Morgunblaðið - 22.09.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 22.09.1961, Síða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 22. sept. 1961 Sigríður ísleif Ágústsdóttir F. 22. 3. ’05. — D. 16. 9. ’61 ÞEGAR kallið kemur, kaupir sig engin frí. (í dag, þig, á morgun mig). Nú hefir kallað verið á þig Sigríður mín, til líkhamlegs dauða, frá miklum og ströngum þjáningum, er vöruðu mörg ár, og þú barst með frábæru þreki og sálarstyrk, er greinilega sýndi þinn andlega þroska, og þína léttu lund, er lítið eitt rofaði til í veikindum þírium. Bros þitt og hlátur, vakti alstaðar birtu og yl Söngvin varstu og glöð í góðra vina hópi. Frú Sigríður sáluga, var gift Kristjáni Sigurjónssyni yfirvél- stjóra. Þau áttu indælt heimili að Barmahlíð 29, og bar það hús- móðurinni fagurt vitni um feg- urðarsmekk og snyrtimennsku. Þau hjón áttu 30 ára hjúskapar afmæli 19. september. Þau eign uðust tvö myndarbörn, er bæði eru gift og farinn að heiman. Kynni okkar Sigríðar hófust í Kvennfélaginu „Keðjan“, bæði í leik og starfi. Þessi fátæklegu orð eiga að túlka alúðar þakkir fyrir samverustundir í því félagi. Al- góður Guð vermdi þig og styrki um alla eilífð. Innilega hluttekningu sendi ég manni hennar og börnum. Vertu sæl Sigríður. far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ✓ Jónína Lofts. Á Gríska ríkisstjórnin baðst lausnar í dag. Kosningar verða í landimi 29. okt. nk. Á De Gaulle hefur afsalað sér þeim sérstöku völdum, er hann tók sér í apríl sl. í Alsír uppreisninni. faugavegi 26 tilkynnir: Danir unnu Norðmenn með 11:6 í 4 leikjum Thorbjörn Svendsen lék 100 leik sinn og Poul Pedersen setti ,,danskt met" með 48 leikjum ust A-lið landanna í Osló, B-liðin HINN MIKLI ósigur Dana í knatt spyrnu fyrir Þjóðverjum hefur að vonum vakið athygli. 5 mörk gegn 1 er einn stærsti ósigur Dana um mjög langt skeið ef und an er talinn einn leikur gegn Svium fyrir fáum árum. Danir voru einmitt svo bjartsýnir fyrir þennan leik. • Fjórir Ieikir Meginástæða til bjartsýni þeirra var hin mikla velgengni dönsku liðanna sem mættu Norð- mönnum um s.l. helgi. Þá helgi gerðu Danir og Norðmenn hrein lega upp hjá sér á knattspymu- sviðinu, léku 4 landsleiki. Mætt í Danmörku, en aiuk þess fór fram leikur unglingaliða 18—23 ára og loks léku drengir innan 18 ára ald urs. Er síðast taldi leikurinn ný lunda en þótti gefast mjöig vel. • A-leikurinn í leik A-liðanna höfðu Danir al gera yfirburði og unnu 4:0. f hálf leik stóð 2:0 og skoraði John Daní elsen bæði miörkiri. í síðari hálf- leik bættu Ole Madsen og Ole Sörensen tveim mörkum við. Eftir leikinn var mikið talað um tvö „met“ sem sett voru. — Thorbjörn Svendsen lék nú sinn 100 landsleik. Var hann ákaft hylltur. Stefnir hann nú að því að ná 105 landsleikum en slíkan landsleikjafjölda á enginn knatt spyrnumaður fyrr né síðar. Billy Wright Englandi á metið, 104 landsleiki. Hitt „metið“ setti Poul Peter- sen fyrirliði danska liðsins. Hann lék sinn 48. landsleik og hefur í nginn Dani komist svo oft 1 lands liðið. • Hinir leikimir í B-leiknum höfðu Danir einn ig algera yfirburði og unnu með 4:0. Tefldu Danir fram mörgum þrautreyndum manninum s.s. Henning Enoksen. í unglingaleiknum unnu Danir með 2:0, og var það vel verðskuld aður sigur. En í drengjaleiknutn komn Norðmenn á óvart og unnu stór sigur 5 mörk gegn 1. Eru Norð menn að vönum montnir yfir sínum yngstu knattspyrnumönn um. Eftir þessa sigurhelgi er það að vonum að Danir hafi haldið bjartsýnir til Dusseldorf til að .mæta Þjóðverjum. En sá leikur fór á annan veg eins og fyrr seg- ir. Efnilegur spjót- kastari AKRANES og Kópavogur háðn um sJ. helgi keppni í frjálsíþrótt um og náði hún bæði til kvenna og karla. Svo fóru leikar liðin skildu jöfn. Hlutu bæði 88 stig eftir keppni í 16 greinum. í keppn inni var keppt um bikar er Kaup félag S-Borgfirðinga gaf. Árangur var yfirleitt Jafn og sæmilegur í flestum greinum. — Einna beztur var hann hjá ísl. meistaranum í hástökki kvenna, 1.40 m. Þá keppti Jón Þ. Ólafsson sem estur í hástökki karla og stökk 1.95 m. Hvað mesta athygli vekur af rek Gunnars Gunnarssonar í spjótkasti. Sigraði hann með yfir burðum 54.25. Er afrek Gunnars sérlega athyglisvert þar sem hann hefur ekki stundað spjót- kast nema örfáium sinnum síðustu vikur. Gunnar er einnig mjög góð ur knattspyrnumaður, er miðvörð ur í Akranesliðinu og lék athyglis verðan leik sem miðvörður i pressuliðinu á dögunum. Má mih ils af Gunnari vænta. Knattspyrnan VEGNA veðurofsans á laugardag varð að fresta nokkrum leikjum í Haustmótum yngri flokkanna og fara þeir leikir fram sunnu- daginn 8. október á sömu völlum og á sama tíma og átti að vera á laugardag. Þó er undanskilinn leikur Fram og Víkings í 2. fl. A., sá leikur fer fram á Háskólavell- inum sunnudagsmorgun 8. okt. og hefst kl. 10,30. Þá fórst leikur Í.B.f. og Fram B í Bikarkeppninni fyrir, en hann átti að fara fram á ísafirði s.L laugardag. Lið Fram komst ekki vestur og er leikurinn ákveðinn n.k. laugardag á ísafirði Og hefst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.