Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26, sept. 1961 MORCUNBIAÐIÐ 23 — „Styrjöld' Óvenjuleg bílasýning' var á Hótel fslands-grunninum sl. sunnudag. Þar voru sýndar nokkrar gerðir Renault-bif- reiða, sem hægt var að fá með stuttum afgreiðslufresti. — Mönnum bregður að geta nú keypt nýja bíla eins og hvern annan varning á frjálsum markaði. — Myndin hér að ofan er frá sýningunni. Ljósnx.: K.M. — Noregsförin Framhald af bls. 3. an hana er skógivaxin brekka. Ingólfur horfir út fjörðin eins og hann hefir sennilega gert daginn, sem hann yfirgaf Noreg og hélt til íslands. Okk ur fannst þetta mjög tákn-. r:ent. — Fannst Norðmönnum Styttan falleg? — Eg held að þeir hafi verið miög hrifnir af henni, og þeir sögðu að hér eftir yrði þessi staður valin til samkomu- og hátiðahalda þar í sveitinni. — Hvað gerðist svo eftir af- hjupun styttunnar? — Islenzka ríkisstjórnin bauð bæði íslendingum og Norðmönnum um borð í Heklu til kaffidrykkju Og jafnframt var tilkynnt, að íslendingum stæði opið hvert hus og heim- ili í Hrífudal. Það virtist valda heimafólki vonbrigðum^ þeg- ar íslendingar fóru um borð í Heklu, en seinna um kvöldið fóru flestir þeirra í heimsókn- ir í húsin, svo heimafólkið fékk þetta bætt upp. Þar var íslendingum ekki aðeins boðið upp á drykk og mat, heldur voru margir leystir út með gjöfum, svo mikil var gestrisni þessa fólks Og gjafmildi. Seinna um kvöldið var svo dansað í samkomuhúsinu. " — Hvenær fór svo Hekla? — Hún fór um miðnætti á mánudag, en Sunnfjord nokkru fyrr. Skipin voru kvödd með húrrahrópum Og söng eins og þeim var heilsað. Fylkisstjórinn í Leikarig bauð öllum farþegunum á Heklu heim til sín og þangað var haldið. Það var allt eftir þessu. Eg myndi fylla blaðið, ef ég ætti að halda svona áfram. Síðan tóku við ferðalög um fagrar byggðir, sem voru dá- samlegar eins og allt annað í þessari för. Bæði land og fólk var eins og öpin faðmur. Það var alls staðar flaggað í hálfa stöng, vegna dauða Hammar- skjölds, nema íslenzki fúninn blakti í fulia stöng, þegar við komum til Leikangurs. — Við skildum við farþeg- anna á Heklu í góðu skapi á föstudag, því við ákváðum að fara einnig heim með flugvél, sagði Elísabet að lokum, en svo kom dauði Ásgeirs Sig- urðssonar eins og þrama úr heiðskíru lofti, en hann átti hcilan hug allra í pessari ferð, vegna stjórnsemi sinnar og hugprýði. Brezki skip- stjórinn Framh. af bls. 24. mjög óheppilegt fyrir báða aðila að fiskveiðilínan skyldi vera svona þverskorin á þessum stað. Mátti skilja á skiþstjóranum að illa gengi að þverbeygja við slíkar aðstæður með trollið aft- aní. Sagði skipstjóri einnig að engan fisk hefði verið að fá á svæðinu nema rétt fyrir utan mörkin. Verjandinn, Gísli Isleifsson, spurði skipstjóra hve mikið skip- ið gengij — Sextán sjómílur, svaraði sipstjóri. — Þá hefðuð þér getað stungið af, sagði verjandinn þá. — Já, já, sagði skipstjórinn. Erlendur Björnsson bæjarfó- geti skaut því þá að, að 16 mílna hraði dyggði ekki til að stinga af flugvél! Síðar í réttarhöldunum upp- lýsti Þórarinn Björnsson skip- herra á Þór að hann hefði auð- veldlega getað náð togararium, enda þótt hann gengi 16 mílur. Eins og fyrr greinir var Moore skipstjóri dæmdur í 260 þúsund króna sekt, og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Setti skip- stjóri 490 þúsund króna trygg- ingu fyrir sekt, afla, veiðarfær- um og málskostnaði og áfryjaði dóminum til hæstaréttar. Erlendur Björnsson bæjarfó- geti var dómari í