Alþýðublaðið - 06.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.12.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐU8L*Í$!» á>i i i : ; Verkamannabústaðir. Borgarstjórinn liggnr á málinu. Á bæjarst]‘órnarfundinum í gær- kveldi varð Knútur borgarstjóri flð játa, að hann hefði enn ekk! sent ríkisstjórninni ályktun meiri hluta húsnæðisnefndarinnar, sem gerð var 25. nóvember, þar sem iagt er til, að lögin um verka- mannabú'staði verði látin koma til framkvæmda hér í Reykjavík. Þessi dráttur er afar-vítaverður og lýsir vel röggsemi borgar- stjórans þegar um nauðsynjamál fátækra verkmanna er að ræða. Stefán Jóh. Stefánsson vítti þenna óhæfilega drátt og skor- aði á borgarstjóra að senda at- vinnumálaráðherra ályktunina þegar í dag. Bæjarstjðrnarkosninoar í Neskaupstað við Norðfjorð. FB., 5. dez. Bæjarstjórnarkosning er ákveð- in hér 4. jan. Framboðsfrestur er útrunninn. Þrír listar eru i kjöri. 1) Listi Alpftðuflokkslns. Á hon- um eru: Jónas Guðmundsson, Stefán Guðmundsson, Sigdór Brekkan, Jón Sigurjónsson. 2) Listi „Framsóknar“-fIokksins. Á honum eru: Ingvar Pálmason, Helgi Pálsson, Jón Sveinsson út- gerðarmaður. 3) Listi íhaldsflokksins: Á hon- um eru: Jón Sveinsson verzlun- armaður, Páll Þormar, Pétur Waldorff. Békmenfaverðlaœiia. Martins bókaforlag í Kaup- mannahöfn, sem m. a. hefir gefið út rit Jacks Londons á dönsku, efndi í sumár til samkeppni um beztu greinina, — ef eigi væri yfir 650 orð — um, hvers vegna ameríski rithöfundurinn Jack London væri tiltölulega meira lesinn á Norðurlöndum en ann- ars staðar, og hvað það væri i fari hans, er ylli þessu. Verðlaun- in voru ókeypis ferð til Kalifor- níu, til æskustöðva Jacks Londons, og fram og aftur um Bandaríkin og Kanada. Fylgdu þessuáþriðja þúsund króna til vasapeninga. í samkepni þessari töku þátt yfir 200 manns. Verðlaunin voru ve»tt danska rithöfundinum Peter Tutein. En þegar forlagið skýrði frá úrslitum samkeppninnar birtj þaö tvær greinar, grein Tuteins og grein eftir Ólaf Friðriksson, og skýrir frá, að hdnum verði veitt sérstök verðlaun, þótt í upp- hafi væri að eins gert ráö fyrir einum verðlaunum. Við lestu1' þessara tvéggja greina verður það Ijóst, að forlagið hefir ekki Góðskáldið Einar Hjörleifsson Kvaran er sjötugur í dag. Nafn hans þekkja allir bók- læsir íslendingar. Fjölmargir hafa lesið sögur hans sér til sálubóta. „Að skilja er aö fyrirgefa." Þessi forna setning er grunn- tónninn í skáldverkum Einars, einkum hinum síðari. Samúð hans er djúp, einkum með smælingjunum. Hann fyrir- gefur og kennir að fyrirgefa, —. alt, nema grimd og harðýðgi við smælingja og baráttu gegn auk- inni siðmenningu. Hann kennir lesendum sínum að greina á milli mannanna, er óhappaverkin drýgja, og verk- anna sjálfra, sem þeir hafa fram- ið. Hann sér eitthvað gott í hverj- um manni. Hann sér guðsneist- ann jafnvel í þeim, sem mikið vantar á að hafi náð siðferði- þózt geta staðið sig við að láta aðra greinina óverölaunaöa. Dönsk blöð, þ. á m. „Politiken“, fara mjög lofsamlegum orðum mn grein ólafs og telja hana lýsa einkar glöggum skilningi og djúpri þekkingu á rithöfundareðli Jack Londons. Sk. Ertemd sixaskeyli. FB., 5. dez. Hússar og Bandankjamenn. Frá Moskva er símað: Stjórnin í Bandaríkjunum hefir, í sam- ráði við hin stórveldin, sent rúss- nésku stjórninni og kínversku stjórninni orðsendingar, til þess að minna þær á ófriðarbannssátt- mála Kelloggs, og kveöst hún ætlast til þess, að deiian verði jöfnuö á friðsamlegan hátt. Rússneska stjórnin hefir svar- iegum þroska. Því er í einni af sögum hans þessi setning, sem ýmsir hafa misskilið: „Guð er líka í syndinni", — því að röngu sporin eru stundum