Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 1
24 sfður
48. árgangur
223. tbl. — Þriðjudagur 3. október 1961
Prentsmiðja M"-~gunblaðsina
sækir um
inntðku í SÞ
Fimm ríki haía viburkennt hina
nýju stjórn lanásins
Beirut og Kairó, 2. okt. •
(NTB —• AP)
DR. KUZBARI forsætisráð-
herra tilkynnti Mongi Slim
forseta Allsherjarþings SÞ í
dag að ákveðið hafi verið að
sækja um inntöku Sýrlands
sem sjálfstæðs og fullvalda
ríkis í samtök Sameinuðu
þjóðanna.
Ekki ber fregnum saman
um ástandið í Sýrlandi. —
Fregnir frá Kairó herma að
enn séu átök í helztu borg-
um landsins, en í öðrum
fregnum segir að þar sé nú
allt með kyrrum kjörum. —
Fimm ríki hafa viðurkennt
hina nýju stjórn dr. Kuz-
baris. Ilafinn er brottflutn-
íngur egypzkra borgara frá
Sýralandi og komu 600
Egyptar þaðan í dag til
Líbanon.
ALVARIÆGT ASTAND
Nasser forseti hélt í dag ræðu
á útifundi stúdenta hjá Kaíró-
háskóla. Sagði hann að bylting-
in í Sýrlandi hefði skapað hið
alvarlegasta ástand í sögu þjóð-
ar sinnar og gæti leitt til hörm-
unga. En ef til vill gæti bylt-
ingin orðið til þess að sameina
J
Rússar
sprengja enn
Nr. 16
ígær
Washlngton, 2. október,
(NTB—AP) —
Kjarnorkumálanefnd Banda
ríkjanna tilkynnti i dag að
Rússar hef ðu í morgun sprengt
sextándu kjarnorkusprengju
sína frá því þeir hófu tilraun
ir að nýju hinn 1. sept. s.l
ÍSprengja þessi, sem var í mega;
_ tonnaflokki, eða a.m.k. sam
svarandi einni milljón lesta af
TNT sprengiefni, var sprengd
í gufuhvolfinu hjá Novaja
Semlja.
Síðasta kjarnorkusprenglng
Rússa var 22. sept., ^einnig í
gufuhyolfinu hjá Novaja
.Semlja.
Áður en tilkynning nefndar
innar var birt höfðu borizt
fréttir frá jarðskjáilftafræði-i
stofnuninni í Uppsölum, sem
sagði að mælzt hafi mikil
.-.prenging í um 2.560 km fjar
lægð á svæðinu nálægt Novaja-
Semlja. Jarðsjálftamælar'
sýndu aff sprengingin varð kl.
8:21 f.ú.
Araba í sókn gegn sundrungar-
öflum í löndum þeirra.
Nasser réðist harðlega á
„fimm manna klíkuna" sem
stjórnaði nú í Sýrlandi, og sagði
um Hussein Jórdaníukonung,
sem hefur viðurkennt Sýrlands-
stjórn, að hann styddi nú land-
ráð eins og ávailt áður.
Nasser sagði að Sýrlendingar
væru enn að berjast gegn bylt-
ingarstjórninni. Hann sagði að
Sýrlendingar ásökuðu sig um
Erh. á bls. 23
Skriðdreki og jeppi á götu í Damaskus eftir að byltingarmenn náðu völdum í borgínnl
síðastliðinn finuntudag.
.Alþyðuher' í Alsír
París, i. okt. — (NTB — AP)
DE GAULLE forseti flutti í
gær útvarps- og sjónvarps-
ávarp og kvaðst enn vera
reiðubúinn til samninga við
útlagastjórnina í Alsír til
þess að finna friðsamlega
lausn á Alsírvandamálinu. í
Mamoun Kuzbari, hínn nýi
forsætisráðherra Sýrlands.
NÚ ERU skólarnir að byrja
og veldur það miklum breyt-
ingum á útburðarstarfsliði
blaðsins. Má búast við að þetta
valdi talsverðum erfiðleikum
við að koma blaðinu til kaup-
enda, a.m.k. fyrstu daga októ
ber, en að sjálfsögðu verður
allt gert, sem hægt er til þess
að það gangi sem greiðlegast.
þeim samningum yrði að
ákveða tímatakmark fyrir
sjálfsákvörðunarrétt Alsír-
búa og skilyrði fyrir fransk-
alsírskri samvinnu.
De Gaulle sagði að harin hefði
ákveðið að koma á fót „alþýðu-
her" í Alsír til að stuðla að því
að íbúarnir fái sjálfsákvörðunar-
rétt. Þessi her verður undir
bráðabirgðastjórn sem taka mun
við völdum í landinu. En bráða-
birgðastjórn á að fara með völd
þar til grundvöllur hefur verið
skapaður fyrir framtíðarríkis-
stjórn.
