Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 2
MORGVHBLAÐIh Þriðjudagur 3. okt. 1961 Maður varð konu sinni að bana ÁstæHur taldar: olæði og afbrýðissemi AÐFARARNÓTT sunnudagsins gcröist sá óhugnanlegi atburður inni í Laugarneshverfi að maður varð konu sinni að bana í ölæði. Nánari atvik voru þau, að um fcL hálf eitt á sunnudaginn var komið með konu, Ásbjörgu Har- aldsdóttur, 34 ára, á Slysavarð- stoíuna. Reyndist hún látin þegar á Slysavarðstofuna kom. Með Ás björgu kom anaður hennar, Hu- bert Rósmann Morthens, sjómað ur, 34 ára gamall. Heimili þeirra er að Laugarnesvegi 118, sam er ^- þriggja hæða sambýlishús. Kom strax fram, að maðurinn ínundi á einhvern hátt valdur að áverkum, sem voru á lílki kon- uhnar. Rannsóknarlögreglan hóf þegar rannsókn í máli þessu og við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hann væri valdur að dauða konu sinnar, og byggð ist það, sem hér fer á eftir á fram burði hans: Á laugardagskvöldið kom Hu- bert heim með togaranuim Neptún usi, sem hafði verið í söluferð í Þýzkalandi. Kona hans kom til að taka á móti honum, og hófu þau að drekka bjór og vín um borð í togaranum. Drakk Hubert bæði bjór og vín, en konan að- eins bjór. Heim til sín kömu hjónin wm tvö leytið um nóttina og héldu þar drykkju áfram. Gerðust þau bæði allmikið drukkin og varð þeim brátt sundurorða. Segir Hu- "f» bert það ekki nýtt, að slíkt hafi komið fyrir þegar þau hafi drukk ið, og hafi þá ýmis ágreinings- efni komið fram, sem ekki hefði verið hreyft öðruan kosti. Hubert man illa hvað tímamim leið, en einhveratíma síðari ' hluta nætur eða undir morgun virðist afbrýðissemi hafa gagn- tekið hann, og eins og hann orðaði það sjálfur við yfirheyrslu hafi hann „aiveg tryllzt. í>á skeði hörmungin". Á sunnudaginn gat hann ekki greint frá einstökum atriðum, og telur rannsóknarlögreglan óvíst að hann getið það nokkru sinni. Svo mikið er vitað, að hann réðist að konunni, og lézt hún ^ af völdum árásarinnar. Síðan segir Hubert að hann hafi ekki vitað af sér, en hve lengi veit hann akki. Hann seg- ist muna það næst að konan hafi legið á gólfinu. Tók hann hana upp og bar inn í svefnherbergi, og telur að þá hafi hún ekki ver- iö látin. Nokkru seinna, sennilega um hádegisbilið, segir hann að sér hafi flogið í hug að eitthvað alvar legt hefði skeð. Er talið að þá hafi konan verið látin. Hubert hringdi þá til frænku feonunnar, og hún kom þegar á vettvamg. Var sjúkrabíll kvaddur til og konan flutt á Slysavarðstof- una, en frænka hennar tók börn þeirra hjóna, þrjú talsins, tveggja, sex og sjö ára, með sér. Sváfu börnin í svefnherberginu, og er ekki vitað annað en þau hafi sofið á meðan atburður þessi gerðist. Rannsóknarlögreglan rann- sakaði íbúðina á sunnudaginn, og var ekki að sjá að þar hefðu mik il átök átt sér stað. Réttarkrufning fór fraim i gær morgun. en skýrsla lá ekkifyrir í gær. Fullvíst var þó talið að konan hefði látizt af innvortis-' meiðslum. _ Huibert var færður í varðhald á sunnudaginn. Formannaráðsfefna ASÍ gerir: kröfu um nýjar kauphækkanir EINS OG getið hefur verið í Mbl. var ráðstefna ASÍ kvödd saman nm síðustu helgi til þess að ræða kaup og kjaramál. Ráðstefnan var illa sótt og á henni náðist engin samstaða um ályktun. Hins vegar var með meirihlutavaldi knúin fram krafa um nýjar kaup hækkanir. Ráðstefnan hófst á laugardag kl. 2 e.h. og lauk á sunnudags- kvöld. Til hennar voru boðaðir formenn