Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. sept. 1061 MORCTJISBL AÐIÐ 23 H I N N árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins hér í bæ verður haldinn hátíðlegur í Kirkju- og félagsheixnili safni- aðarins í dag. Séra Emil Björnsson, prestur safnaðarins er nýkominn heim frá út- löndum, og messar hann á kirkjudaginn. Guðsþjónustan hefst kl. 2 e.h. Að lokinni guðsþjónustu hafa konur í kvenfélagi Óháða safnaðarins kaffiveitingar. Um kvöldið verður samkoma í kirkjunni. íí MjlllÍBi Þar verða flutt erindi, sýndar kvikmyndir og skuggamyndir frá Dómkirkjunni í Kantara- borg og erkibiskupsvígslunni þar í sumar. Ennfremur syng- ur kirkjukórinn undir stjórn Jóns ísleifssonar. — — Jólabækur Framh. af bls. 2 gerðasafn eftir Gretar Fells. Þá mun forlagið gefa út 7 þýddar bækur fyrir utan barnabækur, sem verða nokkrar. j i Mál og menning 11 Mál og menning gefur út „Bréf úr myrkri“ eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum, „Vitund og verund" heimspeki rit eftir Brynjólf Bjarnason, ljóðabók eftir Guðberg Bergs- sonr bók um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn að fornu og _ nýju eftir Björn Th. Björnsson blökkina“ endurminningar Jón- íslenzkar bækur og má þar nefna „Stýfðar fjaðrir“ eftir Guðrúnu frá Lundi „Á Öræf- um“ eftir Hallgrím Jónasson, „Máttur ástarinnar“ eftir Ingi- björgu Jónsdóttur, ferðasögu til heilsulindanna í Lourdes eftir Guðrúnu Jakobsen og „Lífið í kringum okkur“ eftir Ingimar Óskarsson. Þá gefur forlagið út nokkrar þýddar bækur. Setberg Bókaútgáfan Setberg segir væntanlega bók eftir Jónas Árnason rithöfund, „Tékið í og bókina „Þingvelli“ eftir Björn Þorsteinsson og Þorstein Jósepsson. Leiftur Stærsti hlutinn af bókum -Leiftursútgáfunnar verða barna bækur og verða þær alls um 20 talsins og eru þegar nokkrar komnar út. Forlagið gefur út 7 geirs Davíðssonar Eyrbekk sjó- manns í Hafnarfirði. Ný bók eftir Hendrik Ottósson „Viðburðarík- ir dagar í Reykjavík", sem er þó bráðabirgðatitill á bókinni. En bókin fjallar um atburðina í nóv- ember 1921 þegar herútboð var gert í Reykjavík og 30 menn handteknir í sambandi við rúss- Úeska drenginn svonefnda. — „Ljósmyndabókin“ er handbók fyrir óhugamenn um ljósmyndun. í henni eru 265 myndir efninu til skýringar, en Hjálmar R. Bárð arson hefur þýtt og sta'ðfært bók- ina. — „Afrek og ævintýr" heitir bók, sem Vilhjálmur S. Viljhálms son rithöfundur hefur þýtt og endursagt. Þá kemur ferðabókin „Fljótin falla í austur“ eftir Leon ard Clark í þýðingu Axels Guð- mundssonar. Ennfremur þýdd Skáldsaga, „Enginn skilur hjart- að“. — Á þessu hausti hefst út- gáfa nýs bókaflokks fyrir ung- linga undir ritstjórn Freysteins Gunnarssonar skólastjóra. Bæk- urnar verða ævisögur heims- frægra manna og kvenna en fyrsta bókin í þessum flokki er „Ævintýrið um Albert Sehweitz er“. Þá hefst einnig útgáfa nýs bókaflokks fyrir lítil böm, en ritstjóm annast Vilbergur Júlíus- son skólastjóri. Forlagið mun einn ig á þessu Kausti annast útgáfu á nokkrum imglingabókuim. Að meðtöldum barna- og ung lingabókum verða útgáfubækur Setbergs á þessu hausti um 20 talsins. Athugasemd VEGNA blaðaskrifa (í einu vikublaðanna) um frímerkjasölu á Póststofunni í Reykjavík á út- gáfudegi Evrópufrímerkja, skal þess getið, að sala þeirra fór fram með venjulegum hætti, að öðru leyti en því, að setja varð takmörkun á sölu til einstak- linga á útgáfudegi, þar sem hætta var á að upplag frímerkjanna seldist ella til fárra fjársterkra aðila. Á þriðja þúsund manns munu hafa fengið afgreiðslu þennan dag i Póststofunni, eða fleiri en nokkru sinni áður og var magnið sem selt var þrefalt við það sem verið hefir á út- gáfudögum. Póststofan varð, að venju, að sjá öllum póstafgreiðslum og frí merkjasölum í umdæminu og öðrum sem pantað höfðu frí- merki hjá aðalgjaldkera, fyrir ákveðnu magni. Það hefir ekki verið venja að setja þessum pönt unum neinar skorður, enda aldrei verið þörf á því, og var ?að eigi gert nú, nema