Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 10
MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1961 BFO. gengst fyrir góöakstri og bílakvöldi Aukin starfsemi félagsins BINDINDISFÉLAG ökumanna hefur ákveðið að taka góðakst- ur upp að nýju, en hann hefur legið niðri frá árinu 1956. — Verður góðakstur haldinn um nk. mánaðamót. Þá verður efnt til svonefndra bílakvölda, og fé lagsstarf BFÖ að ýmsu leyti aukið og breytt. Á fundi með blaðamönnum nýlega skýrðu forráðamenn BFÖ, góðakstursnefnd og fram- kvæmdanefnd fyrirhugaðra bíla kvölda frá starfsemi BFÖ og samstarfi við aðra aðila. Góðakstur Góðakstur sá, sem haldinn verð ur um nk. mánaðamót, verður sá stærsti og fjölbreyttasti, sem félagið hefur haldið. Aksturinn verður að þessu sinni að mestu leyti innanbæjar og aksturleið- in heldur styttri en áður, ca. 26 km. Hins vegar verða öku- raunir margar ,og sumar leikni- þrautirnar hafa ekki verið not- aðar áður. Þungamiðjan er þó innanbæjaraksturinn. Mest 30 bílar geta komizt að. öllum er heimilt að keppa, sem ökuleyfi hafa, nema lögreglu- þjónum og bifreiðaeftirlitsmönn um. BFÖ hefur haft samvinnu við lögregluyfirvöld og bifreiða eftirlit um keppni þessa, sem veitir bæði ökumönnunum sjálf- um og almenningi aukna þekk- ingu á umferðarmálum og akstri. í góðakstursnefnd eru m. a. þeir Sigurður E. Ágústsson, um ferðarlögregluþjónn og Gestur Ólafsson, bifreiðaeftirlitsmaður. Það er að sjálfsögðu mikið starf að koma á slíkri keppni sem þessari og munu um 70 sjálf boðaliðar starfa að undirbúningi og framkvæmd hennar. á dag til að byrja með af Volks wagen 1500. Um 1400 Volks- wagenbílar eru nú skrásettir hér á landi, en 170 bílar verða afgreiddir frá verksmiðjunni í þessum og næsta mánuði og 150 þeirra þegar seldir. Þeir Finnbogi Eyjólfsson, verzlunarstjóri hjá Volkswagen- umboðinu og Helgi Hannesson, fulltrúi, hafa á hendi allan imd- irbúning og framkvæmd bíla- kvöldsins. Þess skal og getið að á bílakvöldinu verður m.a. sýnd kvikmynd frá Volkswagen. Síð- ar verður auglýst nánar hvaða dag bílakvöldið verður, og er öllum heimill ókeypis aðgangur að þvL Tímaritið Umferð Auk góðaksturskeppni og bíla kvölda hefur BFÖ ákveðið að koma á fræðslukvöldum, skemmtikvöldum, spilakvöldum og ferðakvöldum og vinna á öll um sviðum að hugsjónum sín- um: bindindi, auknu umferðar- öryggi og almennri löghlýðni. Tímarit BFÖ, 2. tbl. þessa árs, er nú að koma út, með breyttri forsíðu og nokkuð breyttu efni. Er megináherzla lögð á kynn- ingu nýrra bílagerða, tækni- nýungar og fréttir. Ætlunin er að gera blaðið að bíla- ogtækni blaði. BFÖ hefur gert nokkuð 'að því að sýna kvikmyndir á fund um sínum, en úr litlu hefur verið að velja. Breyting verður á þessu, því í undirbúningi er, að tryggingarfélagið Ábyrgð h.f. geti eignazt úrval kvikmynda, sem Ansvar í Svíþjóð hefur lát- ið gera. Munu, er til kemur, kvikmyndir þessar verða lánað- BFÖ og öðrum aðilum. Bílakvöld Bílakvöldin eru einn þáttur í auknu félagsstarfi B.F.