Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. sept. 1961 Bretar 09 Efnahagsbandalagið: Hagsmunir samveid- isins í fyrirrúmi Undirbuningsfundur um aðild Breta 11.-12. okt London og Briissel, 27. sept. DUNCAN Sandys, nýlendu- málaráðherra Bretlands, tjáði fulltrúum á þingmannafundi brezka samveldisins í gær að ríkisstjórn sín muni ekki semja um aðild að Efnahags- bandalagi sexveldanna, ef það eigi að kosta það að rjúfa eða spilla tengslunum við samveldislöndin. Fyrsta * skilyrðið væri að tryggja sameiginlega hagsmuni sam- veldisins — aðild Breta að bandalaginu væri háð því, að sér-samningar tækjust um það. Var þessum um- mælum ráðherrans mjög fagnað á fundinum. Á ráðherrafundi sexveldanna f Brussel í gær var formlega fagnað umsókn Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu — og náðist samkomuiag um bréflegt Svar til Bretastjórnar við um- sókninni, og barst það Macmill- an í dag. 1 því er fulltrúum Breta m. a. boðið til undirbún- ingsviðræðna um samninga dag- ana 11. og 12. október n.k. í París. — Á þeim fundi eru Bretar beðnir um að gefa endanlegt yfirlit um öll helztu vandamál sín varðandi inn- göngu í bandalagið, m. a. um Samsæti til lieiðurs forseta Vancouver, 24. sept. ÍSLENZKI kvennaklúbburinn hélt forseta íslands og frú sam- sæti í Victoria í gærkvöldi og sóttu það um 70 manns. Auk for- seta fluttu ræður í hófinu Jón Sigurðsson ræðismaður í Vancou- ver, Jakobína Johnson og Sófoní- as Þorkelsson. í morgun heim- sóttu försetahjónin fræga blóma- garða hér og snæddu síðan há- degisverð í boði Pearches fylkis- Stjóra. Meðal gesta voru Bennet forsætisráðherra British Colum- bia, aðrir ráðherrar, borgarstjór- ar Victoria og Vancouver. Um kvöldið var haldið fjölmennt sam sæti, sem íslendingar í Vancouver og Kaliforníu gengust fyrir. — — Magnússon afstöðuna til Friverzlunarbanda- lagsins, brezka samveldisins og til vandamála landbúnaðarins. Endanlegur samningafundur verður að líkindum haldinn í Brussel fyrrihluta nóvember, ef allt gengur samkvæmt áætlun og engin snurða hleypur á þráð inn. — Ráðherranefnd sexveld- anna hefur einnig fagnað um- sókn Dana um aðild að Efna- hagsbandalaginu. írska lýðveld- ið, sem er þriðja ríkið, er form- lega hefur sótt um aðild að bandalaginu, er aftur á móti talið hafa þá sérstöðu, að rétt- ara sé að miða við, að það verði aukameðlimur — svo sem nú hefur verið samþykkt varðandi Grikkland. KBISTILEGA stúdentamót ið í Vindáshlíð hefst á Iaugardaginn og stendur til mánudags. Þegar hafa 40—50 stúdentar tilkynnt þátttöku sína. Eins og get- ið var í Mbl. um síðustu helgi mun norskur stúd- entaprestur, Leif M. Mic- helsen, verða aðalræðu- maður mótsins — en hann mun síðan dveljast hér í Reykjavík um skeið og tala á fundum og samkom- um í byrjun næsta mán- aðar. Myndln, sem hér birtist, er frá mótsstaðn- um, Vindáshlíð. Kirkjan er sú hin sama og áður stóð á Saurbæ á Hvalfjarð arströnd. Þar verður hald- in guðsþjónusta á sunnu- daginn. Fjær sést skáli KFUK, þar sem aðrar samkomur mótsins verða haldnar. Símstöðvarstjórar fagna fram- kvæmdaáætlun