Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.1961, Side 24
NORRÆN LIST Sjá bls. 13. 214. tbl. — Föstudagur 22. september 1961 S.U.S, síða Sjá bls. 8. Smyglmál upplýst NÝLEGA komst upp um smygl hér í bæ, þegar 3000 hálsbindi fundust hjá kaupmanni einum. 1 Ijós kom, að Bandaríkjamaður var eigandj þeirra. Hafði hann gefið sig á tal við íslenzkan sjó mann í New York o% beðið hann að koma þeim til fslands gegn þóknun. Gerði sjómaðurinn það. Bandaríkjamaðurinn er nú hér á landi. í stuttu viðtali við Morgun- blaðið skýrði Unnsteinn Beck blaðinu frá því, að aðallega myndi smyglað tízkuvörum ým- iss konar og smávarningi. Nú hafa plasthettur verið vinsælar af kvenþjóðinni um hxíð, og tals Mikil geisla- virkni FREGNIR frá Stokkhólmi herma, að nú í vikunni hafi geislavirkni í regnvatni far- ið hraðvaxandi í Svíþjóð — einkum í norðanverðu land- inu, þar sem geislamagnið sé nú orðið álíka mikið og eftir atómsprengingar Rússa á norðurslóðum árið 1958, eða sem samsvarar um 50 micro curies á ferkílómetra. ★ Frá ýmsum öðrum löndum berast og fréttir um aukna geislavirkni. T. d. segja yfir völd í Washington, að geisl- un í andrúmsloftinu sé ntú meiri í sumum norð-austur- ríkjum Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Hin bandarísku heilbrigðisyfir- völd hafa þó jafnframt full- yrt, að geislavirkni sé lanigt frá því að vera komin á það stig, að heilsu manna geti stafað hætta af. AÐFARANÓTT fimmtudags var skellinöðrunni R-268 stolið, þar sem hún stóð skammt frá Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu. — Þetta er — eða var — grátt hjól Alberioo Casardi, aðstoðarfram- gerð. verðu reynt að smygla af þeim. I>á má nefna vörur eins og rak- sett, sokka og glingur. Hátolluð- um vörum er alltaf smyglað meira en lágtolluðum af skiljan- legum ástæðum, en hér eru geysiháir tollar á mörgum vör- um. — MÉR brá, þegar ég leit í Morgunrblaðið í morgun og sá myndina af lögreglumannin- um, sem var í flugvél Hamm- arskjölds. Það var sá eini, sem komst af — og þetta er ágæt- ur vinur okkur þriggja ís- lenzkra lögregluþjóna, sem fóru til starfa hjá Sameinuðu s|| þjóðunum 1953—54, sagði Rún ||| ar Guðmundsson, lögreglu- þjónn, er fréttamaður Mbl. hitti hann í gær. —★— — Einhvem veginn atvikað- ist það, að við störfuðum mik- ið með Julian, okkur geðjað- ist mjög vel að honum og með okkur tókst mikil vinátta. 1 1 Þessi mynd var tekin á baðströnd í New York fyrir einum 7 árum. Lengst ti Ivinstri er Haold Julian, sem er nú milli lífs og dauða suður í Afríku. Rúnar Guðmundsson er lengst til hægri. Stúlkan og sá, sem er á hægri hönd hennar, eru skyldmenni Julian, en Rúnar man ekki hver sá fimmti er. ■ -4> Julian er kunningi ís- lenzku lögregluþfónanna — Við fslendingarnir, Hauk ur Bjarnason, Þorsteinn Jóns- son og ég, störfuðum í aðal- stöðvum S. þ. í New York um árið, vorum þar á vöktum á ýmsuna stöðum í bygging- — Harold Julian var þarna í okkar hópi, frísklegur strák- ur, á aldur við mig. Hann var búinn að vera í hernum, mjög vel þjálfaður og prúður mað- ur. — Þegar við vorum á nætur vaktinni voru við lausir kl. 8 og þá var ekki farið heim að sofa, heldur á baðströndina. Julian átti bíl og hann tók okk ur alltaf með. Þetta voru skemmtilegir dagar. —★— — Hann var nýgiftur, þegar við vorum þarna ytra. Konan