Ö. Fyrsta bílakvöldið verður haldið innan skamms í samvinnu við Heild- verzl. Heklu h.f., sem hefur eins og kunnugt er Volkswag- enumboð hér á landi. Á þessu fyrsta bílakvöldi verð ur m. a. kynnt starfsemi BFÖ — og Volkswagenumboðsins. Gerð verður grein fyrir ýmsum tæknilegum nýjungum á hinni „klassísku" gerð Volkswagen 1962, en auk þess kynnt nýtt módel af Volkswagen — Volks- wagen 1500 — sem er m. a. stærri og verður kynntur í Frankfurt í þessum mánuði. — Volkswagenverksmiðjurnar fram leiða nú 4000 bíla á dag af ár- gerð 1962, og gert er ráð fyrir að 400 bílar verði framleiddir Bókaútgáfa Þá hefur BFÖ haft náið sam- band við sænska útgáfufélagið „Natur óch Kultur“ um útgáfu- rétt að bók Áke Carnelid, rekt- ors, „Mánniskan bakom Ratten“. Fjallar bók þessi um sálfræði- leg vandamál umferðarinnar og_ hefur vakið geysimikla athygli1 í Svíþjóð og víðar. Höfundur bókarinnar, sem er skólastjóri við ökuskóla Bindindisfélags ökumanna í Svíþjóð, er talinn einn helzti sérfræðingur Norð- urlanda í umferðarsálfræði. Er möguleiki til þess að hann komi hingað til lands til fyrirlestra- halds. Mun BFÖ leita samvinnu við SFÍ um útgáfu á fyrrnefndri bók hans. — Ýmislegt fleira er' á döfinni, sem of snemmt er að skýra frá. Sigríður Bogadóttir (Vfinning SÍGRÍÐUR Bogadóttir, Sjólyst, Hellissandi, var lögð til hinztu hvílu að Ingjaldshóli 20. september. Stendur þá autt hús ið eftir. En í fjörunni fyrir neð- an synda endurnar á milli stein- anna og enginn gefur þeim fram- ar. — Fyrir 17 árum, þegar ég kom fyrst á Sand, bjuggu í þessu húsi hjónin Sigríður Bogadóttir og Guðmundur Þorvarðsson og hjá þeim sonur þeirra, Lárus, ógiftur. Á þessu heimili áttu allir bág- staddir menn og málleysingjar vísa hjúkrun, enda í té látin af fúsu geði, eða jafnvel beinni þörf. Guðmundur kvaddi vorið 1952, en Lárus varð snögglega burtkall- aður á sl. ári. Hann var gagn- anerkur maður og góður drengur, svo sem faðir hans og móðir og dýravinur mikill, og það var hann sem hændi endurnar að staðnum. En það voru hinir fötluðu og sjúku, sem áttu hug Sigríðar all- an. Þeir komu til hennar með vandkvæði sín og hún gerði að sárum Og batt um kaun og var mjög samvizkusöm að benda þeim til læknis, sem hún taldi sér ofviða, og það var farið eftir því sem hún sagði fyrir. Mjög oft hafði hún sængurkonur til umsjár, þegar ljósmóðir þurfti fljótlega frá þeim að fara og fæðandi konum þótti návist henn ar góð. En smám saman þvarr þrekið. Alltaf fækkaði ferðum hennar út af heimilinu og síðasta mán- uðinn eða meir fór hún ekki úr rúminu. Þetta á ekki að vera nein ævi- Mikið sungið í nýju réttínni í Haukadal DALA-BRANDUR er lands- frægur fyrir starf sitt að sam göngumálum. Um margra ára skeið var hann sérleyfishafi og atkvæðamikill í flutning- um. En nú er hann hættur „bílastússinu“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann hefur snúið sér að öðrum verkefnum og leggur gjörva hönd á margt heima í sínu héraði. Á mánu daginn vígði Guðbrandur Jör undsson, oddviti í Haukadals- hreppi, m.a. nýja rétt, sem þeir Haukdælingar hafa byggt, mesta myndar mannvirki. Og þótt undarlegt megi virðast, þá hefur