Ekki skýrði de Gaulle nánar
frá fyrirætlunum sínum varð-
andi „alþýðuherinn", en sagði
aðeins að hann yrði í einu og
öllu „alsírskur". De Gaulle hef-
ur þó áður minnzt á „alþýðuher"
í viðræðum við leiðtoga Jafnaðar
manna í síðustu viku og talaði þá
Símaskipid'
tefst
LAGNING sæsímans til ís
I
jlands hefur tafizt vegna verk,
vfalls skipsmanna á símaskip-,
*inu. Skipið, sem leggja á kapal,
inn frá Færeyjum til fslands
'átti að láta úr höfn um helg-
lina, en það er enn í Bretlandi
log í gærkveldi var ekki vitað
Jtil þess að deila þessi værii
leyst, en hún mun standa um'
yfirvinnukaup skipsmanna.
MM
0^0qN&j*0!&Þ*00ma0mi0*Íi
um að í her þessum yrðu 50.000
menn.
De Gaulle skoraði á frönsku
þjóðina að standa saman og réð-
ist harðlega á þá menn, sem
vinna að því að mynda stjórn-
málasamtök gegn stjórn sinni.
Menntaskólinn fœr við-
bótarhús í Olíuportinu
Seinna verour byggour annar menntaskóli
KL. 2 í gær var Menntaskólinn i
Reykjavík settur. Hefur nemend
um f jölgað mjög í skólanum og
verða nú 750 í 32 bekkjardeild
um. Kr nú hver smuga notuð í
skólahúsinu, bæði fyrir og eftir
hádegi, og yrði ekki hægt að
taka við nokkurri aukningu í
skólann næst.
í setningarræðu sinni kvaðst
rektor, Kristinn Ármannsson,
ekki ætla í þetta sinn að tala um
húsniaeðisvandamálið, þar eð nú
mundi vera að koma skriður á
málið. Mbl. innti Kristin í gær
kvöldi eftir því, hvað hann hefði
átt við. Sagði hann, að rikis-
stjórnin hefði nú ákveðið að láta
til skarar skriða um auknin.gu
húsnæðis. Væri í undirbúningi að
fá Olíuportslóðina ofan við
Menntaskólann og byrja í vor að
byggja þar viðbótarskólahús, út
frá brunaveggnum á KFUM-hús
inu. Ekki væri svo langt komið
að búið væri að teikna þetta
hús, en í suimar, er húsammeist
ari var í Kaupmannahöfn á arki
tektaþingi og rektor þar staddur
skoðuðu þeir ýmis skólahús með
þessa byggingu fyrir augium.
Ekki mundi slík bygging þó
duga til frambúðar. Og væri í
ráði að reisa annan menntaskóla
á öðrum stað, er gamli Mennta
skólirtn hefði fengið þessa viðbót.
Enda væri nemendafjöldi að
verða svo mikill, að ógerlegt
væri að hafa hann allan undir
einum hatti. Erlendis væri
menntaskóla líka yfirleitt skipt
niður í smærri heildir. Ekki
kvaðst hann vita hvort fullákveð
ið væri að hann yrði neðan við
Golfskálann þar sem einu sinni
var ákveðinn staður fyrir skóla.
Hver kimi skipaður.
í upphafi setningarræðu sinnar
minntist rektor látins nemanda,
Magnúsar Tryggvasonar, er
drukknaði á síldveiðuim í sum
ar. Skýrði hann síðan frá því að
bekkjardeildir væru nú 32, eða
fjórum fleiri en í fyrra. Yrði nú
að hafa 4. bekkjar deildir eftir
hádegi og væri nú kennt í hverj
um kima skólahússins, bæði fyrir
og eftir hádegi, auk þess sem
IVamh. á bls. 23.
Hengdi
sig
Bloemfontein, Suður Afrfku,
2. okt. (AP).
TILKYNNT var í Suður Afríku
í dag að David Beresford Pratt,
sem reyndi að myrða Hendrik
Verwörd forsætisráðherra í apríl
1960, hafi hengt sig i klefa sínum
í geðveikrahæli í Bloemfontein á
sunnudagskvöld.
Rúmt ár er liðið frá því að , *
réttarhöldunum lauk í máli Pratts
Og hann sendur í geðveikrahæli.
Pratt hafði hengt sig í laki sínu.
Nálægt líki hans fannst bréf, þar
sem Pratt segir þetta beztu lausn
ina fyrir alla á vandamálum
hans.
Pratt varð 54 ára daginn sem
hann hengdi sig. «