Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Berlín reynir að tiylja ótta sinn Berlín, 31. ágúst. EINS Og rakarar hvarvetna í heiminum, tala rakararnir í Vest- ur-Berlín um veðrið. Leigubíl- stjórarnir vita allt um vínstúkur Og veitingahús. Blaðamennirnir rabba um síðustu slúðursögu eða heimsókn enn eins mikilmennis- ins. Stjórnmálamennirnir sinna sínum stjórnmálum í skugga borgarstjóra. Og alltaí virðist sem svo, að menn forðist að ræða það mál, sem þeim er efst í huga. Þetta mál er auðvitað örlög borgar þeirra, örlög þeirra sjálfra en menn geta lítið um það sagt og þeim mun minna gert. Borg- arbúar virðast lifa í trúnni, en um leið í uppgjöf, sér þess með- vitandi, að endalokin séu yfir- VofandL Menn líta á þetta mál svörtum eugum. Borgin er nú í miklum blóma, og skattalöggjöfin er miskunnsamari en í Vestur- Þýzkalandi. En allt hráefni verð- ur að flytja frá Vestur-Þýzka- landi, og nærri öll framleiðsla kemur þaðan — Og allt fer þetta um og yfir óvinaland. Jafnvel væri hugsanlegt að Rússar og Austur-Þjóðverjar þvertækju fyr ir að þyrma flugvélum, sem þang að /ljúga. Það fæst allt í Vestur-Berlin, Cg þar er allt hægt að gera, nema aka í langferð út í náttúruna. En hópar Austur-Þjóðverja, sem eitt sinn heimsóttu borgina í hrönn- um, eru nú fyrir bí. Borgin er hræðilega einmana, og Austur- Þjóðverjar og Rússar gætu rofið þau tengsl, sem liggja milli borg- arinnar og Vesturs jafnauðveld- lega og garðyrkjumaður klippir hlom af stöngli. Menn, sem búa utan Þýzka- lands, skilja naumast tilfinning- una að baki þessa vandamáls, skilja ekki átakanleikann. Borg- in hefur ekki unnið hylli heims- ins í sögunni, og einmitt sagan sýnir þetta ljóslega. Það þýðir ekki að skírskota til Vesturlandabúa með því að hampa hinni „lífsglöðu litlu Berlín“. Ef hún á hylli utanað- komandi, á sú hylli sér dýpri rætur. Auðvitað er tilhugsunin um að snúa baki við tveimur milljónum borgara, sem kosið hafa frelsið ©g haldið því, bæði lítilsvirðandi og ólíkleg. Andstæðurnar milli borgarhlutanna tveggja nægja til jþess að sýna fram á þetta. Og nú hafa Austur-Þjóðverjar aukið á andlega eymdarstöðu borgar- búa með því að sína þeim tenn- lirnar stjórnmálalega. En sú staðreynd verður alltaf eugljós, að réttarstaða Vestur- veldanna er þarna í veði. Það Berjaferð í Bjarnarfjörð GJÖGRI, 21. sept. — Skipið Askja tók 1400 pakka af salt- Jiski í gær hjá h.f. Djúpavík ©g Kaupfélagi Strandamanna. Kvenfélag Arnesshrepps fór i gær í berjaferð til Bjarnarfjarð ar á Ströndum með flóabátnum Guðrúnu, Eyri. Fékk ferðafólkið bezta veður, og tíndi það mikið af berjum. Hefur fólkið aldrei 6éð annað eins magn af berjum cg í Bjamarfirði í gær. Þar eru stórar breiður af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum. — Eigendur flóabátsins buðu kven félaginu í þessa ferð. — Regína. verður að viðurkenna, að réttur þeirra er nú úreltur, ef svo mætti segja, leifar löngu liðinnar styrj- aldar. En það má ekki láta af rétti sínum, þar eð það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Vandamál Vesturveldanna er það, að réttarstaða peirra stend- ur ekki styrkum fótum, en Berlín er orðið þeim sterkur stjórnmála- legur punktur. Þessvegna halda Vesturveldin fast við sinn rétt og reyna þannig að tryggja borg- irm frjálsa framtíð. Ef mönnum tekst að leysa Berlínardeiluna, hiýtur það að verða til þess að stuðla að lausn Þýzkalandsvandamálsins. Vegna þessa eru Berlínarbúar þolin- móðir og þöglir sem gröfin. Borg- in sjálf á ekki annars úrkosti en kalla á hjálp. Hún getur sjálf