Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. sept. 1961 MORGVNBLÁÐ1Ð 13 Ingdlfur í Hrífudal — Þ E IR sváfu vært sl. nótt, hinir 160 farþegar um borð í íslenzka skip- inu „Heklu“. Þeim hafði hins vegar ekki orðið svefnsamt síÖUstu tvær nætur á undan. Stormur- inn rak stórsjóana yfir skipið. Nokkrir stólar brotn^ðu, og rúður sprungu. En þegar íslend- ingarnir vöknuðu í morg- un, voru þeir að komast í höfn og htu fagurt land. Þeir litu friðsæl hvít hús með morgunreyk ofar þök um, og hvíta kirkju, sem lyfti grönnum turni til himins. „Svo stendur hann þarna, hjálmi pryddur Á þessari hlýlegu morgun- stemningu hófst frásögn fréttamanns „Aftenpostens“ í Osló af komu íslenzku „Heklu faranna" til Noregs og af- hjúpun Ingólfsstyttunnar í Hrífudal. — Eins og fram hefir komið í blaðinu, fór at- höfnin mjög vel fram og virðulega, og hrifningaralda fór um mannfjöldann, er Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra hafði lokið ræðu sinni og kona hans, frú Sig- ríður Björnsdóttir, afhjúpaði styttuna. Og norski frétta- maðurinn hefir greinilega líka hrifizt: — Svo stendur hann þarna, hjálmi prýddur — — — og beinir sjónum til hafs, segir hann. — Fólkið var gagn- tekið. Það umkringdi svæðið og dáðist að hinu glæsilega minnismerki, sem gert er af hinum mikla myndhöggvara Islands, Einari Jónssyni. Það var Jens Haugland dómsmálaráðherra, sem þakk aði gjöfina fyrir hönd norsku ríkisstjórnarinnar, og sagði hann m. a. í ræðu sinni: — Ingólfur landnámsmaður og þeir, sem héðan fóru með honum, voru miklir og góðir menn — hinir vöskustu, gædd ir ævintýraþrá og hugdirfð. E.t.v. má segja, að þeir hafi ekki sýnt mikinn þjóðfélags- hinn volduga þjóðsöng lands, hljómskært og lát- laust .... — ★ — Meðfylgjandi myndir hefir Mbl. fengið sendar frá Nor- egi, og sýnir sú minni Ing- ólfsstyttuna, rétt eftir að hún var afhjúpuð, — en á hinni sést nokkur hluti mannfjöld- ans, sem var viðstaddur at- höfnina, og sér yfir hluta af hinum fagra Dalsfirði. legan þroska — en þess ber að minnast, að 'þeir hlúðu áfram að sinni gömlu menn- ingu, í nýju landi, og varð- veittu tungumálið, sem við megum öfunda Islendinga af. — Haugland færði Islending um hjartkærar þakkir Norð- manna fyrir gjöfina — og „fyrir að leggja leið sína til Noregs gegn stríðum haust- storminum.“ Síðan afhenti hann styttuna Fjala-byggð. — ★ — 1 lok athafnarinnar kvaddl sér hljóðs Olav Sörbö kenn- ari og bað Bjarna Benedikts- son forsætisráðherra að flytja forseta íslands kveðju frá Hrifudal. Hann tilkynnti og, að byggðin myndi færa íslandi að gjöf skipsfarm girðingarstaura — „tii notk- 1 unar við skóggræðsluna á ís- landi“. — Eru staurarnir til- búnir til afskipunar. — ★ — Við skulum loks aftur vitna til frásagnar frétta- manns „Aftenpostens", sem bregður upp annarri stemn- ingar-mynd í lokin: — Það sleit lítils háttar regn úr loftL Forsætisráð- herra íslands og fylkismað- urinn í Sogni og Firðafylki stóðu við styttuna, hvor um sig með stóran vönd af gladí ólum, sem þeir síðar lögðu að fótstallinum. Hópur barna, sem flest skörtuðu þjóðbún- ingum, skipuðu sér fyrir framan bronslikan landnáms mannsins, sem hafði íslenzka og norska fáriann, sinn til hvorrar handar. Þau hófu upp raddir sínar og sungu VIÐREISNIN i framkvœmd. ★ Einn þýðingarmesti ár- angur viðreisnarráðstafan- anna er hinn mikli bati, sem þær hafa komið til leiðar í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, Um áramótin 1959—60 var gjaldeyrisstaða íslands verri en nokkurs annars lands, sem upplýsingar lágu fyrir um, að einu landi undanskildu. Allir yfirdráttarmöguleikar ís- lenzkra banka voru nýttir til hins ýtrasta Oig tilfinnanlegar hömlur voru á gjaldeyrisyfir- færslum, jafnvel til brýnna nauðsynja. Hin þunga greiðslubyrði landsins og slæm gjaldeyris- staða höfðu skapað mjög alvar legt ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. í fyrsta lagi lá við borð, að við gætum ekki staðið við um- samdar skuldbindingar okkar erlendis, þ. e„ að við kæm- umst í greiðsluþrot. í öðru lagi hlaut gjaldeyris- skorturinn innan skamms að leiða til samdráttar í fnam- leiðslu landsmanna vegna þess að ekki var hægt að flytja inn rekstrarvörur og byggingar- efni jafnt og eðlilega, og gjald eyrir ekki aflögu til kaupa á framleiðslutækjum. Þetta á- stand hlaut von bráðar að rýra lífskjör almennings bæði sökum