póst- og málastjórnarinnar sima- FÉLAG símstöðvarstjóra, sem er deild í Fél. ísl. símamanna, hélt sinn árlega fund á Blönduósi, dag ara 25. Og 26. ágúst s.l. Deildin sem nær yfir allt land- ið, heldur fundi sína til skiptis á hinum ýmsu stöðvum út um land. Að þessu sinni varð Blöndu ós fyrir valinu, enda var þetta 20 ára afmælisfundur og hafði fyrsti fundur verið haldinn á þessum sama stað. í fyrstu vöru samtök þessi sjálfstæður félagsskapur, en með náinni samvinnu við Fél. ísl. símamanna, en fyrir 5 árum sam- einaðist það aðalfélaginu og starf- ar nú sem deild í því. Fyrstu stjórn þess skipuðu, Karl Helga- son, Blönduósi, Hjálmar Hall- dórsson, Hólmavík og Þorkell Teitsson, Borgarnesi. Núverandi stjórn þess skipa Jón Tómasson, Keflavík, Karl Helgason, Akra- nesi og Sigríður Pálsdóttir, Hvera gerði. Á fundinum mættu nú nær helmingur félagsmanna, eða um 40% og telst það sérlega gott mið- að við hina dreifðu aðstöðu. Form. F.Í.S. Sæmundur Símonar- son, Reykjavík, mætti einnig á fundinum og gaf skýrslu um ýms mál, sem félagið vinnur nú að fyrir deildina. íslenzkir námsmeiin hljóta hollenzkan styrk 1 FYRRAHAUST var frá því greint i' fréttum, að hollenzkur maður, dr. J. E. Quintus Bosz, fyrrum ræðismaður íslands og Danmerkur í Surabaja í Indó- nesíu, hefði stofnað sjóð til minningar um son sinn, er ætl- að væri að styrkja hollenzka, danska og íslenzka menn til rannsókna á sviði lífefnafræði, lyfjafræði og næringarefna- fræði hitabeltislanda, og veita verðlaun fyrir árangur í þess- um fræðigreinum. Úthluta má úr sjóðnum allt að þremur styrkjum árlega, er samtals nema 5.000 gyllinum, en það jafngildir nær 60.000 íslenzkum krónum. Sjóðssjórn, sem skipuð er fjórum Hollendingum, ákveð Ur hverjir styrki skulu hljóta. Ákveðið var að styrkfé það, sem úthlutað yrði 1961, rynni allt til íslenzkra umsækjenda, þar sem íslendingum hafði ekki áður gefizt kostur á að sækja um styrki úr sjóðnum. Styrki hlutu þeir Jóhann Axelsson, lífeðlisfræðingur, og Vilhjálmur Skúlason, lyfjafræðingur. Við næstu úthlutun mun verða valið úr umsóknum frá ofantöldum þremur löndum. ís- lenzkir umsækjendur skuli um eitthvert skeið hafa stundað nám við Háskóla Islands. Um- sóknir skulu sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. febr. nk. Umsókn fylgi upplýsingar um náms- og starfsferil, stað- fest afrit af prófskírteinum, meðmæli háskólakennara og ýt- arleg greinargerð um rannsókn- arstörf, sem umsækjandi kann að hafa unnið. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á ensku. Félagsdeildin hefir ætíð unnið tvíþætt, bæði að hagsmunamál- um félagsmanna og einnig að bættum kjörum starfsfólks þess- ara stöðva. Einnig hefur hún lát- ið sig varða skipulagsmál stofn- unarinnar og sett fram sín sjón- armið á ýmsu er snert hafa rekst- ur hennar. Fundurinn gerði sam- þykktir um ýms mál, m. a. þessi: Fundurinn fagnar þeim stór- hug sem lýsir sér í hinni yfir- gripsmiklu framkvæmdaáætlun póst og símamálastjórnar, sem nú hefir verið samin og þakkar þeim aðilum, sem að henni hafa unnið. Félagið mun með samtökum sín- um