Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVN II LAÐIÐ Þriðjudagur okt. 1961 Legstaður Leifs heppna fundinn M E RK A R fornleifar hafa fundizt á Grænlandi. Fyrir stökustu tilviljun hafa forn- leifafræðingar fundið leifar kirkju þeirrar, er Þjóðhildur kristna trú og svo gerðu fleiri, 8H en Eiríkur var alia æfi heiðinn maður. Þjóðhildur ákvað að reisa kirkju, en til þess að skaprauna ekki manni sínum valdi hún henni stað nokkuð fjarri sjálfu setrinu að Brattahlíð og er sú ástaeðan fyrir því, að rústir kirkjunnar hafa ekki fundizt fynr. Brattahlíð. — Örin bendir á strðinn þar sem leifar Þjóðhildarkirkju fundust. og leifar Þ jóðhilda rkirkju í Grænlandi Ehíkur rauði. — Melgaard forn- leifafræðingur hefur kastað til hans beini. kona Eiríks rauða lét reisa við Brattahlíð er hún hafði tekið kristna trú. Ennfrem- ur hefur fúndizt með kirkju- leifunum grafreitur, sem ef- laust hefur að geyma bæði bein Þjóðhildar og sonar hennar Leifs hins heppna, auk margra annarra fornra íbúa Brattahlíðar. Alls munu þar vera bein um hundrað manna. Fornleifafræðingar hafa um langt skeið leitað rústa Þjóðhild- arkirkju, því að hennar er getið í Hauksbók. Árið 999—1000 dvald ist Leifur Eiríksson með Noregs- konungi og fór af hans fundi með fyrirmæli um að kristna Grænland. Á skipinu heim hafði Leifur með sér kristinn prest. Sú saga er viðkunn, er segir frá hafvillu Leifs og hvernig hann fann það land, er talið hefur verið Ame- ríka, en Leifur sjálfur nefndi Vínland hið góða. Þegar heim til Brattahlíðar kom sögðu þeir fé- lagar frá sinni för og taldi faðir hans mega rekja vandræði þeirra öll til hins kristna vandræða- aaanns, prestsins. Kona Eiríks, Þjóðhildur tók • „Kindur hans“ — | alla vinnu og sendi boð til næsta ! kirkjunnar er einnig hin rétta.i Eins og svo oft er um forn- J flugvallar — hinum megin fjarð j Leifarnar sýna að þarna hefur leifafundi, greip tilviljunin hér í arins og þá vildi svo heppilega J verið rétthyrnd bygging með taumana. Hinn 1. september sl. til, að þar var staddur N. O. I þykkum torfveggjum, en trégafli var byrjað að grafa grunn fyrir Christensen, skrifstofustjóri í að vestan. Er stærð gaflsins fimm nýjum heimavistarskóla í Qu-! Grænlandsmálaráðuneytinu og sinnum sex metrar. Blaðamaður Politiken spurði Melgaard, hvernig únnt væri að segja með vissu, hvort bein sjálfs Leifs væru meðal annarra í kirkjugarðinum og svaraði forn-j leifafræðingurinn því til að slíkt! yrði ekki óumdeilanlegt nema rúnaristir legsteinar finnist er sagt g&ti til um það. Hins vegar eru fyrir því mjög sterkar líkur, | að bæði bein Leifs og móður hans séu þar. Kirkjan var reist árið 1001 eða 1002 og talið er, að Leifarnar við uppgröftinm. qssiarssuk í Júlíane haab-héraði og kom þá hauskúpa í skóflu eins verkamannanna. Sá gerði sér lítið fyrir og kastaði haus- kúpunni í burtu með einu orði — kindarhaus. En í þann mund bar að Larz nokkurn Motzfeld, grænlenzkan kennara og prest. Hann greip þegar hauskúpuna og sagði — nei þetta er ekki kind- arhaus, þetta er mannskúpa. Og um leið flaug í huga hans, að ef til vill héldi hann á kúpu ein- hvers hinna fornnorrænu land- námsmanna í Brattahlíð. Motzfeld stöðvaði þegar í stað Jörgen Melgaard með hauskúpuna er fyrst fannst. beið hann flugferðar heim til Kaupmannahafnar. Christensen kom þegar á vettvang, athugaði staðinn og verksumerki og tók hauskúpuna með sér til Hafnar, hann hélt rakleiðis á