmti- lega mynd í stein, er hann kallar „Bardotta", fyrirbæri, sem er ekki óþekkt hér hjá æskudöm- um. KAIN TAPPER er frá Finn- landi og notar tré sem tjáningar- efni. Hann gerir hlutina mjög einfalda, á stundum um of. ÓLÖF PÁLSDÓTTIR og ÁSMUNDUR SVEINSSON eru hér fulltrúar ís- lands, og fæ ég ekki annað séð en hlutur okkar sé góður. Þessari deild er skemmtilega niðurraðað, og gefur hún gott yfir lit um þau fjölbreytilegu efni, sem notuð eru til höggmyndagerð ar á Norðurlöndum. Yfir hundrað og þrjátíu mál- verk eru sýnd í Listasafninu, og verður því að fara nokkuð fljótt yfir sögu. Ekki er nokkur kostur á að minnast á hvern málara fyrir sig, en það sem mest vekur at- hygli skal nefnt. ULF TROTZIG er ungur málari frá Svíþjóð, er vekur mikla eftirtekt. Hann mál- ar í ríkum tónum, og því oftar sem maður sé myndir hans, hafa þær meiri áhrif. TORE HAA- LAND á einnig mjög fallegt verk, No. 11, málað í léttum ljósum litum með gulu. önnur verk eftir sama höfund hafa ekki eins mikil áhrif á mig. RICHARD MORTENSEN er danskur, en hefur unnið í París lengi og skapað sér þar mikið nafn. Hann á hér nokkur mál- verk frá mismunandi tímabilum, og er skemmtilegt að sjá, hvernig hann hefur smátt Og smátt skapað sér mjög persónulegan stíl. Hann notar sterka og áhrifamikla liti, er hann byggir upp með lifandi formi. Það má með sanni segja, að það sópi að verkum Morten- sens á þessari sýningu. ROBERT JACOBSEN á hér einnig verk, sem gefa góða hugmynd um, hvernig honum tekst upp, er hann byggir á einfaldan, en samt áhrifa ríkan hátt. Fyrrnefndar járn- brúður Jacobsens og þessi verk eru mjög ólík og gefa ólíkar myndir af listamanninum. Finnski málarinn MAURI FAVÉN vekur mikla athygli. Hann notar heita litatóna og bygg ir verk sín á leikandi hátt. Mál- verkið „Júpiter" er sérlega aðlað andi listaverk, sem grípur mann föstum tökum. SVEN ERIXSON er einn þekkt asti málari í Svíþjóð, og hann á hér nokkur verk, sem sýna vel þann glæsibrag, sem honum tekst að gæða verk sín. En ég er ekki alveg trúaður á, að hann sé að- hann sé að sama skapi stórkost- legur málari. f sama sal er ungur norskur málari, sem heitir ARNE STRÖMME, hann byggir myndir sínar á leikandi og léttan hátt Og er nokkuð sérstæður á þessari sýningu. „Landslag á Spáni“ er eitt af beztu verkum hans. Mynd- höggvarinn ADAM FISCHER er einn þeirra Dana, sem vekja einna mesta eftirtekt. Hann á hér nökkur verk, sem láta ekki mikið yfir sér, en eru með því allra bezta, sem á sýnigunni er. Ég nefni sem dæmi litla styttu „Kona frá Nicastro“ Svíinn ERIC GRATE gerir sín verk á einfald- an en sterkan hátt, og hann er eftirtektarverður myndhöggvari. Danski málarinn EGILL JACOB- SEN, hefur að vísu sýnt hér áður, tvisvar eða þrisvar, að mig minn- ir. Hann á hér gott úival af verk- um sínum, sem fara mjög vel saman og gefa ágæta mynd af list málarans. Hann er nú orðinn prófessor við Listaháskólann í Höfn, en það eru ekki mörg ár, frá því er hann barðist með „Höst“ mönnum og ruddi veginn fyrir nútímalist í heimalandi sínu. Einn af þeim málurum, sem ég hef meir og meir yndi af á þessari sýningu er finnskur og heitir UNTO KOISTINEN. Hann málar í gráum, bláum og mjúkum lita- tónum, viðkvæmum samsetning- um, er hann ræður mjög vel við. Hann er ekki glæsilegur, en ör- uggur og teikning hans einföld og látlaus. Hann er ekki abstrakt, heldur málar hann kvinnur af Framhald á bls. 17. Arne Strömne: Landslag á Spáni Jón Stefánsson: Landslag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.