Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 ®r0jtí#lWbít> 217. tbl. — Þriðjudagur 26. september 1961 Ingálfsstyttan Sjá bls. 13. „Styrjöld" í Hreyfli ALVARLEGT deilumál virð ist nú risið innan samvinnu- félagsins Hreyfils. Samþykkti stjórn félagsins á fundi sín- um j fyrrakvöld, að húsa- kynni félagsins við Hlemm skyldu tekin fyrir skrif- stofuhúsnæði og bifreiða- stjórum, sem þar hafa haft aðsetur, úthýst. Var húsnæð- inu lokað fyrir bifreiðastjór- um í gærmorgun og í gær- kvöldi var svo skipt um lás fyrir dyrum, svo að þeir kæmust ekki inn. Hafa bif- reiðastjórar hafið undir- skriftasöfnun meðal félags- manna til að mótmæla ákvörðun stjórnarinnar, og mun rúmur helmingur fé- lagsmanna þegar hafa undir- ritað áskorun á hendur stjórninni um að breyta á- kvörðun sinni. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér inn á Hlemm í gærkvöldi. Var „plan“ stöðvar- innar þakið bifreiðum og bifreiða stjórar stóðu saman í stórum hóp um og báru saman ráð sín. Svall þeim bersýnilega móður í brjósti yfir ofríki því, sem þeir töldu sig fceitta af hendi stjórnarmnar. Við gáfum okkur á tal við nokkra bifreiðastjóra og spyr;- — Hver verða nú ykkar við- brögð? — Við höfum þegar hafið undir skriítasöfnun meðal félagsmanna um áskorun á stjórnina að breyta ákvörðun sinni, svarar einn bif- reiðastjórinn. Yfir 150 af tæp- lega 300 félagsmönnum hafa nú undiiiútað áskorunina, sem verð- ur lögð fynr fund í stjórninm á moigun (þ. e. í dag). — En hvað gerið þið, ef stjórn- in tekur ekki tillit til þessara óska? Framhald á bls. 23. Bifreiðastjórar bera saman bækur sínar inni við Hreyfils- stöðina á Hlemmtorgi í gærkvöldi. (Ljósm. KM) 108 íbiíðum úthlutað BÆJARRÁÐ Reykjavíkur úthlutaði á fundi sínum Bíllinn fundinn RANNSÓKNARLÖGREGLAN auglýsti í gær eftir Moskwiteh- bifreiðinni R—10511, sem stolið var af bifreiðastæði við Bæjarbíó i Hafnarfirði fyrir helgina. í gær- kvöldi fannst bíllinn í Barmahlíð. Var hann óskemmdur með öllu og hafði engu, sem í hoftum var, verið stolið. Viðræður lækno og sjúkrasamlagsins A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var haldinn fundur í Læknafélagi Reykjavikur og ræddar tillögur samninganefndar Læknafélags- ins um nýja samninga við Sjúkra samlag Reykjavíkur, ásamt út- reikningi á þeim kostnaði, sem hið nýja fyrirkomulag mundi hafa í för með sér. Hafði samn- inganefndin gert áætlun þessa með aðstoð hagfræðinga. Á fundinum voru samþykkt Bamningatilboð fyrir vinnu heim ilislækna og sérfræðinga. Við- ræðufundir voru með fulltrúum læknafélagsins og sjúkrasamlags ins bæði á laugardaginn og í gær. Má gera ráð fyrir að endanlega verði frá þessu gengið í dag. Sjúkrasamlagið hefur hafnað tilboði Læknafélagsins að svo komnu .máli. Rétt er að taka fram, að hér er ekkf um beina kjaradeilu að ræða heldur að verulegu leyti ágreining um framtíðarsipulag á læknaþjón- ustu í Reykjavík. Farþegarn* ir stóðu sig vel — MÓTTÖKURNAR í Nöregi voru óviðjafnanlegar. Við eig- um góða frændur handan hafs ins og enginn verður fyrir von brigðuim af að heimsækja Norð menn. Þeir eru alltaf eins. En hið sviplega fráfall skipstjóra okkar setti stóran skugga á þessa ferð, sem að öðru leyti var mjög vel heppnuð, sagði Högni Jónsson, 1. stýrimaður á Heklu. Hann tók við stjóm er Ásgeir Sigurðsson lézt. Mbl. talaði stuttlega við Högna síðd. í gær, er Hekla var að nálgast Dyrhólaey. Veðrið var þá hið bezta. — Á útleiðinni fengum við heldur leiðinlegt veður, en það var þó ekki verra en alltaf má bú- ast við á haustin og að vetrar- lagi. Þetta kom þyngst niður á þjónustufólkinu, því mikið var um sjóveiki eins og geng- sl. föstudag 108 íbúðum í bæjarbyggingunum við Skálagerði og Grensásveg. Er hér um að ræða 76 þriggja herbergja íbúðir og 32 tveggja herbergja íbúðir. Var húsnæðisfulltrúa falið að sjá um tilkynningu um úthlutun- ina til þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, en siðan verður íbúðunum innan hvers húss fyrir sig ráðstafað með