minnkandi atvinnu og skorts á innfluttum neyzluvör um. Ríkisstjórnin taldi, að ekki væri hægt að binda endi á greiðsluhallann við útlönd nema á þann hátt, sem hún gerði með við- reisnarráðstöfununum. Or- sök hins mikla greiðslu- halla var ekki sú, að út- flutningsframleiðsla og gjaldeyristekjur væru ekki miklar. Þær höfðu aldrei verið meiri í sögu þjóðar- innar. Orsökin var röng gengis- skráning og útlán banka umfram sparifjáraukningu. Meðan þessar orsakir voru ekki brott numd- ar, hlaut greiðsluhallinn að haldast, hversu mik- ið sem útflutningsfram- leiðsla og gjaldeyristekjur mundu aukast. Ríkisstjórn in hækkaði því vexti í því skyni að ýta undir aukn- ingu spariinnlána og hamla gegn aukningu útlána. Ennfremur leiðrétti hún gengisskráninguna. Þess- ar ráðstafanir valda mestu um þann bata, sem náðst hefur í gjaldeyr ismálum þjóðarinnar á und anförnu 1 Vi ári. Vegna þessara ráðstafana varð svo mikill bati á greiðslu jöfnuðinum á árinu 1960 mið- að við næstu ár á undan. Til þess að fá rétta mynd af þess um bata verður að taka tillit til hins gífurlega innflutnings skipa og flugvéla, sem varð á árinu 1960 meiri en á nokkru öðru ári s.l. áratug. Skipin höfðu verið pöntuð á árunum 1958—59 og að mestu leyti greidd með erlendum lánum. Sé greiðslujöfnuðurinn sett ur upp án þess að taka með innflutning skipa og flugvéla og greiðslur og lántökur vegna þess innflutnings, eins og eðli- legt er vegna þess, hve hann er mismikill frá ári til árs, kemur í ljós, að samanlagður halli á greiðslujöfnuðinum hafi að meðaltali verið 345 millj. kr. árin 1956—59 miðað við gengið 38 kr. á dollar. SAMKVÆMT ÞEIM BRÁÐABIRGÐATÖLUM, SEM NÚ LIGGJA FYRIR UM GREIÐSLUJÖFNUÐ ÁRSINS 1960, VIRÐIST ÞESSI HALLI HAFA HORFIÐ AÐ MESTU EÐA ÖLLU. „Ef innflutningur skipa og fúrrvéla er dreginn frá, þá væri greiðslujöfnuður hagstæður um háa upphæð. En sé þetta gert upp á sama hátt fyrir árið 1959 væri um að ræða mikinn greiðsluhalla það ár,“ seg- ir í skýrslu stjórnar Seðla- bankans fyrir árið 1960 um þetta atriði. Hin mikla breyting, sem varð til batnaðar á greiðslu- jöfnuðinum á árinu 1960, leiddi svo aftur til verulegs bata á gjaldeyrisstöðunni. Á því ári batnaði gjaldeyris- staðan um 239.5 millj. kr„ og var gjaldeyrisforði landsins um áramótin 1960—61 112 millj. kr. Þrátt fyrir þessa hagstæðu þróun fer því þó fjarri, að gjaldeyrisstaðan hafi enn batnað nægilega mikið, þar sem nauðsynlegt er talið, að gjaldeyrisforðinn svári til a. m. k. þriggja mánaða þarfa, eða um 750 millj. kr. Hinn mikli bati gjaldeyris- stöðunnar stafáði þó ekki ein- göngu af bættum greiðslujöfn uði. Þar komu að auki til tvær veigamiklar ástæður: 1) Notkun greiðslufrests af hálfu innflytjenda stór- jókst, en mikil notkun greiðslufrests er í fyllsta samræmi við alþjóðlegar greiðsluvenjur og getur haldið áfram meðan þess er gætt að halda efnahagslíf- inu í jafnvægi. Á árinu 1961 var þó ekki orðið um að ræða frekari aukningu greiðslufrests svo verulega um munaði, og gat því gjaldeyrisstaðan ekki hald- ið áfram að batna af þess- um sökum. 2) Óvenju miklar birgðir útjlutningsafurða voru í landinu í ársbyrjun 1960, og kom því aflabrestur og verðfall íslenzkra afurða erlendis á árinu ekki fram í útflutningi það ár. Þetta hlaut þó að segja til sín í útflutningi ársins 1961, ekki sízt þegar við bættust léleg aflabrögð bátaflotans á síðustu vetrarvertíð og áframhaldandi aflaleysi tog aranna. ★ Af þessum sökum var ekki útlit fyrir á s.l. vori, að um verulegan áframhaldandi bata gjaldeyrisstöðunnar gæti orð- ið að ræða á árinu 1961. Eiga ! aðsteðjandi óhöpp mestan þátt í þessu. Það hafði þó einnig verið ljóst. þegar viðreisnar- ráðstafanirnar komust í fram kvæmd. að ætti að takast að ! koma upp viðunandi gjaldeyr- isforða á skömmum tíma, yrði að lækka gengið enn meira en gert var og gera enn öflugri ráðstafanir til að draga úr ' bankaútlánum og skapa greiðsluafgang hjá ríkissjóði. Þar sem veruleg hætta var á, að þær ráðstafanir hefðu leitt til samdráttar í atvinnurekstri og atvinuleysis, taldi ríkis- stjórnin réttara að stefna að því að treysta gjaldeyrisstöð- una frekar á lengri tíma en ! skömmum. Yfirdráttarlán þau, sem rík- isstjórnin aflaði hjá alþjóða- stofnunum gerðu mögulegt að fylgja þessari stefnu jafnhliða auknu frelsi i gjaldeyrismál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.