eða fulltrúar allra verka lýðsfélaganna, 161 að tölu, auk fullskipaðrar sambandsstjórnar ASÍ. Þótt mikil áherzla hafi verið lögð á, að sem flestir sæktu ráð- stefnuna, sátu hana aðeins 80 fulltrúar. Forseti ASÍ, Hannibal Valde- marsson, setti ráðstefnuna og brá ekki út af þeim vana sínum að gæta lítils hófs i málflutningi. Síð an lagði stjórn ASÍ fraim drög að ályktun, sem fyrst og fremst mót uðust af pólitískum sjónarmið um kommúnista. Ráðstefnan f jall aði svo um ályktunina á laugar- dagskvöld og sunnudagsmorgun, en þar sem lýðræðissinnum tókst ekki að fá samþykktar neinar efnislegar breytingar á henni, náðist ekki samkomulag um hana. Breytingartillaga lýðræðissinna við ályktunina var felld með 57 atkvæðum gegn 21 og aðrir liðir ályktunarinnar samþykktir með svipuðu atkvæðaimagni. Ályktunin fer í heild hér á eftir: Með gengislækkuninni í febrú ar 1960 hækkaði verð alls er- lends gjaldeyris um 50—79% — Þá var verkalýðurinn einnig rændur þeirri kjaravernd, að. kaup skyldi hækka með vaxandi dýrtíð. Með gengislækkuninni í Fimm mæðiveikar kindur í Dölum Á FÖSTUDAG var slátrað í Borg arnesi um 300 vanþrifa kindum, er safnað hafði verið saman víðs vegar úr hólfi því er mæðiveik- in hefir komið upp í. Reyndust 5 þeirra mæðiveikar. Eru kindur þær sem reyndust sýktar af mæðiveiki allar úr Dölum, fjórar frá Smyrlahóli í Haukadal og ein frá Kolsstöðum í Miðdölum. Einnig var slátrað 24 kindum frá Skörðum, þar sem mæðiveik- in kom upp, en ekki fannst í þeim mæðiveiki. Eru þá allar kindur frá Skörðum komnar í leitirnar nema ein ær tvævetur. /*NA 15hnútar \/ SVSOhnúhr X Snjókoma V Stírir K Þrumur OY//svatVt\ KuUaakil Hitaskil H.Mmi L*L*ga l:Mmi, *> 12.1 *¦} txirí' >s-c*~^i¦¦¦¦¦' % Á stóru svæði yfir norðan- verðu Atalantshafi er svalt skúraloft sem nær norður yf ir sunnanvert landið. I>etta skúraloft nær austur að Bretlandseyjum. Þar fyrir austan er þurrara og hlýrra, víða 15—18 stig. Yfir Suður-Svíþjóð og Eystra salti er háþrýstisvæði sem lít ið haggast úr stað. Ætti því að haldast suðlæg átt og hlý- indi um sinn, en vætusamt sunnan lands. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturland til Breiða- fjarðar og miðin: SV-kaldi eða stinningskaldi, skúrir. Vestfjarðamið: A-stinnings- kaldi, rigning norðan til. Vest- firðir til Austfjarða, norður- mið og norðausturmið: SA- kaldi, víðast þurrt og bjart veður. Suð-austur land og miðin: S og SA-stinningskaldi þokuloft og rigning öðru hvoru. Horfur á miðvikudag: SA- átt, rigning sunnanlands en víðast úrkomulaust fyrir norð an, hlýtt í veðri. ágústbyrjun í sumar hækkaði verð alls erlends gjaldeyris enn um 13.16%. Hinni fyrri gengislækkun fylgdi mikil verðhækkunaralda. Og þegar er séð, að verðlag fer starx stórhækkandi vegna hinn ar síðari. Þar við bætist, að á- lagningarreglum hefur verið breytt og verðlag einnig gefið frjálst á þýðingarmiklum vöru- flokkum. I>á er og boðað, að söluskattar verði hækkaðir. Nýrri verðhækkunaröldu bef- ur því verið hleypt af stað, og árangur þeirra frjálsu samninga, sem tókust á síðastliðnu vori milli verkalýðssamtakanna og at vinnurekenda, að engu gerður, áður en varir. -Ráðstefnan mótmælir því harð lega, að nokkur gild efnahags- leg rök liggi til þess að gripið var til nýrrar gengislækkunar vegna þeirra sanngjörnu og nauð synlegu lagfæringa, sem gerðar voru á kaupi verkamanna. Mun verkalýðshreyfingin því líta á hana sem óréttmæta