Morgunblaðið - 28.09.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.09.1961, Qupperneq 6
6 MORCUNfíLAÐIÐ Fimmtudagur 28. sept. 1961 Landslag Is- ands og list Jan Zibrandtsen segir írá íslandsferð f „KRÖNIK“ Kaupmannahafnar- blaðsins Berlingske Tidende frá 16. þ.m. ritar aðal listgagnrýnandi blaðsins, Jan Zibrandtsen grein, er hann nefnir „Islands natur og kunst“. Segir hann þar frá ferð til ísiands vegna norrænu list- sýnÍT'garinnar. Lýsir hann fyrst komunni t'l íslands og hinni sér- kennilegu náttúruíegurð lands- ins, en ræðir síðan um þrjá braut ryðjendur málaralistar á íslandi, þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son og Jóhannes Kjarval, og mest um hinn síðastnefnda. Kona meff fisk — teikning efthr Jóhannes Kjarval. Zibrandtsen segir að íslenzk málaralist, eins og hún er þekkt frá málverkasýningum í Kaup- mannahöfn, hafi ekki orðið til fyrr en á þessari öld. Hinir raun- verulegu -brautryðjendur henn- ar, Ásgrímur, Jón Stefánsson og Kjarval, hafi kennt Dönum að meta náttúru íslands, mikilleik hennar og liti. Þeir hafa einnig, segir Zibrandtsen, opnað augu landa sinna fyrir fegurð klettaeyj unnar. Maður hefur lengi haft það á tiifinningunni að til að kyrmast layndardómum í verkum þessara listamanna væri nauðsynlegt að Mikilvægar við- ræður Moskvu og Peking? (Reutur-NTB). Stjórnmálasérfræðingar í Peking telja nú nokkurn veginn víst, að um þessar mundir standi yfir mikilvægar viðræður milli Rússa og Kínverja. þekkja náttúru íslands, segir Zibrandtsen. Og - þetta verður manni fullkomlega ljóst þegar maður ferðast um landið. Þá fyrst hefur maður grundvöll til samanburðar. Fjöllin við Borgarfjörð virðast skýrt mörkuð og tignarleg í mynd um Ásgríms Jónssonar, postulín blá með rauðum undirtón. Zibrandtsen segir að bæði í verkum Ásgríms og í verkum Jóns StefánSsonar megi greina veruleg áhrif frá franskri nútíma list, en báðir hafi þeir, eins og Kjarval, numið við listaháskól- ann í Kaupmannahöfn í æsku. Þeir sneru allir heim til ættlands ins, sem reyndist þeirn ótæmandi hvatning. Hafi maður séð Þingvallaslétt- una, skilur maður betur myndir þeirra. Landslagið er hið sama MMBMB pgBSBSWagBBea v. '■ VV-' •' Hin grýtta grund. — Málverk Jóhannesar Kjarvals „Haustlitir", sem er í einkaeign í Reykja- vík. Myndirnar, sem hér birtast fylgdu báðar grein Zibrandtsens í Berlingske Tidende, og auk þeirra ljósmynd af Goðafossi. og þegar Alþingi köm þar saman fyrir um 1000 árum. Fossinn dun ar eins og þá. Hér er hið mikla Þingvallavatn, sem Jón Stefáns- son málaði, hér eru fössarnir í djúpum klettaskorum, sem Kjar- val sýndi okkur. Hafi maður fengið nánara yfir- lit yfir listaverk Kjarvals í Lista- safni ríkisins í Reykjavík og hin um mörgu einkasöfnum borgar- innar, verður maður að viður- kenna að þessi listamaður, frekar öllum öðrum málurum, hefur sýnt okkur sál íslands. Kjarval telur ekki mikinn mun á því að mála landslag eða mannamyndir. Því að hann eftirlíkir ekki. Hann skapar. Hann málar ekki eftir pöntun. Ef til vill er það þess- vegna sem sumar af andlitsmynd- um hans eru taldar' með þeim beztu, sem skapaðar hafa verið á Norðurlöndum síðari tíma. En ef til vill kynnist maður Kjarval bezt í landslagsmyndum hans. Hann málar sjaldan eins og Ásgrímur eðá Jón Stefánsson hið sígilda og afmarkaða yfirlit yfir fjöll, sléttur og jökla. Það eru öræfin íslenzku, sem hann birtir Okkur. Maður verður yfir sig hrif inn af skynjun hans á eyðilegum, grýttum fjallahlíðum. Jóhannes Kjarval hefur séð hina sérstæðu fegurð brekkunnar, sem þakin er grænleitum gróðri og hraunhell- um. List hans er á sjaldséðan hátt frumleg og nátengd því landi er ól hann. (Lausl. þýtt og stytt) * Málgagn Stórstúku íslands „Skattborgari" skrifar: „Ég frétti fyrir nokkru, að Stórstúka íslands gæfi út sér- stakt málgagn, og þar sem ég hef bæði áhuga á bindindis- málum og langar til að vita, hvernig þeim peningum er varið, sem ég greiði til ríkis- ins í skatta (stórstúkan er ríkisstyrkt), þá keypti ég sein- asta tölublað þess og las. Eft- ir þann lestur verð ég að segja, að ég skil ekki, hvert gagn slíkt blað gerir hugsjón- um bindindismanna, hvernig Stórstúka íslands getur verið þekkt fyrir að standa að því, og hvers vegna ekki er komið í veg fyrir slíka meðferð á al- mannafé. • Selur lögreglan sprútt? — Kvenna- far