málinu. Átti hann fimmtugsafmælj í gær og fékk þá landhelgisbrjótinn í heimsókn. — Sveinn. Friðrik vann Donner Bled, 24. sept. í 13. umferð á skákmótinu hér fóru leikar svO, að Friðrik Ólafs- son vann Donner, Tal vann Parma, Bisquier vann Naidorf og Ikov vann Darga. Jafntefli varð hjá Pachman og Fischer, Geller og Gligoric Og Portisch og Ger- mek. Biðskákir urðu hjá Matano- vic Og Petrosjan, Bertok og Ker- es og Trifunovic og Udovcic. Framhald af bls 24. — Þá berum við fram kröfu um almennan félagsfund, eða tök um. málið upp á aðalfuftdi. — Virðist sem bifreiðastjórar séu tinhuga á moti samþykkt stjórnarinnar? — Já, auðvitað að undantekn- urn nokkrum „kvisungum", sem fylgja stjórninni af pólitískum ástæðum, en þeim þykir öruggast að haia sig sem minnst í frammi. Þykir okkúr nú örðinn lítill mun- ur á kommúnistastjórninni í Hreyfli og Austur-Þýzkalandi. Eini munurinn á framkvæmdum þeirra er sá, að hér erum við lok aðir úti, en í Austur-Þýzkalandi eru menn lokaðir inni! — Stóð stjórnin öll saman að þessari ákvörðun? -— Nei, það var 1 „hvítur mað- ur“ í stjórninnL Ut úr Stöðvarhúsinu koma nú 3 menn og náum við tali af 2 þeirra, formanni Hreyfils, Ingj- E.ldi ísakssyni og Stefáni Magnús- syni framkvæmdastjóra félagsins. — Hvaða ástæður lágu til þess, að stjórnin lokaði stöðvar- húsinu fyrir bifreiðastjórunum? spyrjum við. — Það var gert af brýnni þörf félagsins fyrir skrifstofuhúsnæði, en ekki neinni óvild í garð bif- reiðastjóranna. Starfsemi félags- ins er orðin mjög umfangsmikil, en eins og málum var háttað, var ekki hægt að geyma svo mikið sem skjalaskáp inni í stöðvarhús- inu. — Og þið teljið þessar aðgerð- er lögmætar? — Já, fyllilega. Við höfum bor ið málið undir lögfræðing félags- ins, Oig það er ekki annað að sjá en að stjórnin sé í sínum fyllsta rétti. Við berum aðeins ábyrgð gerða okkar gagnvart aðalfundi félagsins. — Eftir undirtekum bifreiða* stjóranna að dæma virðast þeir vera heldur óhressir yfir þessari ákvörðun. —- Já, það yerður sennilega ein hVer óánægja meðal þeirra fyrst í stað. Það er ekkert óvenjulegt, þegar fitjað er upp á nýjungum. Hér eftir verður stöðin á Hlemm- torgi eins og hver anr.ar „síma- póstur“. Starfsemi bifreiðastöðv- anna hefur ætíð verið að færast meira í þá át| undanfarin 16 ár síðan Hreyfill tók þann hátt fyrst upp. Og við teljum, að það muini ekki fara neitt verr um þá, sem þurfa að sitja í bifreiðum sín- um hérna en þá, sem í þeiim sitja á „símapóstunum" milli ferða úti um allan bæ. Hún sigraði Á SLAGINU tóli á mið- nætti síðastliðinn laugar- dag gengu fegurðardrottn- ingarnar frá Norðurlönd- unum inn í gyllta salinn að Hótel Borg. — Einar Jónsson, framkvæmdastj. fegurarsamkeppninnar, til- kynnti úrslitin: „Ungfrú Norðursins 1961 var kjör- in Rigmor Trengereid frá Noregi“, sagði hann. Lófaklapp, húrrahróp og önnur fagnaðarlæti glumdu í salnum, svo að allt ætlaði um koll að keyra. Sigurvegarinn var leiddur fram og Kolbrún Kristjánsdóttir, ein af 5 efstu þátttakendunum í keppninni um titilinn „Ungfrú ísland 1961“ krýndi fegurðardrottning- una. Hún hlýtur í verð- laun ferð til Mallorca, sem Ferðaskrifstofan Sunna skipuleggur, auk ýmissa gjafa, sem henni og hinum þátttakendum í keppninni bárust. — Eg er svo hamingjusöm að ég ræð mér ekld, sagði Rigmor Trengereid, þegar blaðamaðúr Morgunblaðsins hitti hana að máli í herbergi hennar á Hótel Borg, nokkr- um mínútum eftir að hún var krýnd. — Bjuggust þér ekki við sigrinum, svona innst