Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 26. sept. 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 13 r 7 ji_nn r --------------«*. — ■ »■ ■ **■ - IMoregsbréf frá Skúla Skúla- syni p.t. Bergen, 19. sept. NÚ HEF ég séð Ingóll „Arn- ar bur“ afhjú^aðan í annað skipti. Ég minnist vetrardags fyrir 37 árum er Jón héitinn Halldórsson húsgagnameistari var að 'afhenda Sigurði Egg- erz þáverandi forsætisráð- herra hann að gjöf frá Iðn- aðarmannafélaginu, og hjúp- urinn féll af Ingólfi á Arn- arhóli. í gær afhenti Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, Norðmönnum hann að gjöf frá íslenzku þjóðinni í viðurvist þúsunda áhorfenda í brekkunni í Rivedal, ör- skammt frá þeim stað, sem Ingólfur mun vera fæddur á. Það er bezt að gera úr þessu ofurlitla ferðasögu. — Konan mín óg ég brugðum okkur hingað á miðvikudag- inn var til þess að vera við- stödd endurvígslu Hákonar- hallarinnar, sem eyðilagðist síðast 20. apríl 1944, er þýzkt Afhjúpun I Mynd Einars Jónssonar þykir stór- fengleg. — Koma íslendinga vakti fögnuð. — Hátíðleg stund í Hrífudal. Hjartanleg ummœli um Island í norsku blöðunum byggðin miklu fólksfleiri að sunnan en norðan fjarðarins, þar sem Rivedal er. Hátíðinni sjálfri ætla ég ekki að lýsa hér, því að Morgunblaðið hefur áður fengið lýsingu af henni frá tíðindamanni sínum sem var með Heklu. En það eitt vil ég segja, að athöfnin sjálf var hátíðleg " og hrífandi og að sumir Fjalabúar, sem ég átti tal við, sögðust aldrei hafa lifað fegurri stund. Hin stórbrotna og svipmikla mynd landnámsmannsins vakti að- dáun og hitt vakti ekki síð- ur gleði frænda vorra, að svo margir Islendingar voru þarna viðstaddir. Það , var sannarlega skemmtilegt' að svo margir skyldíl taka þátt í ferðinni, og hér í Noregi þykir þátttakan bera vott um, að mikill vinarhugur til þjóðarinnar austan hafs sé ríkjandi á Islandi. Frá Holmedal héldum við hingað til Bergen kl. 11 í gærkvöldi. Farþegarnir voru flestir þeir sömu og verið hafði kvöldið áður. „Hekla“ mun hafa farið skömmu á eftir okkur og er í dag á siglingu inni í Sogni, á Bala- strönd og í Leikangi, í grennd við líkneski Friðþjófs frækna. Og nú fá farþegarn- í Hrífudal sprengiefnaskip sprakk í loft upp við hafnarbakkann þarna skammt frá. Fimm þúsund manns fengu meiðsl við sprenginguna ■ og 500 voru lagðir í sjúkrahús. Nálæg hús hrundu í rúst og brunnu og Hákonarhöllin brann að vísu, það sem brunnið gat, en veggirnir stóðu, enda eru þeir þykkir og rammbyggi- legir. Nú hefur höllin verið endurbyggð, í öðru formi en áður að mestu leyti fyrir rík- isfé. Vígsluathöfnin var mjög hátíðleg og hef ég lýst henni áður. Á laugardagskvöldið var stóð svo til að fara til Rive- dal og vera viðstaddur af- hjúpun Ingólfs. Skipið „Sunn fjord“ skyldi fara í aukaferð þangað í tilefni af afhjúpun- inni. En fyrri part laugardags hafði Haraldur Guðmundsson sendiherra, sem komið haj$i til Bergen ásamt frú sinni kvöldið áður, samband við „Heklu“ og frétti að skip- inu hefði seinkað mikið vegna hatramlegs óveðurs. Var því ákveðið að fresta afhjúpun- inni til mánudags, þó að það væri óhentugra vegna fólks úr nálægum byggðarlögum, sem síður átti heimangengt á virkum degi. Það kom þó á daginn síðar, að þessi töf varð til góðs, því að á sunnu daginn var hrakveður í Rive dal. Rigning og svo hvasst, að „Kári í jötunmóð“ sleit hjúpinn af líkneskinu. Sú afhjúpun var þó gerð ó- merk og nýr hjúpur settur á Ingólf jarðharðan. Enginn græddi á þessari afhjúpun nema ljósmyndari, *em not- aði tækifærið til að ná mynd af Ingólfi og gat selt hann á póstkorti við hátíðina dag- inn eftir. Á miðnætti, sunnudags- kvöld, hélt „Sunnfjord“ svo af stað frá Bergen með þá gesti sem þar voru