Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 ' Fyrsti heimkomni íslendinguiinn segir írá NoregsfÖrinni: Noregur var eins og opin faðmur TVEIR Islendingar, sem fóru til Noregs til að vera þar við- staddir afhjúpun styttunnar af Ingólfi Arnarsyni, komu heim flugleiðis fyrir helgi. Mbl. náði tali af öðrum þeirra, frú Elísabetu Thors, og spurði hana um hátíðahöldin í sam- bandi við afhendingu og af- hjúpun styttunnar. — Við vorum tvær saman, frænka mín Elísabet Waage «g ég, sem fórum þessa ferð með flugvél héðan og heim. Við ætluðum í upphafí að fara með Heklu eins og aðrir, en hættum við það á síðustu stundu, guði sé lof, því við losnuðum þá við sjóveikina og alla erfiðleikana, sem hentu þá. Þetta sagði frú Elísabet við Mbl. í upphafi og bætti síðan við: — Farþegarnir voru mjög þjakaðir, þegar við hittum þá. en móttaka Norðmanna fékk þá brátt til að gleyma öllu andstreymi. Hún var svo inni- leg að engin orð fá lýst henni. — Hvernig komuð þið frænkur á áfangastað? — Við fórum með Sunn- fjord frá Bergen upp í Holme- dal. Þetta var aukaferð fyrir þá Norðmenn, sem ætluðu að vera viðstaddir hátíðahöldin, en þeir urðu færri en gert var ráð fyrir í upphafi, vegna þess að Heklu seinkaði um sólar- hring. Þetta átti að vera helg- arferð. svo menn gætu mætt til vinnu eftir helgina, en þeg ar Hekla tafðist. hættu margir við ferðina af eðlilegum ástæð um. En það voru samt mjög margir Norðmenn með Sunn- fjord, m.a. dómsmálaráðherra Noregs ens Haugland og íslenzki konsúllinn í Bergen og kona hans, Sem sýndu okk- ur íslendingunum sérstaka gestrisni. — Hvaða fslendingar voru um borð auk ykkar? — Skúli Skúlason og frú, Haraldur Guðmundsson, sendi herra og kona hans, íslenzkur vélstjóri, sem búið hefu rmörg ár i Bergen, Jón Sigurðsson að nafni, Guðmundur Jóhanns- son forstjóri Bláa Bandsins og svo auðvitað Árni G. Eylands og kona hans, en hann var fararstjóri. Það hafa kannski verið einhverjir fleiri, þó ég muni ekki eftir nöfnúm þeirra i bili, þvi hrifningin yfir ferðalaginu ber minnið of urliði. Nú man ég t. d. að Ivar Orgland var um borð og .... — Það skiptir ekki mestu máli. — Nei, en ég gleymi aldrel, hvað allir voru glaðir og innilegir frá þvi fyrsta til hina síðasta, bæði á skipinu og í sambandi við hátíðahöldin og í ferðalögunum á eftir. Þetta var allt eins og ævintýri eða fagur draumur. — Hvað tók feíðin frá Berg en langan tíma? — Við lögðum af stað á mið nætti á sunnudag og komum f Sognsæ eftir um það bil átta tíma siglingu. Hekla var enn ekki komin í Holmedal, svo siglt var á móti henni. Það var mikill fagnaðarfundur, þegar fslendingár og Norð- menn hittust þarna í firðin- um. Á báðum skipunum var lostið upp húrrahrópum, sem bergmáluðu um fjörðin og innra með hverjum manni. Síðan var sungið, bæði á norsku og íslenzku, t. d. ísland ögrum skorið og Ja, vi elsker dette landet o. s. frv. — Hekla var fánum prýdd stafna á milli, og ég er viss um að vættum Noregs hefur þótt til- komumikið að sjá og heyra, þegar Norðmenn og fslending- ar sameinuðust þarna í söng og fögnuði. Þetta var sannar- lega hátíðleg stund. Svo sigldu bæði skipin í Holme- dal. '— Hvernig voru viðtökurn- ar þar? — í einu orði sagt stórkost- legar. Þegar við komum í land, var fyrir fjöldi fólks, börn í þjóðbúningum með flögg, og allir glaðir og reifir. — En það hafa sést þreytu- merki á farþegunum