hvað tíma snertir. Allar frímerkjasölur í bænum og annars staðar í um- dæmi póstmeistara, hafa alltaf fengið og fá sín frímerki hjá Póststofunni, enda heyra þær beint eða óbeint irndir embætti hans. Þótt svo hafi tiltekizt, að ein- hverjir frímerkjasalar, innlendir eða erlendir, hafi orðið of seinir til að leggja inn pantanir, er ekki um það að sakast við Póststof- una, Starfsmenn hennar gerðu — Hjá Láru I Frh. af bls. 10. Já. ótryggð kynntist ég, það megið þér bóka. Einn sunnu- dcgsmorguninn hékk líf mitt á bláþræði. Þá stóð ég vit- stola við Geirsbryggju, í morg- unsloppnum einum saman og berhöfðuð, þegar ég heyrði aiit í einu kallað: „Lára mín, ert þú hér“. Eg Jeit upp og sá að þar var kominn Baldvin soðlasmiður, sá góði maður. Hann sagði mér seinna, að hann hefði séð af tilburðum mínum að ég hefði ætlað að kasta mér í sjóinn. Ekkert vissi ég hvað ég gerði, meðan ég var í þessari sjálfsmorðs- örvinglan og ekki heldur hvar ég var. Oft hef ég hugsað síð- an: Er fólk í þessu ástandi þegar.það fyrirfer sér? í „sam- böndunum“ segir, að sá sem styttir sér aldur sé stórlega þjáður á sálinni þegar hann kemur yfrum og því nauð- synlegt að taka vel á móti honum. Þetta fólk á ekki síð- ur athvarf en hinir, því guð gleymir engum. Eitt er víst: það var ekki mér að þakka að ég fór ekki í sjóinn þennan sunnudagsmorgun og síðan hef ég haft þetta að fyrsta boð- orði: að dæma ekki. Mér hefur ekki liðið verr I annan tíma — æjú þegar mér var sagt upp húsnæði hér í bæ Og varð að hafast við á Arnarhóli næstu nótt með telpuna. Það var á Þorláks- messu 1940. Síðan fékk ég að halda til á lögreglustöðinni í hálfan mánuð fyrir orð góðra ffianna. Þetta var nú hún Lára Ágústsdóttir með alla peningana|“ „Hvernig varð yður við þegar Baldvin kallaði í yður?“ „Mér brá auðvitað og stam- aði: „Hva-hvað er ég eiglnlega að gera hér?“ var svo fljót að bæta við: „Það er líka satt, ég þarf að flýta mér heim, barnið eitt heima í vöggunni." Fiýtti mér svo heim án þess að líta á Baldvin, og bezt gæti ég trúað ég hafi óskað honum norður og niður eins og á stóð. En hann tók það ekki illa upp og við vorum góðir vinir alla tíð síðan. Þegar heim kom læsti ég að mér, og þá sé ég höndina friðsælu fyrir framan mig og hún hefur reynzt mér sterkara athvarf en sú ást, sem ég glataði þenn- an morgun. Ég hef séð margar sýnir um ævina, en þær verstu eru allar af þessum heimi. Er yður eitthvað illt í fæti?“ „Já“. „Og verðið skorinn upp, þetta vissi ég. En það geng- ur vel. Það stendur maður hjá yður svarthærður með alskegg“. „En við vorum að tala um drauga?“ „Það sem kallað er draugar er ekki annað en meinsemd í slæinri sál. Við getum ekki móðgað framliðið fólk með því að kalla það drauga. Aftur á móti eru til púkar sem hafa hreiðrað um sig í sálum ill- ræðismanna. Ég hef séð slíka púka veltast til mín og hafa sumir þeirra verið einskonar sendingar eða haturshugsanir fólks sem ætti öðrum fremur auðvelt með að útvega sér gljáfagurt hegningarvottorð. Er það ekki kallað „óflekkað mannorð“ að kunna að dylja sína púka á almannafæri? Bezta vopnið gegn þessum draugum er öflugt sálarhulst- ur. Það eigum við að vefa úr fögrum litum, helzt gylltum eða gulum, það eru fallegustu litirnir og svo ljósbláir Og hvítir. Heit bæn úr dýpstu leynum hjartans, einlæg bæn getur framkallað þessa liti.“ „Haldið þér að þér séuð laus við hatrið?" „Ég get orðið fjandi reið oft og rokið upp, en ekki hatað. Ég get rótazt upp sem snöggv- ast, það er allt og sumt.“ „Eruð þér við góða heilsu?“ „Ég hef verið dálítið lasin. Vinstra megin við heilann er æð sem er að verða óstarfhæf. Blóðþrýstingurinn hefur kom- izt upp í 300. Ég hef haldið mér við á töflum.“ „Og hvað tekur við af æð- inn:?