staddir. Þar voru sendiherrahjónin okkar og Jens Haugland dónjsmálaráðherra, sem rrrætti fyrir hönd norsku ríkisstjórn arinnar, þar var1 Tryggve Rit land konsúll okkar í Berg- en með frú sinni, og þar voru formenn íslandsvinafé- laga í Osló og Bergen, Hal- vard Mageröy og Anders Skásheim. Þar var Stale Kyll ingstad, myndhöggvari, sá sem gerði stallinn undir Ing- ólf í Rivedal, og frú hans, Árni G. Eylands og frú og síra Harald Hope frá Ytre Arr.a, sem heima er kallað- ur „staurapresturinn“, vegna þess að hann hefur beitt sér fyrir söfnun girðingarstaura handa skógræktinni heima. Og fleiri og fleiri — sam- tals Hm 60 farþega^. Þarna kynnti síra Harald- ur mig gömlum bónda frá Fana, Flesland að nafni, sem gefið hefur 6000 staura til íslands. Einnig hefur hann gefið Skálholtskirkju vandað an norskan stól í gömlum stíl. Flesland hefur aldrei til íslands komið og ég fór að grennslast um hver ástæðan væri til þessa einstaka vel- vilja hans'. Það kom þá á daginn, að hann var svo vel að sér í Heimskringlu og sögunum, að margan Islend- inginn mundi hann geta „rek ið á gat“. Og hvað staura- gjöfina snerti, þá sagði hann sér hefði ekki fundizt nema sjálfsagt að bjóða fram „nokkra staura“, úr því að ísland væri skóglaust að kalla og þyrfti að kaupa allt girðingarefni frá útlöndum. „Við eigum nóg af þessu héma", sagði hann. Eg spurði hann hvort hann ætl- aði ekki að koma til ís- lands. „Mig langaði til þess þegar ég var ungur,“ sagði hann, „en nú er ég orðinn svo gamall, og heyri svo illa að ég er hræddur um að ég geti ekki talað við fólk,“ sagði gamli maðurinn og brosti. „En guð blessi ykkur alltaf. Þessir staurar eru lít- ill þakklætisvottur fyrir allt það, sem þeir hafa gefið okk ur — þessir menn sem skrif- uðu forðum.“ Frá Bergen til Holmedal, sem er 5 km. utar í Sunn- firði en Rivedal er, er 6—7 tíma sigling, þegar farið er viðkomulaust Ég fór á fæt- ur í birtingu um morguninn og var „Sunnfjord“ þá kom- inn norður undir Sólund, hin ar sögufrægu eyjar, sem svo oft var barizt í grennd við. Gegnum örmjótt sund, Krak- hellusund, sigldi skipið norð- ur í Sunnfjord og í áttina til Askvoll. Þaðan er ættað- ur málarinn Askevold, sem málaði myndirnar tvær úr Dalsfirði er héraðsbúar gáfu íslandi 1874 og nú eru í mál verkasafni ríkisins. Var nú siglt inn Dalsfjörð í vestur og að Holmedal, sem er lítið þorp. Vestast með Dalsfirði eru gróðurlausar klappir á báða bóga, því að þar er vinda- og úrkomusamt svb að ekki festir grasgróður á nöktu forngrýtinu. En eftir því sem innar og austar kem ur í fjörðinn fer gróðurinn og undirlendi vaxandi, og mestur er hann inni í fjarðar botninum. Þar sat Atli jarl á stórbýli sínu á Gaulum, ásamt sonum sínum, sem urðu til þess að Ingólfi varð ekki vært í Sunnfirði. „Hekla“ lá fyrir akkeri við Askvoll og nú sneri „Sunn- fjord“ þangað aftur og skip- in tvö urðu samferða til Holmedal aftur. Lagðist „Hekla“ að bryggjunni en „Sunnfjord“ á ytra borð hennar. Sunnan yfir fjörðinn sigldi fjöldi vrlbáta; það var fólkið sem var að koma á hátíðina. 1 sveitinni er voldugan og efnismikinn bak grun sögu og þjóðarörlaga. Gjöfin er borin fram af vin- arhendi lítillar en frjálsrar og stórhuga þjóðar, sem finn ur sig bundna böndum sam- eiginlegrar ættar og upp- runa, og sem auk þess á margan hátt sætti líkum kost um og vér. Gjöfin kemur til lands og þjóðar, sem um myrkar og þungar aldir var að því komin að gleyma sér, frá þjóð sem mundi bæði sína eigin sögu og okkar sögu og gaf okkur minnið aftur.