á Heklu? — Nei, allt slíkt hvarf eins og dögg fyrir sólu, vegna þessa innilega fagnaðar Norð- manna, þegar þeir heilsuðu bræðraþjóð sinni, og Ásgeir Sigurðsson heitinn hafði séð til þess, að farþegarnir fengju að hvíla sig eftir þessa ströngu ferð, því hann lét skipið bíða í Askvoll, meðan þeir voru að jafna sig. Það var sérstaklega rómað meðal farþeganna, hvernig hann stóð sig í þess- ari ferð, þrátt fyrir að hann gengi ekki heill til skógar. Hann stóð stanzlaust í tuttugu og fjóra tíma í brúnm, meðan óveðrið geisaði. Við frænk- urnar spurðum hann seinna, hvernig ástandið hefði verið um borð. Hann sagðist aldrei hafa lent í slíku veðri á þess- um slóðum um þetta leyti árs. Sumir farþegarnir héldu að skipið væri að liðast í sundur síðustu nóttina, svo mikil voru átökin. Þeir komust ekki úr kojunum og urðu að ríghalda sér. — Héldu Norðmenn ef til vill að skipið hefði farizt? -— Já. Fólkið í Hrífudal var orðið hrætt um skipið, þegar það kom ekki á þeim tíma, sem ráðgert var. Þetta er af- skekkt sveit, svo fréttir bárust ekki strax um skipið. Svo hef- ur það heyrt um íslenzka skip ið, sem fórst við Færeyjar, Þessi bautasteinn er orðinn mosagróinn, skakkur og siginn, en enn nær hann 3 metra upp úr moldini. Hann stendur nálægt Ingólfsstyttunni, og sumir telja, að Ingólfur Arnarson hafi sjálfur látið reisa hann, þegar hann fór frá Noregi fyrir fullt og allt til íslands. og einhverjir blandað því sam an við Heklu. En þeim mun meiri var fögnuður þess, þeg- ar það frétti af Heklu. Það var bókstaflega eins og það hefði heimt íslendingana úr helju. En við á Sunnfjord viss um alitaf af Heklu, því Har- aldur 'hafði stöðugt samband við skipstjórann. — Hvenær hófust svo há- tíðahöldin? — Þetta var ein hátíð frá upphafi til enda. meðan við vorum i Noregi. en afhending styttunnar og afhjúpun henn- ar hófst kl. 2 um daginn. Stór- ir vagnar biðu okkar við hafn argarðinn og fluttu okkur í Hrífudal, en þar hafði vegur verið lagður alveg að staðn- um, þar sem styttan skyldi standa. Allur annar undirbún- ingur fyrir hátíðahöldin var á sama veg. Hvert hús hafði verið þvegið og skúrað í þorp- inu, og að lokum bökuðu kon- urnar allar hugsanlegar köku- tegundir. því hvert hús var opið gestum. Þetta var greini- lega stór viðburður í lífi þessa fólks. Svo hófst sjálf hátíðin, en það er víst búið að segja frá henni í aðaldráttum í blöðum hér heima, svo ég hef engu við hana að bæta. Hún fór í alla staði vel og virðu- lega fram. Bjarni Benedikts- son, forsetisráðherra, afhenti styttuna af Ingólfi Arnarsyni með ræðu og dómsmálaráð- herra Noregs þakkaði með ræðu, en auk ræðuhaldanna var sungið bæði á íslenzku og norsku. Norsk börn í þjóðbún ingi söfnuðust að styttunni eft ir ræðuhöldin og sungu á ís- lenzku: Ó. guð vors lands. Það var fallegur söngur og vakti mikla hrifningu. Ég get eigin- lega ekki lýst þessum hátíða- höldum eins og vert væri með orðum, en tilfinningin er ennþá nnra með mér og verð- ur alltaf. — Hvernig var veðrið? — Já, það mætti gjarna minnast á það. Daginn, sem hátíðahöldin áttu upphaflega að fgra fram, var vont veður, en þennan dag batnaði það, svo það voru aðeins skúrir »öðru hverju. Það var því lán i óláni, að Heklu skyldi seinka. Þegar hátíðahöldin hófust, glaðnaði til og sólin helti geisl um sínum yfir viðstadda. Fólk ið var allt í kringum styttuna og upp um alla