og kosningar Leyfist mér að rekja efni blaðsins? Á forsíðu er órök- studd dylgjugrein um kvenna far á gistihúsi hér í bæ. Ekki orð um áfengisbölið þar. Á sömu síðu er illyrt skamma- þula, sem virðist eiga harla lítið erindi í málgagn stórstúk- unnar, enda fjallar hún ein- göngu um „kosningar í safn- ráð Listasafns fslands"! Geri ég ráð fyrir, að bæði stúku- mönnum og öðrum virðist kyn legt að styrkja slík skrif með ríkisframlögum. Þá er þar grein í gróusögustíl, sem ber hina svipmiklu yfirskrift: „Er lögreglan á Akureyri í vitorði með sprúttsölunum?" Engin rök eru lögð fram, heldur hefst fyrsta setningin þannig: „Að sögn kunnugra og sú seinasta svo: „Menn velta því fyrir sér ....“ I Neðst á síðunni er svo smásending til. vikublaðs eins en rifrildi við það blað virðist aðaluppistað- an í blaði stórstúkunnar. eins og komið verður að síðar. • Herra X le\sir Berlínar-málið Á annarri síðu eru eintómar auglýsingar. Á þriðju síðu er langur kafli úr prentaðri og útkominni bók eftir ritstjór- ann. Sú bók (þ. á m. þessi kafli) fjallar ekki um bind- indismál, svo að þetta er e. k. ókeypis auglýsing. Á sömu síðu er svo heimspólitísk grein um Berlínardeiluna eftir ein- hvern X! Þessi herra X kem- ur svo fram með sína tillögu um lausn málsins á síðum mál- gagns Stórstúku íslands. Lausnin er, að ,,Vesturveldin láti af tilkalli sínu til Vestur- Berlínar. en fái í staðinn“ landssvæði vestur við mörk hernámssvæðanna! Röksemda- færslan á undan „lausninni" er m. a. sú, að veru Vestur- veldanna í Berlín megi jafna við það, að Rússar hefðu á valdi sínu hálfa Chioago-borg. X mun því vera þeirrar skoð- unar, að Vestur-Berlín sé Sovétríkjunum miðjum. • Einvígi Sigurðar Á fjórðu síðu er smágrein um sjötugan bindindisfrömuð sænskan, og er það eina grein- in, sem heima á í blaðinu. Þá hefst þar smásaga. Fimmta síðan er undirlögð undir ferða sögu (IV. kafla), sem nýlesin hefur verið í útvarpinu. Sjötta síðan er (fyrir utan auglýsing- ar) eftir Sigurð Jónsson frá Brún. Fær hann síðuna til af- nota fyrir prívat-rifrildi sitt við Vigfús gestgjafa um ein- hverja fjallvegi, en seinast í langlokunni kemur hann að nöldri vegna varnarmála og landhelgismála, sem á jafn illa heima í greininni og grein in sjálf í blaðinu. — Sjöunda síðan fer öll undir smásög- una, sem hófst á þeirri fjórðu. • „Sálin varð eftir“ Á baksíðunni eru sex klaus- FERDIIM AND ☆ A-l, ■ ! ur tileinkaðar vikublaði því, sem aður er nefnt, og virðist vera höfuðóvinur Stórstúku íslands eða a. m. k. ritstjór- ans, sem trúað hefur verið fyrir að gefa málgagn stúk. unnar út. Áfengisbölið hefur ■alveg gleymzt. Klausur þessar eru að m?stu persónulegar svívirðingar um ritstjóra viku blaðsins, og tvær tveggja dálka myndir af honum eru á baksíðunni! Það nær vitanlega engri átt, að hinn almenni skattborgari sé látinn kosta þessar árásir. Hitt er annað mál, að þær missa marks vegna barnalegs ofstækis. T. d. á það líklega að vera afar fyndið, að önnur myndin er af ritstjóranum í leikgervi á leiksviði. Þá er ótalin sjöu" a klausan á baksíðunni. Hún fjallar um ólifnað í Vaglaskógi í sumar og er prentuð upp úr öðru blaði. Yfirskrift hennar er táknræn fyrir allt blaðið: „Sálin varð eftir". • Almenningur borgar skrifin mmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmm* Já, það er áreiðanlegt, að sálin varð eftir við samningu þessa blaðs. Bindindismál sitja algerlega á hakanum, en dylgjur, pólitík, gróusögur, nöldur einhvers óánægðs myndlistarmanns, uppprentun úr nýútkominni bók. ferða- saga úr útvarpinu, einka- rifrildi og persónuleg haturs- skrif fylla síðurnar. Hvað segja stúkumenn um þetta blað? Finnst þeim það liklegt hugsjónum þeirra til fram. dráttar? Og hvað segja skatt- þegnarnir. sem kosta útgáf- una? Eiga þeir að kosta prent- un á stjórnmálaskoðunum herra X og Sigurðar frá Brún og misþyrmingu þess síðar- nefnda á íslenzkri tunpu? Er ekki þörf á því, að útgáfa þessi verði rannsökuð. og skor ið úr um það, hvort fara megi svo með almannafé, sem hér er gert?“ — Á — Velvakandi telur að efni þessa blaðs sé svo sem ekkert verra en í öðrum svipuðum vikublöðum, en þess ber að gæta að þau eru ekki styxkt af almannafé, og efni blaðs- ins virðist heldur ekki í neinu samræmi við yfiriýstan til- gang þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.