Guðbrandur Jörunds son verið potturinn og pann an í réttarbyggingunni, enda þótt hann eigi sjálfur ekkert fé. Það var heldur kalsalegt í Haukadalnum á mánudags- morguninn, þegar bændur byrjuðu að draga fé sitt í nýju réttinni. En menn voru samt glaðir og reifir og Guðbrandur var þar hrókur alls fagnaðar. Um 11 leytið var gert stutt hlé, bændur og aðrir réttar- gestir söfnuðust saman við einn réttarvegginn og Guð- brandur steig í ræðustólinn. Hann óskaði sveitungum sín um til hamingju með nýju rétt ina og lýsti því yfir, að hún mundi draga nafn af Kirkju- felli, sem gnæfir yfir réttina þarna í botni Haukadalsins. Nýja Kirkjufellsréttin er steinsteypt, tekur lim 10 þús. fjár, og nægir þörfum sveitar innar, en með ráðgerðri við- bót mun hún taka 16 þús. fjár. Það er því óhætt að segja, að fyrirhyggju hafi gætt við smíði réttarinnar. Þegar Guðbrandur hafði lök ið máli sínu var sungið við raust. Regnið buldi á dúðuðum og lúnum skilamönnum, en „Blessuð sértu sveitin mín“ hefur sjaldan hljómað betur. Þarna sungu allir af lífsins Guðbrandur Jörundsson I * ræðustólnum (á miðri mynd) og réttargestir hlýða á. sálar kröftum svo að gnæfði yfir kindajarminn í réttinni. Næstur talaði Friðjón Þórð arson, sýslumaður, o.g óskaði bændum mjög til hamingju með nýju réttina. Sagði hann, að mannvirkið væri mikið á- tak fyrir fámennt hreppsfélag og bæri dugnaði og samheldni sveitarinnar fagurt vitni. — Séra Eggert Ólafsson í Kvenna brekkum og Þorsteinn Jónas- son hreppstjóri að Jörfum stigu einnig í ræðustólinn, en þess á milli var sungið af mik illi raust. Menn voru hýrir og þeir heimtu vel. Réttirnar voru eins og þær gerast beztar og það var glaðlegt yfirbragð á fólkinu, sem hélt heim með fjárhópinn sinn að kveldi dags. Friðjón Þórðarson, sýslumaður og Guðbrandur Jörundsson, odd viti í Kirkjufellsrétt, Morxískur heimspekingur ilýr til V-Þýzkulunds ferilsskýrsla heldur aðeins lýs- ing á því hvernig Sigríður Boga- dóttir kom mér fyrir sjónir og þakklætisvottur fyrir góðvild hennar í minn garð sem annarra. En í fjörunni synda endurnar og enginn gefur þeim, en þeir sjúku og fötluðu geta ekki lagt leið sína í Sjólyst, því þar er autt hús. Arngrímur Björnsson. •Á Tíu daga verkfalli iðnverka- manna hjá Ceneral Motors í Detroit er lokið. Samið var til þriggja ára. Munchen, 20. sept (AP) — Ernst Bloch, prófessor — einn af fremstu kennurum í marxískum fræðum og heimspeki hefur flúið frá Austur-Þýzkalandi til Vestur- Þýzkalands. Prófessorinn er 76 ára að aldri og hafði um skeið verið í lítilli náð hjá stjórnarvöld um A-Þýzkalands. Vinir Blochs í Vestur-Þýzkalandi segja, að á- kvörðun hans að flýja sýni að vísu andspyrnu gegn stjórninnl austan við landamærin, en þurfi ekki endilega að sýna, að hann hafi látið af sínuim marxísku hug sjónum. Bloch var vikið frá embætti við háskólann í Leipzig cftir uppreisn ina í Ungverjalandi 1956 og hefur síðan verið sakaður um endur skoðunarsinnun. Hefur jafnframt verið talið að frægð hans hafi verið vörn gegn handtöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.