veita þessu stórmáli stuðning sinn, eftir því sem unnt er, svo að áætlun þessi takist. Fundurinn lítur svo á, að til þess að opinber rekstur geti innt af hendi þá þjónustu sem hon- um er ætlað, þurfi hann að geta orðið samkeppnisfær um beztu starfskrafta við einkareksturinn. Því séu launamál starfsmanna rík isins ekki leyst með því einu, að hækka laun þeirra um 13,8%, svo langt sem þeir hafa dregizt aftur úr miðað við aðrar stéttir þjóð- félagsins. Fundurinn telur núver- andi launalög algjörlega óviðun- andi og þar gæti hins mesta ósam ræmis. Sé því aðkallandi að taka þau nú þegar til endurskoðunar, þar sem fyllsta tillit sé tekið til hinna mismunandi ábyrgðar- starfa. Það verður að teljast óeðli legt að ýmsar stofnanir í landinu, sem á beinan eða óbeinan hátt heyra undir ríkisrekstur, eða njóta sérstakra fríðinda af opin- berri hálfu, samræmi ekki launa greiðslur og rekstur hliðstætt því sem gildir hjá opinberum aðilum. Telur fundurinn því eðlilegt, að t. d. Hagstofa íslands safnaði launaskýrslum allra ríkisstofn- ana, með það fyrir augum, að vinna úr þeim til launasamræm- ingar. Fundurinn leggur áherzlu á, að stjórn B.S.R.B. beiti sér fyrir því, að viðurkenndur verði á næsta Alþingi samningsréttur allra opin berra starfsmanna. Útaf skrifum eins dagblaðanna í Reykjavík á s.l. vetri, samþykkti fundurinn svohljóðandi ályktun: Fundur símstöðvastjóra á 1. fL B. stöðvum vill enn á ný og að geínu iilefni víta harðlega þá blaðamennsku, sem enn hefir ver ið viðhöfð gagnvart starfsmönn- um þessarar stofnunar og fram kom í grein Alþýðublaðsins 10. marz s.l. undir fyrirsögninni: Frumlegur fjárdráttur. Þar sem rakaiausar dylgjur eru viðhafðar Og sýniiega einungis sem æsiefni á hinn tillitslausasta hátt. Er það lágmarkskrafa til ritstjórna ís- lenzkra blaða, að þær kynni sér málin áður en slíkar fréttir eru birtar. Allar þessar ályktanir voru samþykktar í einu hljóði. Bridgefclag Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Bridgefélags Hafnarfjarðar var haldinn í Al- þýðuhúsinu 20. sept. sl. Kosin var ný stjórn á fundinum, en hana skipa: Form. Sveinn Bjarnason, varaform. Guðm. Finnbogason, ritari Ólafur Bergþórsson, gjald- keri Ögmundur Haukur og áhalda vörður Sveinbjörn Pálmason. Þess má geta að starfsemi fé- lagsins hefst í kvöld með ein- menningskeppni. Spilað er í Al- þýðuhúsinu á hverju miðviku- Uagskvöldi og hefst keppnin kl. 8. Nómsflokkor Beykjavíkur INNRITUN í Námsflokka Reykja vikur hófst mánudaginn 25. sept- ember og er innritað i 1. stofu í Miðbæjarskólanum kL 5—7 og 8—9 s.d. Námsgreinar eru að mest öllu leyti þær sömu og áður, en tekin verður upp foreldrafræðsla. þar sem rætt verður um uppeldi barna fram að 7 ára aldrí’ og umgengni við þau, kenndir leikir og notkun ieiktækja ásamt föndri við hæfi barna undir ^skólaskyldualdri. Gert er ráð fyrir að þessi flokk- ur verði á miðvikúdögum kL 9-10.30 (aðéins einu sinni í vikuy. — Framhaldsflokkar verða i frönsku og spönsku. Bætt verður við 4. fl. í þýzku. í þeim flokki. svo og í 5. og 6. fl. í ensku, fer kennslan fram á hinu