hans var ættuð frá S- Ame- ríku, talaði spönsku mjög vel og gegadi virðingarmiklu em- bætti í skrifstofubyggingunni. Gott ef hún var ekki yfir ein- hverri S-Ameríkudeildinni. Við íslendingarnir vorum boðnir heim til þeirra hjóna. Þau áttu skemmtilegt heimili, man ég. — Fyrstu árin eftir að ég kom heim skiptumst við Juli- þetta væri dugmikill, gáfaður an alltaf á kveðjum um jólin og góður drengur, sagði Rúnar og skrifuðumst stöku sinnuir að lokum. á. En síðari árin hefur þetta samband fallið niður, eins og gengur. Ekkert tækifæri hef- ur gefizt til að endurnýja kunningsskapinn, við höfum ekki hitzt síðan forðum daga í New York. —★— — Julian var orðinn lifvörð ur Hammarskjölds að mér skilst, en það er mesta virð- ingar- og trúnaðarstaða, sem lögregluþjónar S.þ. geta hlot- ið. Og ég er ekkert hissa á þvi, að Julian valdist í þá stöðu, því eftir okkar kynni var ég ekki í vafa um. að Flókiö mál fyrir Öryggisráöið -vandamálið lætur á sér kræla New York, 21. sept. — (AP) ÞAÐ var tilkynnt, í dag, að Öryggisráð SI» komi saman nk. þriðjudag til þess að ræða upptöku nýrra aðildar- ríkja í samtökin. Fyrir liggja umsóknir frá Ytri-Mongólíu, Mauritaníu, Sierra Leone og furstadæminu Kuwait. Fái ríki þessi inngöngu, verða hinar sameinuðu þjóðir 103 Víkingur seldi í Þýzkalandi AKRANESI, 21. sept. — Togar- inn Víkingur seldi afla sinn á þriðjudag í Þýzkalandi fyrir 76 þúsund mörk. Hér er mesta ótíð. Nú er 5 vindstiga stinningsstormur á land sunnan ,og hefur rignt nær lát- laust í allan dag. Er því land- lega hjá öilum bátum. Oddur. talsins. — Hvernig fer um afgreiðslu umsóknanna — einkum hinna tveggja fyrr- nefndu ríkja — getur haft áhrif á gang mála, þegar að því kemur að ræða aðild Pek ingstjórnarinnar kínversku að SI» síðar. — ★ — Þjóðernissinnastjórnin kín- verska hefir lýst því yfir, að hún muni beita neitunarvaldi gegn upptöku Ytri-Mongólíu — en á hinn bóginn munu Sovétríkin beita neitunarvaldi gagnvart Mauritaníu, ef Öryggisráðið mæl- ir ekki með upptöku Mongólíu. — ★ — Brazzavilleríkin svonefndu (11 fyrrverandi nýlendur Frakk- lands) hafa gefið í skyn, að ef þannig fari, muni þau beita sér til þess að fá Pekingstjórninni sæti Kína hjá SÞ í stað þjóðern- issinnastjórnarinnar á Formósu. Áhugamál þeirra er fyrst og fremst, að Mauritanía fái inn- göngu. — ★ — Þegar Allsherjarþingið tekurj að ræða Kínavandamálið, er tal- ið, að Bandaríkin, eða eitthvert bandalagsríki þeirra, muni leggja til, að skipuð verði sérstök nefnd til að rannsaka það mál frá öllum hliðum — og gefa næsta þingi ýtarlega skýrslu. Margt virðist benda til, að Brazzaville-ríkin gætu ráðið úrslitum í atkvæða- greiðslu um slika tillögu. Jafntefli við Glig ö r'* BLED 21. sept, — Úrslit 12. um ferðar á skákmótinu hér urðu sem hér segir: Jafntefli varð hjá Friðrik Ólafssyni og Gligoric í 22 leikjum, Petrosjan og Geller í 17. leik, Germek og Pachmann í 23. leik og Bisquier og Portisch í 36. leik, en biðskákir urðu hjá Fischer og Trifunovic, Udovicic og Bertok, Keres og Mantanovic, Donner og Tal, Parma og Tvkov og Draga og Naidorf. Fyrirlestur um búnaðarmenntun PRÓFESSOR Axel Milthers, rekt or Búnaðarháskóla Dana, flytur fyrirlestur fyrir almenning í dag, föstudag, kl. 5 í I. kennslustofu há skólans. Fyrirlesturkm fjallar um æðri búnaðarmenntun