Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. sept. 1961 Eitt sinn var hann að ganga af vitinu í vinnunni, vegna þess að h„nn átti ekki neitt. Honum var gersamlega ómögulegt að venja sig af því, meðan hann varð að koma fram þrisvar á dag. Eng- inn læknir í bænum vildi koma nálaégt honum. Konan hans varð svo hrædd um, að hann myndi fremja sjálfsmorð, að hún reyndi að hjálpa honum á þann eina hátt, sem henni var tiltækur, með því að fara og reyna að útvega honum það, sem hann þarfnað- ist. Hún fór í strætin og bað ein- hvern, sem hún þekkti, hjálpar. Loks hitti hún einhvern, sem lét hana hafa það á okurverði. Hún var svo stálheppin að vera tekin föst, þegar hún var að bera að heim til mannsins síns. Hún var jafn saklaus og laus við eiturlyfjaneyzlu og daginn, sem hún fæddist. En hún vissi, að ef hún reyndi að segja lög- reglunni það, myndi húri bara vera tekin fyrir eiturlyfjasölu, og yrði að dvelja lengi í fangelsi. Hún hélt að bezt væri fyrir hana að taka svolítið af því, sem hún var með á sér, og reyna að telja þeim trú um að hún notaði það. Ef til vill færu þeir þá betur með hana. Á þann hátt myndi hún líka vernda m^nn sinn. Þetta gerði hún.Ogþannig vandist hún á það. Hún rotnar nú í einhverju fangelsinu. Já, herrar mínir, lífið er leikur. Ég hef nú barizt við þessa ástríðu af og til í fimmtán ár. Eins og ég hef sagt áður, enginn ' skipti sér af mér, þegar ég neytti einhvers, en ég lenti í vandrasð- um í bæði skiptin, sem ég reyndi að hætta. Ég hef eytt stórum fúlgum í eiturlyf. Ég hef hætt, Og ver-ið laus við þau lengi. Mér hefur líka stundum gengið illa, ng þá hefur allt byrjað að nýju, Og ég hef orðið að heyja sömu barátluna til að hætta. En ég er ekki vitskert. Ég vissi, að ekki væri til neins fyrir mig, er ég fór að skrifa þessa bók, að segja sannleikann, nema ég værí laus við nautnina, þegar hún kæmi út. Ég hef engu leynt. Doubleday gátu um það í bóka- skrá sinni í vetuf, að ég væri að rit.a um baráttu mína við eiturlyf, og hún væri ekki búin ennþá. Enginn maður á jarðríki getur sagt, að baráttu hans við eitur- lyf sé lokið, fyrr en hann er kom ínn undir græna torfu. Variety birti eitthvað um þetta fyrir nokkrum mánuðum. Ég var undir læknishendi, þegar ég fór til DtJLSPEKISKÓLIIMIM Kennsla hefst 1. október. Einkatímar. Námsflokkar. Fræðsla fyrir nemendur, fjölskyldur og vini, sem vilja vera 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 eða 12 saman. Hugðarefni, viðfangsefni fyrir alla sefn þrá hina innri, sönnu mennlun: Eitt er nauðsynlegt. Lífsspeki, leiðsögn fyrir eldri og yngri. Námsbækur og rit um andleg mál fást í skólanum og í skrifstofu vorri í Tjarnargötu 4 efstu hæð. Pósthólf 1322. DULSPEKISKÓLINN Oskum eftir nýjum styrktarfélögum. í REYKJAVÍK. Phildelphia, Og sömuleiðis síðan. Hvað ætlaði lögreg.an þar að fara að sanna, þegar hún tók mig? Ekki veit ég það. Þeir fóru að minnsta kosti með okkur fyrir lögreglurétt. Bæði vorum við skrásett fyrir „eign óg notkun“, eftir lögum borgar- innar, sem eru þannig, að taka má menn höndum fyrir að fara með benzedrine-töflur inn í borg ina. Louis var skrásettur fyrir að eiga byssu leyfislaust. Við vorum látin laus gegn þrjátíu þúsund króna tryggingu, hvort um sig. Víða er krafist minni tryggingar af manndrápurum. Louis sagði þeim, að hann hefði verið tekinn höndum áður í Pennsylvaníu, þegar hann var vandræðaungl- ingur. Hann hafði setið inni þá um tíma. Það er eitt af því, sem við eigum sameiginlegt. Við kunnum bæði að kljúfa eldspýtu í fernt. Það er eitt hið mikilvæg- asta, sem lærist í fangelsi. Lög- reglan dró því fram spjald með mynd af honum, eins og hann leit út á unglingsárunum. Að sjálf- sögðu blésu þeir það upp, eins og þeim var mögulegt, og til- kynntu það öllum blöðunum. Síðan fóru þeir með okkur til hegningarhúss