“ Blaðið víkur því næst að því, að það sé ósk beggja þjóðanna að treysta vináttu- böndin og að nú sé tæki- færi til nýrrar sóknar í þá átt. í dag flytur sama blað ítarlega lýsingu á athöfninni ásamt fimm ágætum mynd- um. „Morgenavisen“ og „Dag en“ í Bergen höfðu einnig fréttaritara í Rivedal og birta langar frásagnir. „Dag- en“ flutti á laugardaginn kvæði til Ingólfs og íslands eftir hinn gamla íslandsvin A. Skásheim. „Aftenposten“ birti lang- ar greinar og tvær símaðar myndir frá afhjúpuninni, aðra af forsætisráðherra er hann flytur ræðu sína og hina af honum og Jens Haug land dómsmálaráðherra er þeir hafa tekið við blóm- vöndunum, sem þeim voru færðir. „Dagbladet“ birtir grein undir fyrirsögninni: „Den islandske statsminister: Norski arfurinn hjálpaði hon um á erfiðum tímum“, sem er tilvitnun í ræðu ráðherr- ans, og í undirfyrirsögninni er vitnað í orð Hauglands dómsmálaráðherra er hann þakkaði gjöfina: „Vér erum hreyknir af því, að forfeð- ur okkar áttu þátt í því að nema ísland.“ Hér verður ekki rúm til að rekja fleira af því, sem skrifað hefur verið um ís- land í sambandi við gjöfina góðu til Noregs. En það er ekki um að villast, að hún hefur vakið þakkarhug í garð íslendinga um land allt. Og blöðin minna á að Norðmenn standi í þakkarskuld fyrir aðrar eldri gjafir líka: Heims kringlu og . sögumar — og við Þormóð Torfason, sem hélt áfram því verki sem eldri íslendingar höfðu unn- ið, að varðveita heimildir um margra alda Noregs-sögu. Nú stendur Ingólfur í Reykjavík og Rivedal. Og Snorri í Reykholti og í Berg- en. Noregur gaf íslandi Ing- ólf landnámsmann og Snorri gaf — fyrir hönd Islendinga — Noregi sögu, sem enginn kynni nú, ef'hans hefði ekki notið við. Skúli Skúlason. ir á ,Heklu“ sárabætur fyrir hrakningana á leiðinni hing- að til Noregs, því að í dag er dásamlegt veður, sól og heiður himinn, svo að ég veit með vissu, að margir verða hrifnir af Sognfirði. Veðurspáin er ekki sem bezt fyrir tvo næstu daga, en þó getur farið svo, að gestirnir að heiman fái fegursta veð- ur í Bergen og Harðangri og á leiðinni til Stavanger. 1 síðustu viku skrifuðu norsku blöðin, einkum vest- anfjalls mikið um Ingólf Arnarson, Islendinga og þann hug, sem fylgdi hinni fögru gjöf þeirra. — í leiðurum blaðanna er margt fallegt orð um ísland og hina miklu þýðingu, sem íslenzkar forn- bókmenntir hafi haft fyrir norsku þjóðina. 1 leiðara sín- um segir Ingem. Fænn aðal- ritstjóri „Bergens Tidende“ svo, á laugardaginn var: „Það sem feerast skal á morgun í Rivedal á Fjölum, er Bjarni Benediktsson ráðherra af- hjúpar og færir Noregi að gjöf hið fagra og háreista minnismerki landnámsmanns ins Ingólfs Arnarsonar, á sér - -------------mrifía—inmri.nii' Jóhanns Þ. Jósefssonar minnzt í Sfrassbourg ÞEGAR ráðgjafarþing Evrópu- ráðsins kom saman í Strasburg fitnmtudaginn 21. september, mintist forseti þess, danski þing- maðurinn Per Federspiel, Jó- hanns Þ. Jósefssonar fyrrum ráð- herra, sem lézt 15. maí s.l. á heimleið af fundum þingsins. Forsetinn sagði, að Jóhann hefði verið einn þeirra, sem lengst hefðu átt sæti á ráðgjafar- þinginu, en þar hefði hann fyrst tekið sæti 1950 og tvivegis verið kjörinn varaforseti þess. Hann rakti helztu trúnaðarstörf Jó- hanns á íslandi og sagði síðan um störf hans í Strasburg: „Vegna hinnar miklu þekking- ar hans var þátttaka hans í un*. ræðum á þinginu mikils virði. Hann tók oft til máls, þegar rætt var um skýrslur allsherjarnefnd- ar, um Eden áætlunina, um Spaak skýrsluna frá 1953, um stefnu Evrópuráðsins almennt, um samræmingu utanrikismála- stefnii aðildarríkjanna og í októ- ber 1958 fjallaði hann um fisk- veiðimálin og um flóttamanna- vandamálið. Hann var virtur af öllum vegna hinna miklu hæfi- leika sinna og aðlaðandi fram- komu. Ráðgjafarþingið sendir innileg- ar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og íslenzku ríkisstjórnar- innar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.