inni? — Alls ekki, keppinautar mínir eru allar svo fallegar. Rigmor skalf af gleði. Eftir nokkrar mínútur átti hún að koma fram í samkvæmiskjól, en ljósmyndararnir gáfu henni alls engan tíma til að skipta um föt. Þeir stilltu henni upp á ótal vegu og tóku myndir. Á mcðan ljósmyndararnir unnu að störfum sínum, náðu við tali af herbergisfélaga sig- urvegarans, dönsku stúlkunni Birgitte Heiberg, þar sem hún sat við snyrtiborðið. Hún hafði notað tímann meðan mesti gauragangurinn vár umhverf- is Rigmor til þess að la-umast fram og klætt sig í svartan, síðan kjól. ---Eg hugsa að úrslitin séu réttlát, svaraði hún spurningu Rigmor Trengereia ókkar. Eg hef kynnzt Rigmor betur em hinum stúlkuruum, þar sem við höfum deilt sam- an herbergi, og þykir hún fög- ur stúlka. — Eruð þér ekkert von- sviknar? — Keppni er keppni, sagði Birgitte og hóf varapensilinn á loft. Það getur bara ein sigrað . . . Rigmor Trengereid er 20 ára gömul, ljóshærð og bláeygð með spékoppa í kinnum. Hún er 168 sm á hæð, og vegur 53 kg, brjóstmál hennar er 86,5 sm, mittismál 53,5 sm og mjaðmamál 89 sm. — Eg er frá Bergen, sagði hún, borginni við fjöllin sjö. Jú, ég vinn þar, hef aðeins skroppið í stuttar ferðir til — Hugsuðu bara Framh. af bls. 1 við haldið okkur í bátnum, fór um aldrei úr honum. — Um klukkustund eftir að slysið varð heyrðum við í flug vél. Það var allt Og sumt. Síð- an heyrðum við hvorki né sáum til mannaferða fyrr en okkur rak framhjá skozka fiskiskipinu. Furðuleg tilvilj- un, aðeins 15 metra frá skip- inu. — Við sáum ekki í land í Færeyjum. Það getur verið að við hefðum getað séð strönd- ina. Við vorum það nálægt. En við vorum orðnir sljóir fyrir öllu, öllu nema að halda í okkur lífinu. Við hugsuðum ekki um neitt annáð. Bara að lifa og ausa bátinn. Halda á- fram að ausa — og þrauka. A — Við fundum ekki til kuldans fyrr en við komum um borð í skozka fiskiskipið. Þegar við gerðum okkur grein fyrir, að Okkur var borgið, varð okkur ofsalega kalt. Skip verjar gerðu allt til þess að hlúa að okkur, en þá höfum við fyrst tíma til að skynja kuldann. — Færeyingar voru mjög góðir við okkur — og hjálp- samir á alla lund. Okkur leið sérstaklega vel hjá þeim. Og þegar komið var um borð í Heklu, var allt gert fyrir okk- ur, sem hugzast gat. Við hlökk um líka til að koma heim. höfuðb.orgarinnar. Eg er hár- greiðslukona að aðalstarfi og ljósmyndafyrirsæta. — Faðir minn er bakari og hefur verzl- un í Bergen. — Eg var kjörin fegurðar- drottning Noregs í janúar sl. í júní fór ég til Beirút og í júlí til Miami en komst í hvor ugt skiptið í úrslit. Um fram- tíðina er það að segja að ég er ánægð með starf mitt og hyggst halda því áfram. í anddyri Hótel Borgar hitt- um við Margarethe Schuman. — Við óskum yður til ham- ingju með að allt skuli vera yfirstaðið ávörpuðum við hana. — Þakka ykkur fyrir, svar- aði hún. — Hvað tekur nú við? — Eg ætla að gifta mig, þeg ar ég kem heim. — Hvernig líkar uninusta yð ar að þér takið þátt í fegurðar samkeppnum? — Á þessu augnabliki geng ur hann ábyggilega um gólf og bíður eftir fréttum, svaraði Margarethe. Hann sagði við mig, þegar ég fór: „Eg vona að þetta verði í síðasta sinn..“ í dág fljúga fegurðardrottn- ingarnar af landi burt með Loftleiðum. Þeim líkaði svo vel allur viðgerningur í vél- inni á leið hingað upp, að þær skrifuðu stjórn Loftleiða, þökkuðu góða þjónustu og óskuðu eftir að sama áhöfn yrði með vélina til baka. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.