erlenda máli. Nokkrar talæfingar verða í ýmsum öðrum flokkum (t. d. 3. flj í ensku, 1. fl. í dönsku). Aðr. ar námsgreinar eru: íslenzka, reikningur, bókfærzla, algebra, sálarfræði, skrift, föndur, kjóla. saumur, barnafatasaumur, snið- teikning og vélritun ( f vélritun verður framhaldsflokkur fyrir þá, sem lært hafa vélritun a. m. k. 1 vetur áður). Kennslugjald er ekkert nema innritunar’gjaldið, sem er kr. 40,00 fyrir bóknámsflokkana og kr. 80,00 fyrir verknámsflokka (saumaflokka, föndur, sniðteikn ingu og vélritun, — í vélritunar. tímunum verða ritvélar til af. nota, en þátttakendur geta ekki fengið þær lánaðar heim). Nehrú vill ekki taka við af Hammarskjöld Nýju Dehli, 26. sept. (NTB-Reuter) NEHRÚ, forsæfisráðherra Ind- lands, lét svo um mælt í dag, að ekki fýsti sig að verða eftirmaður Dags Hammarskjölds sem aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Það var í veizlu í Nýju Delhi, að Nehrú var spurður, hvað hann vildi segja um þær tillögur, sem fram hafa komið, um að hann verði skipaður framkvæmdastjóri SÞ. Nehrú svaraði aðeins: — Það mundi ég alls ekki vilja (að taka við stöðunni). (Barry Goldwater, einn af leið- togum repúblikana í öldunga. deild Bandaríkjaþings, lýsti í dag vantrausti á Nehrú sem heppi. legum framkvæmdastjóra SÞ, að því er segir í frétt fr^ AP-frétta. stofunni. „Hann yrði sífellt að tvístíga," sagði Goldwater.). Axel Skúlason klæð- skerameístari 60 SL. LAUGARDAG varð einn þekktasti klæðskerameistari þéssa bæjar, Axel Skúlason, 60 ára. Hefur hann unnið við klæðaverzlun Andrésar Andrés- sonar í 46 ár að einu ári undan skildu. Hann byrjaði 14 ára sem sendi sveinn. Koim strax í ljós hand- lagni, stundvísi og öll háttsemi sem ungan svein mátti prýða. Eftir stuttan tíma hóf hann klæð skeranám hjá fyrirtækinu, eftir þann tíma vann hann um nokk- urra ára skeið sem klæðskera- sveinn en fór um eins árs tíma til Kaupmannahafnar að afla sér meiri þekkingar á því sviði og gekk á tilskurðarskóla samhliða. Um margra ára skeið hefur hann staðið fyrir 1. fl. vinnu í klæðskeradeildinni og unnið sér traust viðskiptavina og þeirra er reka það fyrirtæki. Á þessum tímamótum vil ég þakka af alhug þessum frænda mínum og vini trausta vináttu og mikið starf um ara margra ára skeið. Að eðlisfari er Axel hlédræguir en því traustari þegar á reynir. Það hef ég bezt fundið þau 46 ár, sem við höfum oft sópið súrt og sætt saman í þessari eilifu bar- áttu, sem maður verður að heyja þegar forðabúrið er ekki stórt, hugurinn hleypur um efni frann stundum, en með aðstoð góðra starfskrafta og tryggrar vináttu hefur sigiur fengizt á þessari nú orðinni löngu göngu. Axel á gott og fallegt heimili í Úthlíð 3, góða konu og þrjú mjög efnileg börn. Á svona tímamótum vakna endiurminniingar og fyllist þá hugur minn þakklæti og bless unaróskum, að þú kæri Axel, fáir yfirstigið þann lasleika, er hefur bagað þig um nokkur ár og þú fáir að njóta þess góða er þitt heimili hefur þér að bjóða tugi ára lengur. Lifðu heill, frændi og vinur. Andrés Andrésson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.