leit, þótt á villigötum sé. Hann sér jafnvei, að Móra, draugnum, er ekki alls góðs varnað. Fyrirmynd þess að skilja og fyrirgefa hefir skáldið dregið faguriega upp í „Sögum Rann- veigar" og í ieikritinu „Syndir annara“. Þess gerist ekki þörf að telja hér upp skáldrit hans. Þau eru kunnari en svo — og hjartfólgin fjölda manna. Vonandi endist Einari enn ald- ur til að gefa íslenzku þjóðinni fleiri bókmentaperlur í viðbót. Giiðm. R. Ólafsson úr Grindavík. að því til, að tilmælin séu ó- réttmæt, þar eð friðarumleitanir milli Rússa og Kínverja séu þeg- ar byrjaðar og tilmælin virðist því ekki komin fram í vingjam- legum tilgangi. Auk þess kveðst rússneska stjórnin ekki leyfa afskifti annara ríkja af málinu. Loks kveðst ráðstjórnin undr- ast það stórlega, að stjórnin í Bandaríkjunum skuli senda stjóm Rússlands ráðleggingar, þar sem Bandaríkjamenn vilji ekki koma á stjórnmálasambandi milli Rú%s- lands og Bandarikjanna. Belgsustjörn óbreytt. Frá Brussel er símað: Jaspar hefir aftur myndað stjórn í Bel- gíu og er hún að öllu leyti eins skipuð og fráfarandi stjórn. Er því búist við, að samkomulag hafi náðst í deilunni um að gera háskólann í Gent flæmskan. Var pað matarsalt ? I grein, er Guðmundur Hannes- son ritar í ,',Morgunblaðið“ í gær, segir liann: „Auðvitað er hreinn vínandí ekki eitur frekar en matarsalt, þó vel megi drepa sig á hvort- tveggja.“ Ég varð dálítið hissa, þegar ég las þetta, og las það yfir aftur, en málsgreinin var ekki lengri en þetta, svo hér gat ekki verið um neitt að villast. Þetta er nýr fróð- leikur, og ég verð að játa fáfræði mína, að ég hefi aldrei vitað þess dæmi, að menn dræpu sig á þvi að éta salt, en af hinu em til margar sögur, að vínandi hafi stytt mönnum aldur. En kannske margt af þvi, sem um það er sagt, sé misskilningur og matar- salt hafi orðið þeim að bana? Það má „drepa sig á hvort- tveggja“, segir Guðmundur,. og þar eö hann er prófessor í lækn- isfræði hérna við háskólann, þá œtti hann að vita það. Ég þekki ‘efnispilt, sem var í góðri stöðu, sem fór að vanrækja starf sitt þar til hann loks misti stöðuna. Eftir það vann hann með höppum og glöppum í eitt eða tvö ár, en hætti því síðan al- veg. En það mátti oft sjá hann úti á götu; hann beið þar eftir að einhver kæmi, sem honum þætti líklegur til þess að hægt væri að „slá“ hann um túkall, jafnt hvort hann þekti manninn eða ekki. Einu sinni sá ég hann stanza Guðmund Hannesson neðarlega á Hverfisgötunni, og var ég ekki í vafa um hvaða erindi hann átti honum. Hvað olli þessari siðferðislegu hnignun mannsins, og hvað olli þeirri líkamlegu hnignun, er mátti sjá á andliti hans og ó- styrkum höndum? Ég verð að játa, að ég er svo óvísindalegur í mér, að ég, án þess að rannsaka málið, taldi hiklaust rétt, að það hefði verið áfengiseitrun, sem valdið hefði líkamlegri og sið- ferðislegri hnignun mannsins, eða réttara sagt glötun hans. En kann ske mér hafi skjátlast: kami: ske maðurinn hafi verið kominn svona af því oð borða matarsalt? Eitt sinn vissi ég til að maður. sem er hversdagsgæfur, hagaði sér mjög einkennilega. Hann var með háreysti og læti, barði tvo menn, svo þeir voru bláir og blóðugir, braut dýra rúðu og gerði ýmislegt fleira, sem var ólíkt honum að gera. Skaðabætur, er hann varð að borga, námu hér um bil hálfs annars mánaðar kaupi mannsins. Hvers vegna hagaði maðurinn sér svona einkennilega? Ég hélt, að hann hefði verið undir áhrif- um áfengls, og mér var sagt að hann hefði verið með vínfiösku á sér. En hvorttveggja hefir kann ske verið skakt. Hann hefir lík- legast bara borðað of mikið af matarsalti og verið með papp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.