Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 15
 Þriðjudagur > okt. 1961 M ORGUNBLAÐIÐ 15 «*W« SÍÐASTL. sunnudag' fór fram keppni í góðakstri í Beykja- vík á vegum Bindindisfélags ökumanna. 30 bílar tóku þátt í keppninni og komust færri að en vildu. Margt manna fylgdist með keppninni, en ýmsar þrautir voru lagðar fyrir ökumenn víðs vegar um bæinn. Verðir voru á götuhornum í miðbænum og var þess gætt að menn færu í einu og öllu að umferðarlögum. Á Bókhlöðustíg kom stór brúða í bandi skyndilega út á göt- una fyrir framan bílana, og mátti þá gjarnan heyra hvin í hemlum. Við íþróttavöll- inn á Melunum voru menn látnir aka afturábak eftir þar Mörgum brá í brún þegar brúðan Velheppnuð Sigurvegari var Geir Þorsteinsson til gerðum hring, aka af stað í sandgryfju, aka inn í ímynd aðan bílskúr o. fl. Á Suðurlandsbraut var breitt yfir hraðamæla bíl- anna, og urðu .ökumenn að halda 40 km. meðalhraða á alllöngum vegarkafla: Við rafstöðina við Elliðaár þurftu menn að aka afturá- bak inn á bílastæði, aka aft- urábak eftir planka, og sið- an í ýmsum hlykkjum. Féllu flestir á því prófi. Ásbjörn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri BFÖ skýrði blaðamönnum frá eftirfar- andi á laugardaginn á meðan keppni stóð yfir, -en hún hófst og lauk við Skátaheim- ilið við Snorrabraut. Þrjátíu ökumenn kepptu, bæði félagsmenn BFÖ og utan- félagsmenn. Það hefur verið nokkuð um það spurt, hversvegna tala keppenda væri takmörkuð við 30 manns. Það er ekki gerlegt, af ýmsum augljósum ástæðum að hefja keppnina fyrr en eftir hádegi — og ekki fyrr en kl. 2. Starfsmenn þurfa að borða, taka sig til og komast á varð- stað, sumir nokkra vegalengd. Taíið er að það taki um 90 mmútur að meðaltali fyrir hvern bíl að aka alla leiðina, ef reiknaÉS er með öllum stnöz- um vegna ökuþrauta o. þ. h. Bílarnir renna með 3. mín- útna millibili, sem er meira segja full stutt, og fer því síð- asti bíll af stað kl. 15.30. Hann kemur ekki aftur fyrr en um kl. 17. Þannig tekur sjálfur aksturinn um 3 klukkustundir. Yrði lengur haldið áfram fram á kvöldið, mýndu síðustu bíl- arnir lenda í rökkri og væri því um mismunun að ræða. Að auki þurfa varðmenn að vera komnir % tíma fyrir rás fyrsta bíls á sinn stað og bíða nokkuð eftir að síðasti bíll er farinn framhjá. Þeir þurfa því marg- ir að standa á verði um 4 klukkustundir. Er erfitt að krefjast lengri tíma af sjálf- bóðaliðum, oft í misjöfnu veðri. Skátar í búningum sínum eru leiðsögumenn ökumanna. Tók Þór Sandholt skátaforingi mjög vel í það að útvega hjálp þeirra, sem er mjög mikilvæg. Aðalsteinn Hallgrímsson er foringi hópsins og sjálfur leið- sögumaðúr. Varðstöður eru 26. Verðir, með aðstoðarmönnum um 90. ökuþrautir, allt með taiið, 60. ökuleið ca. 26 km. Það má segja, að góðakstur þc ssi feli í sér flest það, sem góður ökumaður þarf að ástunda og kunna m. a. kunn- IJtvarpsviðgerðir Gerum við allar gerðir viðtækja, radiogrammófóna, segulbandstæki (Grundig) sjónvarpstæki. Fljót afgreiðsla. GEORG AMUNDASONAR Viðtækjaverzlun og vinnustofa Skipholti 1 — Sími 15485 Sölumaður Lögfræðing vantar röskan mann til þess að annast sölu fasteigna o. fl. — Upplýsingar um fyrri störf og launakröfur, sendist til afgr. Mbl. merkt: „Fasteignasala — 5787“. birtist skyndilega fyrir framan bílinn á Bókhlöðustígnum. (Ljósm. Mbl. KM) \ " ,.V ' aksturskeppni áttu í því að aka um bæinn og aðgát, viðbragðsflýti, skllning utan hans, kröfu um þekkingu á mögulegum hættum, tillits- á umferðalögum og hlýðni við semi, leikni og ökuhæfni á öll- þær reglur, sem settar eru, um sviðum. Að komast í gegn- um svona keppni án þess að að verði fundið, tel ég óhugs- andi. Ýmsir standa sig þá vafa laust vel, því við eigum fjölda góðra ökumanna. Og einhverj- ir verða alltaf óánægðir með eitt'nvað í keppninni, telja að ýmislegt hefði átt að vera öðru vísi. Hjá því verður aldrei kom izt. Leikar fór svo að fyrstur varð R 1623 Mercedes Benz 220, ökumaður og eigandi — Geir Þorsteinsson, forstjóri, Skeiðarvogi 37. Næstur R 3625 Volkswagen, ökumaður og eig andi Úlfar Sveinbjörnsson, starfsmaður við Ríkisútvarpið Óðinsgötu 2. Þriðji er X 1229 Ford Prefect, ökumaður og eigandi Kristinn Snæland, — Eyrarvegi 3 Selfossi. Þriðji líka R 7403, Ford Taunus, öku maður Vilhjálmur St. Vil- hjálmsson, skrifstofumaður, Kaplaskjólsvegi 64. Eigandi faðir hans V. S. V. blaðamað- ur. Fjórði R 5371, Citroen, ökumaður Ingþór Haraldsson- verzlunarmaður, Snorrabraut 22, eigandi Haraldur Svein- björnsson sama stað. Líka fjórði R 506, Skoda Station, ökumaður óg eigandi Kristinn Gíslason, kennari, Hofteigi 52. Fimmti R 236, Fíat 1100, ökumaður og eigandi Jón Ingi marsson, lögfræðingur, Birki mel 10. Sjötti Y 255, Moskwitch, — ökumaður og eigandj Ólafur Guðmundsson, skrifstofumað- ur Melgerði 16 Kópavogi. BAHCO 69-75 90-95 verkfærin endast árum saman ef þeim er haldið hreinum og' smurðum — og höfð á vísum stað Þau verða Iangódýrust miðað við endingar- tíma, ef vel er um þau hugsað BAHCO-verkfærin eru seld í verzlunum um allt land. AB BAHCO Stockhdlm Umboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.