borgarinnar. Á því eru tveir inngangar. Yfir öðr- um stendur „Hans“, en yfir hinum „Hennar“. ★ Eg bað gæzlukonuna urn að leyfa mér að halda fötum mínum og peningum. Eg hef aldrei koim ið nema í tólf ára bekk, en ég veit ýmislegt um fangelsi, sem skólarnir kenna ekki. Þegar einu sinni er búið að læsa inni fötin af manni og peningana, getur á- byrgðarmaður náð þeim út í flýti. Eg sagði þeim, að enginn væri til að hugsa um Pepi, og þess vegna fékk ég að hafa hann hjá mér í klefanum. Hann lét þá aldrei í friði. Hann var svo lítill, að hann gat sloppið út á milli rimlanna, og þeir vissu það. í hvert skipti, sem einhver úr starfsliðinu átti leið framhjá, gelti hann eins og óður væri. Þarna inni voru líka einhverjar stelpur, sem voru að læknast af eiturlyfjunum á hörðu gólfinu. í hvert skipti, sem þær vældu eða öskruðu gelti Pepi á móti. í klefanuim var ekkert nema salernisskál og bekkur til að liggja á. Pepi er svo viðkvæmur, að hann getur fengið lungnabólgu af minnsta tilfefni, og ég hafði því nóg að gera við að halda-á honum hita. Eg breiddi blárefa- skinnskápuna mína undir okkur á bekkinn og notaði hana fyrir dýnu, um leið og ég þjúfraði mig að hundinum til að halda á hon- um hita. Það var tilgangslítið, því okkur var kált að ofan. Þess- vegna dró ég pelsinn tmdan okk ur og breiddi hann yfir okkur. Þá varð okkur kalt á þeirri hlið- inni, sem niður sneri. Þegar ég hafði ekki áhyggjur af Pepi, var ég að hugsa um Louis, sem lá hinum'megin, án þess að hafa svo mikið sem frakka. Karlmenn fara betur með fanga sína en konur gera, sem betur fer. Eg var búin að vera á fótum síðan kl. hálf tíu kvöldið áður, þegar ég hafði farið að vinna, og var dauðþreygtt. Þó tókst mér ekki að festa minnsta blund þarna inni. Fangarnir fá leyfi til að hringja einu sinni út í bæ. Eg notaði leyfið til að ná í vinkonu mína ög biðja hana að reyna að skrapa saman peninga til að ná okkur út. Annars gerði mér ekk ert til, þó að ég fengi ekki að hringja meira. Dagblöð eru gagn leg til eins: þau láta vini mína vita, að ég hafi verið sett inn. Klukkan var orðin fimm um kvöldið, þegar búið var að ná okkur út. Eg fór aftur til gisti- hússins. Herbergið leit út eins og hvirfilvindur hefði komist þar inn. Eg fór beint í símann og fékk fyrirframgreiðslu, svo að ég gæti fengið Louist út líka. Svo ýtti ég kjólahrúgu af rúminu, gaf Pepi að éta og reyndi að fá mér ör- lítinn blund. Eftir nokkrar mínútur komu tveir vinir mínir frá New York inn í hótelið. Þeir færðu mér mat og drykk. Þegar ég var búin að laga á mér hárið pg finna kjól, sem var sæmilega sléttur, var kóminn tími til að fara á sviðið. ■k Klúbburinn var troðfullur. Flestir litu út eins og viðskipta vinir, en margir voru frá lögregl unni. Eg lauk fyrstu sýningunni með „My man“. Hafi áheyrendur ekki vitað úr blöðunum, að Louis var enn í fangelsi, vissi löggan það að minnsta kosti. Þeir sögðu mér, að ég hefði aldrei sungið þetta lag betur. Eg er viss um, að ég hef aldrei meint það eins. Lögreglan fór aftur að hugsa til hreyfings eftir sýninguna. Þeir tóku undirleikarann minn, og hristu hann allan saman, leituðu í hverri hrukku á honum. Þegar ég sá þá fara með strákgreyið var mér svo þungt niðri fyrir, að ég var gráti nær. Þegar þeir gátu ekki fundið neitt á honum, létu þeir hann fara. Það var vel gert af þeim. Svo talaði ég við ábyrgðar- manninn. Hann fann dómara til að skrifa undir, fór svo með plagg ið til fangelsisins, og þegar ég var búin með seinni sýninguna beið Louis eftir mér í búningsherberg inu. Þegar vinnunni var lokið, gat ég varla beðið eftir að komast úr borginni. Mér bauð við hótel- herberginu. Eg þurfti að sofa, en þar hefði mér ekki komið dúr á auga. Við fórum með leigubíl til járn brautarstöðvarinnar. Ennþá vor um við jafnheppin. Sama kvöld hafði orðið stórt