Þjóðminja- safnið. Er þangað kom var Christensen heldur betur fagnað. Þjóðminja verðir gerðu sér þegar í stað ljóst hversu mikilvægur fornleifafund ur þessi kynni að ver« og var þegar fenginn mannfræðingur til þess að segja til um hvort haus- kúpan væri af norrænum manni eða hvort hún væri e. t. v. af Grænlenzkum manni, sem gat verið. Og Balslev Jörgensen var fljótur að kveða upp úrskurðinn. — Norrænn maður. • Eiríkur rauði tók fyrstur við beinunum. Jörgen Melgaard fornleifa- fræðingur hélt flugleiðis til Græn lands og uppgröftur var hafinn. Hann fann auk leifa kirkjunnar, lítinn kirkjugarð og í fljótu bragði gat hann grafið upp sekstán beinagrindur — en telur sð þær muni alls um hundrað. Sl. föstudag kom Melgaard aftur til Danmer^kur, mjög ánægður með árangur ferðarinnar. í við- tali við Politiken, sagði Melgaard, að Ijóslega væru fundnar leifar fyrstu kristnu kirkjunnar og bein þeirra manna er fyrstir voru grafnir í kristnum grafreit Vest- an hafs. Beinin lágu í gröfunum frá austri til vesturs eins og vera 'ber í kristnum gröfum og stefna .. Æ ws . ■'.■.'VvVtMri-- • Larz Morzfeld, kennari og prest ur — sá þetta var ekki kind- arhaus. Vínlandsleiðangrar hafi hafizt um 1002. Vitað er, að Leifur heppni dó í Grænlandi fyrir árið 1025. Telur Melgaard líklegt að a. m. k. ein kynslóð hafi vaxið úr grasi áður en teknar höfðu verið þær hundrað grafir, sem virðast nú fundnar í kirkjugarði Þjóðhildarkirkju. Melgaard segir í viðtalinu Við Politiken að hann hafi haft samband við Kristján Eldjárn, þjóðminjavöi.'ð á íslandi, á heimleiðinni, og hafi hann ekki verið í váfa um, að þarna 'væru bein Leifs heppna. Áður en Melgaard fór frá Brattahlíð lét hann byrgja yfir leifarnar en á næsta ári verður gerður út leiðangur til þess að fullgera uppgröftinn. — Finnist ekki rúnaristur er isegi til um bein Leifs, verðum við að láta okkur nægja að vita með nokk- urri vissu, að bein hans eru meðal beina hinna hundrað. Segir MelgaardT — Þess skal að lokum getið úr viðtali Melgaards við Politiken, að sá er fyrstur tók við beinum úr kirkjugarðinum, er Melgaard hóf gröftinn ber nafnið Eiríkur Rauði. Þegar Poul Nörlund gróf upp leifar höfðing- setursins að Brattahlíð árið 1932 ákvað Grænlendingur einn er bjó þar í nágrenninu að skíra nýfæddan son sinn eftir Eiríki rauða. Á eftir Eiríki þessum. sem nú- er fulltíða maður, bar þar að nýgift hjón — og mér kom í hug hið fyrsta brúðkaup er gert var í Grænlandi að kristnum sið, seg- ir Melgaard — það var brúðkaup hins nafntogaða Þorfinns karls. efnis og Guðríðar, grænlenzkrar konu hans. Þau voru gefin sam- an í Þjóðhildarkirkju árið 1002, Kaupið ódýrt Þvottaduft 2Vt kff- 29,00 Þvottaduft 5 kg. 57.00 Þvottsdögur % kr. 15.00 (2 kr. Ödýrar þegar flöskunni er skilað aftur) ..•MIIMIMIIimillinMIMIHMMIHIMIMimilMOIOMfMHM. .iiiMHnmiimiuiimniiinniniiiiiiiinmiuiinmiiuiiiinini. .Mimtiiiifii jH|HHiiiiiiiiiiii|iiiiiMiiiifM^HHHiiiiiiimim. tmiMiiMiiiul ^^^Hujmiimimmuiimu^^^^HiiiiimimiM. miimuiHiul ^■HH| ■HHHH||^^^Hihhihhmhim 11111111111111111] |^^^^^^^^^iiHii*llilllMii mhmimmmiihI ai r ............... MMIMIHmuul ■ k.W LW I W\ L MHiiHiiiHiiuhHbAtonteA ignMI •i M1111111 1111 JPPPPPPPW ‘UHHIIihih^^^^Bihhhihhhiiiuuiihh 'MllllllllllVHNIVHllMIUMIIIIIIIHMIHmr "■.MMM.MmiimmmimimiMmmmmiiimiimmM.' HHMHHIHIIH HHIMIIIHHHI IHIHIHIIIIHII IMMMMIIMM' IHH HHIHH' •1111111111' HRINGUNUM. C/Í(JU),/WÍAC€

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.