brekku, svo fjallið var eins og mannklætt eða hvað ég á að segja. Marg- ar íslenzkar konur voru í þjóðbúningi, svo allt var í töfrabirtu þessa sbund. — Hvernig stendur styttan? —^ún stendur mjög fallega, alveg út við fjörð og fyrir of- Framh. -á bls. 23 Skólabörn í Hrífudalsskóla syngja þjóðsöng íslendinga við afhjúpunina. — Þau bera íslenzka fána í höndui" Loks játar Tím:nn Það fór aldrei svo, uó Tíminn ætti ekki eftir að játa það, að kauphækkanirnar, sem framsókn armenn og kommúnistar knúðu fram í sameiningu á sl. sumri, væru langt umfram það, sem vöxt ur þjóðarframleiðslunnar getur risið undir. SI. sunnudag fjallar helgarþáttur ritstjórans „Skrifað og skrafað" að miklu leyti um framleiðsluaukningu landsins, og eftir miklar og mismunamdi spak- legar bollaleggingar eru álykt- unarorð hans þessi: „Núv. ríkisstjórn er m. ö. o. evrópiskur methafi í minnstri framleiðsluaukningu og mestri dýrtíð“. Timinn skellir að visu sökinni á litlum vexti þjóðarframleiðsl- unnar á ríkisstjórnina sem auð- vitað er hin, mesta firra, orsökin nær dýpra en til núverandi ríkis- stjórnar. En sleppum þvi. Mestu máli skiptir, að hér er játað það, sem Morgunblaðið hélt fram í allt sumar, að vöxtur þjóðarfram leiðslunnar ris ekki undir kaup- hækkununum, sem þá voru knúð- ar fram. Þá leiddi Timinn fram einn af varaþingmönnum sínum til þess að „sanna “, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar væri a- m. k. helmingi meiri en hann raunverulega er. Þá átti þessi óskaplegi vöxtur þjóðarframleiðsl unnar að geta meira en staðið ui,dir öllum kauphækkununum. Nú þarf ekki lenigur að réttlæta kauphækkanirnar, og þá er að dómi Tímans sjálfsagt að snúa dæminu alveg við og skamma rikisstjórnina fyrir að hér hafi „framleiðslan aukizt minna í valdatíð núv. rikisstjórnar en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu og þótt víðar sé Ieitað.“ „Slíkt er að vera ekki“ Gísli Jónisson menntaskólakenn ari á Akureyri hélt nýlega ræðu á héraðsmóti Sjálfstæðismanna að Freyvangi, þar sem hann m. a. ræddi hlutleysissókn kommúnista og hinna nytsömu sakleysingja hér á landi. Skv. frásögn islend- ings á Akureyri komst Gisli svo að orði umdir lok ræðu sinnar: „Hin mikla hlutleysissókn kommúnista hér á landi nú er ekki af neinni tilviljun. öll merki sýna, að Sovét- Rússar leggja nú meira en lítið kapp á áróður sinn hérlendis, og þá er gott að minnast þess, að það voru komm- únistar, s e m FORDÆMDD HLUTLEYSIB fram þá athyglisverðu kenningu, að HLUTLEYSH) VÆRI ALDREI ANNAÐ EN HLIÐ- HYLLI VH) ÁRÁSARAÐILANN. Það, sem áður átti við, þarf ekki að vera viðeigandi í dag, þótt nýjungahræddum mönnum sé gjarnt að hugsa svo. Meðan þjóðir með svipaðar lífs skoðanár og sama stjórnarfar börðust um landskika og völd á takmörkuðum svæðum, var eðli- legt, að við íslendingar lýstum yfir hlutleysi í þeim átökum. En nú, þegar barizt er um HUG OG HJARTA hvers einasta manns, h^ort þjóðir heims eigi að verða frjálsar ferða og gerða eða gripir í gaddavírsgirðingu, þá getur en'ginn verið hlutlaus. Þess vegna viljum við vera, — VERA MENN til að taka afstöðu og standa við hana, vera þátttakemdur heils hugar og undansláttarlaust í vest ræiAi varnarstarfi, sem fram til þessa hefur tryggt þjóðum Norð- ur- og Vestur-Evrópu þau mann- réttindi, sem þær leggja líf sitt via

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.