járnbrautarslys í grennd við Washington, og eng ar lestir væntanlegar, fyrr en með morgninum. Stöðin var — Ég skil ekki, Rut . . . Hvers ▼egna eruð þið Berti að taka dýrin okkar? — Vegna peninganna auðvit- að . . Hreindýrin, sem við stel- um i nótt, eru 500 dollara virðij .. Og hann Markús vinur þinn getur eícki hindrað okkur! — Eg er reiðubúinn að kveikja eidinn Rut . . . Láttu mig vita þegar Markús fer frá hreindýra- girðingunum! mannlaus, engir voru þar nema lögreglumennirnir, sem virtust vera orðnir eins leiðir á að elta mig ég var á þeim. Louis reyndi að fá sæti í áætl unarbíl. Okkur tókst að fá tvö stök sæti. Það var eins og tuttugu árum áð ur. Eg var á leið til New York, nýsloppin úr fangelsi, hungruð, svefnlaus og peningalaus. Lyktin úr fangelsinu var enn í nösunum á mér, þegar ég skrölti þarna norður eftir. Við hlið mér var sof andi sjóliði, sem sífellt var að velta ofan á mig. En hjá mannin um mínum gleymdi ég þessu öllu bráðlega. Læknarnir segja mér, að I þetta skipti ætti mér að takast að halda mér frá nautnalyfjum í tvö ár, hvernig sem allt gangi. Hver getur beðið um meira? Eg hef nóg af hinu írska Faganblóði í mér til að trúa, að séu tjöldin þvegin, komi gestirnir ekki. Bú- ist maður aðeins vð því versta, eru þó allt af nokkrir góðir dagar í vændum. Sá, sem væntir ham- ingjuríkrar æfi má vara sig. Enginn læknir getur sagt mér neitt, sem ég finn ekki á mér. Eg vissi, að nú hafði ég unnið sigur að lokum, morguninn, sem ég gat ekki þolað sjónvarp leng- ur. Þegar ég var á eiturlyfjum, og vildi halda áfram, gat ég horft á sjónvarp klukkustundum sam- an, án þess að fá leið á því. Eng- inn getur sagt til um, hvaða ör- lög ég muni hljóta. Víst á ég eftir að ganga gegnum ný réttarhöld. Kannski á ég eftir að fara í fang elsi aftur. Þó skipta engin fang- elsi máli, þegar ávaninn er horf- inn afur og maður er búinn að venja sig af sjónvarpi. Þreytt? Jú, sannarlega. En hjá manninum mínum mun ég bráð- lega gleyma þessu öllu. ENDIR. ÍHtltvarpiö Fimmtudagur 28. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Ton- leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Nútímatónlist: Musica Nova kórinn í Berlín syngur kórlög eftir Búchtger, Orff, Killmayer og Bartok. — Hermann Henderer stjórnar. 20 :25 Erindi: Maria Stuart (Jfón R. Hjálmarsson skólastjóri). 20:55 Fiðlus^nata nr. 2 í G-dúr, op. 13 eftir Grieg (Yehudi Menuhin leikur á fiðlu og Hobert Levin á píanó). 21:15 Erlend rödd: „Hvers vegna ég skrifa:: eftir Georg Orwell (Sig- urður A. Magnússon blaðamaður 21:40 Tónleikar: ítalskir söngvarar syngja ástardúetta úr óperum. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" efti ' Arthur Omre; XIV (Ingólfu. Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 3 i C-dúr, op. 52 eft- ir Sibelius. — Borgarhljómsveit in í Helsinki leikur, — Jussi Jal as stjórnar. (Frá Sibeliusarvikunni í Hels- inki í júní s.lj. 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 29. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tón« leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónw leikar — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. —• 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsuni löndum. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Minningardagskrá um Dag Hamm arskjöld framkvæmdastjóra Saru einuðu þjóðanna: Erindi og tónleikar (Thor Thorg ambassador o.fl.). 21:00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlss^n). 21:30 Sex prelúdíur eftir Rachmaninoff (Colin Horsley leikur á píanó). 21:50 Upplestur: I>orbjörg Ámadóttir les frumort ljóð. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftlr Arthur Omre; XV, (Ingólíur Kristj ánsson rithöfundur). 22:30 Islenzkir dægurlagahöfundar: Haukur Morthens syngur, 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.