út- drætti, sem framkvæmdur verður hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Morgunblaðið aflaði sér upp lýsinga um það í gær hjá Gunnlaugi Péturssym borgar- ritara hvenær mætti vænta þess, að íbúðirnar yrðu tilbún- ar til afhendingar. Sagði borg arritari, að áætlað væri, að 12 af Skálagerðisíbúðunum yrðu tilbúnar til afhendingar fyrstu vikuna í október, 12 til viðbótar viku síðar og loks 24 upp úr miðjum október. Alls eru 48 íbúðir í Skálagerðis- húsunum. I Grensásvegshúsunum sagði borgarritari, að áætlað væri, að fyrstu 12 íbúðirnar yrðu til búnar til afhenrdingar fyrri hluta nóvembermánaðar, 16 um miðjan desember, 16 um miðjan janúar og loks hinar síðustu 16 um miðjan febrúar. Fyrirlestur forsætisráð' herra í Osló á sunnu- dagskvöld Osló, 25. sept. Einkaskeyti til Mbl. BJARNI Benediktsson forsæt- ’sráðherra hélt á sunnudags- kvöidið fyrirlestur um hinn norska arf íslands í hátíðar- sal Óslóar-háskóla og var þar hvert sæti skipað. Samkomuna setti Groth, formaður Norden og bauð gestinn velkominn og skýrði frá því, að mennitamála ráðuneytið hefði ákveðið að taka upp íslenzkukennslu í mörgura norskum menntaskól- anna. Þvinæst talaði Haraldur Guðmundsson, sendiherra, um samskipti Norðmanna og ís- lendinga og sameiginleg verk- emi þjóðanna. Að því loknu fluttl Bjarni Benediktsson fyrirlestur sinn »g benti m. a. á það gagn, icm tslendingar hefðu marg- iinnis haft af norskri reynslu 1 — sem þeir hefðu iðulega fært sér í nyt. Máli ráð- aerrans var tekið með dynj- andi lófaklappi, en hann aafði talað í hálfa klukku- itund. Að siðustu sagði Olaf Sjercke málflutningsmaður lokkur orð. — Var það mál nanna, að samkoman hefði iferið með miklum ágætum. \ð henni lokinni var 30 gest- ím boðið til kvöldverðar á íótel Continental. —. Sk. Sk. Kingston Auber frá HulL Brezki s»kipst|órinn hiaut 260 þús. króna sekt Yíirmenn af -brezka hierskipinu Malmcolm fylgdust með réttarholdum Högni Jónsson skipstjóri ur. Annars er ekki hægt að segja annað en farþegarnir hafi staðið sig vel, sagði Högni. Hekla var væntanleg til Reykjavíkur snemma í morg- un. Með skipinu voru m.a. eiginkona og sonur hins látna skipstjóra sem bæði voru í ferðinni. SEYÐISFIRÐI 25 sept. — John Moore, sk/pstjóri á brezka tog- aranum Kingston Amber frá Hull, var Jæmdur í 260 þúsund króna sekt hér í kvöld og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Gæzluflugvélin Rán kom að Kingston Arnber 1,3 mílur innan fiskve/ðitakmarkanna við Glett- in'ganes sl. laugardagsmorgun, og varðskipið Þór kom með togar- ann hingað. Brezka herskipið Malcolm kom ennfremur hing- að með brezkan sjómann í sjúkrahús/ð, og fylgdust yfir- menn af skipinu með íéttarhöld- unum í dag. Það var klukkan 10.38 á laug- ardagsmorguninn að gæzluflug- vélin Rán kom að Kingston Amb er 1,3 sjómílur innan fiskveiði- markanna í horninu, sem mynd- ast er lína er dregin út frá Glett- inganesi. Norðan Glettinganess er heimilt að veiða að sex mílna mörkunum á þessum árstíma, en sunnan þess ráða 12 mílnamörk- in. Kallaði Rán til varðskipsins Þórs, sem var statt í nágrenninu, og kom varðskipið hingað um sexleytið á laugardaginn. Togar- inn, sem er tæplega ársgamall og er 784,5 lestir að stærð, lagð- ist að Bæjarbryggjunni ásamt Þór. Brezka herskipið Mal- colm kom til Seyðisfjarðar í sama mund og lagðist úti á höfninni. Veikur sjómaður Skotið var út báti frá herskip- inu og sagði skipslæknirinn brezkan sjómann af togaranum Lord Wavell, Stansfield að nafni, í sjúkrahúsið hér. Hafði sjó- maðurinn hlotið einhver minni háttar meiðsli um borð í togar- anum. Síðan heíur Malcolm legið Ljósmynd Magnús Eymundssoa hér á höfnínni og tveir yfirmenn af skipinu, Commander Tibey og Lt. Commander J. M. Howard, hafa setið í réttinum og fylgzt með gangi málsing í allan dag. Það kom fram í réttarhöldun. um að Moore skipstjóri taldi Framh. á bls. 23. John Moore skipstjóri. (Ljósm.: Leifur Haraldsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.