og athiug anir Efna'hags- og samvinnustofn un Evrópu um tilhögun þeirrar kennslu í aðildarríkjum hennar. Hitabylgja veldur markaðs- tregðu LÉLEGAR sölur og markaðs- itregða hefur verið hjá togara i útgerðum að undanförnu. Þrír togarar hafa selt nú í vikunni. Hér er aðallega um að kenna hitabylgju, sem gengið hefur , um markaðssvæði okkar í ] Evrópu, en hitinn komst um tíma upp í 35 stig. Þá eru Eiskvinnslustöðvar tregar til að kaupa mikið magn af ótta ’ við að hann skemmist I skömmu eftir fullvinnslu. Það | ber og til, að í hitum borða , menn fremur grænmeti og annað léttmeti. en síður fisk I eða ket. Akranes SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akranesa hefur starfsemi sína á þessu hausti með félagsvist að Hótel Akraness n.k. sunnudag. — Svo sem áður verðá veitt góð verð- laun á hverju spilakvöldi og sér- stök 5-kvöldaverðlaun, en auk þess verða nú veitt glæsileg verð laun þeim þátttakanda, sem best- um árangri nær yfir veturinn, er það farmiði með skipi fyrir tvo, til meginlandsins n.k. sumar. Sú breyting verður nú á dans- inum, að þau kvöld sem félags- vist verður spiluð, verða ein- göngu leiknir gömlu dansarnir. Á þessu fyrsta spilakvöldi Sjálf stæðisfélaganna, mun hinn vin- sæli danskennari Hermann Ragn- ar, stjórna dansinum. Ath.: Allir eru velkomnir á spilakvöldin meðan húsrúm leyf- ir. — Nú er áríðandi að vera með frá byrjun. Skaftholtsréttir SKAFTHOLTSRÉTTIR Gnúp-. verja, voru í dag. í réttunum voru um 7000 fjár og margt manna. Morgunblaðið átti tal við Jó- hann Kolbeinsson, réttarstjóra og fjallkóng frá Hamarsheiði. Taldi hann við fyrstu sýn heimtur held- ur góðar, og ekki væri annað a8 sjá, en dilkar væru vænir í meðal lagi. Gnúpverjar hafa verið níu dagá í leitinni og farið allt að Hofs- jökli. Heldur var úrkomusamt f leitinni. Yoru þeir sjö saman, sem fóru lengst, en allt að 30 niður undip miðjum afrétti. Alls telst mönnum til, að um 20 þúsund fjár hafi komið niður af afrétti Hreppamanna Og Flóa- manna. — J. Járnþjófurinn fundinn Á MÁNUDAG var tilkynnt til lög reglunnar, að horfið hefðu 79 tin aðar (galvaniseraðar) járnstoðdr og nokkrir járnbogar af ógirtu svæði rétt hjá Nestisbúðinni í Fossvogi. Stoðirnar og bogarnir voru úr fiskilest mb. Baldurs. — Frá þessum þjófnaði var skýrt í Mbl. á fimmtudag. Á þriðjudag fundust 12 stoðanna í fyrirtæki hér í bæ, sem kaupir brotajám og selur til útlanda. f klöddum fyrirtækisins kom í Ijós, að stoð irnar höfðu komið í tvennu lagi, og kvittaði seljandi fyrir greiðslu í bæði skiptin. Annað nafnið var læsilegt, en hitt ekki. Með saman burði við undirskriftasýnishom tæknideildar rannsóknarlögregl- unnar kom í ljós, að sami maður hafði kvittað hvoru sirini. Lögreglan hafði upp á mannin um samdægurs, og viðurkenndi hann þegar að hafa stolið og selt stoðimar tólf, en þvertók fyrir að hafa stölið fleirum. Hann var settur inn, og eftir hádegi á mið vikudag jók hann við játningu sína. Kvaðst hann nú hafa stolið 50 stoðum og 5—10 bogium. Mað- urinn, sem er á þrítugs aldri, seldi stoðirnar í smáslumpum. Allar nema tólf hafa þær verið seldar úr landi. Útgerðarmaður- inn áætlar, að hver stoð sé usn 1000 króna virði, en maðurinn mun hafa fengið um 4000 krónur fyrir þær allar sem brotajárn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.