“ „Ætli það verði ekki það líf, sem sumir halda fram að ég reyni að pranga inn á fólk. En ég kvíði ekki þessu lífi eins og ég hef kynnzt því“. — M. eingöngu skyldu sína. Eru því skrif um þetta mjög ódrengileg og óréttmæt, enda byggð á óhá- kvæmúm upplýsingum. Persónulegúkn aðdróttunum hirði ég ekki áð svará, um þær dæma þeir sem til þekkja. Reykjavík, 23. sept. 1961 Matthías Guðmundsson póstméistarL Sjötug á morgun; Fiú Oddný Steiúnsson MÁNUDAGINN 25. þ. m. verður frú Oddný Stefánsson, ekkja Björgólfs Stefánssonar, skókaup- manns, sjötug. Oddný hefir að undanförnu dvalizt í Moskvu hjá dóttur sinni og tengdasyni, Pétri Thorsteins- son ambassador, en fluttist með — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. því aðeins eitt býli er á allri eyjunni. Erfitt yrði þar líka um hafnarframkvæmdir, því alls staðar er sama þverhnýp ið. Og þegar tekið er tillit til íbúatölu eyjarinnar yrði'senni lega æði dýrt að koma á stór felldum samgöngubótum við hana. Að vetrinum líður s'tund um svo mánuður, að ekki er hægt að komast út í Stóra-Dím on og lífið þar hlýtur að vera einmanalegt í meira lagi. Með tilliti til hinna einangr- uðu byggða á Færeyjum hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að fá þyrilvængju, enda þótt rekstur hennar yrði Fær eyingum sennilega lítt viðráð anlegri en íslendingum. En þessi draumur rætist sennilega á næsta ári. Danir og Færey ingar eru nú að láta byggja nýtt varðskip til gæzlu við Færeyjar. Á það að hafa þyr ilvængju og mun hún vænt anlega skapa dreifbýlinu mik ið öryggi í sjúkdómstilfellum, eða þegar slys ber að höndum, Fá ekki lengur íslenzka lækna í þessu sambandi má geta þess, að Færeyingar búa alltaf við stöðugan læknaskort, sér' staklega eftir að þeir hættu að fá íslenzka lækna. Til skamms tíma voru alltaf einn eða fleiri nýútskrifaðir lækn- ar frá íslandi á Færeyjum, Okkar læknar þurfa að gegna störfum úti á landsbyggðinni í 3—12 mánuði eftir prófið til þess að fá full réttindi. Kusu margir að dveljast í Færey; um þennan tíma, því þar var starf þeirra betur launað. Nú er íslenzku læknunum ekki lengur leyfilegt að starfa er londis þennan tíma, ef þeir ætla að fá próf sitt hér full- gilt. Færeyingar fá því ekki lengur lækna héðan. — Og ungu Færeyingarnir, sem send ir eru til læknisnáms í Kaup- mannahöfn setjast margir að í Danmörku og eru tregir á að snúa heim. — Tannlæknar eru aðeins fjórir og það tekur a. m. k. hálfs árs bið að fá gert við tönn. Verst eru Færeying- ar þó staddir hvað augnlækn- ingar snertir, því augnlæknir- inn er aðeins einn og þó hann vinni myrkranna á milli dug- ir það ekki tiL — h.j.h. þeim um síðustu áramót til Vestur-Þýzkalands. Það verða eflaust margir af vmum hennar og kunningjum sem vilja senda henni kveðju sína á þessum merkisdegi. Heim- ilisfang hennar er íslenzka sendi ráðið Bad-Godesberg, Kron- prinzensstr. 4. Max. — Hætturnar Framhald af bls. 3. Harald fer utan eftir helg- ina og er ferðinni nú heitið til Formósu og Suður-Kóreu. Hann er að hugsa um að segja bráðlega skilið við Continentale, því hann fýsir ekki til Kongó, eins og á- standið er þar núna. Annars eru svaðilfarir ekki óþekktar í hans fjölskyldu, því Njörð- ur Snæhólm gat sér gott orð í flugher Norðmanna á stríðs árunum og eftir hann hefur komið út bókin „Á kafbáta- veiðum“ þar sem hann lýsir mörgum eltingaleiknum við kafbáta nazista. — Norræn list Framh. af bls. 6 línur ekki það langar, að enginn endist til að lesa, þá slæ ég botn- inn í þessar greinar. Áðeins vildi ég enn einu sinni brýna það fyr- ir sem flestum að notfaera sér þessar sýningar, því að það líða tíu ár, þar til við fáum affur að sjá sýningu hér í reykjavik á vegum Norræna listbandalagsins. Sýningunum lýkur fyrsta októ- ber og verða ekki framlengdar. Það er því ekki langur tími til stefnu. Svo þakka ég öllum, er að því hafa stuðlað á einn eða annan hátt, að þessar sýningar skuli hafa verið haldnar hér og annars staðar seinustu fimmtán ár. Vonandi eiga þessi samtök listamanna á Norðurlöndum fyr- ir sér mikla framtíð, og megi þetta samstarf blómgast enn meir en þau fimmtán ár, sem banda- lagið á þegar að baki sér. VALTÝR PÉTURSSON-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.