Morgunblaðið - 23.09.1961, Side 1

Morgunblaðið - 23.09.1961, Side 1
24 síöur 18. árgangur 215. tbl. — Laugardagur 23. september 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Dean Rusk leggur til að: Heimskunnur stjórnmálaleiðtogi verbs látinn taka v/ð framkvæmdastjóra- starfi SÞ til bráðabirgða Myndt þessi gefur nokkuð til kynna ástandið á þeim slóffum sem hvirfilvindurinn „Nancy“ fór um á dögunum. Hún er tekin í næst stærstu borg Japans, iðiwffarbænum Osaka, þar sem vind- urinn geistist yfir með um 200 km hraða á klukkustund, og olli miklu tjóni bæði á húsum, símalínum og öðrum mannvirkjum. New York, 22. september. (AP — NTB — Reuter) Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lagði í dag til, að einhverjum heimskunnum stjómmálaleið toga verði þegar falið að taka að sér starf fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til bráðabirgða. •fr Skjót lausn brýn í ræðu, sem Rusk flutti á fundi hjá samtökium, eriendra frétt-amanna í Washington í dag, hvatti hann eindregið til, að alls- herjarþingið tæki höndum sam- an um slíka lausn á því mikla vanda-máli sem skapast hefði við fráfall Dags Hammarskjölds. Lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni, að allsherjarþingið hefði á sínu valdi að leysa málið með þessum hætti, án þess að Örygg- isráðið fjallaði um það. Bráða- birgðalausn af þessu tagi væri nauðsynleg, til þess að unnt væri að halda starfsemi samtakanna áfram, meðan reynt væri að leysa framkvæmdastjóramálið til fram búðar. ýkr Gegn þrískiptingu Utanríkisráðherrann vísaði með öllu á bug tillögu Sovétveld isms um þrískiptingu fram- kvæmdastjórnarinnar og sagði að starfi framkvæmdastjórans væri ekki hægt að deila niður. — Slík þrískipting á einu eða öðru sviði innan samtakanna mundi lama styrkleika Sameinuðu þjóðanna og valda þeim óbætanlegu tjóni. Starfsemi saim-takanna verður að stjórna með styrk, hæfni og ein- urð, sagði Rusk. Fréttaritari júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug hefur sím aff frá New York, aff kommúnista ríkin muni leggja til, aff fulltrúa frá einhverju hlutlausu ríkjanna verffi faliff aff gegna starfi fram- kvæmdastjóra SÞ til bráffabirgffa. Fréttaritarinn, sem ber fyrir sig heimildir, er hann telur nákomn- ar austur-evrópsku sendinefnd- unum á allsherjarþinginu, segir ennfremur, aff í tillögunni muni jafnframt verffa lagt til, aff fram- kvæmdastjórinn fái sér viff hliff tvo ráffgjafa, annan bandarískan en hinn sovézkan. Ekki muni þó ætlast til, aff þeir hafi neitunar- vald. Tvísýnt um líf Julians NDOLA, 22. sept (NTB—Reut- er) — Líffan Harold Julians, bandaríska lífvarffarins, sem einn komst lífs af í flugslysinu viff Ndola í Norffur-Ródesíu, þegar Dag Hammarskjöld fórst, hefur fariff talsvert versnandi. í sjúkrahúsinu í Ndola var á föstudag sagt, aff á næstu tveim dægrum muni væntan- lega fást úr því skoriff, hvort hann lifi þaff af. Var líffan hans sögff mjög slæm. Eigin- kona Julians, Marie aff nafni, kom í dag frá Miami og dvel ur nú viff sjúkrabeð manns síns. Kjarnorkutilraunir fordæmdar á þingi SÞ MMbA Tillaga Sovétveldisins um þrískipta framkvæmdastjórn harðlega gagnrýnd Almenn umræða um alþjóðamál hafin New York, 22. sept. (NTB-AFP) A L LIR ræðumenn við al- menna stjórnmálaumræðu á fundi allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna í dag lýstu yfir þeirri skoðun, að tilraun um með kjarnorkuvopn bæri að hætta tafarlaust. Einnig bar mjög á góma skipun manns til að gegna fram- kvæmdastjórn samtakanna. Alþjóffamálin rædd Almenn umræða um ástandið í alþjóðamálum, hófst á fundi allsherjarþingsins í dag. Brazil- íski fulltrúinn, Alfonso Arinaos de Melo Franco, mæltist til þess að samningaviðræður um stöðv- un tilrauna með kjarnorkuvopn yrðu teknar upp að nýju þeg- ar í stað. Varðandi stjórn sam- takanna sagði hann, að land sitt Framh. á bls. 23 Argentínumaður | synti báöar leiðir yfir Ermarsund FOLKESTONE, 22. sept. — Argentínski sundgarpurinn, Antonio Abertondon, hefur unnið það afrek að synda fyrstur manna fram og til baka yfir Ermarsund — án hvíldar. Hann var rúmar 18 klukkustundir frá Englandi til frönsku strandarinnar. Að henni lokinni staldraði hann rétt við meðan aðstoðarmenn smurðu líkama hans að nýju. Síðan hélt hann ótrauður af stað til baka og tókst að ljúka sundinu á rúmlega 43 klukku stundum. í dag synti Prkistanmaður inn Daz yfir Ermarsund í sjötta sinn — og setti nýtt met. Var hann 10 klukku- stundir og 35 mínútur á leið- inni, sem er um stundarfjórð ungi betri tími en eldra met- lið. — Brondt gegn SÞ í Berlín BERLÍN, 22. sept. (NTB/Reuter) — Borgarstjóri Vestur-Berlínar, Willy Brandt, sagði hér árdegis í dag, að hann teldi það ekki raun hæfa tillögu, að flytja aðalstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna til Berlín ar nú, enda þótt borgin yrði ætíð reiðubúin til að verða aðsetur al- þjóðlegra samtaka eða stofnana. Lýsti borgarstj órinn jafnframt yfir þeirri skoðun sinni, að íbúar Vestur-Berlínar yrðu næstu mán uðina enn að vera undir það bún ir, að mæta erfiðleikum með still ingu. — Það væri hins vegar bjargföst trú sín, að þegar nú- verandi þróun tæki enda, myndi skapast nýir tímar frelsis og ör- yggis, sem gerðu fólkinu kleift að halda uppbyggingu borgarinn- ar áfram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.