ekki breytt ástandinu. Hún get- ur sjálf ekki bjargað sér úr þess- um vanda. örlög borgarinnar hvíla einvörðungu á getu samn- ingamanna í Washington, Lond- on og París. Eins Og málum er háttað, má það furðu sæta, að slík ró hvíli yíir borginni, sem raun ber vitni. Borgarbúar hafa ekki hamstrað, tæmt bankana, flúið frá heimil- um sínum, enda þótt nokkrir hafi sent burt dýrmætustu eigur sín- ar. Það eru útlendingarnir í borg- inni, sem eru hvað mest yggj- andi um framtíð Berlínar. Ul- bricht hefur lýst því yfir, að hann muni ekkert aðhafast, fyrr en hann fái eigin friðarsáttmála við Rússland — og verður það að líkindum í lok þessa árs. Eftir eru um 120 dagar. Ef til er lausn á Berlínarvanda- málinu, myndu Berlínarbúar lík- lega skýra hana þannig: Hvergi á að láta undan gagn- vart Austur-Þjóðverjum né Rúss- um, nema þeir gefi sig á svipað- an hátt — og óyggjandi hátt. Vesturveldin mega ekki láta í minni pokann. Berlínarbúar telja það fullvíst, að Rússar hafi ekki styrjöld í hyggju. Ef Rússland veitir Austur- Þýzkalandi sérstakan friðarsátt- mála og fullt vald yfir „leiðum“ Vesturveldanna til Berlínar, hljóta Vesturveldin þá að taka til sinna ráða (þ. e. styrjaldar), ef þessum leiðum verður lokað. Berlínarbúar segja ennfremur, að Krúsjeff myndi aldrei láta Austur-Þjóðverja flækja sig í styrjöld, og ennfremur, að Ul- bricht myndi aldrei grípa til þess að loka þessum „leiðum“, enda þótt það liti svo út, sem hann tæki þær ákvarðanir á eigin spýt- ui. Ef látið er undan einræðis- stjórn — og það ættu þeir bezt að vita — yrði það til þess að sí- fellt yrði að láta undan. Ef þeir eiga að lifa, verðui ákvörðun Vesturveldanna að vera stöðug og óbifanleg. Einungis með því að viður- kenna möguleikann á tilkomu styrjaldar geta menn komið í veg fyrir styrjöld og bjargað Berlín. Þetta er hugsun borgarbúa, sem eiga yfir höfði sér ömurleg örlog. fbúar Vestur-Berlínar fyrirlíta Ulbricht og forsmá á alla lund. Þeir hafa ekki hrifizt af hinum hernaðarlegu-vísindalegu fram- förum Sovétríkjanna eins Og umheimurinn. Þeir treysta í einu og öllu á Bandaríkin. Þeir trúa því, að eitthvað sé hægt að gera og verði gert. En að rökræða og deila um þetta mál sé það sama og láta í ljós efa. Lítið iitn ú Laugaveg 26 Húsgögn frá Húsbúnaði OPNUM I DAG HúsSnínaður mun tryggja gæðin munið húsgögnin frá Húsbúnaði Áskorun á stjórn og jbing: Kísilgúrverksmiðju í Mývatnssveit AKUREYRI, 21. september. Hinn 19. þ.m. var að tilhlutan bæjar- stjórnar Húsavíkur haldinn fund ur í Mývatnssveit þar sem mættu bæjarstjórn Húsavíkur og bæjar stjóri, hreppsnefnd Skútustaða- hrepps og sýslumaður Þingeyjar sýslu. Umræðuefnið á þessum fundi var um stofnun kísilgúr verksmiðju í Mývatnssveit. AUir fundiarmenn samþykktu tillögu þar sem skorað er á rikisstjórn og Alþingi að hlutast til um að nú þegar verði unnið að stofnun kísilgúrverksmiðju í Mývatns- pveit. í stuttu samtali við bæjar stjórann á Húsavík skýrði hann svo frá, að slík verksmiðja, sem hér um ræðir mundi kosta rúmar 100 milljónir króna. Við hana mundu vinna um 70 manna allan ársins hring og útflutningsverð- mæti frá verksmiðjunni mundi nema um 30 milljónum króna á ári. Mjög almennur áhugi ríkir fyr ir þessu máli í héraðinu. Stúdentar reknir BERLÍN, 21. sept. ("NTB/Reuter) — Stúdentasamband Vestur- Þýzkalands hefir tilkynnt, að 38 austur-þýzkir stúdentar hafi ver ið reknir úr háskólum sínum fyr ir þær sakir, að þeir hafi ekki viljað gefa sg fram sem sjálf- boðaliða í a.-þýzka herinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.