hefndarráð- stöfun og haga gagnráðstöfunum sínum samkvæmt þvL Ráðstefnan telur það órökrétt Framh. á bls. 23. Sýnum sasti úð vora í verki ÖLL.UM er í fersku minni, er vél- báturinn Helgi frá Hornafirði fórst nýlega, á heimieið frá Eng- landi. Á honum voru 9 menn. Aðeins tveir björguðust, en sjö drukknuðu. Allt vaskir menn og á bezta aldri. Fjórir þeirra voru tengdir nánum fjölskyldubönd- um. Allir skilja eftir sig fleiri eða færri harmþrungna ástvini. Þar á meðal ellefu börn, sem flest eru á unga aldri og öll nú orðin föðurlaus. Aldraðir foreldr- ar hafa og misst fyrirvinnu sína. Víst er að þjóðin öll harmar þennan mikla mannskaða, en samúð vora í garð þeirra, sem um sárast eiga að binda, getum vér einna helzt vottað með því að efna til nokkurs fjárstyrks þeim til handa, sem mest þurfa þess með. Vér vitum að margir muni einmitt á þennan veg vilja votta syrgjendum hlýhug#sinn Og hluttekningu. Dagblöðin í Reykja vík og vér undirritaðir sóknar- prestar munum veita gjöfum manna viðtöku. Gunoar Árnason, Skarphéðinn Pétursson, Sváfnir Sveinbjarnarson. Harður bílaárekstur Um kl. 3 síðdegis á sunnudag varð svo harður bílaárekstur á Krýsuvíkurveginum, að annar bíllinn a.m.k. er talinn ónýtur og hinn mikið skemmdur. Lítil meiðsli urðu þó á fólki og þykir þeim er að komu það ganga kraftaverki næst. Þetta gerðist á Krýsuvíkurveg- inuan, um 2 km frá Suðurnesja- brautarvegamótunum. Mercedes Benz bíllinn R-1510 var á leið) suður og Opelbíllinn R-11432 kom á móti. Mættust bílarnir á blind hæð og skullu saman. Hentist Opel-bíllinn út af veginum og töldu þeir, sem sáu hann að hann væri gerónýtur. Einnig skemmd ist Mercedes-bíllinn mikið. f þeim síðarnefnda voru tveir far þegar ög 2 börn auk bílstjórá, en þrír í hinum. Slapp fólkið lítið meitt. - Björgunardeild þungavinnu^ véla kom og fjarlægði bílana. — Hér sést er verið var að taka Op el-bílinn upp úr hrauninu og vant ar framan á vélarhúsið, en lokið á því stendur út í loftið. —. (Myndina tók Leifur Pétursson). Eldur í . Akranesbáti AKRANESI 2. okt. — KL ura 4.30 síðdegis í dag kviknaði eld- ur í vélbátnum Farsæli, sem lengi hefur staðið hér í skipa- smíðastöðinni til endurnýjunar og viðgerðar. Langt er komið að setja nýja vél í bátinn og voru smiðir að vinna við logsuðu í vélarhúsi. Gaus þá upp ógurlegur reyk- ur. Höfðu smiðirnir snör hand- tök, þrifu kerald mikið, fylltu af vatni og létu vaða of an í vélarhúa ið hvað eftir annað. Slökkvilið var kallað og kom skjótt á vett. vang. Réðust slökkviliðsmenn með dælurnar gegnum lestina og inn í vélarrúmið. — Tókst að slökkva eldinn mjög fljótlega, Kvikmynd af slóðum Fjalla-Eyvindar FIMMTUDAGKVÖLDIÐ 5. okt. efnir Ferðafélag íslands til fyrstu kvöldvöku sinnar á þessu hausti, Ósvaldur Knudsen, málarameist ari, hefur enn einu sinni sýnt félaginu þann velvilja, að leyfa því að frumsýna kvikmynd, sem hann hefur gert. Nefnist kvik- myndin Fjallaslóðir og lýsir ferðalöguim um miðlandsöræfi ía lands. Sýnir kvikmyndim m.a. alla dvalarstaði Fjalla-Eyvindar á öræfuim, sem kunnir eru, en þeir eru margir. Hefur Ósvaldur lagt mikla vinnu í þessa kvik« mynd og er hún hin fróðlegasta. Texta kvikmyndarinnar hefur Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur gert. Á eftir er myndaget- raun. Kvöldvakan verður í Sjálf- stæðishúsiniu og hefst kl. 20:30 I stundvíslega og verður húsið opn lað kl. 20:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.